Morgunblaðið - 29.10.2019, Side 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 2019
Gullfiskur
Kæliþurrkaður harðfiskur
semhámarkar ferskleika,
gæði og endingu.
Inniheldur 84%prótein.
84%prótein - 100% ánægja
Framleiðandi: Tradex ehf, Eyrartröð 11, 220Hafnarfjörður, tradex@tradex.is
Harðfiskur // Bitafiskur // Skífur
Tilvalinn með
á völlinn
Böðvar Páll Ásgeirsson
bodvarpall@mbl.is
Finnur Arnar Arnarson, myndlist-
armaður og leikmyndahöfundur, og
Gréta Kristín Ómarsdóttir drama-
túrg, hafa hleypt af stokkunum
verkefni í tengslum við leiksýning-
una Engilinn sem verður frumsýnd í
desember í Þjóðleikhúsinu, eins og
fram kom í Morgunblaðinu í síðustu
viku . Verkefnið kallast Hversdags-
leikhúsið og lýsir sér þannig að stól
frá stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu er
komið fyrir á 10 stöðum um land allt
þar sem fólk getur virt fyrir sér
hversdagsleikann frá nýju sjónar-
horni.
„Við höfum verið að undirbúa sýn-
inguna Engilinn, sem heiðrar minn-
ingu Þorvalds Þorsteinssonar. Hann
var myndlistarmaður, leikskáld og
rithöfundur sem vann mikið með
hversdagsleikann,“ segir Gréta.
„Um leið og við fórum af stað, með
hugmyndir hans og afstöðu í huga,
vorum við að leita að því hvernig við
gætum sprengt út þessa sýningu.
Þorvaldur vann mikið með töfrana
og leikhúsið í hversdagsleikanum og
þaðan kemur þessi hugmynd að því
að búa til leikhús úr hversdagsleik-
anum á hversdagslegum stöðum.“
Vel tekið í verkefnið
Gréta segir vilja hafa verið fyrir
því að notast við heimabæ Þorvald-
ar, Akureyri, en stólum var komið
fyrir á tveimur stöðum þar í bæ,
Listasafninu á Akureyri og JMJ
herradeild. „Við höfðum samband
við staði úti um allt land sem okkur
finnst vera hversdagslegir staðir,
verslanir, stofnanir eða fyrirtæki,
sem fólk fer inn í án þess að gefa
umhverfi sínu mikinn gaum. Í sam-
starfi við starfsfólk og eigendur
þessara staða settum við saman leik-
skrá fyrir hvern stað.“
Þegar fólk mætir ber því að líta
leikskrá, bæði á íslensku og ensku,
eins og fólk á að venjast í leikhúsi.
„Umhverfinu er lýst eins og horft sé
á leiksvið og starfsmönnum og við-
skiptavinum er lýst sem leikurum
sem leika hlutverk,“ segir Gréta.
Hún segir markmiðið með verk-
efninu vera að fólk sjái hversdags-
leikann í nýju ljósi. „Þetta er allt
hugsað sem einhvers konar innsetn-
ing svo að fólk setjist og lesi þennan
texta og horfi því kannski aðeins
öðruvísi á umhverfi sitt. Við viljum
búa til rými þar sem fólk getur leyft
sér að dagdreyma, sjá annað fólk
sem eitthvað merkilegra en bara
eitthvert annað fólk. Verða mögu-
lega áhorfandi og sjá eitthvað
skemmtilegt sem það horfir annars
framhjá.“
Gréta segir að starfsfólk og aðrir
hafi tekið vel í þetta uppátæki.
„Margir af þessum stöðum eru stað-
ir sem heimafólki þykir vænt um og
er hluti af daglegu lífi þess. Oft eru
þetta samkomustaðir eins og félags-
heimilið Herðubreið á Seyðisfirði,
staðir þar sem er mikið líf. Það hef-
ur verið gaman og gefandi að búa til
leikskrá fyrir hvern stað og við er-
um að lyfta upp þessum hversdags-
legu stöðum sem margir taka sem
sjálfsögðum hlut. Viðbrögðin hafa
verið alveg frábær.“
Vilja hafa stólana lengur
Gréta segir þau Finn nálgast
verkefnið með miklum húmor.
„Þetta er alls ekki til að svala ein-
hverri gægjuþörf fólks eða til þess
gert að njósna um aðra. Þetta er á
áberandi stöðum og við höfum kynnt
þetta vel fyrir fólkinu á hverjum
stað. Raunar hafa flestir lýst yfir
áhuga á því að hafa stólana lengur
en stóð til upphaflega,“ segir Gréta.
Verkefnið stendur yfir til áramóta
en flestir ef ekki allir staðirnir munu
halda stólinum fram yfir áramót svo
að gestir og gangandi geti virt fyrir
sér hversdagsleikann.
Gréta fór um síðustu helgi hring-
inn í kringum landið og setti upp
stóla og leikskrár á stöðunum. Í vik-
unni setti hún svo upp stóla við
Vesturbæjarlaug, Reykjavíkurflug-
völl og Háráttu í Keflavík skömmu
eftir að Morgunblaðið náði tali af
henni.
Rými fyrir dagdrauma
Í Hversdagsleikhúsinu getur fólk virt fyrir sér hversdagsleikann Leikhús
tengt sýningunni Engllinn sem heiðrar minningu Þorvalds Þorsteinssonar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Stóllinn Gréta Kristín og Finnur Arnar með stólinn góða sem settur var upp í afgreiðslu Vesturbæjarlaugar.
Leikarinn Þorsteinn Bachmann
mun leika í söngleiknum Vorið
vaknar á næsta ári. Leikfélag
Akureyrar setur verkið á svið í
Samkomuhúsinu í byrjun næsta árs
og er Þorsteinn þar vel kunnugur,
þar sem hann hefur áður starfað
fyrir leikfélagið og þá bæði sem
leikari og leikhússtjóri, að því er
fram kemur í tilkynningu.
Þorsteinn er fullur tilhlökkunar
að stíga á svið á ný í Samkomuhús-
inu eftir um það bil 15 ára hlé og
segir af því tilefni: „Þetta er eitt
allra besta svið á landinu og þótt
víðar væri leitað. Frábær hljóm-
burður og notalegur salur með
mikla sögu og góðan anda.“
Söngleikurinn fjallar um fyrstu
kynlífsreynslu, skólakerfið, kvíða
og frelsisþrá unglinga í afturhalds-
sömu og þröngsýnu samfélagi 19.
aldarinnar sem leyfir engin frávik
frá hinu viðtekna, segir í tilkynn-
ingu og að uppfærsla söngleiksins á
Broadway árið 2006 hafi hlotið átta
Tony-verðlaun og þar af sem besti
nýi söngleikurinn. Vorið vaknar
hefur ekki verið sett upp áður í at-
vinnuleikhúsi á Íslandi.
Auk Þorsteins leika í verkinu
Ahd Tamimi, Ari Orrason, Árni
Beinteinn Árnason, Bjarklind Ásta
Brynjólfsdóttir, Edda Björg Eyj-
ólfsdóttir, Eik Haraldsdóttir, Jón-
ína Björt Gunnarsdóttir, Júlí Heið-
ar Halldórsson, Rúnar Kristinn
Rúnarsson, Viktoría Sigurðardóttir
og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir en
Marta Nordal leikstýrir.
Þorsteinn
leikur í Vor-
ið vaknar
Norður Þorsteinn leikur fyrir norðan.
Sú breyting verður á Sólveigar Ans-
pach-verðlaunakvöldinu á Franskri
kvikmyndahátíð á næsta ári að í stað
einna verðlauna verða afhent tvenn,
ein fyrir stuttmynd á íslensku og
önnur fyrir stuttmynd á frönsku, að
því er fram kemur í tilkynningu frá
skipuleggjendum hátíðarinnar sem
haldin verður í 20. sinn á næsta ári,
dagana 23. janúar til 2. febrúar.
Frestur til að skila inn stuttmynd í
keppnina er 9. nóvember.
Skilyrði fyrir þátttöku eru eftir-
farandi: Að kona sé leikstjóri stutt-
myndarinnar og hafi ekki haft fram-
leiðslufyrirtæki á bak við sig í fleiri
en þremur myndum. Að þátttakandi
sé með ríkisfang eða búsetu í
frönskumælandi landi, eða sé íslensk
eða búsett á Íslandi. Öll þemu eru
leyfð og myndin má að hámarki vera
20 mínútur að lengd, að meðtöldum
listum yfir þá sem að gerð mynd-
arinnar komu. Þá þarf gerð stutt-
myndarinnar að hafa verið lokið
eftir 1. janúar 2017. Myndin þarf
að vera annaðhvort á íslensku eða
frönsku og skilyrði að hún sé með
enskum texta. Myndin á að vera í
Vimeo-formi og að lokum er tekið
fram að fyrri verðlaunahafar keppn-
innar megi ekki taka þátt í henni.
Hver þátttakandi verður að skrá
myndina fyrir kl. 23 þann 9. nóv-
ember og innritunareyðublaðið má
finna á slóðinni sa2020.af.is.
Virt Sólveig Anspach var virtur kvikmyndaleikstjóri. Hún lést árið 2016.
Tvenn verðlaun veitt í
stað einna á næsta ári