Morgunblaðið - 24.10.2019, Blaðsíða 94

Morgunblaðið - 24.10.2019, Blaðsíða 94
94 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2019 VIÐSKIPTAMOGGINN FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI G uðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Marels á Ís- landi, segir að samfélagsábyrgð og sjálfbærni hafi verið hluti af starfsemi fyrirtækisins frá upphafi. Starf- semin gangi út á að þróa og framleiða há- tæknileg tæki, heildarkerfi og hugbúnað sem umbylti matvælaframleiðslu á heims- vísu, meðal annars með aukna nýtingu og rekjanleika að leiðarljósi. Þannig megi einn- ig ná fram meiri hagkvæmni, matvæla- öryggi og sjálfbærni. „Það skiptir máli að fá þessi hvatningarverðlaun Creditinfo fyrir framúrskarandi samfélagsábyrgð. Verðlaun sem þessi eru hvetjandi fyrir okkur til að halda áfram á sömu braut. Við viljum vera fyrirmynd í sjálfbærni og samfélagsábyrgð og tökum það hlutverk okkar alvarlega. Við erum stórt fyrirtæki og höfum þar af leið- andi mikil tækifæri til þess að hafa jákvæð áhrif á bæði okkar iðnað, sem er mat- vælaframleiðsla, og samfélagið. Við erum stolt af því að fá þessa viðurkenningu,“ seg- ir Guðbjörg. Hefur fengið aukið rými í umræðunni Spurð nánar um hvernig sjálfbærni og samfélagsábyrgð hafi verið sinnt í gegnum árin segir Guðbjörg að heilt yfir hafi starf- semin snúist m.a. um nýsköpun og framþró- un í matvælavinnslu. „Ég hef unnið hjá Marel í átta ár. Það er gaman og þakk- arvert að taka þátt í og fá að sjá núna síð- ustu misseri þessar auknu áherslur og sam- tal um loftslagsmál, samfélagslega ábyrgð fyrirtækja og sjálfbærni. Með aukinni upp- lýsingagjöf og tækniframþróun hafa þessi málefni fengið aukið rými í umræðunni. Fyrir nokkrum árum byrjuðum við að nálg- ast sjálfbærni á markvissari máta til þess að skerpa enn frekar á þessum málum. Þannig að það má segja að þá hafi þetta verið sett fram með skýrari og stefnumiðaðri áherslum.“ Gott dæmi um það er að sögn Guðbjargar innleiðing sjálfbærni sem eins af kerfis- bundnum viðmiðum í allri vöruþróun fyrir- tækisins, en Marel fjárfestir árlega um 6% tekna sinna í nýsköpun. Þar er horft til vatns- og orkunotkunarlausna Marels, kolefnisfótspors, nýtingu hráefna, matvæla- gæða og fleiri þátta. Samhliða því hafi fyrir- tækið meðal annars innleitt stefnu um jafn- rétti og fjölbreytileika og sett af stað fleiri verkefni sem snúi að starfsfólki og sam- félaginu. „Við þurfum að vera mjög mark- viss í öllum aðgerðum okkar tengdum sam- félagslegri ábyrgð því við viljum við vera framúrskarandi þegar kemur að þeim þátt- um samfélagsábyrgðar sem okkur varða. Tökum sem dæmi jafnréttismál og fjöl- breytileika. Menningin á vinnustaðnum skiptir máli. Að þar viti fólk og finni að stjórnendur hvetji til opinna og heiðarlegra samtala, byggi árangur á bestu mögulegu lausninni og gleðin fái að vera grundvallar- atriði.“ ESG upplýsingar nauðsynlegar Eitt er að vinna markvisst að uppbygg- ingu sjálfbærrar starfsemi og annað er að upplýsa um hana. Marel hefur um þriggja ára skeið tekið þátt í verkefni með Nasdaq- kauphöllinni um virka upplýsingagjöf um svokallaða ESG (e. Environment, Social, Governance – umhverfismál, samfélagslega þætti og stjórnarhætti) sjálfbærni- mælikvarða. „Þar viljum við gefa góðar upplýsingar um framvindu okkar. Á alþjóðamarkaði er slík upplýsingagjöf einfaldlega nauðsynleg, og aðgangsmiði að þeim mörkuðum sem við störfum á. Það hefur til að mynda verið mikilvægt að veita greinargóðar ESG- upplýsingar við skráningu bréfa félagsins í Euronext-kauphöllina í Amsterdam.“ Spurð hvernig gangi að fá alla starfsmenn og hagaðila í mismunandi menningar- heimum með sér í lið segir Guðbjörg að hjá Marel starfi yfir sex þúsund starfsmenn á yfir 30 starfsstöðvum um allan heim, og stefnan sé að þrefalda tekjur fyrirtækisins á næstu sjö árum. „Allt þetta felur í sér mikil tækifæri til að vera áberandi rödd á mark- aðnum og hafa jákvæð áhrif á eina stærstu virðiskeðju heims – matvælaiðnaðinn. Allar starfsmannakannanir sem gerðar eru leiða í ljós að það má alltaf auka upplýsingagjöf, en samt sem áður held ég að starfsmenn viti almennt hvert við stefnum og hvað við stöndum fyrir, því allt frá upphafi hefur Marel haft skýra sýn og verið trú því að í nánu samstarfi við viðskiptavini umbyltum við því hvernig matvæli eru unnin með sjálf- bærni og hagkvæmni að leiðarljósi.“ Guðbjörg segir að á sama tíma sé Marel meðvitað um að það þurfi að laga skilaboð og verkferla að einstökum löndum og mark- aðssvæðum, allt eftir menningunni og laga- umhverfinu á hverjum stað. Áfram til fyrirmyndar Guðbjörg nefnir að lokum að fyrirtækið ætli að halda áfram að vera til fyrirmyndar á öllum sviðum samfélagsábyrgðar. „Það er mikilvægt að allir starfsmenn Marels viti að þeir skipti máli og að þekking þeirra sé að nýtast til að árangur náist. Þegar við mæt- um í vinnuna á okkur að líða vel. Það er al- veg skýrt að fram undan eru mikil tækifæri og við munum grípa þau með því að vinna saman. Auðvitað er svo miklu skemmtilegra að vinna saman, þannig kemur gleði og stolt, að vera hluti af liðsheild sem nær markmiðum sem aldrei hefðu náðst án sam- vinnu.“ Viljum vera fyrirmynd Morgunblaðið/Árni Sæberg Framúrskarandi samfélagsábyrgð MAREL Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir „Menningin á vinnustaðnum skiptir máli. Að þar viti fólk og finni að stjórnendur hvetji til opinna og heiðarlegra samtala, byggi árangur á bestu mögulegu lausninni og gleðin fái að vera grundvallaratriði.“ Hvatningarverðlaun Creditinfo „Framúrskarandi sam- félagsábyrgð“ eru nú veitt þriðja árið í röð í samstarfi við Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð. Þriggja manna dómnefnd sá um að velja það fyrirtæki sem skaraði fram úr, en í ár varð stórfyrirtækið Marel hlutskarpast. Formaður dómnefndarinnar, Fanney Karlsdóttir, skrif- stofustjóri Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs, verk- efnastjóri í Norræna húsinu og fyrrverandi formaður Festu, segir að dómnefndin hafi komið saman í ágúst og september og farið yfir listann frá Creditinfo yfir fram- úrskarandi fyrirtæki, ásamt því að skoða þær tilnefningar sem bárust. Með Fanneyju í dómnefnd voru þeir Sæmundur Sæ- mundsson, forstjóri Borgunar og varaformaður Festu, og Henry Alexander Henrysson, doktor í heimspeki og sér- fræðingur í góðum stjórnarháttum. Spurð hvort valið hafi verið erfitt í ár segir hún að svo hafi verið. Allnokkur fyrirtæki séu framarlega í þessum efnum og séu góðar fyrirmyndir í samfélagsábyrgð og sjálfbærni. „Það var því talsverð vinna að finna út úr því hver ætti skilið að vinna verðlaunin í ár. Við skoðuðum mörg fyrirtæki og veltum vöngum. Á endanum fannst okkur Marel eiga verðlaunin mest skilið, einkum út frá ákveðnu frumkvæði sem fyrir- tækið er að taka í að viða að sér upplýsingum um hvernig hægt er að gera betur, þar með talið hvernig það mátar sig við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Forsvarsmenn Marels eru líka duglegir að miðla aðferðum sínum, þekkingu og reynslu til annarra fyrirtækja, bæði forstjórinn sjálfur og sérfræðingar innan Marels,“ segir Fanney. Hafa tekið taktföst skref Hún segir að síðasttalda staðreyndin, um að forstjóri og sérfræðingar taki virkan þátt í samtalinu, hafi einmitt unnið mikið með þeim. „Fyrirtækið notar líka viðurkenndar aðferðir við að mæla allt sem þessu viðkemur og hefur farið í gegnum heildræna stefnumótun í málaflokknum.“ Fanney segir að Marel hafi einnig tekið mjög taktföst skref í að innleiða sjálfbærni í stefnu fyrirtækisins, og í leiðarljósi þess sé einnig áhersla á þessi mál. „Þannig að þau eru með mjög góð vinnubrögð.“ Enginn er auðvitað fullkominn eins og Fanney bendir á, og Marel glímir við ýmsar áskor- anir í sínum rekstri frá degi til dags. „Kolefnisfótspor þess er að aukast, enda fyrirtækið í ör- um vexti, en þau eru mjög meðvituð um það og eru að skoða hvernig er best að mæta því. Þau eru opin og hreinskilin í þessum efnum, og leita lausna.“ Fanney leggur áherslu á að um hvatningarverðlaun sé að ræða og vonar að þau hvetji Marel til að gera enn betur í framtíðinni. „Það má ekki gleyma því að í dag þykir það vera gott fyrir viðskiptin að vera framúrskarandi á sviði sjálfbærni og samfélagsábyrgðar. Þetta vinnur vel saman.“ Marel tekur frumkvæði í að viða að sér upplýsingum og miðla þeim Fanney Karlsdóttir er formaður dómnefndarinnar líkt og í fyrra. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.