Fréttir - Eyjafréttir - feb. 2019, Blaðsíða 8
8 | Eyjafréttir | Febrúar 2019
Valur Marvin Pálsson er fyrsti
íslenski atvinnumaðurinn í
tölvuleik. Hann er núna bú-
settur í los angeles þar sem
hann spilar í liði með öðrum
fyrir Kanadískt fyrirtæki.
Draumurinn er að komast sem
lengst sem lið og vinna til
peningaverðlauna.
Valur Marvin er fæddur og uppal-
inn í Vestmannaeyjum og er sonur
hjónanna Evu Káradóttur og Páls
Marvins Jónssonar. Hann hefur
spilað tölvuleiki síðan í grunn-
skóla og fyrir tveimur árum gafst
honum tækifæri til þess að fara út í
atvinnumennskuna.
„Ég hef spilað tölvuleiki síðan ég
var í grunnskóla, byrjaði í COD1
og hef síðan prófa flesta leiki sem
hafa verið gefnir út en féll fyrir
PUBG, eða Playersunknown Batt-
legrounds leiknum sem ég er að
spila núna en hann kom út fyrir
tæpum tveimur árum síðan.“
Þrjú tímabil og keppt
um peninga verðlaun
Leikurinn gengur út á 16 lið, 4 í
hverju liði sem berjast til síðasta
manns, en það lið sem er síðast
í borðinu vinnur. „Ég byrjaði að
spila með félugum mínum en þegar
ég fékk tækifæri til að komast í
atvinnumanna lið þá greip ég það
og hef verið „pro-gamer“ í tæp tvö
ár. Í byrjun janúar komst liðið mitt
Vicious gaming í Amerísku Pro
League deildina þar sem 16 lið eru
að keppa. Þetta eru tvær deildir
Pro deild og Contender deild sem
er deildin fyrir neðan eða B-deild
og er markmiðið að halda sér í
Pro-deildinni. Árið skiptist í þrjú
tímabil og erum við að keppa um
$200.000 eftir hvert tímabil. Liðið
mitt hefur á að skipa mig „Vea-
zyy“, Dash sem er IGL, In Game
Leader eða fyrirliðinn, Shuhroo og
Protuhge. Síðan höfum við verið
með þjálfara en hann býr á Spáni,“
sagði Valur Marvin.
stífar æfingar
Valur Marvin er núna búsettur í
Los Angeles og býr á hóteli sem er
stutt frá OGN Super Arena höllinni
sem er höllin sem liðið hans keppir
í. „Vinnurútínan mín er að ég
vakna fyrir klukkan 9 á morgnana,
ræktin og svo morgunmatur.
Klukkan 12:00 á virkum dögum
erum við að „scrimma“ þá keppum
við 6 leiki við hina í deildinni,
þetta er hugsað sem æfing fyrir
okkur þar sem við reynum að bæta
það sem þarf að bæta. Eftir scrimm
þá höldum við Video fundi þar
sem við förum yfir okkar leiki og
leggjum á ráðin hvernig við getum
gert betur og hvað við þurfum að
æfa betur. Síðan taka við æfingar
annað hvort þar sem ég er einn að
æfa mig eða við sem lið. Síðan
borðum við saman kvöldmat um
8-9 annað hvort á hótelinu eða á
veitingstöðum nálægt hótelinu og
eftir það leikum við okkur í tölvu-
leikjum sem margir okkar streama.
Ég reyni að vera farinn að sofa
fyrir miðnætti en það tekst ekki
alltaf. Á föstudögum og laugardög-
um er „game day“ þá keppum við
4 leiki hvorn daginn. Sunnudagar
fara svo að mestu leyti í slökun þó
svo að við spilum yfirleitt alltaf
eitthvað,“ sagði Valur Marvin.
miklir peningar í
þessum iðnaði
Valur Marvin er fyrsti Íslend-
ingurinn sem kemst í Pro League
í PUBG, „ég veit ekki hvernig
staðan er í öðrum tölvuleikjum, ég
veit samt sem áður að við eigum
fullt af góðum og efnilegum spil-
urum.“ Valur Marvin er á góðum
launum og sagði að það væri miklir
peningar í þessum geira. „Fyrsta
liðið sem ég spilaði fyrir og fékk
laun var Alliance en það er sænskt
Org sem er með lið í öllum helstu
tölvuleikjum eins og Fortnite og
Dota 2. Núna er ég að spila fyrir
lið sem heitir Vicious Gaming
og er Kanadískt Org sem er með
sponsora og við leikmennirnir
erum á mánaðarlaunum. Síðan eru
verðlaunafé sem koma aukalega,
það eru miklir peningar í þessu.“
Vaxandi atvinnugrein
í heiminum
Aðspurður um framtíðarplönin
sagði Valur Marvin að draumurinn
væri að komast sem lengst sem
lið og vinna til peningaverðlauna.
„Ég gerði samning út árið og ef
allt gengur upp spila ég í eitt ár.
Hvað svo verður kemur í ljós, en
á meðan ég hef gaman af þessu
og hef tækifæri til að spila sem
atvinnumaður er freistandi að halda
áfram. Síðan er markmiðið að
halda áfram í HÍ og klára tölvunar-
fræðina sem ég var byrjaður á. En
ég á örugglega alltaf eftir að spila
tölvuleiki við vini mína frá öllum
heiminum sem koma samt aldrei í
staðinn fyrir þá frábæru æskuvini
sem ég er svo heppinn að eiga.
Esport er vaxandi atvinnugrein í
heiminum þar sem fleiri hundruð
þúsund manns eru að horfa á alls
konar keppnir í tölvuleikjum, á
hverjum degi og þar sem þúsundir
manna hafa fullar eða auka tekjur
í tengslum við þær. Það eru mjög
spennandi tímar framundan í þess-
ari rafíþrótt sem verður gaman að
fylgjast með í framtíðinni,“ sagði
Valur Marvin að endingu.
Valur Marvin Jónsson atvinnumaður í tölvuleikjaspilun
stunda þetta á meðan ég hef
gaman af þessu og atvinnu
:: 16 lið og tvær deildir :: Miklir peningar í þessum geira
SARA SjöfN GREttiSdóttiR
sarasjofn@eyjafrett ir. is
Leikvangurinn sem keppt er á.
Valur Marvin og liðsfélagar í Vicous Gaming.
Valur Marvin Pálsson.