Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - feb. 2019, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - feb. 2019, Blaðsíða 14
14 | Eyjafréttir | Febrúar 2019 4. maí 2019 VESTMANNAEYJAR H Ei M AE YJ AR - H Ri N gu Ri N N – Heimaeyjarhringurinn 4. maí 2019 Kl.12:30 • Einstaklingskeppni kk og kvk • Tvímenningskeppni kk, kvk og bl. • Boðhlaup fjögurra manna lið kk, kvk og bl. Rásmark er við Skansinn. Verð: 4.000 kr. per mann Verðlaun fyrir fyrstu þrjá kk og kvk í einstaklings. Verðlaun fyrir fyrsta sæti í tvímennings og fjögurra manna sveit kk, kvk og blandað /thepuf f inrun | Skráning á hlaup.is Daney Götschi kom til Vest- mannaeyja árið 2007, upphaf- lega ætlaði hún bara að vera hérna í eitt ár en í dag eru þau orðin tólf. Það sem heillaði hana við eyjuna skyldi engan undra en það var náttúran, loftið og orkan sem hér er. Henni finnst veturinn í Vest- mannaeyjum stórkostlegur, kyrrðin, myrkrið og þögnin sem þá ríkir, heillar hana. Daney nýtur þess að ganga og hlaupa um eyjuna, stefnir á maraþon í heimalandinu sínu seinna á þessu ári og svo ætlar hún að taka þátt í Puffin run hlaupinu sem haldið verður í Vestmannaeyjum í maí. Daney fæddist og ólst upp við Zurich vatn við hliðina á fallegum vínbúgarði í Männedorf í Sviss. Það var svo haustið 2007 sem hún kom til Vestmannaeyja, „ég kom hingað eftir frábæra ferð með flutningaskipinu Dettifoss.“ Valið á Vestmannaeyjum sem áfangastað sagði Daney hafa verið blöndu af ævintýralegum og persónulegum ástæðum, „í raun var ég bara að fylgja minni innri rödd sem vísaði mér hingað.“ Orkan í náttúrinni og loftið svo ferskt Daney ætlaði alltaf bara að vera hér í eitt ár. Upplifa bjart sumarið og dimman veturinn, „tíminn flýgur og ég er hérna ennþá.“ Aðspurð um hvað það var sem heilli hana við Vestmannaeyjar var svarið einfalt, orkan í náttúrunni og loftið svo ferskt. „Að ganga um nýja hraunið, standa við Páskahelli og anda að sér hreinu andrúmslofti og bara vera, það er svo gott og þvílík orka sem maður fær.“ Daney er afar hrifin af íslenskra vetr- inum, „veturinn er töfrum líkastur, þögnin, dimman og friðurinn sem þá ríkir er ótrúlegur. Þá er gott að fara út, anda að sér fersku lofti og vera til.“ Daney er mikið fyrir útvist og elskar að fara í göngutúra og gerir mikið af því. „Ég elska að labba og fara í göngutúra, ég skokka líka reglulega en stundum bíður veðrið ekki uppá hreyfingu úti við og þá geri ég einhverja leikfimi heima eða fer í sund. En vinnudagur í fiskvinnslu er líka ágætis þjálfun fyrir líkamann,“ sagði Daney. Draumurinn var að hlaupa með pabba Haustið 2017 tók Daney stóra ákvörðun og byrjaði að æfa sig fyrir sitt fyrsta maraþon. Stefnan var tekin á maraþon sem heitir Jungfrau-Marathon, fjallamaraþon og er vegalengdin 42.195 km og fer fram í heimsfræga Eiger-Mönch- Jungfrau svæðinu í Sviss og það þarf að klára hlaupið á undir sex og hálfri klukkustund og ef keppandi er ekki að halda áfram eða drífa sig með hlaupið er hann tekinn úr keppni. „Pabbi minn er búinn að hlaupa þetta fallega maraþon 25 sinnum og ég fór oft með til að sína honum stuðning. Þannig að ég þekkti stemminguna í kringum maraþonið og innst inni var þetta alltaf draumur. Að einn daginn myndi ég hlaupa þetta með pabba mínum.“ lengi vel hvorki tilbúin líkamlega né andlega Lengi vel var Daney ekki tilbúin í hlaupið, hvorki andlega né líkam- lega. „Heimaey með allri sinni orku er fullkominn staður til að líta inná við og horfast í augun við sjálfan sig og það hef ég gert. Það tók tíma en í dag er ég mjög þakk- lát fyrir þessa reynslu.“ Haustið 2016 var Daney í fríi í Sviss þegar hún fékk hugljómun um að núna væri rétti tíminn til að taka þátt í maraþoninu. „Þetta var svona „aha!“ augnablik og ég fann mjög sterkt að núna væri tækifærið. Ég ætlaði með pabba í næsta hlaup.“ undirbúningur í allavega veðri á Heimaey Daney viðurkenndi að það væri vissulega mjög djörf hugmynd að ætla sér í þetta hlaup sem fyrsta maraþonið og vissi enginn af hennar markmiðum nema pabbi hennar. „Mjög stórt markmið og ég hóf mikinn undirbúning. En ég var alltaf staðráðin í því að standa með pabba á byrjunarlínunni og hlaupa með honum. Ég tók allan undir- búninginn hérna á Heimaey, gegn vindi og stormi og í allavega veðri. Með Sólstafi í eyrunum keyrði ég mig áfram. Ég var í fyrsta skipti mjög öguð og tók mataræðið í gegn í leiðinni, ég gæti í raun skrifað bók um þessa níu mánuði sem fóru í æfingar fyrir maraþonhlaupið.“ algjörlega ógleymanlegt Draumurinn rættist svo 9. septem- ber 2017 þegar Daney tók þátt í og kláraði Jungfrau-Maraþonið með pabba sínum. „Þetta var algjörlega ógleymanlegt og bestu stundir lífs míns. Að komast í mark með pabba mínum sem er 70 ára, það er ekki hægt að lýsa þessu með orðum,“ sagði Daney. Puffin run í maí Daney tók þátt í Puffin run hlaup- inu í fyrra og ætlar að taka þátt aftur í maí. „Þetta er frábært utan- vegahlaup sem er mjög krefjandi og skemmtilegt. Náttúran, útsýnið og stemmingin í hlaupinu eru eitt- hvað annað.“ Náttúran spilar stórt hlutverk í Puffin run hlaupinu og sagði Daney það vera ástæðuna fyrir því hversu gott það væri. „Hrá jörðin undir fótum þér nánast allan tímann. Hraun, gras, sandur og ferskt og gott andrúmsloft. Það er ekki hægt annað en að njóta og halda áfram og ekki láta vindinn trufla sig,“ sagði Daney að endingu og hvatti fólk til að taka þátt í þessu einstaka og stórkostlega hlaupi. SARA SjöfN GREttiSdóttiR sarasjofn@eyjafrett ir. is Ógleymanlegt og bestu stundir lífs míns :: Heimaey með sinni náttúru og orku er fullkominn staður til að líta inná við Daney Götschi ásamt föður sínum að loknu sínu fyrsta maraþoni, Jungfrau-mara- þoninu í sviss nesku Ölp un- um. en það er gríðarlega erfitt fjallam araþon sem hefst í 570 metra hæð yfir sjáv ar máli og lýk ur í 2.100 metra hæð en hæst er farið í 2.320 metra.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.