Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2019, Qupperneq 29
móti þessari sem er alltaf að leita, sú
dínamík. Það er ógeðslega skemmti-
legt að eiga svona náið vinasamband
þar sem við erum á svona ólíkum
stað. Vandamálin verða svo skökk.“
Þrátt fyrir ólíkar leiðir í lífinu hefur
þó aldrei slitnað upp úr sambandi vin-
kvennanna, svipað og hjá nöfnum
þeirra sem við sjáum á skjánum.
Ranka við sér á frumsýningu
Vala og Júlíana eru sammála um það
að tækifærð að sjá hugmyndina sína
verða að veruleika vera það
skemmtilegasta við ferlið.
„Að fá einhverja hugmynd sem er
kannski bara pínulítil og kannski
bara léleg og svo allt í einu ranka við
sér á frumsýningu og maður spyr sig
bara hvernig í andskotanum kom-
umst við hingað?“ útskýrir Vala. „Og
að sjá hvernig eitthvert lítið samtal
getur allt í einu orðið að verkefni sem
50 manns bera ábyrgð á.“ Þær segja
báðar tilfinninguna afar súrrealíska.
„Við höfum líka hugsað (í þessum að-
stæðum) bara hvenær ætlar fólk að
fatta að við vitum ekkert hvað við er-
um að gera, hvenær kemst upp um
mann,“ segir Vala og hlær.
Þær segja þó að á sama tíma geti
reynst erfitt að sleppa tökunum og
treysta fólkinu í kringum sig í ferlinu.
Það geti vissulega tekið á að vera bú-
in að skrifa senu í marga mánuði, svo
taki kannski bara hálftíma að leika
hana og þá sé það bara búið.
„Við áttum það til að keyra frá
setti og leggja bílnum og gráta,“
segir Júlíana.
Ómögulegt að gera
upp á milli
Aðspurðar hvort þær eigi uppáhalds
karakter úr þáttunum geta þær
hvorugar gert upp á milli enda þyki
þeim svo vænt um alla karakterana.
Dýnamíkin á milli karakteranna sé
svo ólík og skemmtileg að það sé eig-
inlega ekki hægt að velja eitthvað
eitt.
Þá segjast þær jafnframt oft hafa
hlegið mikið við tökur, og eitt sinn
þurfti að fresta tökum um klukku-
tíma vegna óstöðvandi hláturskasts.
„Við fengum líka smá tiltal,“ rifjar
Júlíana upp og þær hlæja báðar.
„Þetta var örugglega skemmtileg-
asti dagurinn í báðum seríunum
þegar við hlógum svo mikið að við
fegnum tiltal. Svo var ég í svo miklu
uppnámi að hafa klúðrað þessu að
ég fór að gráta, ég fór að gráta þeg-
ar ég var tilbúin fyrir næstu senu,
þá var ég klædd í uppblásinn typpa-
búning. Þannig að ég stóð miður
mín í upplásnum typpabúningi há-
grátandi,“ útskýrir Vala Kristín.
„Þarna hugsaði ég einmitt, þetta er
nákvæmlega svona atriði sem ætti
einmitt heima í þættinum,“ segir
Júlína og hlær.
Aðspurðar að lokum hvort við
megum búast við fleiri seríum svara
Vala: „Jú, við erum byrjuð að skrifa
þriðju seríu. Ef það gengur vel þá
sjáum við bara hvort það verði tekið
upp og við vonum það besta.“
Önnur þáttaröð venjulegs fólks
kemur inn á Sjónvarp Símans
Premium 16. október næstkomandi.
Morgunblaðið/Eggert
Vala Kristín og Júlíana
Sara segja þriðju
þáttaröðina í bígerð.
6.10. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
TAKTU ÍSINNMEÐ TRUKKI
FRÆGIR Mathew Knowles, faðir söng-
kvennanna Beyoncé og Solange Knowles,
greindi frá því í viðtali þættinum Good Morn-
ing America að búið væri að greina hann með
brjóstakrabbamein.
Brjóstakrabbamein hjá körlum er heldur
sjaldgæft og birtist yfirleitt hjá körlum sem
eru komnir yfir sextugsaldurinn. Knowles,
sem er 67 ára gamall, er þekktur fyrir að hafa
sett saman hljómsveitina Destiny’s Child sem
gerði Beyoncé að stjörnu. Hann var einnig
umboðsmaður dóttur sinnar til ársins 2011.
Faðir Beyoncé með
brjóstakrabbamein
Brjóstakrabbamein er
sjaldgæft hjá körlum.
BÓKSALA Í SEPTEMBER
Tekið saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda
1 Verstu börn í heimi 3 David Walliams
2 Stórhættulega stafrófið Ævar Þór Benediktsson
3 Sapiens Yuval Noah Harari
4 Þú og ég, alltaf Jill Mansell
5
Sú sem varð að deyja
Stieg Larsson /
David Lagercrantz
6 Húsið okkar brennur Greta Thunberg o.fl.
7 Svört perla Liza Marklund
8 Keto Gunnar Már Sigfússon
9 Skjáskot Bergur Ebbi Benediktsson
10 Til í að vera til Þórarinn Eldjárn
11 Eins og fólk er flest Sally Rooney
12 Vélar eins og ég Ian McEwan
13
Múmínsnáðinn og gullna
laufið
Richard Dungworth
14 Stökkbrigði Hanna Ólafsdóttir
15 Blóðbönd Roslund & Thunberg
Allar bækur
Velkomin er ný ljóðabók eftir Bubba Morthens þar
sem skáldið yrkir um viðmót samfélagsins gagnvart
flóttafólki. Mál og menning gefur út.
Barnsránið er ný bók eftir Guðrúnu
Guðlaugsdóttur sem fjallar um blaða-
manninn Ölmu Jónsdóttur sem les-
endur ættu að þekkja úr fyrri bókum
Guðrúnar. Í bókinni tekst Alma á við mál sem varðar
eigin fjölskyldu þegar barni er rænt. Barnsránið er bók
sem er skifuð úr samtímanum á Íslandi. GPA gefur út.
ÁHUGAVERÐAR BÆKUR
Ég er að lesa A Storm of Swords
sem er þriðja bókin í bókaflokkn-
um A Song of Ice and Fire sem er
bókaflokkur sem Game of
Thrones-þættirnir
eru byggðir á. Sagan
gerist í ævintýra-
heimi á miðöldum.
Drekar eru að
vakna til lífsins og
það eru alls konar
galdrar í gangi. Ég
er rosalega mikill
„sökker“ fyrir miðaldasögum og
mér finnst mjög áhugavert að lesa
um hvernig mat fólk var að borða,
stéttaskiptingu og slíkt. Í bókinni
fylgir maður nokkrum persónum í
gegnum veröld þeirra.
Remarkable plants that shape
our world er í raun-
inni fræðibók þar
sem farið er létt í
sögu ákveðinna
plantna og ávaxta
sem hafa verið mik-
ilvægar í gegnum
tíðina hjá mönnum,
bæði hvað varðar lækningar og
eitur. Þarna er farið í gegnum
sögu plantnanna gegnum mann-
kynssöguna. Í bókinni er einnig
fjallað um goðsagnir tengdar
plöntunum, hvað þær tákna og
fleira. Þetta er í rauninni skemmt-
anagildi og fræði og svo eru rosa-
lega fallegar myndir af plönt-
unum, gamaldags teikningar sem
veita mér innblástur í vinnunni
minni.
Sögu rótarbarna keypti ég fyrir
tveimur vikum því ég rakst á hana
í vefverslun og
fékk svo mikla
nostalgíu að sjá
hana því hún hafði
verið til á leikskól-
anum mínum þeg-
ar ég var lítil. Hún
er ofboðslega fal-
leg og fjallar um
rótarbörnin og hvernig móðir
jörð vekur þau þegar vorar og
hvernig þau taka að sér ýmis verk-
efni fyrir vorið. Þetta eru ofboðs-
lega fallegar teikningar og boð-
skapur um náttúruna. Þessa bók
les ég bæði sjálf og fyrir börnin
mín en ég hef safnað fallegum
barnabókum í mörg ár.
AUÐUR ÝR ELÍSABETARDÓTTIR ER AÐ LESA
Auður Ýr El-
ísabetardóttir
er mynd-
skreytir og
húðflúrari hjá
Íslenzku Húð-
flúrstofunni.
Ævintýri og fallegar
teikningar