Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2019, Page 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2019, Page 6
HEIMURINN 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.10. 2019 Ég held að við getum öll verið sammálaum að frelsi til að hafa skoðanir ogtjá þær með opnum hætti er algjört grundvallaratriði í samfélagi okkar. Sú til- hugsun að fólk treysti sér ekki til að setja fram skoðanir sínar er ákaflega dapurleg. Stundum finnst mér að sameiginleg upp- lifun ákveðins hóps fólks geri það samt sem áður að verkum að fólk þori ekki að segja hvað það er að hugsa. Það hefur kannski ótal spurningar en þorir ekki að nefna þær af ótta við að verða úthrópað. Skoðanir þeirra séu rangar og heimskulegar og til- gangslaust að ræða þær. Þetta er náttúrlega ekki gott. Sennilega ættum við að fá sem flestar spurningar upp á borðið, ræða þær og ef til vill komast að niðurstöðu. Það er enginn að segja að alltaf þurfi að finna ákveðið svar eða komast að ákveðinni niðurstöðu, en fólk fengi samt tækifæri til að fá raunveruleg rök í umræðu. Við forðumst þetta hinsvegar því oft varð- ar þetta viðkvæm mál og óþægileg. Eins og þegar gamli skólinn mætir þeim nýja án þess að átta sig á því að kennslan hefur breyst, það eru komnar nýjar bækur og ný viðmið. Ég gæti trúað því að þessi skortur á um- ræðu sé það sem ber ábyrgð á þessum pól- um sem við sjáum nú í viðhorfum fólks víða um heim. Fólk leitar á staði þar sem skoð- anir þess fá hljómgrunn og hættir að tala við þá sem eru á öndverðum meiði. Það er miklu þægilegra að hringja til dæmis í út- varpsþátt þar sem stjórnandinn er sammála þér en að reyna að tala við einhvern sem augljóslega vill bara rökræða málið eða nennir jafnvel ekki að hlusta á þig. Annað sem fylgir þessu er að finna alltaf lægsta samnefnarann. Þegar tekið er dæmi um hina skoðunina þá er gjarnan fundinn mesti vitleysingurinn. Oft sá orðljótasti og hópur hans afgreiddur út frá því að þetta sé nú bara „svona fólk“. Kannski finnst einhverjum þetta bara heppilegt kerfi. Þið með röngu skoðanirnar getið bara verið þarna. Við sem höfum réttu skoðanirnar, við ætlum að vera hér. En þetta er að sjálfsögðu óheppilegt. Þegar skoðunum er ekki mætt með mótrökum, bara fallist á þær eins og sannleika, þá er hætt við því að skoðanir breytist í stað- reyndir í huga þess sem heldur þeim fram og viðmælanda hans. Þannig er til dæmis með einn uppáhalds- hóp minn: Fólkið sem veit að jörðin er flöt. Mögulega var tími þar sem það bara hélt það eða jafnvel grunaði það. En svo líður tíminn og enginn nennir að þrasa almenni- lega við fólk sem hefur látið öll vísindi síð- ustu alda fara framhjá sér. Þá gerist það sem er yfirleitt frekar óheppi- legt – skoðanir verða að stað- reyndum. Gjarnan fylgir því þá líka að þeir sem hafa aðrar skoðanir en hópurinn eru bara hluti af samsæri sem vill þagga niður rödd sannleikans. Við sjáum þetta svo víða. Loftslagsbreyt- ingar og hin meinta aðför að einkabílnum eru dæmi um þetta. Við getum ekki afgreitt þessa hópa sem þeir vilji einfaldlega annað- hvort drepa allar sauðkindur landsins eða banna reiðhjól. Það er hinsvegar algjörlega ljóst að við verðum að gera eitthvað. Við hljótum að vera sammála um það. Lausnin felst kannski í því að tala saman. Segja hvað okkur finnst, mæta skoðunum annarra af þolinmæði og með rökum og dæmum. Gera okkur grein fyrir því að við erum ekki öll eins. Mér finnst eins og ég hafi talað um þetta áður. Það verður þá bara að hafa það. Við verðum að fara að tala saman eins og fólk en ekki öskra alltaf á þá sem eru ósammála okkur. Ekki gefast upp. Þá endum við bara sitt í hverju horninu með „staðreyndirnar“ okkar. ’Þegar skoðunum er ekki mættmeð mótrökum, bara fallist áþær eins og sannleika, þá er hættvið því að skoðanir breytist í stað- reyndir í huga þess sem heldur þeim fram og viðmælanda hans. Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is Staðreyndafrelsi Elsku Gísli Marteinn minn. Í talnaspekinni ertu á tölunni 4 í ár en það er óhætt að segja að árið sé búið að einkennast af miklu álagi og ým- iss konar uppgjöri. En þar sem þú ert svo snarlega heppinn að vera í fiskamerkinu þá á allt að fara að ganga miklu betur í kringum þig núna. Þú ferð inn í tvöfalt betra tíma- bil á næsta ári en það tímabil hefst strax upp úr 25. desember í lok þessa árs. Þetta ár 2019 byggir undir þig svo sterkan grunn að hann getur alls ekki brotnað. Það verða mjög skemmtilegar breytingar í starfi þínu á þessu nýja tímabili en um er að ræða frábæra viðbót við það sem þú ert að gera nú þegar. Ég er búin að fylgjast með þér frá upphafi og þú ert einn slyngasti útvarpsmaður sem ég hef hlustað á og mitt per- sónulega álit á þér hefur vaxið með hverju korterinu. Í raun langaði mig mest að setja mynd af þér við hliðina á sjálfum Búdda eftir að þú hvattir alla þjóðina til að leggjast á eitt og töfra lagið okkar áfram í þeirri ágætu keppni Júróvision með frábærum árangri. Þú ákvaðst snemma fullyrði ég að fara í pólitík en miðað við út- reikninga mína sem eru kannski ekki vísindalega sannaðir þá verð- ur það ekki þín deild að keppa í. Það er allt of leiðinlegt fyrir þig, elsku kallinn minn. Ef ég skoða vel og vandlega hvenær þú ert fæddur þá kemur talan 11 sterkt úr þeim útreikningum og það þýðir tveir ásar – svo að þeg- ar þú varst yngri þá kemur í ljós að þú varst mikill keppnismaður en að hafa tvo ása í tölunum sínum getur annar ásinn átt það til að ráðast á hinn. Sem þýðir að það er alveg sama hvað þú gerðir vel að þér fannst það aldrei nógu gott. En eftir því sem þú eldist svona dásamlega vel þá byrja þessar tölur að vinna saman. Leyfðu þér því að hlakka til kom- andi verkefna og fagna árangri og áföngum. Upp úr fimmtugu hefst þinn allra besti tími og mikil blessun ríkir yfir fjölskyldu þinni. Stjörnumerki Gísla Marteins er Fiskur Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Tveir ásar sem vinna saman GÍSLI MARTEINN BALDURSSON FJÖLMIÐLAMAÐUR FÆDDUR 26. FEBRÚAR 1972 ’ Þetta ár 2019byggir undir þigsvo sterkan grunnað hann getur alls ekki brotnað. Árlega vinnur Creditinfo ítarlega greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitir nú Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu í tíunda sinn. Framúrskarandi fyrirtæki hafa sterkari stöðu en önnur, eru traustir samstarfsaðilar og betur í stakk búin að veita góða þjónustu til framtíðar. Sjáðu hvaða fyrirtæki skara fram úr á creditinfo.is FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI HAFA STERKARI STÖÐU Í KRAFTI

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.