Morgunblaðið - 24.10.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.10.2019, Blaðsíða 28
71. sæti IKEA Stórt 72. sæti Stefán R. Dagsson S töðugildin hjá IKEA eru nærri því jafn mörg og dagar ársins og þeim sinna um 460 starfsmenn í misháu starfshlutfalli. Verkefnin og hand- tökin eru ótalmörg og fjölbreytt. Fáir þekkja þá staðreynd betur en Stefán R. Dagsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Meira en þrír áratugir eru liðnir frá því að hann gerðist kerrustrákur hjá IKEA og nauðsynlegt er að ítreka að hér er ekki um misritun að ræða. Hann var aðeins 13 ára gamall þegar vinnu- sambandið komst á en móðir hans starfaði á þessum tíma hjá fyrirtækinu. Síðan þá hefur hann nær einvörðungu starfað við verslunina ef frá eru talin tvö ár þegar hann vann hjá Jo- hanni Rönning og stuttur tími hjá Hagkaup. Síðarnefnda tímabilið telst þó varla með, enda var verslunin í eigu sömu einstaklinga og þeirra sem áttu þá, og eiga enn, húsgagnarisann í Kauptúni í Garðabæ. „Ég var svo fastráðinn þegar ég var 23 ára og fór þá í innkaupadeildina sem sá um smávör- una. Svo fór ég yfir í birgðamálin. Þá var ég sölustjóri og sá um val á vörum og söluna. Í kringum 2008 fór ég svo að aðstoða Þórarin Ævarsson, þáverandi framkvæmdastjóra, meira og meira,“ segir Stefán. Verkefni innanlands og utan En það er þó talsverð einföldun að halda því fram að Stefán hafi aðeins komið að verslunar- rekstrinum sem slíkum því hann hefur með ólíkum hætti átt aðkomu að ýmsum stórstígum breytingum í starfseminni. „Ég tók þátt í að rífa verslunina sem staðsett var í Húsi verslunarinnar. Þá var ég í hópi þeirra starfsmanna sem komu að uppsetningu verslunarinnar í Holtagörðum. Ég fékk að koma að uppbyggingunni hér í Kauptúni og svo var ég einnig í uppbyggingunni í Litháen [starfsemin í Litháen og Lettlandi er undir sama rekstrarleyfi og verslunin hér á landi]. Það var verkefni sem tók eitt og hálft ár og ég var talsvert úti á þeim tíma. Nýi lagerinn í Suðurhrauni var líka verkefni sem ég kom að og einnig nýja íbúðablokkin í Urriðaholtinu, skammt frá IKEA í Kauptúni.“ Spurður út í hvort hann hafi aldrei fengið leiða á því að starfa fyrir sama fyrirtækið í öll þessi ár segir hann að svo sé ekki. „Í mínum huga hefur það verið frábært tæki- færi að fá að starfa fyrir IKEA og það hefur verið mjög gaman. Ég er stoltur af því að vinna hér og ég er stoltur af fyrirtækinu sem slíku. Það skiptir miklu máli. Hérna hef ég lært gríðarlega margt og fjölbreytileikinn er svo mikill að maður er alltaf í einhverju nýju. Það er alltaf eitthvað nýtt að gerast.“ IKEA hefur vaxið mjög síðastliðinn áratug og er orðið stórveldi á íslenskum húsgagna- og smásölumarkaði. Stefán segir það hafa verið fróðlegt að fylgjast með og vera þátttakandi í þeim vexti. „Það var mikill samdráttur eftir hrun, eða um fjörutíu prósent mælt í rúmmetrum. En síð- an þá hefur orðið hrein og klár sprenging. Við erum með sölu sem er á svipuðum slóðum og stærri markaðir á borð við Litháen og Lett- land.“ Stefán tók við starfi framkvæmdastjóra fyrr á þessu ári eftir að Þórarinn Ævarsson sagði starfinu lausu. Þegar hann er beðinn um að skyggnast yfir farinn veg og svara því hvað tryggt hafi velgengni IKEA hér á landi stendur ekki á svörum. „Starfsfólkið skiptir höfuðmáli. Við leggjum höfuðáherslu á að því líði vel og við leitum allra leiða til að efla það alla daga ársins. Við erum með allskyns námskeið og utanumhald í kring- um það. Við leggjum okkur einnig fram um að taka vel á móti nýju fólki þegar það byrjar hjá okkur. Þá hefur alla tíð skipt miklu máli að allir eru þátttakendur. Þetta er samvinnuverkefni þar sem kallað er eftir sjónarmiðum allra þeirra sem starfa hjá fyrirtækinu. Þessu hef ég kynnnst mjög vel alveg frá því að hafa verið hér í hlutastarfi sem unglingur og upp í það að stýra fyrirtækinu frá degi til dags.“ Hann segir að með þessari nálgun forðist stjórnendur fyrirtækisins að setja hlutina upp í excel í von um að fá út rétta niðurstöðu. „Við erum djörf og prófum hluti sem ekki myndu koma út úr excel-skjalinu. Við fáum ábendingar og hugmyndir alstaðar að úr fyrir- tækinu og þegar stjórnendur þess koma saman heyrast þá raddir starfsfólksins þegar kemur að ákvarðanatökunni.“ Meiri þjónusta lykill að árangri Djarfar tilraunir hafa leitt til þess að IKEA á Íslandi hefur ekki endilega farið troðnar slóðir í rekstrinum þegar litið er til þeirra rúmlega 430 verslana sem reknar eru undir sama heiti um veröld víða. Stefán segir að þar hafi m.a. komið í ljós að góður árangur hafi náðst af meiri þjón- ustu en tíðkast hefur. „Þetta sést t.d. á teikniþjónustunni hjá okk- ur. Erlendis er fólki að mestu bent á að teikna upp innréttingar sjálft og svo kemur það og fær þjónustu í einn klukkutíma eða svo til að ganga frá pöntun og endanlegu útliti. Við tökum hins vegar niður beiðnir hjá fólki og teiknum svo upp innréttingar eftir ákveðnum stöðlum og á grunni þarfapýramída. Þannig sköpum við t.d. eldhús sem flestir ættu að geta nýtt sér vel. Með þessu dregur líka úr áhættunni að fólk fari einhverjar leiðir sem það sér svo eftir því fólk kann kannski ekki að forðast ákveðin vandamál sem reyndir teiknarar þekkja út og inn. Svo hefur fyrirtækjaþjónustan okkar einnig verið mjög umfangsmikil og meiri en hjá flestum öðr- um IKEA-verslunum í heiminum. Þar erum við að þjónusta hótel, verktaka, Airbnb-rekstrar- aðila, bændur í ferðaþjónustu og fleiri og fleiri. Við teiknum, skipuleggjum og aðstoðum við að koma heildarmynd á hlutina. Þessi þjónusta hefur verið mikið nýtt og aukið umsvifin okkar á þessum markaði gríðarlega.“ Veitingasalan vex og vex Meðal þess sem dregur ótölulegan fjölda fólks í verslun IKEA á hverjum degi er veit- ingasala sem nú er í boði á báðum hæðum húss- ins, annars vegar í matvöruverslun og bakaríi á jarðhæð og á veitingastað og kaffihúsi á ann- arri hæð. Stefán segir að þessari þjónustu hafi verið afar vel tekið og að henni vaxi ásmegin með hverju ári. „Þetta eru um 15 prósent af veltunni hjá okk- ur meðan hlutfallið er um 7% víðast hvar er- lendis. Vöxturinn er talsverður á hverju ári. En við höfum líka farið aðrar leiðir en aðrir. Við bjóðum upp á 7 til 9 rétti að jafnaði meðan flest- ir eru með 4 til 5. Svo erum við með rétti mán- aðarins sem auka fjölbreytileikann enn frekar.“ Um helgar má sjá straum af fólki inn og út úr versluninni allt frá opnun. Því ræður m.a. sífellt meiri aðsókn í brauð og sætindi sem starfs- menn fyrirtækisins galdra fram í risastóru bak- aríinu. Stefán segir að það njóti sífellt meiri vin- sælda og að sérstaða þess sé sú að nær allt brauð og sætabrauð sem þar fæst sé bakað inn- anhúss. „Á flestum öðrum stöðum er verið að kaupa hlutina inn að nokkru leyti tilbúna en hér erum við með aðstöðu til að gera allt frá grunni. Það nýtist bæði í bakaríinu, á veitingastaðnum og á kaffihúsinu. Við steikjum t.d. kleinur og ástar- punga. Á síðasta ári seldum við 862 þúsund kleinur og salan hefur aukist enn í ár.“ Vandasamur tími Á síðastliðnu ári nam hagnaður IKEA tæp- lega 528 milljónum króna og dróst verulega saman frá fyrra ári þegar hagnaðurinn slagaði í nærri milljarð. Stefán segir að rekstrar- umhverfið sé krefjandi og að í því felist helstu áskoranirnar núna. „Kostnaður fyrirtækja hefur aukist gríðar- lega og farið raunar upp úr öllu valdi. Það er mikil áskorun fyrir okkur að ná honum niður og hagræða. Við teljum það rétta leið án þess að segja upp fólki enda er fyrirtækið ekkert án starfsfólksins sem þar starfar.“ Fyrrverandi framkvæmdastjóri vitnaði oft til þess að smásala snerist um smáatriðin og Stef- án segir að það sé hárrétt. „Þetta snýst um það og að vanda sig. Við ein- beitum okkur að því að halda versluninni í topp- standi og þannig að hún sé alltaf áhugaverð. Við erum svo svakalega lítill markaður að til þess að halda uppi veltunni verðum við að fá hvern Íslending að minnsta kosti sex sinnum á ári í heimsókn. Til þess að það takist verðum við að gera breytingar svo að fólk hafi eitthvað nýtt að sjá. Svo viljum við hafa eitthvað skemmtilegt að gerast og það skiptir líka miklu máli.“ Á sama tíma og Stefán og hans fólk lítur inn á við í rekstrinum hefur fyrirtækið tryggt sér, fyrst íslenskra fyrirtækja, svokallaða AEO- öryggisvottun sem Tollstjóri hefur komið á. Um er að ræða alþjóðlega gæðavottun sem fel- ur í sér að fyrirtæki er viðurkennt sem öruggur hlekkur í aðfangakeðjunni, hefur tileinkað sér ábyrga tollameðferð og uppfyllir kröfur um al- þjóðlega vöruflutninga. Stefán segir þetta mikla viðurkenningu fyrir IKEA hér á landi. ses@mbl.is Seldu 862 þúsund kleinur í fyrra 28 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2019 IKEA hefur lengi verið í fararbroddi hvað varðar umhverfisvernd hérlendis. T.d. hefur ekk- ert annað fyrirtæki byggt upp eins öfluga aðstöðu fyrir rafbílaeigendur. Stefán segir að það sé mjög áhugavert að sjá hversu hröð þróunin í umhverfismálunum sé um þessar mundir. „Þessi áhersla hefur lengi verið til staðar en hún hefur aukist gríðarlega síðastliðin ár. Það sjáum við t.d. með sífellt minni plastnotkun og frá næsta ári verður bannað að selja einnota plast í verslunum fyrirtækisins. Þá höfum við líka tekið rafbílaþróunina föstum tökum og viðskiptavinir okkar hafa í æ meira mæli nýtt sér rafskutlur sem við lánum í tvo tíma í senn.“ Stefán segir vöruúrvalið að sjálfsögðu ekki undanskilið í þessum málum. „Hver einasta vara er hönnuð með það í huga að hún hafi vistvæna eiginleika og það get- ur þá átt við um notagildið, hráefnið eða framleiðsluaðferðir.“ Leggja stóraukna áherslu á um- hverfismál og banna einnota plast Morgunblaðið/Hari Stefán R. Dagsson hefur starfað hjá IKEA í rúma þrjá áratugi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.