Morgunblaðið - 24.10.2019, Blaðsíða 82

Morgunblaðið - 24.10.2019, Blaðsíða 82
A rkitektastofan Hornsteinar starfar í hörðu samkeppnisumhverfi, að sögn framkvæmdastjórans Ögmundar Skarphéðinssonar arkitekts. „Það má á stundum líkja starfsumhverfi okkar við lögmál frumskógarins fremur en heilbrigðan markað,“ segir Ögmundur. Fyrirtækið hefur haldið vel á spöðunum í rekstrinum í gegnum árin, enda er það í hópi framúrskarandi fyrirtækja á lista Creditinfo í ár. „Já, sígandi lukka er best. Það eru 25 ár síð- an stofan hóf störf í því formi sem hún er í í dag, en ég kom heim árið 1993 eftir sex ára dvöl í Bretlandi og stofnaði teiknistofu sem síðan varð að Hornsteinum.“ Ögmundur segir að starfsumhverfi stof- unnar sé mótað bæði af opinberum aðilum og einkaaðilum, og það sé alltaf áskorun að reka fyrirtæki í hörðu samkeppnisumhverfi. „Öll stærstu verkefni okkar hjá Hornsteinum eru komin til í gegnum hönnunarsamkeppnir. Þetta eru ýmist opnar eða lokaðar samkeppnir, og við höfum tekið þátt í fjölda þeirra í gegnum tíðina en einnig hefðbundnum útboðum. Oft hefur okkur vegnað prýðilega, og við höfum náð ákveðnum tökum á að halda sjó í svona um- hverfi.“ Fjárfesting í arkitektúr skynsamleg Auk þess að ná að reka stofuna réttu megin við núllið þurfa þeir sem starfa í bransanum, að sögn Ögmundar, að vera duglegir að leiða fólki fyrir sjónir að fjárfesting í arkitektúr sé góð og skynsamleg. „Maður þarf að láta fólk skynja að þetta snýst ekki bara um útlit og yfirbragð bygginga heldur um fólk og líðan þess, og hvernig við auðgum þetta mannlega umhverfi.“ Hvernig hefur gengið að koma fólki í skilning um þetta? „Það má segja að hönnunarbransanum hafi tekist að ná ákveðnum árangri í þessum efnum. Hönnunargreinum hefur almennt séð vaxið ás- megin, og þær styrkja hver aðra. Hönnun er orðin miklu sýnilegri og stærri hluti en áður var, og umræðan er miklu meiri en þegar við hófum leik á þessum markaði. En þessu verk- efni lýkur aldrei, og við verðum að halda vöku okkar.“ En hvað með það sem snýr að helstu straum- um og stefnum í faginu? „Sem betur fer koma sífellt nýjar kynslóðir í fagið, og við höfum verið einstaklega heppin með teymi okkar hér hjá Hornsteinum í gegn- um árin. Þótt starfsmannavelta sé lítil hafa nýj- ar kynslóðir sýnt því áhuga og raunar sótt fast að slást í hópinn. Það skiptir gríðarlegu máli.“ Spurður hvort aðsókn í nám í arkitektúr sé góð segir Ögmundur að það gangi í bylgjum. „Aðaláskorunin er að fá þá sem leggja út í þetta fag, sem er erfitt og strangt, til að skila sér heim og út á starfsvettvanginn. Mörgum finnst kannski spennandi að verða arkitekt, en eftir að hafa gengið í gegnum hreinsunareldinn helt- ast of margir úr lestinni.“ Meiri tími í hönnunina Hornsteinar hafa nýtt sér til fullnustu þau tækifæri sem innreið tölvutækninnar leiddi af sér, og hafa viðskiptavinir notið góðs af því, að sögn Ögmundar. „Þegar menn fóru í tölvu- studda hönnun fyrir ríflega 20 árum fengum við miklu meiri tíma til að sinna sjálfri hönnun- inni. Áður fór kannski 25% tímans í hönnunina og 75% í að koma þeirri hönnun frá sér, en möguleikar sköpuðust á að snúa þessu hlutfalli við með tilkomu tækninnar.“ Hjá Hornsteinum starfa í dag 16 starfsmenn með ólíkan menntabakgrunn. Bæði er þar fólk við störf sem lært hefur hér á landi og erlendis. „Þetta er góð blanda, og vinnustaðurinn er skemmtilegri fyrir vikið. Svo höfum við þá sér- stöðu að landslagsarkitektar og arkitektar vinna saman, og við höfum tilhneigingu til að líta á okkur sem eina heild. Það er ekki nóg að byggja bara húsið eða önnur mannvirki, heldur þarf að sjá hvernig það prjónast við umhverf- ið.“ Verkefni stofunnar hafa alla tíð verið mjög fjölbreytt og snúa ekki einvörðungu að nýjum mannvirkjum. Aðspurður segir Ögmundur að endurgerð 20. aldar bygginga sé sérstakt áhugamál hjá stofunni. Meðal annars hafi stof- an komið að endurgerð gamla Safnahússins á Hverfisgötu á sínum tíma. „Svo vorum við leið- andi í stærsta húsverndunarverkefni sem ráð- ist hefur verið í á Íslandi þegar mannvirki Sogsstöðva voru endurnýjuð kringum síðustu aldamót.“ En er eitthvert verkefni Hornsteina í uppá- haldi hjá Ögmundi? „Já og nei. Það er hins vegar alltaf gaman þegar verkefni skipta virkilega sköpum. Ég hef oft sagt að ég sé afskaplega sáttur við hvernig okkur tókst til við hönnun Háskólatorgsins, en það var samkeppnisverkefni sem við tókum þátt í í samvinnu við góða kollega okkar. Nú er komin mjög góð reynsla á það. Margir spáðu ekki vel fyrir því í upphafi en nú spyrja menn sig að því hvernig í ósköpunum hafi verið hægt að reka skólann án þessarar byggingar. Þetta verkefni færir manni stöðugt ánægju, enda hef- ur því verið afar vel tekið.“ Flóknasta verkefni samtímans Hornsteinar takast nú á við eitt flóknasta hönnunarverkefni sem ráðist hefur verið í á Ís- landi, að sögn Ögmundar, hönnun nýs Land- spítala. „Það er mikil áskorun og tekur mikið af athygli okkar. Við erum þar hluti af Corpus- hönnunarteyminu, þar sem bæði innlendir og erlendir arkitektar og verkfræðingar koma saman. Þetta er feykilega krefjandi en líka bæði spennandi og skemmtilegt. Það er mikil áskorun að gera svona stóra byggingu og reyna að fella hana inn í nærumhverfi sitt þannig að hún verði góður granni. En umfram allt þarf hún að vera góður vinnustaður og skjól fyrir þá sem þangað leita, eins konar græðandi um- hverfi“. Auðga mannlegt umhverfi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon 194. sæti HORNSTEINAR ARKITEKTAR Meðalstórt 36. sæti Ögmundur Skarphéðinsson Ögmundur Skarphéðinsson segir að Hornsteinar reki sögu sína aftur til ársins 1993. Morgunblaðið/Ómar Ögmundur segir að Háskólatorg hafi sann- að gildi sitt og að margir velti vöngum yfir því hvernig Háskól- inn gat starfað áður en það kom til skjalanna. 82 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2019 VIÐSKIPTAMOGGINN FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.