Morgunblaðið - 29.10.2019, Síða 24

Morgunblaðið - 29.10.2019, Síða 24
Ljósmynd/FB síða Malmö FF Skoraði Arnór Ingvi Traustason fagnar markinu í Malmö í gær. SVÍÞJÓÐ Kristján Jónsson kris@mbl.is Malmö getur enn orðið sænskur meistari karla í knattspyrnu eftir sigur á AIK þegar næstsíðustu um- ferð úrvalsdeildarinnar lauk í gær- kvöldi, sem kölluð er Allsvenskan. AIK er í 4. sæti og á ekki lengur möguleika á titlinum en liðið er sex stigum á eftir toppliðinu Djur- gården frá Stokkhólmi. Íslensku landsliðsmennirnir Arn- ór Ingvi Traustason og Kolbeinn Sigþórsson mættust í Malmö. Arn- ór Ingvi skoraði síðara mark Malmö á 87. mínútu og tryggði lið- inu 2:0 sigur. Lék hann allan leik- inn eins og Kolbeinn gerði hjá AIK. Leikurinn var markalaus þar til á 78. mínútur þegar Anders Christi- ansen kom Malmö yfir. Lið Malmö er í 2. sæti deild- arinnar og er þremur stigum á eft- ir Djurgården. Malmö er með 62 stig eins og Hammarby og eiga þau því smá von fyrir lokaumferðina. Í lokaumferðinni heimsækir Malmö lið Örebro á meðan Djur- gården heimsækir Norrköping. Malmö er með 36 mörk í plús fyrir lokaumferðina á meðan Djur- gården er með 34 mörk í plús. Malmö þarf því að treysta á að Djurgården tapi gegn Norrköping til þess að eiga möguleika á titl- inum. Hammarby, lið Arons Jó- hannssonar, er með 34 mörk í plús en þar eru allt aðrar tölur í gangi. Hammarby hefur skorað 71 mark og fengið á sig 37. Malmö hefur til samanburðar skorað 51 mark en ekki fengið á sig nema 16 í 29 leikj- um. Hammarby tekur á móti Häc- ken í lokaumferðinni næsta laug- ardag. Fjórtán ár frá meistaratitli Djurgården lék einnig í gær og fékk Örebro í heimsókn sem er í 9. sæti. Djurgården vann örugglega 3:0 en þess má geta að Sigurður Jónsson kom við sögu hjá báðum þessum liðum á sínum tíma. Lék með Örebro en þjálfaði Djur- gården. Sigur Djurgården í gær kemur liðinu því í kjörstöðu. AIK varð meistari í fyrra en Malmö vann fjórum sinnum á fimm árum þar á undan. Fara þarf aftur til ársins 2005 til að finna síðasta meistaratitil hjá Djurgården. Enn lengra er síðan Hammarby vann deildina en það var árið 2001 og er raunar eini meistaratitill liðsins.  Arnór Ingvi skoraði gegn AIK Íslendingar geta orðið meistarar 24 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 2019 Svíþjóð Malmö – AIK ............................................ 2:0  Arnór Ingvi Traustason lék allan leikinn og skoraði síðara mark Malmö.  Kolbeinn Sigþórsson lék allan leikinn með AIK. Djurgården – Örebro ............................... 3:0 Elfsborg – Gautaborg .............................. 2:0 Staðan fyrir lokaumferðina: Djurgården 29 20 5 4 51:17 65 Malmö 29 18 8 3 51:16 62 Hammarby 29 19 5 5 71:37 62 AIK 29 18 5 6 45:23 59 Norrköping 29 16 8 5 52:24 56 Häcken 29 14 7 8 43:25 49 Gautaborg 29 12 9 8 39:30 45 Elfsborg 29 10 10 9 42:44 40 Örebro 29 9 6 14 40:51 33 Helsingborg 29 8 6 15 28:47 30 Sirius 29 7 5 17 31:51 26 Östersund 29 5 10 14 26:45 25 Kalmar 29 4 11 14 22:44 23 Falkenberg 29 5 7 17 24:62 22 Sundsvall 29 4 8 17 30:48 20 Eskilstuna 29 4 8 17 23:54 20  Í lokaumferðinni mætast Norrköping – Djurgården, Hammarby – Häcken, Örebro – Malmö og AIK – Sundsvall. B-deild: Mjällby – Syrianska................................. 2:0  Nói Snæhólm Ólafsson lék allan leikinn með Syrianska sem er neðst í deildinni.  Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari Vík- ings R. og Breiðabliks, þjálfar Mjällby sem með sigrinum tryggði sér sæti í úrvals- deildinni. Noregur Brann – Bodö/Glimt................................ 1:1  Oliver Sigurjónsson var ekki í leik- mannahópi Bodö/Glimt. Staða efstu liða: Molde 26 17 5 4 58:27 56 Bodø/Glimt 26 14 8 4 55:35 50 Odd 26 13 7 6 39:32 46 Rosenborg 26 12 8 6 42:32 44 Viking 26 11 7 8 45:38 40 Kristiansund 26 10 8 8 36:34 38 Brann 26 9 10 7 30:25 37 Danmörk AGF – FC Köbenhavn ............................. 1:2  Jón Dagur Þorsteinsson lék allan leikinn og skoraði mark AGF. Þýskaland B-deild: Sandhausen – Wehen .............................. 0:0  Rúrik Gíslason lék fyrstu 73 mínúturnar fyrir Sandhausen. Tyrkland B-deild: Osmanlispor – Akhisarspor ................... 2:1  Theódór Elmar Bjarnason var á vara- mannabekk Akhisarspor. England B-deild: QPR – Brentford...................................... 1:3  Patrik Sigurður Gunnarsson var ekki í leikmannahópi Brentford. Staða efstu liða: WBA 14 7 6 1 26:17 27 Preston 14 7 4 3 27:16 25 Leeds 14 7 4 3 17:8 25 Swansea 14 7 4 3 18:13 25 Sheffield Wed. 14 7 3 4 18:10 24 Bristol City 14 6 6 2 22:19 24 Fulham 14 6 5 3 23:14 23 EM U17 karla Undanriðill í Skotlandi: Armenía – Ísland...................................... 1:0 Króatía – Skotland ................................... 2:1  Lokastaðan: Króatía 9, Skotland 6, Ar- menía 3, Ísland 0. Króatía og Skotland eru komin áfram í milliriðla. KNATTSPYRNA ÍSHOKKÍ Íslandsmót karla, Hertz-deildin: Laugardalur: SR – Fjölnir .................. 19.45 Í KVÖLD! 1. deild karla Breiðablik – Sindri ............................. 108:83 Vestri – Hamar ..................................... 90:94 Selfoss – Skallagrímur......................... 86:89 Höttur – Snæfell................................... 95:73 Staðan: Hamar 5 5 0 496:424 10 Breiðablik 5 4 1 485:407 8 Vestri 4 3 1 401:312 6 Höttur 4 3 1 358:331 6 Álftanes 4 2 2 326:336 4 Selfoss 4 1 3 295:333 2 Skallagrímur 5 1 4 380:456 2 Snæfell 5 1 4 369:456 2 Sindri 4 0 4 329:384 0 NBA-deildin Oklahoma City – Golden State.......... 120:92 Memphis – Brooklyn ............... (frl.) 134:133 Minnesota – Miami........................... 116:109 Dallas – Portland.............................. 119:121 LA Lakers – Charlotte .................... 120:101 KÖRFUBOLTI GOLF Kristján Jónsson kris@mbl.is Engu máli virðist skipta hversu oft læknar þurfa að grípa inn í lík- amsstarfsemina hjá Tiger Woods. Kylfingurinn virðist alltaf geta kom- ið sér aftur í samkeppnishæft ástand. Tiger Woods er að koma úr tveggja mánaða fríi frá keppni eftir að hafa farið í aðgerð á hné. Væri það kannski ekki í frásögur færandi nema vegna þess að aðgerðin er sú fimmta sem gerð er á vinstra hnénu. Tiger sigraði á ZOZO Champion- ship-mótinu í Japan aðfaranótt mánudagsins. Ekki merkilegasta golfmótið sem Woods hefur unnið á ferlinum en með sigrinum náði hann þeim áfanga að jafna við goðsögnina Sam Snead sem átti flesta sigra á PGA-mótaröðinni. Woods og Snead hafa unnið 82 mót á mótaröðinni en Jack Nicklaus vann 73 mót. Efstu nöfn listans eru mjög þekkt eðli málsins samkvæmt en næstu tveir eru Ben Hogan og Arnold Palmer með 64 og 62 sigra. Tiger Woods lék á samtals 19 höggum undir pari í Japan og var með forystu nánast frá upphafi til enda. Svolítið eins og um aldamótin þegar hann var nánast ósnertan- legur í íþróttinni. Mótið var ekki illa skipað en á meðal keppenda voru til dæmis Rory McIlroy, Hideki Matsuyama, Gary Woodland, Jason Day, Justin Thomas, Jordan Spieth og Tommy Fletwood svo einhverjir séu nefndir. 6. sæti heimslistans Með sigrinum fer Tiger Woods upp í 6. sæti heimslistans og frammistaðan eykur líkurnar á því að honum takist að komast inn á Ól- ympíuleikana í Japan næsta sumar. Þangað stefnir hann eins og greint var frá um daginn en margir banda- rískir kylfingar eru tilkallaðir en fá- ir útvaldir. Þrír landar hans eru fyr- ir ofan hann á heimslistanum sem stendur: Brooks Koepka, Dustin Johnson og Justin Thomas. Áður í greininni var minnst á hné- aðgerðirnar. Woods hefur einnig þurft að fara í fjórar aðgerðir vegna bakmeiðsla. Heilsan er stærsta spurningarmerkið þegar menn velta því fyrir sér hvort hann slái met Sams Snead. En miðað við að hann vann í Japan, vann Masters í apríl og Tour Championship, lokamót PGA-mótaraðarinnar, fyrir ári, þá er hann líklegur til að bæta metið. Öllu snúnara verður fyrir hann að ná öðru meti sem Woods hefur horft til nánast allan sinn feril. „Sagan hefur ávallt verið helsti keppinautur Tigers Woods á hans ferli. Þegar Woods sigraði á risa- móti í fyrsta skipti, Masters árið 1997, þá velti almenningur fyrir sér hvort hann gæti slegið met Jacks Nicklaus sem vann risamót átján sinnum. Hefur það met lengi verið talið stærsta áskorunin í íþróttinni. Áfram verður það stóra mark- miðið,“ skrifaði hinn reyndi golf- penni AP-fréttaveitunnar, Doug Ferguson, eftir sigur Woods í gær. Sagan er helsti keppinauturinn  Tiger Woods jafnaði met Sams Snead eftir fimmtu hnéaðgerðina AFP 82 Tiger Woods er óhemju sigursæll og bætir enn á sig blómum. Jón Dagur Þorsteinsson, fyrirliði U21 árs landsliðsins í knattspyrnu, skoraði gegn stórliði FCK í dönsku úrvalsdeildinni í gær. Jón skoraði mark AGF sem tapaði fyrir Kaup- mannahöfn 1:2 í Árósum. Jón hefur lagt í vana sinn að skora gegn stór- liðinu. Hefur hann skorað sex mörk í dönsku úrvalsdeildinni á ferlinum fyrir Vendsyssel og AGF en þrjú af þeim hafa komið gegn FCK. Jón Dagur lék allan leikinn fyrir AGF sem er í sjötta sæti dönsku úrvals- deildarinnar með 20 stig eftir 14 umferðir. Jón skoraði gegn stórliði FCK Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Skoraði Jón Dagur Þorsteinsson var á skotskónum fyrir AGF. Milos Milojevic og lærisveinar hans í Mjällby munu leika í sænsku úr- valsdeild karla í knattspyrnu á næstu leiktíð. Mjällby vann 2:0- heimasigur gegn Syrianska í sænsku B-deildinni í gær tryggði sér þar með sæti í efstu deild á næsta tímabili. Milos tók við Mjällby hinn 17. júní 2018 þegar liðið var í C-deild og hefur því farið upp með liðið um tvær deildir á tveimur árum. Milos er íslenskur ríkisborgari en fæddur í Serbíu. Hann þjálfaði Víking og Breiðablik í efstu deild á Íslandi. Fór með lið upp um tvær deildir Morgunblaðið/Ófeigur Afrek Milos Milojevic hefur áorkað miklu hjá Mällby í Svíþjóð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.