Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - feb. 2019, Blaðsíða 18

Fréttir - Eyjafréttir - feb. 2019, Blaðsíða 18
18 | Eyjafréttir | Febrúar 2019 Þau hófu ævintýrið fimm talsins þegar þau tókum þátt í nýsköpunaráfanga- og ný- sköpunarkeppni við Háskólann í Reykjavík vorið 2017. Í þeim áfanga áttum þau að koma með hugmynd að nýsköpun, stofna fyrirtæki og fylgja því eftir. Á rúmum þremur vikum varð Volcano seafood sem þau fóru með í nýsköpunar- keppnina og kepptu þar við 67 önnur lið. Þau gerðu sér lítið fyrir og unnu tvenn verðlaun í keppninni og þar á meðal aðalverðlaunin sem eru Guð- finnuverðlaunin. Í dag er verk- efnið komið á full og Volcano seafood komið í sölu. Frumkvöðlarnir sem eru á bakvið Volcano Seafood í dag eru þau Dagur Arnarsson, Guðný Bernó- dusdóttir, Gunnar Heiðar Þorvalds- son og Svanhildur Eiríksdóttir. „Hugmynd okkar var að bragð- bæta þurrkaða keilu sem okkur fannst vera mjög vannýtt afurð á Íslandi. Við vildum ekki gera enn einn harðfiskinn og vildum heldur reyna að taka út þá hluti sem ekki öllum líkar við eins og lyktina sem er að harðfisknum og þá staðreynd að hann molnar mikið. Með aðferðum okkar höfum við minnkað lyktina mjög mikið og vörurnar okkar molna nær ekkert. Við vildum gera hágæða snakk sem okkur finnst harðfiskurinn vera.“ Heimsmeistaramót í nýsköpun Í þessari nýsköpunarkeppni var hópurinn staðráðin í að taka ein verðlaun í keppninni þar sem hugmyndin þeirra féll undir, en það voru sjávarútvegsverðlaunin. „Verandi í nýju námi tengdu sjávarútvegi hugsuðum við að þetta væri gríðarlega góð auglýsing fyrir námið okkar. Aðalverðlaun keppninnar voru síðan Guðfinnu- verðlaunin og unnum við þau líka, en var það í fyrsta skipti í sögu Háskólans í Reykjavík sem það gerðist að sama fyrirtæki tók tvenn verðlaun í þessari keppni. Með því að sigra Guðfinnuverðlaunin fengum við keppnisrétt á heims- meistaramóti í nýsköpun fyrir hönd HR sem haldið var í Danmörku síðar þetta ár. Þar unnum við líka til verðlauna, “Best brand award” eða “Besta vörumerkið” þar sem við náðum að búa til mjög góða sögu í kringum stofnunina á fyrir- tækinu okkar og hugmyndina á bakvið vörurnar okkar.“ Varan okkar hentar öllum „Vörurnar okkar eru 80% af nátt- úrulegu próteini úr afurð sem er lítið notuð. Fólk sem er t.d. á æf- ingar í hádeginu og vantar prótein áður en það þarf að mæta aftur í vinnuna. Fólk sem fer í fjallgöngur og þurfa að hafa snarl með sér sem gefur þeim orku í göngunni. Börn sem geta tekið með sér hollt og gott nesti í skólann, á æfingar eða í keppnisferðir. Eða bara fólk sem vill sitja í sófanum með snakkið okkar og horfa á sjónvarpið, varan okkar hentar öllum.“ Þá hugsuðum við af hverju ekki? Voru þið alltaf ákveðin í að fara alla leið með þessa hugmynd? „Ekki alveg strax. Við áttum eftir að klára námið okkar og höfðum því lítinn tíma í að framkvæma hugmyndina. Á meðan við vorum að klára námið fengum við þó fjölda fyrirspurnir frá fólki hérna í Eyjum sem og ofan af landi sem vildi vita hvenær við kæmum með vörurnar okkar á neytendamarkað, því fólki fannst þetta spennandi sem við vorum að gera. Þá hugs- uðum við af hverju ekki?“ tekur allt mjög langan tíma Aðspurð um það sem mest hefur komið á óvart í ferlinu var það tíminn. „Það sem hefur komið okkur mest á óvart er í raun hvað allt saman tekur langan tíma. Það er ekki hægt að ákveða að stofna bara fyrirtæki og græja eitthvað og Volcano seafood: Ekki í neinu spretthlaupi :: Við viljum gera hlutina vel þannig að varan eigi möguleika á að festa sig í sessi SARA SjöfN GREttiSdóttiR sarasjofn@eyjafrett ir. is ” Fólk sem fer í fjallgöngur og þurfa að hafa snarl með sér sem gefur þeim orku í göngunni. Börn sem geta tekið með sér hollt og gott nesti í skólann, á æfingar eða í keppnisferðir. Eða bara fólk sem vill sitja í sófanum með snakkið okkar og horfa á sjónvarpið, varan okkar hentar öllum. Fólk var almennt mjög hrifið af snakkinu í smakkinu á ölstöfu The Brothers brewery á dögunum. Frumkvöðlarnir á bakvið Volcano Seafood, Dagur Arnarsson, Guðný Bernódusdóttir, Gunnar Heiðar Þor- valdsson og Svanhildur Eiríksdóttir.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.