Morgunblaðið - 29.10.2019, Page 25
ÍÞRÓTTIR 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 2019
Ég fylgdist með báðum leikj-
um íslenska karlalandsliðsins í
handbolta gegn Svíum um ný-
liðna helgi og það ber að þakka
SportTV fyrir að sýna báða leik-
ina í beinni útsendingu.
Mér finnst vera góður taktur
í liðinu undir stjórn Guðmundar
Þórðar Guðmundssonar og hans
bíður jákvæður hausverkur að
velja hópinn sem Ísland teflir
fram á Evrópumótinu sem fram
fer í Svíþjóð, Noregi og Austurríki
í janúar.
Varnarleikurinn var virkilega
góður í fyrri leiknum þar sem
hinn tvítugi Sveinn Jóhannsson
stimplaði sig virkilega vel inn í
miðja vörn íslenska liðsins. Hann
er framtíðarmaður í landsliðinu
þótt svo kunni að fara að hann
verði ekki valinn í EM-hópinn.
Vörnin var ansi götótt í seinni
leiknum en á móti var sóknarleik-
urinn til fyrirmyndar þar sem
margir leikmenn tóku af skarið.
Markvarslan var heilt yfir frekar
slök og hana verður að bæta áður
en flautað verður til leiks í
Malmö.
Kári Kristján Kristjánsson er
að mínu mati besti línumaður
okkar og ég vil sjá Eyjatröllið í
EM-hópnum. Kári var kallaður inn
í hópinn á síðustu stundu og eftir
að hafa verið úti í kuldanum um
nokkuð langt skeið kom Kári
sterkur inn og sérstaklega í fyrri
leiknum.
Það er jákvætt að breiddin
er að aukast í landsliðinu og það
er eitthvað sem Guðmundur hef-
ur verið að vinna í og notaði leik-
ina til að skoða leikmenn eins og
Viggó Kristjánsson, Svein Jó-
hannsson og Kristján Örn Krist-
jánsson. Landsliðið er í góðum
höndum undir stjórn Gumma og
vonandi stígur það skref áfram á
EM í því markmiði að komast í
hóp átta bestu þjóða heims.
BAKVÖRÐUR
Guðmundur
Hilmarsson
gummih@mbl.is
EM 2020
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
Hvaða 16 leikmenn verða á leik-
skýrslunni þegar Ísland mætir Dan-
mörku í Malmö 11. janúar, í fyrsta
leik sínum á EM karla í handbolta?
Segja má að vináttulandsleikir Ís-
lands við Svíþjóð um helgina, þar
sem nokkrir reynsluminni eða
hreinlega óreyndir landsliðsmenn
stóðu sig vel, hafi frekar flækt stöð-
una en ekki og að hausverkur Guð-
mundar Guðmundssonar landsliðs-
þjálfara hljóti að vera talsverður
þegar hann á næstu tveimur mán-
uðum reynir að setja saman EM-
hópinn sinn.
Leikirnir um helgina voru þeir
síðustu áður en Guðmundur þarf að
senda Handknattleikssambandi
Evrópu lista yfir 28 manna hóp leik-
manna sem koma til greina fyrir
EM. Ekki verður hægt að kalla á
leikmenn utan þess lista þó að ein-
hverjir meiðist eða forfallist af öðr-
um sökum. Guðmundur þarf svo að
skera þann hóp niður um 12 leik-
menn en lokahópinn þarf hann í
raun ekki að tilkynna fyrr en kvöldið
fyrir fyrsta leik á EM, og hópnum
má breyta meðan á móti stendur.
Ísland leikur vináttulandsleik við
Þýskaland í Mannheim 4. janúar og
viku síðar hefst svo alvaran með leik
við Danmörku en Danir verða nán-
ast á heimavelli í Malmö, þar sem
riðill Íslands á EM verður leikinn.
Ísland er einnig í riðli með Rúss-
landi og Ungverjalandi.
MARKMENN
Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG 9/0
Ágúst Elí Björgvinsson, Sävehof 31/0
Grétar Ari Guðjónsson, Haukum 7/0
Björgvin Páll Gústavsson, Skjern 221/13
Aron Rafn Eðvarðsson, Hamburg 84/6
Ef við horfum fyrst til mark-
mannsstöðunnar þá hafa Viktor
Gísli og Ágúst Elí myndað mark-
mannapar Íslands frá því að Guð-
mundur skipti þeim Björgvini Páli
og Aroni Rafni út í apríl, á milli
tveggja leikja í undankeppni EM.
Björgvin og Ágúst voru markmenn
Íslands á síðasta stórmóti, HM í jan-
úar, en svo virðist sem Viktor og
Ágúst hafi stimplað sig inn núna.
Viktor spilaði meira í leikjunum við
Svíþjóð og stóð sig ágætlega í fyrri
leiknum, og Ágúst ver mark Meist-
aradeildarliðs. Líklegast er að þeir
verði í EM-hópnum en Grétar Ari
bankar á dyrnar og var í æf-
ingahópnum fyrir leikina við Svía.
VINSTRA HORN
Bjarki Már Elísson, Lemgo 63/141
Stefán Sigurmannsson, Pick Szeged 72/96
Guðjón Valur Sigurðsson, PSG 356/1853
Bjarki var eini vinstri hornamað-
urinn í Svíþjóð en Stefán Rafn og
Guðjón Valur fengu hvíld vegna
meiðsla. Bjarki var þriðji kostur fyr-
ir ári en fór á HM eftir að Guðjón
meiddist. Þarna er um að ræða jafna
baráttu, sennilega um tvö sæti. Hné-
meiðsli sem angrað hafa Stefán
Rafn á þessari leiktíð hjálpa honum
ekki og má telja líklegra núna að
Bjarki og Guðjón fari á EM.
VINSTRI SKYTTA
Aron Pálmarsson, Barcelona 141/553
Ólafur Guðmundsson, Kristianstad 115/215
Ef við gefum okkur að Guð-
mundur taki með tvo leikmenn sem
flokkaðir verða sem vinstri skyttur
þá verða það Aron og Ólafur, haldist
þeir heilir. Aðrir koma ekki sterk-
lega til greina.
LEIKSTJÓRNENDUR
Elvar Örn Jónsson, Skjern 26/80
Haukur Þrastarson, Selfoss 12/15
Gísli Þorgeir Kristjánsson, Kiel 23/31
Janus Daði Smárason, Aalborg 37/41
Það er erfitt að sjá að Guðmundur
komi Elvari, Hauki, Gísla og Janusi
öllum fyrir, jafnvel þó að hann færi
bara með eina örvhenta skyttu á
EM eins og í síðustu leikina í undan-
keppni EM í sumar. Elvar á sæti
víst en það stefnir í harða sam-
keppni um að fylgja honum. Hauk-
ur, sem var „17. maður“ á HM og
kom inn í hópinn þegar Aron Pálm-
arsson meiddist, kom sennilega best
út af hinum þremur í Svíþjóð. Það
hjálpar ekki Gísla hve lítið hann fær
að sýna sig í Þýskalandi, þó að hann
sé þar hjá einu af betri félagsliðum
heims. Janus Daði virðist aftast í
goggunarröðinni, nýbúinn að skora
sjö mörk í sigri á Flensburg í Meist-
aradeildinni.
HÆGRI SKYTTA
Teitur Einarsson, Kristianstad 18/18
Ómar Ingi Magnússon, Aalborg 46/129
Viggó Kristjánsson, Leipzig 2/3
Kristján Örn Kristjánsson, ÍBV 7/13
Rúnar Kárason, Ribe-Esbjerg 100/243
Höfuðmeiðsli hafa haldið Ómari
Inga frá keppni síðan í vor og ekki
hægt að fullyrða að hann verði klár í
slaginn á EM. Þeir Teitur eru ann-
ars líklega áfram fyrstu kostir í
hægri skyttustöðuna en Viggó átti
fína innkomu í sínum fyrstu lands-
leikjum í Svíþjóð. Spili hann vel í
Þýskalandi næstu tvo mánuði er
ekkert útilokað, sérstaklega vegna
óvissu um Ómar. Rúnar hefur ekki
verið valinn í landsliðshóp síðan
hann féll óvænt út úr hópnum fyrir
HM en hann hefur skorað 35 mörk
og átt 30 stoðsendingar í fyrstu átta
umferðunum í Danmörku.
HÆGRA HORN
Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer 105/311
Sigvaldi Guðjónsson, Elverum 20/37
Óðinn Þór Ríkharðsson, GOG 13/42
Sigvaldi styrkti stöðu sína innan
hópsins í Svíþjóð en Arnór er áfram
fyrsti kostur sem hægri hornamað-
ur. Hann fékk hvíld um helgina
vegna meiðsla, en Óðinn leysti Arn-
ór einmitt af hólmi á HM í janúar
eftir að Arnór meiddist. Vel hugs-
anlegt er að Guðmundur velji aðeins
einn hægri hornamann í 16 manna
hópinn sinn.
LÍNUMENN
Arnar Freyr Arnarsson, GOG 45/65
Kári Kristján Kristjánsson ÍBV 137/162
Elliði Snær Viðarsson, ÍBV 6/4
Arnar Freyr hefur spilað kvalinn
með GOG og baðst undan því að fara
í leikina við Svíþjóð en er sjálfsagt
áfram fyrsti kostur af línumönnum
þar sem hann getur leikið bæði sókn
og vörn. Kári sýndi hins vegar í Sví-
þjóð að hann er besti sóknar-
línumaður Íslands í dag og opnaði
EM-dyrnar upp á gátt fyrir sig.
VARNARMENN
Ólafur Gústafsson, Kolding 43/48
Ýmir Örn Gíslason, Val 33/14
Sveinn Jóhannsson, Sönderjyske 7/14
Daníel Þór Ingason, Ribe-Esbjerg 30/9
Ofangreindir geta vissulega allir
spilað í sókn en fari þeir á EM verð-
ur það fyrst og fremst vegna varnar-
hæfileika þeirra. Ólafur, Daníel og
Ýmir fóru allir á HM í janúar en
Sveinn hefur lengi verið á radarnum
hjá Guðmundi sem valdi hann í 28
manna hóp fyrir HM. Sveinn átti
mjög góðan fyrri leik gegn Svíum
þar sem þeir Ýmir fengu að sýna sig
og sanna í fjarveru Ólafs og Daníels
sem hafa verið meiddir. Það ræðst
betur af stöðu þessara manna í des-
ember hverjir komast á EM.
Hverjir mæta Dönum?
Guðmundur Guðmundsson þarf að taka margar erfiðar ákvarðanir fyrir
fyrsta leik Íslands á EM í Malmö Leikirnir við Svía flæktu stöðuna frekar
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Blandaður hópur Það munar 21 ári og jafnframt 21 stórmóti í handbolta á þeim Viktori Gísla Hallgrímssyni og
Guðjóni Val Sigurðssyni en þeir gætu báðir verið á leiðinni til Malmö á Evrópumótið sem hefst 10. janúar.
Óvænt úrslit urðu í stórsvigi þegar
heimsbikarkeppni kvenna í alpa-
greinum hófst í Austurríki um
helgina. Ólympíumeistaranum Mi-
kaelu Shiffrin var þá skákað af 17
ára gamalli konu frá Nýja-Sjálandi.
Heitir hún Alice Robinson og var að
keppa í heimsbikarnum í ellefta
sinn og er sigurinn hennar fyrsti.
Um leið fyrstu gullverðlaun Ný-
Sjálendinga. Hún varð naumlega á
undan Shiffrin sem hafði forystu
eftir fyrri ferðina. Robinson hefur
þótt mjög efnileg og fór á verð-
launapall í heimsbikarmóti í mars.
Gullverðlaun til
Nýja-Sjálands
AFP
Gull Alice Robinson á efsta þrepi á
verðlaunapallinum í Austurríki.
Jón Páll Pálmason hefur verið ráð-
inn þjálfari 1. deildar liðs karla í
knattspyrnu hjá Víkingi í Ólafsvík
til þriggja ára. Hann tekur við af
Ejub Purisevic sem hefur þjálfað
Ólafsvíkinga nær samfleytt frá
árinu 2003. Jón Páll er 37 ára gam-
all Hafnfirðingur sem undanfarin
sex ár hefur þjálfað í Noregi. Fyrst
þjálfaði hann Klepp í norsku úr-
valsdeild kvenna áður en hann tók
við karlaliði Stord. Áður hafði hann
einnig þjálfað karlalið Hattar í 2.
deildinni og Fylki í úrvalsdeild
kvenna. vs@mbl.is
Jón Páll tekur við
Ólafsvíkingum
Ólafsvík Jón Páll Pálmason hefur
verið ráðinn þjálfari til þriggja ára.
Hamar er með
fullt hús stiga
eftir fimm um-
ferðir í 1. deild
karla í körfu-
knattleik en fjór-
ir leikir fóru
fram í gær. Ham-
ar vann mik-
ilvægan sigur á
Vestra 94:90 á
Ísafirði. Vestri
var sjö stigum yfir eftir þriðja leik-
hluta en Hvergerðingar reyndust
sterkari í fjórða leikhluta. Í Hvera-
gerði ætla menn sér stóra hluti og
teflir liðið fram þekktum leik-
mönnum eins og Kinu Rochford og
Danero Thomas. Danero fór mik-
inn í liði Hamars og skoraði 28 stig,
tók fimm fráköst og gaf fjórar stoð-
sendingar. Nemanja Knezevic var
atkvæðamestur í liði Vestra og
skoraði 34 stig og tók 22 fráköst.
Pétur Ingvarsson er að gera fína
hluti með Breiðabliki sem styrkti
stöðu sína í öðru sæti deildarinnar
með 108:83-sigri gegn Sindra í
Kópavogi þar sem Larry Thomas
skoraði 30 stig og tók níu fráköst.
Þá vann Höttur 95:73-sigur gegn
Snæfelli á Egilsstöðum og Skalla-
grímur lagði Selfoss á Selfossi,
89:86. Vestri og Höttur eru bæði
með 6 stig í 3. og 4. sæti og útlit fyr-
ir harða baráttu í deildinni.
Mikilvægur
sigur Hamars
á Ísafirði
Danero
Thomas