Morgunblaðið - 29.10.2019, Page 32

Morgunblaðið - 29.10.2019, Page 32
Kuldaskór SMÁRALIND www.skornirthinir.is Vatnsheldir og hlýir kuldaskór með innbyggðum broddum í sóla Verð 17.995 Stærðir 36 - 47 Verð 17.995 Stærðir 36 - 47 Verð 17.995 Stærðir 36 - 42 Finnska tríóið Grímsey kemur fram á djasskvöldi Kex hostels í kvöld kl. 20.20 en það er skipað Matti Saari- nen á gítar, Lasse Lindgren á bassa og Joonas Leppänen á trommur. Tríóið mun flytja spila lög af plötu sinni sem kom út í maí síðast- liðnum í bland við eldra og nýrra efni. Finnska tríóið Grímsey djassar á Kex hosteli ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 302. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Hvaða 16 leikmenn verða á leik- skýrslunni þegar Ísland mætir Dan- mörku í Malmö 11. janúar, í fyrsta leik sínum á EM karla í handbolta? Segja má að vináttulandsleikir Ís- lands við Svíþjóð um helgina hafi frekar flækt stöðuna en hitt og að hausverkur Guðmundar Þ. Guð- mundssonar landsliðsþjálfara hljóti að vera töluverður. »25 Svíaleikirnir flæktu málin fyrir Guðmundi ÍÞRÓTTIR MENNING Ljóst er að endurkoma Sigurðar Gunnars Þorsteinssonar í körfu- boltalið ÍR breytir miklu fyrir Breið- hyltinga. Þeim var spáð erfiðum vetri eftir að hafa misst flesta lykil- menn sína. Benedikt Guðmundsson segir fullvíst að ÍR-ingar séu þegar búnir að kveðja fallbar- áttuna sem í stefndi og Trausti Eiríksson, leikmaður ÍR, segir að með komu Sig- urðar horfi leikmenn liðs- ins þremur til fjórum sætum ofar á töfluna í úrvalsdeildinni en áður. Fjallað er um lið ÍR í Morgunblaðinu í dag. »26 Endurkoma Sigurðar breytir miklu fyrir ÍR Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Skammdegisbæjarhátíðin Þolló- ween fer fram í Þorlákshöfn þessa vikuna og í dag og í kvöld verður boðið upp á skelfilega skraut- smiðju og ónotalega sundstund, en skemmtuninni lýkur með jóga fyr- ir börnin á sunnudag. Ása Berglind Hjálmarsdóttir er talsmaður skipuleggjenda. Hún segir að hóp kvenna í þorpinu hafi langað til þess að gera eitthvað skemmtilegt fyrir bæjarbúa í skammdeginu í fyrra, tekið sig saman og skipulagt skammdegis- hátíðina Þollóween. „Skemmtunin heppnaðist sérlega vel og meðal annars fékk hópurinn hvatning- arverðlaun Heimilis og skóla í vor,“ segir hún. „Þess vegna kom ekki annað til greina en að halda áfram á sömu braut í ár.“ Viðamikil dagskrá Dagskráin hófst í gær með hrollvekjum fyrir 1. til 10. bekk grunnskólans. Í dag verður gras- kersútskurður í hræðilegum skrautsmiðjum í skólanum og mannasúpa í pottunum í sundlaug- inni í kvöld. Á morgun verður rat- leikur fyrir börn í 5. bekk og eldri og fyrir fullorðna um kvöldið. Á fimmtudag verður draugahús í skólanum, vasaljósaleit fyrir yngstu börnin og ball fyrir 7. til 10. bekk um kvöldið. Á föstudag ganga afturgöngur, draugar og aðrar kynjaverur í hús og boða grikk fáist ekki gott. Kaffihúsið og glervinnustofan Hendur í Höfn verður síðan vettvangur norna- þings um kvöldið. Á laugardag býðst fólki að verða vitni að draugagangi í draugahúsi og 18 ára og eldri geta síðan farið á grímuball um kvöldið. Á sunnudag verða yfirfullar kistur af alls kyns góssi í ráðhúsi Ölfuss þar sem fólk getur gert góð kaup á flóamark- aði. „Við leggjum mikla áherslu á að dagskráin sé fyrir alla aldurshópa og gætum þess sérstaklega að unglingarnir verði ekki útundan eins og stundum vill verða,“ segir Ása. „Við leikum okkur með skammdegið og hrekkjavakan Halloween er að hluta til fyrir- mynd, en hafa ber í huga að mikil hefð er fyrir myrkrinu á Íslandi og þeim kynjaverum sem leynast í því.“ Draugasögugangan vakti mikla athygli í fyrra. Þá var gengið með sögumanni um þorpið, þar sem kynjaverur leyndust á hverju strái. „Núna setjum við þennan viðburð í ratleiksform,“ segir Ása og áréttar að saga þorpsins sé óspart notuð. Ónotaleg sundstund er á sínum stað og sama á við um skelfilegu skrautsmiðjurnar. „Þar hittast all- ir sem vilja. Í fyrra var fullt út úr dyrum og við eigum von á meiri aðsókn að þessu sinni.“ Þorgerður, tíu ára dóttir Ásu, er mjög spennt vegna hátíðarinnar. „Um leið og við komum heim úr síðustu sumarútilegunni byrjaði hún að telja niður vegna Þolló- ween og er ekki farin að tala um jólin, þetta á hug hennar allan,“ segir Ása. „Þetta er lýsandi fyrir eftirvæntinguna í þorpinu. Skólinn er á fullu með okkur í þessu og í raun samfélagið allt.“ Mannasúpa og skelfileg skrautsmiðja Hjón Jón Páll Kristófersson og Ólína Þorleifsdóttir, skólastjóri Grunnskólans í Þorlákshöfn.  Skammdegisbæjarhátíðin Þollóween í annað sinn í Þorlákshöfn Skemmtun Sigríður Fjóla Þórarinsdóttir, Helena Helgadóttir og Sigríður Stefánsdóttir klæddu sig upp á í tilefni hátíðarinnar í fyrra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.