Brautin - 15.12.1988, Blaðsíða 13

Brautin - 15.12.1988, Blaðsíða 13
BRAUTIN 13 Brúin mikla í baksýn. með tilheyrandi litadýrð sem breytist eftir því hvernig sólar- ljósið brotnar á glerinu. Ávöxtun hjá kaupmönnum Grand Bazar, í hjarta gömlu borgarinnar, er elsta og jafn- framt stærsta yfirbyggða verslunarsamstæða í heimi. Þar eru meira en þrjú þúsund verslanir við 60 yfirbyggðar götur. Grand Bazar var í upp- hafi byggður 1461. Hann stækkaði síðan jafnt og þétt eftir því sem tímar liðu og byggt var yfir nærliggjandi götur. Bazarinn var áður miðstöð viðskipta og handverks í borg- inni. Mjög strangar siðareglur giltu í viðskiptum sem þar fóru fram. Handverksmenn og kaupmenn þurftu að kunna góð skil á gæðum vörunnar sem þeir seldu eða framleiddu. Þeim var og bannað að selja vísvitandi gallaðar vörur. Svo mjög treysti almenningur þeim að margir lögðu sparifé sitt inn til þeirra til ávöxtunar og var handa- bandið eitt látið nægja til að innsigla samningana. Miklar skemmdir urðu á Bazarnum í jarðskjálfta undir lok 19. aldar. Byggingarnar voru endurreistar en Bazarinn varð ekki aftur sú verslunar- miðstöð sem hann hafði áður verið. Nútímaverslanir að vest- rænum hætti hafa tekið við hlutverki hans og nú eru það einkum ferðamenn sem sækja þangað. Svo var að sjálfsögðu um okkur einnig að segja, og þegar dagur var að kvöldi kominn renndu þreyttir og klyfjaðir Vestmannaeyingar út um aðal- dyrnar sem lögreglumaður opnaði fyrir okkur, því auð- vitað mátti ekki yfirgefa sjopp- una fyrr en búið var að loka öllu. Haldið var beina leið niður í skip og ánægjulegt kvöld var fyrir höndum, áður en lagt var af stað yfir Svartahafið til Nessebar í Búlgaríu. Næstu dagar á sólarströnd- inni okkar liðu hver af öðrum og brátt kom að því að haldið skyldi heim á leið. Anægjulegri ferð var lokið og góðar minningar koma oft upp í hugann. Vonandi eigum við eftir að endurtaka ævintýrið einhvern tíma aftur. Það er aldrei að vita. Gleðileg jól til allra og gæfu- ríkt nýtt ár. Guðmundur Þ.B. Ólafsson tók saman. Fréttir herma að björninn hafi verið jarðaður daginn eftir. — Hún Þura er svo sterk! Bláa moskan er m.a. fræg fyrir turnana sex Sendum Vestmannaeyingum bestu óskir um gleðileg jól og farsœlt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Z^eyj ais hf Sendum Vestmannaeyingum bestu óskir um gleðileg jól og farsœlt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. HÓTEL GestðJafinn

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.