Morgunblaðið - 29.10.2019, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.10.2019, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 2019 ✝ Ágúst Svav-arsson fæddist 29. júní 1949 á Sauðárkróki. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í Þýskalandi 10. október 2019. Hann var sonur hjónanna Svavars Júlíussonar, f. 1920, d. 1976, og Ingi- bjargar Hönnu Pét- ursdóttur, f. 1926, d. 2012. Systkini Ágústs eru Pétur, Sig- urður og Sigrún Sigríður. Ágúst kvæntist Guðrúnu Kristjánsdóttur, kennara, f. 1948, hinn 26. september 1970. Þau skildu árið 1981. Þau eign- uðust tvö börn; Kristján Orra alþjóðamarkaðsfræðing, f. 1971, og Erlu Björk viðskiptafræðing, f. 1976. Kristján Orri var í sambúð með Hugrúnu Sif Símonar- tæknifræði frá Tækniskólanum. Hann starfaði hjá Vegagerðinni og Íslenskum aðalverktökum áð- ur en hann fluttist til Svíþjóðar og síðar Þýskalands. Ágúst starfaði sem byggingastjóri hjá Leonhard Weiss GmbH í Göpp- ingen frá 1980 til starfsloka 2014. Ágúst var íþróttamaður frá unga aldri, lék handbolta með ÍR og körfubolta með KR áður en hann ákvað að snúa sér alfar- ið að handboltanum. Hann var landsliðsmaður í handbolta og körfubolta og fór utan í atvinnu- mennsku í handbolta í lok átt- unda áratugarins. Hann varð sænskur meistari með HK Drott 1978 áður en hann fluttist til Þýskalands þar sem hann lék tvö tímabil með Tus Spenge og síðan tvö tímabil með Frish Auf Göppingen í efstu deild þýska handboltans. Eftir atvinnu- mennskuna þjálfaði hann TG Donzdorf. Útförin fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, 29. október 2019, klukkan 13. dóttur, f. 1971. Þau eiga þrjú börn, Daníel Andra, f. 1991; dóttir hans og Nadiu Hallström, f. 1993, er Eva Mar- en, f. 2018, Bjarka Aron, f. 1991, og Karítas Sól, f. 1999. Erla er gift Kristni Jóhannssyni tölvun- arfræðingi, f. 1975. Þau eiga tvö börn, þau Heklu Dís, f. 2003, og Vöku Líf, f. 2005. Ágúst eignaðist dóttur með Steinvöru Birnu Hreiðarsdóttur, f. 1951; Elsu Matthildi, f. 1971. Elsa er gift Magnúsi Salberg Óskarssyni, f. 1972. Þau eiga tvö börn, Pétur Mikael, f. 2002, og Hjördísi Júl- íu, f. 2003. Ágúst var í sambúð með Annette Rupp, f. 1966. Son- ur hennar er Adrian, f. 1997. Ágúst ólst upp í Reykjavík. Hann útskrifaðist úr bygginga- Elsku pabbi minn. Það er skrýtið að setjast nið- ur og skrifa minningargrein um þig. Svo stutt er síðan þú varst hér heima á Íslandi í faðmi fjöl- skyldu og vina. Og mikið hafðir þú nú alltaf gaman af því að vera hér hjá okkur. Þú elskaðir fal- legu náttúruna og litina í fjöll- unum sem þú sagðir alltaf að væru engu öðru líkir. Síðan voru það veiðiferðirnar okkar. Þér var alveg sama hvort við færum í ár eða vötn. Aðalatriðið var að vera saman, njóta útiverunnar og veiða. Þú varst líka flinkur við veiðarnar og oftast kom fisk- ur á land. Veiðigræjurnar þurftu ekkert endilega að vera fyrsta flokks enda varstu vanur að segja að fiskarnir þyrftu nú líka að eiga einhvern séns. Þér þótti líka svo ósköp vænt um dýrin. Þú fórst á hverju sumri sem krakki í sveitina í Skagafjörðinn til Indu þinnar og með ykkur skapaðist vinátta til lífstíðar. Í hvert sinn sem við fórum saman norður baðstu mig að staldra að- eins við í Varmahlíðinni þannig að þú gætir farið út úr bílnum og horft yfir Húsey og sveitina þína. Og þá runnu oftast gleðitár niður kinnarnar á þér, elsku pabbi minn. Eftir atvinnumennskuna í handboltanum ílengdist þú í Þýskalandinu. Þrátt fyrir að hafa búið þar lengstan hluta æv- innar varstu alltaf stoltur af því að vera Íslendingur. Hélst ís- lenskunni við með því að ráða krossgátur úti á svölunum þín- um umkringdur pottablómunum sem þú hugsaðir svo vel um. Þú gast líka talað við alla um allt og ekkert og eignaðist þar af leið- andi marga vini og kunningja á lífsleiðinni sem sakna þess nú að geta ekki lengur tekið samtalið við þig. Ógleymanleg verður för okk- ar um Snæfellsnesið núna í sum- ar. Þvílík náttúruperla sem nes- ið er. Og þar sem þú stóðst við rætur jökulsins spurði ég þig hvort þú ætlaðir ekki að taka mynd af honum. Svar þitt var á þessa leið: „Ég vil heldur geyma minninguna í huga mér. Í kvöld þegar ég leggst á koddann mun ég sjá jökulinn fyrir mér eins og hann er núna. Og þá sofna ég rótt.“ Það er yndislegt og ómetan- legt að hafa fengið að skapa minningar með þér í gegnum tíðina. Við náðum að gera svo ótal margt saman sem aldrei gleymist. Eins og segir í texta Guðmundar Halldórssonar „Rósin“ og þú söngst svo gjarn- an „Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei, það er minning þín“. Sakna þín endalaust. Þinn sonur Kristján Orri Ágústsson. Sumardagur í júlí, staðurinn er Keflavíkurflugvöllur, systkini kveðjast með kossi og stóru knúsi og tár falla niður kinnar. „Sjáumst í haust, góða ferð og ég elska þig.“ Á haustdögum kemur símtal. Þú ert búinn að kveðja, varðst bráðkvaddur á heimili þínu í Þýskalandi og ég fæ ekki að sjá þig aftur og knúsa nema í minn- ingunni. Það er erfitt að meðtaka það þegar ástvinur er horfinn á einu augabragði og mér finnst eins og þú sért heima hjá þér í Þýskalandinu og ég sjái þig aft- ur næsta sumar hér heima þó að ég viti að þannig verður það ekki. Ég vil þakka fyrir allar góðu minningarnar í minningabank- anum um þig, elsku brósi minn, en á sama tíma er svo sárt að hugsa til þess að innleggin í hann verði ekki fleiri. Minning úr barnæsku kemur upp í hugann. Íslenska landsliðið í handknattleik að spila lands- leik og ég ligg við hliðina á radíófóninum á stofugólfinu heima að hlusta á lýsinguna. Svo stolt af stóra bróður mínum, sem spilaði með landsliðinu. Önnur minning þar sem þú ert að lauma glaðningi frá jóla- sveininum í skó litlu systur í glugga á Otrateignum sem vaknaði við gjörninginn þar sem tveggja metra maðurinn ruddi einhverju um koll með tilheyr- andi hávaða. Það var ekki sjálf- gefið að fá í skóinn á þeim tíma og voruð þið bræður duglegir við að aðstoða jóla við það. Afmælisveisla þar sem við fögnuðum 70 ára afmælinu þínu saman í sumar þar sem þú varst svo kátur og lékst á als oddi og sagðir við mig: „Þið verðið að vera duglegri að hittast svona fjölskyldan, systir mín, þetta er svo gaman.“ „Ég skelli í eina góða veislu í vor þegar ég verð sextug,“ svaraði ég, „og þú kem- ur heim til að fagna þeim áfanga með mér.“ Þú kemst ekki í þá ferð, elsku brósi minn, en verður örugglega með mér í anda. Ógleymanleg er minning frá síðasta sumri þar sem þú settist niður á Arnarstapa og sagðir við okkur hin: „Labbið þið bara um, ég ætla að doka hér við um stund og njóta, það er ekkert land í heiminum fallegra en Ís- land.“ Þú tylltir þér í grasið og staldraðir við í núinu í fyrsta og eina skiptið sem þú barðir aug- um þessa mögnuðu náttúrufeg- urð. Önnur fyrir nokkrum árum þar sem þú stendur í rokinu úti á Stórhöfða í Vestmannaeyjum og horfir yfir eyjarnar, tárin renna niður kinnarnar. „Takk, elskulega systir mín og mágur, fyrir að hafa komið með mig hingað, ég bara vissi ekki að hér væri svona fallegt.“ Það er sársaukafullt að kveðja ástvin sem hefur átt svo stóra hlutdeild í lífi manns. Elsku Kiddi og fjölskylda, Erla og fjölskylda, Annette og Adrian. Megi guð og gæfan vaka yfir ykkur öllum og ljúfar minn- ingar um góðan dreng leggja ykkur líkn með þraut. Ég trúi því að þið séuð sam- einuð í Sumarlandinu, elsku fólkið mitt, og haldið áfram að gleðjast saman eins og ykkur einum er lagið, ég heyri „Rós- ina“ óma í höfðinu með röddum ykkar. Vertu kært kvaddur, elsku Gústi minn. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Ef ég ætti eina ósk. Ég myndi óska mér að fengi ég að sjá þig brosa á ný, eitt andartak á ný í örmum þér. Á andartaki horfin varstu mér. (Hannes Örn Blandon) Þín elskandi systir Sigrún S. Svavarsdóttir. Frá því ég man eftir mér var alltaf mikil tilhlökkun í loftinu þegar Gústi frændi var að koma til landsins. Amma Hanna fékk óútskýranlegt blik í auga og sagði mér skemmtilegar sögur af frænda sem ég varð aldrei leið á að hlusta á, sama hversu oft hún sagði mér sömu söguna. Ég leit alltaf mikið upp til hans og sá til þess að fá alltaf gott knús og spjall við hann þeg- ar hann kom til landsins. Gústi hafði alltaf tíma til að hlusta á hvað ég var að gera í líf- inu og hvað ég ætlaði mér og sat sjaldan á skoðunum sínum. Hreinskilni hans var yndisleg og hann sagði ýmislegt við mig sem enginn annar þorði að segja og oft hluti sem ég þurfti að heyra. Í síðustu Íslandsferðinni sinni, nú í sumar, náði hann að horfa á Ívan minn keppa í fót- boltaleik. Hann hafði alltaf lang- að til að sjá hann spila leik og lét sig hafa það að sitja í grenjandi rigningu og fylgjast með honum. Við náðum einnig að fara með honum að veiða og fagna með honum sjötugsafmælinu hans þar sem hann bauð okkur í grill- veislu. Þessar minningar og all- ar hinar sem ég hef safnað í gegnum árin munu alltaf fylgja mér. Takk fyrir allar frábæru minningarnar elsku Gústi minn Minning Á dimmu kvöldi, á köldu hausti er kjarrið sölnaði um laut og hól þá gerðist örlítið ævintýri, sem aðeins minnir á vor og sól. Og þó að kvöldi um heim og hjarta og heldur verði þá fátt um skjól, þá gleymist aldrei það ævintýri sem aðeins minnir á vor og sól. (Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir) Berglind Svava Arngrímsdóttir. Ágúst Svavarsson Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Sálm. 14.2 biblian.is Drottinn horfir á mennina af himnum ofan til þess að sjá hvort nokkur sé hygginn, nokkur sem leiti Guðs. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN ÓLAFUR GÍSLASON fv. flugstjóri, Sléttuvegi 11, Reykjavík, lést í faðmi fjölskyldunnar miðvikudaginn 23. október á Hjúkrunarheimilinu Eir. Útförin fer fram miðvikudaginn 6. nóvember í Grafarvogskirkju. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Barnaspítala Hringsins (hringurinn.is) þar sem Stefán langafabarn hans hefur notið aðhlynningar. Elísabet Þórarinsdóttir Þórarinn Örn Stefánsson Piya Damalee Gísli Stefánsson Hulda Arndís Jóhannesdóttir Rósa Stefánsdóttir Óskar S. Jóhannesson Erna Stefánsdóttir Axel Skúlason barnabörn og langafabörn Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, REYNIR GUÐBJARTSSON Kjarlaksvöllum, lést 17. október á dvalarheimilinu Barmahlíð Reykhólum. Jarðsett verður frá Staðarhólskirkju laugardaginn 2. nóvember klukkan 13. Helga Björg Sigurðardóttir Úlfar Reynisson Svanborg Einarsdóttir Sigurður Reynisson Þröstur Reynisson Hugrún Reynisdóttir Guðmundur Gunnarsson Bjarki Reynisson Þórunn Þórðardóttir barnabörn og barnabarnabörn ✝ Halldór Niel-sen Eiríksson bakarameistari fæddist 29. janúar 1961 í Vestmanna- eyjum. Hann lést í Reykjavík 15. októ- ber 2019. Foreldrar hans voru Kaj Erik Niel- sen bakarameist- ari, f. 9.10. 1926, d. 7.5. 2015, og Pálína Sigþrúður Einarsdóttir Höjgaard, f. 29.1. 1936. Systkini Halldórs: Jan Tang Börn Halldórs með fyrri eig- inkonu, Guðrúnu Finnboga- dóttur, f. 7.4. 1961, eru: Finn- bogi Halldórsson, f. 21.4. 1980, giftur Birnu Mjöll Helgudótt- ur, f. 1.5. 1981, synir þeirra eru: a) Ívan Alex Jóhannsson, maki Sunna Líf Fannarsdóttir, dóttir þeirra Aría Eldey Ívans- dóttir. b) Tristan Logi Finn- bogason. c) Bastian Breki Finnbogason. d) Adrian Darri Finnbogason. 2) Þórey Björk Halldórsdóttir, f. 4.8. 1982, gift Baldri Björnssyni, f. 6.12. 1976, dætur þeirra eru: a) Eik Baldursdóttir. b) Úlfhildur Þoka Baldursdóttir. Með seinni eiginkonu sinni, Sjöfn Sigfús- dóttur, f. 26.3 1960, á hann Nökkva Nielsen, f. 8.1. 1998. Stjúpbörn með sambýliskonu sinni Paolu Andrea Arce Sua- rez, f. 7.8. 1986, eru: Nicol Andrea Arce Suarez, f. 19.6. 2004, og Michael Andrea Arce Suarez, f. 29.4. 2011. Halldór ólst upp í Kópavogi. Hann nam bakaraiðn í Iðnskól- anum í Reykjavík, en þaðan út- skrifaðist hann sem bakara- meistari árið 1986. Hann lærði til konditors í Danmörku og út- skrifaðist 1992. Halldór starfaði víða við iðn sína, meðal annars hjá Nýja kökuhúsinu, Sveini bakara og í Bakaríinu Austurveri, en stofn- aði síðan Fjarðarbakarí og rak það til fjölda ára. Síðustu árin vann hann sem eftirréttameist- ari á Grand Hótel og Fosshóteli Reykjavík. Útför Halldórs fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 29. októ- ber 2019, klukkan 13. Nielsen og Maj Britt Tang Niel- sen. Frá fyrra hjónabandi Kaj, Sigurlaugur Þor- steinsson og Unn- ur Þorsteinsdóttir, úr fyrra hjóna- bandi Pálínu, Elísa Nielsen Eiríks- dóttir, Agnes Mar- grét Eiríksdóttir, Nanna Herdís Ei- ríksdóttir, Ólöf Stefanía Eiríksdóttir og Eiríkur Eiríks- son. Elsku Holli minn. Þín verður sárt saknað. Set ljóð inn sem á svo vel við þig. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt, sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér, því veit mér feta veginn þinn, að verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson) Þín mamma. Elsku pabbi okkar. Tár okkar eru þung og hjartað fullt af sorg. Í æsku varstu okkur sem of- urhetja, glaður, fyndinn með mikla og sterka nærveru og smitandi hlátur. Fólk dróst að þér þegar þú gekkst inn í her- bergi og í minningunni ertu um- kringdur hlátri og gleði. Þú vannst við ástríðu þína og kenndir okkur, án orða, að það væri það sem maður gerði í lífinu og gæfi sig allan í það. Það hverfur enginn fyrr en síðasta minning hverfur úr huga síðasta manns. Þú lifir í hug okk- ar og hjarta ávallt. Þórey, Finnbogi og Nökkvi. Elsku Holli okkar er nú farinn á nýjar slóðir. Einstakur bróðir með stórt hjarta, hlýjan faðm, mikill húmoristi, og ofboðslega viðkvæmur drengur en fyrst og fremst yndislegur bróðir. Við eigum öll eftir að sakna þín. Þú varst hrókur alls fagnaðar í veislum. Lífið verður tómlegt án þín. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Þín systkini Unnur, Elísa, Agnes, Nanna, Ólöf og Eiríkur. Halldór minn. Ég á margar góðar minningar um þig mér við hlið sem ég mun geyma alla tíð. Ég mun aldrei gleyma hvernig þú horfðir á mig með ást í augum. Ég þakka Guði fyrir að þú haf- ir verið hluti af lífi mínu og barna okkar, Nicol og Michaels. Við munum heldur aldrei gleyma brosinu þínu fallega og kímni- gáfu. Ást þín verður að eilífu greypt í hjörtu okkar. Hvíldu í friði, ég elska þig. Paola. Halldór Nielsen Eiríksson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.