Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2019, Page 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2019, Page 14
VIÐTAL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.10. 2019 Þ að er haustlegt um að litast í höf- uðborginni þegar blaðamaður fer til fundar við Ingveldi Höllu Krist- jánsdóttur, náms- og starfs- ráðgjafa hjá Námsflokkum Reykjavíkur. Við finnum okkur rólegt horn á gömlu rótgrónu kaffihúsi sem er fullt af eldri borgurum að fá sér kaffi, brauðtertur og hnall- þórur. Við látum okkur nægja einn góðan kaffisopa og hefjum spjallið. Ingveldur er einstæð móðir en hún á tvo syni, Kristján sem er tvítugur og Hilmi, bráð- um fimmtán ára. Kristján lenti snemma úti á braut fíkniefna en hefur nú verið edrú í tvö og hálft ár. Vegferðin í átt að betra lífi var löng og ströng, bæði fyrir Kristján og Ingveldi sem reyndi allt hvað hún gat til að beina syni sínum af þessari ógæfubraut. Á bak við hvern einstakling með fíkni- sjúkdóm eru aðstandendur; mæður, feður, systkini, ömmur og afar, sem öll lifa í ótta á meðan ástvinurinn er í neyslu. Oft skortir úr- ræði fyrir börn sem lenda út af sporinu og vill Ingveldur segja sína sögu og leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn fíkniefnafaraldrin- um. Hún vill upplýsa foreldra ungmenna um fíkniefnahættuna og einnig segja frá kerfinu sem oft bregst, en afar fá úrræði eru í boði fyr- ir þessi veiku börn. Afburðagreindur með ADHD „Kristján var ofboðslega skemmtilegur og ljúf- ur krakki og mjög klár. Mjög fljótur til og ákveðinn. Hann var læs fjögurra ára og ellefu ára var hann búinn að lesa Hringadróttinssögu og aðrar þungar bækur. Við vorum með fullan bókaskáp sem hann las spjaldanna milli,“ segir hún. Kristján var nokkuð baldinn í skóla og var sendur í greiningu átta ára gamall. „Þá kom í ljós að hann væri með ADHD en líka að hann væri afburðagreindur,“ segir Ingveldur og segir hann ekki hafa verið erf- iðan. „Skólinn fór fram á greiningu en það höfðu verið einhverjir árekstrar á skólalóðinni og svo gekk honum ekki vel að sitja kyrr og einbeita sér að verkefnum; hann vildi svolítið þeysast áfram, sem mér finnst reyndar allt í lagi. En hann var með stórt skap og smá ofvirkur, en mér fannst hann aldrei erfiður,“ segir Ingveld- ur. „Hann var í áttunda bekk þegar hann byrj- aði í neyslu en ég fór fyrst að taka eftir því um vorið þegar hann var í níunda bekk. Þá fór hann í uppreisn og það fór að bera á hegð- unarvandamálum. Þau höfðu aðeins verið til staðar áður en greiningin kom og ég hafði ver- ið með hann hjá sálfræðingi. Hans uppeldi hef- ur verið alfarið á mínum herðum,“ segir hún og nefnir að þau mæðginin hafi verið afar náin áður en neyslan hófst. „Oft þegar yngri bróðir hans var sofnaður vorum við saman að spjalla, horfa saman á þætti eða ráða krossgátur.“ Fíkniefnapróf falskt öryggi Neysla Kristjáns hófst í partíi þar sem voru eldri krakkar og þar neytti hann áfengis í fyrsta sinn. „Hann varð rosalega veikur en fannst þetta samt sem áður spennandi og var til í að prófa aftur,“ segir Ingveldur sem tekur fram að hann hafi ekki verið í slæmum fé- lagsskap. „Það er saga um fíknisjúkdóma í minni fjöl- skyldu og það er alltaf áhætta að byrja að drekka. Mér var sagt þegar ég var ung að ég þyrfti að fara varlega vegna þess að nánir ætt- ingjar væru með fíknisjúkdóm og aðrir í fjöl- skyldunni. En það eru allir edrú þannig að hann ólst ekki upp við drykkju og ég hef alltaf drukkið mjög lítið. Ég held til dæmis að ég hafi drukkið eitt vínglas í allt sumar; ég nota vín aðallega í matargerð,“ segir Ingveldur og brosir. „Krakkar með ADHD eru oft hvatvís þannig það er líka ákveðin hvatvísi að prófa. Hann lýsti því þannig fyrir mér að þráhyggja gagn- vart áfengi hefði byrjað mjög snemma þrátt fyrir að fyrsta reynsla hefði ekki verið já- kvæð,“ segir Ingveldur. „Á þessum tíma frétti ég oft af einhverju sem hann var að gera en hafði engar beinar sannanir. Börn sem fara í neyslu ljúga sig út úr öllu mögulegu. Hann var ekkert endilega óheiðarlegur en það er svo mikill feluleikur sem fer í gang. Hann er svo rosalega klár að hann komst upp með það sem aðrir komast ekki upp með. Ég var alltaf að taka fíkniefna- próf en þau komu alltaf hrein út. Það er ekkert mál að svindla á fíkniefnaprófum. Ég myndi vilja segja við foreldra sem eru í þessum spor- um að ef þau hafa grun um að börnin séu í ein- hverju og fíkniefnaprófin segja nei, eiga þau að treysta innsæi sínu. Þetta er falskt öryggi,“ segir hún. Ingveldur segist hafa látið Kristján taka þvagprufur en hann hafi oft blekkt hana því hreint þvag hafi verið hægt að fá hjá vinum. „Það er ýmislegt gert til að svindla. Hann hafði stundum útvegað sér hreint þvag og einu sinni nappaði ég hann af því að þvagprufan var óeðlilega köld. Foreldrar þurfa að vera vak- andi fyrir því; þvagið er auðvitað volgt þegar það kemur úr líkamanum. Hann geymdi það stundum bak við ofn eða nálægt hitakerfum til að halda því heitu,“ segir hún. „Svo eru þessir krakkar oft að drekka mjög mikið vatn til að vonast til að þynna út efnin í líkamanum. Svo er annað sem gott er að vita en það er miklu erfiðara að nappa krakka sem eru í örvandi efnum heldur en til dæmis kannabis, af því að það mælist mun lengur í líkamanum. Amfetamín er kannski bara í tvo sólarhringa í líkamanum. Segjum að einhver hringi í mann og segi manni að barnið manns hafi verið í neyslu um helgina, og það er kom- inn fimmtudagur, þá er prufan ekkert endilega að mæla það. En auðvitað eru meiri líkur á að nappa þau í neyslu ef hún er orðin meiri og tíð- ari,“ segir hún og segist ekki hafa séð mikið á honum. „Ég var oft að reyna að horfa á augasteinana en í okkar fjölskyldu erum við með frekar stóra augasteina. En oft sá ég ekkert að hann væri undir áhrifum, hann náði oft að plata mig.“ Barnið mitt var í hættu Strax í níunda bekk var Kristján farinn að nota mun sterkari efni en áfengi. „Ég fann einu sinni dunk af kannabis í skáp. Ég hringdi strax í lögregluna og sagðist hafa fundið fíkni- efni heima hjá mér. Kristján sagði að félagi sinn ætti þetta og ég er ekki að segja að ég hafi trúað því en þetta er orð á móti orði. Svo fékk ég oft fréttir héðan og þaðan um hans neyslu en fólk vildi alls ekki að það yrði rakið til þess. Ég sagði fólki að það ætti endilega að hringja í lögregluna ef það heyrði eitthvað slíkt og það voru tveir sem tilkynntu hann til lögreglu og hún kom heim og leitaði að fíkniefnum,“ segir hún sem segir hann oft hafa sloppið. Ingveldur segir þetta hafi tekið á taugarnar svo um munaði. „Ég var alltaf með brjálaðar áhyggjur. Ég upplifði að barnið mitt væri í hættu. Maður fer í eins konar „survival mode“ og fer að reyna að bjarga barninu sínu. Það er oft talað um að fólk þurfi að finna sinn botn, en það er ekki í boði þegar barnið þitt er í neyslu. Það er ekki boði að barnið finni einhvern botn því það gæti verið botn á líkkistu,“ segir Ingveldur sem segist stundum hafa haft áhyggjur af því að Kristján myndi hreinlega ekki lifa af. „Ég held samt að ég yrði jafnvel hræddari í dag ef hann væri í neyslu því það er svo mikið í umræðunni öll þessi dauðsföll ungmenna. En auðvitað var ég hrædd um heilsuna hans og vellíðan, og framtíð hans. Á meðan barnið þitt er barn áttu að vita hvar það er niðurkomið. Það er mjög slæm tilfinning að vita ekki hvar barnið manns er. Það er einhvers staðar úti, kannski í slæmum málum, og maður eyðir nóttinni í að hringja og leita,“ segir hún. Kristján átti það til að hverfa að heiman og reyndi þá Ingveldur að leita sér hjálpar. „Það er ekki auðvelt að fá aðstoð í kerfinu. Ef hann var úti alla nóttina hringdi ég um morguninn í lögreglu og ég gerði það með- vitað. Því fleiri tilkynningar sem berast, því al- varlegra hlýtur þetta að vera. Hann var stund- um bara hjá vinum sínum og ekki alltaf í einhverjum grenjum. En þetta jókst eftir að hann lauk grunnskóla,“ segir hún. „Ég hringdi líka oft í foreldrasímann hjá Foreldrahúsi. Hann er opinn allan sólarhring- inn og þar er hægt að fá ráðleggingar um hvernig best sé að bregðast við aðstæðum sem koma upp. Það var hjálp í því,“ segir hún. Þegar Kristján var í tíunda bekk var hann settur í MST; meðferð hönnuð af Barnavernd- arstofu fyrir ungt fólk í neyslu. „Hann fékk stig fyrir að koma heim á rétt- um tíma, stig fyrir að hringja og láta vita af sér, stig fyrir að vakna og mæta í skólann. Þá aðlagaði hann sig því; ef hann átti að koma heim klukkan ellefu, tók hann inn efnið bara klukkan sjö í staðinn fyrir klukkan níu. Hann var klár í að fela neysluna,“ segir Ingveldur og segir Kristján hafa náð að klára tíunda bekk með herkjum. Þaðan fór hann í Borgarholts- skóla en flosnaði mjög fljótt upp úr námi vegna neyslu. Skapgerð Kristjáns breyttist við neysluna og segir Ingveldur skapið hafa farið upp úr öllu valdi á þessum tíma. „Ég var sett í þá stöðu að reyna að setja unglingi á örvandi efn- um einhver mörk. Eins og gefur að skilja þá tók hann því ekkert alltaf vel í þessu ástandi að vera settur einhver stóll fyrir dyrnar.“ Engin meðferð í boði Því meira sem neyslan jókst því dýrari varð hún og var Kristján, eins og flestir í hans að- stöðu, farinn að selja fíkniefni, og það strax í grunnskóla. „Hann sagði mér seinna að hann hefði verið með mun hærri tekjur en ég en sama hver veltan var þá var aldrei neinn gróði því það fór allt í fikniefni. Það kostar mikið að vera fíkni- efnaneytandi. Hann var kominn í kókaín og bara allt, en hann var sem betur fer hræddur við sprautur og var því ekki farinn að sprauta sig,“ segir Ingveldur. Hún segir MST-meðferðina í raun ekki hafa virkað á Kristján. „Hann fékk þaðan glimrandi umsögn og þá var eftirfylgd hætt. Þá fóru að berast aftur tilkynningar til barnaverndar en neyslan hans fór versnandi þegar hann fór í kókaín og róandi lyf, eins og Xanax. Þá varð hann kærulausari og gat ekki falið þetta eins mikið og áður. Það voru nágrannar sem til- kynntu hann en ég hafði sagt við þá endilega að tilkynna hann og ég var sjálf alltaf að senda barnavernd pósta. Ég var ekki að fela neitt; ég var alltaf að draga þetta upp á yfirborðið. Hann þurfti aðstoð. Ég hef örugglega sent hundruð tölvupósta vegna hans,“ segir hún. Var aldrei boðið upp á einhvers konar með- ferð fyrir hann? „Nei, það var ekki. Ég er með kenningu sem ég veit ekki hvort að sé rétt. Það hafa verið að koma upp alls konar mál, eins og Breiðavík- urmálið, um börn sem hafa verið vistuð utan heimilis og hafa sætt ofbeldi. Þannig að stefna barnaverndarstofu er þetta MST-úrræði. Það á að vera meðferð á heimili barnsins. Þetta á að vera voða fínt og flott en ég held að það sé Það gæti verið botn á líkkistu Ingveldur Halla Kristjánsdóttir segir fá úrræði fyrir börn með fíknisjúkdóm. Sonur hennar Kristján hóf ungur neyslu og barðist hún af öllu afli að reyna að bjarga barninu sínu. Það var ekki fyrr en hún setti honum stólinn fyrir dyrnar þegar hann varð átján að bati hans hófst. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ’Hann er svo rosalega klár aðhann komst upp með það semaðrir komast ekki upp með. Ég varalltaf að taka fíkniefnapróf en þau komu alltaf hrein út. Það er ekkert mál að svindla á fíkniefnaprófum. Ég myndi vilja segja við foreldra sem eru í þessum sporum að ef þau hafa grun um að börnin séu í einhverju og fíkniefnaprófin segja nei, eiga þau að treysta innsæi sínu . Þetta er falskt öryggi.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.