Fréttir - Eyjafréttir - feb. 2019, Blaðsíða 20
20 | Eyjafréttir | Febrúar 2019
Í janúar fór vaskur hópur Liver-
pool- og Manchesteráhangenda til
Manchester til að sjá liðin sín spila.
Í allt voru þetta um 50 manns,
fólk sem tengist Vestmannaeyjum
og Grindavík. Fremstir í flokki
Eyjamanna voru Ómar Garðarsson,
gallharður Liverpoolmaður og Kári
Bjarnason og Marinó Sigurst eins-
son pípari sem sveiflast eftir gengi
sinna manna á Old Trafford.
Þeir tóku forskot á sæluna og
mættu degi fyrr og nutu þess sem
Manchesterborg hefur upp á að
bjóða og tóku þrjú söfn á fyrsta
degi. Fótboltasafnið sem geymir
allt sem skiptir máli um enska
boltann, einstakt listasafn og
bókasafnið þar sem bókasafns-
maðurinn Kári skoðaði bækur og
hillukerfi á meðan Mari velti fyrir
sér pípulögnum. Kári dáðist að
safninu en Mari sagði breska ekki
kunna að setja upp ofnakerfi.
Er hægt að biðja um meira?
Á laugardeginum skildu leiðir
þar sem Kári og Mari fóru á Old
Trafford en Ómar til Liverpool að
sjá sína menn mæta Crystal Palace
á Anfield. Þar naut hann fylgdar
Friðriks Rúnars Friðrikssonar sem
þekkir hver krók og kima á Anfield
og öllu þar í kring. Leiddi hann
Ómar í gegnum þetta allt, Liverpo-
olbúðina, stuðningsmannapöbbana
og svo á sjálfan leikvöllinn.
Allt var þetta mikið ævintýri
fyrir sveitamanninn Ómar sem
var þarna að mæta á sinn fyrsta
leik á Anfield. Það verður stund
sem aldrei gleymist, að sjá þetta
öfluga Liverpool lið sem á þessum
tímapunkti stefndi þráðbeint á Eng-
landsmeistaratitilinn. Ekki ætlar
Ómar að halda því fram að hann
hafi mikið vit á fótbolta en oft kom
Friðrik til hjálpar. Sjálfur tók hann
þátt í gleðinni af fullum krafti enda
heimavanur á meðan sá sem þetta
skrifar hafði sig minna í frammi.
Er hægt að biðja um meira í
sínum fyrsta leik en sjö mörk og
sigur sinna manna eins og niður-
staðan varð þennan laugardag.
Og eitt veit ég núna, að þú gengur
aldrei einn á meðan þú heldur með
Liverpool. Þar slá hjörtun í takt.
Hið ljúfasta líf
Annars er ekkert nema gott um
þess ferð að segja og ekki mikið
fyrir því haft að skutlast yfir til
Bretlands eina helgi. Helgin var hin
ljúfasta í hópi góðra félaga, í mat
og drykk, allt eftir smekk hvers og
eins. Og allur fótboltarígur lagður
til hliðar að kvöldi dags.
Það er stefnt á ferð á næsta ári,
það er alveg á hreinu og hver er
niðurstaða ferðarinnar: Stuðnings-
menn Liverpool og Manchester
United eiga eitt sameiginlegt, sem
er miklu meiri áhugi á Liverpool en
öllum öðrum liðum. M.a.s. United.
Brynjólfur Ásgeir segir frá:
Húfan hans tengdapabba
Leikdagur var tekin snemma enda
fiðringur í maga og eftirvæntingin
mikil eftir að sjá stolt Manchester
borgar gera það sem þeir gera best,
að vinna fótboltaleiki. Fyrsta verk
dagsins var að draga tengdapabba,
Óskar Pétur með í treyjuleiðangur,
enda ekki hægt að kalla sig alvöru
Manchester stuðningsmann nema
mæta vel merktur til leiks. Hins
vegar reyndist ómögulegt að koma
Óskari í treyju, þrátt fyrir ítrekaðar
tilraunir.
Þarna fór að læðast að manni
grunur að í Óskari leyndist dulinn
sjúkdómur, einshvers konar veira
sem hann hefur tekið með sér frá
síðustu fótboltaferð sem farin var í
Bítlaborgina ógurlegu. Þessi grunur
fékkst svo staðfestur seinna þennan
sama dag þegar náðist mynd
af tengdapabba með hrikalega
derhúfu sem ónefnd hjón úr
hópnum laumuðu til hans, nýkomin
af Liverpool leik. En ekki orð um
það meir.
Heilagur solskjær
Hópurinn var mættur á Old Traf-
ford svæðið um hádegisbil, enda
ekki seinna vænna þar sem flautað
yrði til leiks kl 15:00. Það eru
ákveðnar hefðir sem verður að
fylgja þegar farið er á Man Utd
leik á Old Trafford. Númer eitt
er heimsókn í Man Utd búðina
til að byrgja sig upp af bolum,
nærbuxum, inniskóm og jafnvel
tannburstum merkt í bak og fyrir
besta liðinu.
Númer tvö er að næra sig vel
fyrir leik og þá er mikilvægt að
fyrir valinu verði leikdagsmatur að
hætti Bretanna, svo sem sælkera
nýrnabaka. Í þetta skiptið varð þó
fyrir valinu djúpsteikt ýsa með
frönskum, betur þekkt sem „Fish
and Chips“.
Númer 3 er svo heimsókn á
alvöru stuðningsmannakrá. Hin
fræga krá Bishop Blaize var
heimsótt og raddböndin voru hituð
upp með aðstoð söngvatns sem
flæddi um staðinn. Vinsælasta lagið
þennan daginn fjallaði um norska
bjargvættinn Solskjær sem tók
nýverið við liðinu og var textinn
einhvern veginn svona (undir lagi:
Johnny Cash, You are my suns-
hine):
You are my Solskjaer,
My Ole Solskjaer,
You make me happy,
When skies are grey.
Veisla í fyrri hálfleik
Þegar þessari heilögu þrenningu
lauk (búð, biti, bar) styttist í leik
og því tími kominn til að skella
sér upp í stúku. Við Óskar fengum
sæti í suðurstúkunni alveg niður
við völlinn. Í raun svo neðarlega að
við vorum nánast í beinni línu við
hnjáhæð leikmanna, sem skýrist
af því að keppnisvöllurinn stendur
á fyllingarpúða. Stuðningsmenn
mótherjans, Brighton, voru stað-
settir fyrir ofan okkur til austurs og
létu vel í sér heyra.
Manchester menn spiluðu
glimrandi vel í fyrri hálfleik og
komust yfir með vítaspyrnumarki
frá Pogba. Rashford skoraði svo
glæsimark upp í skeytin áður en
hálfleikurinn var flautaður af.
Spilamennskan var það góð að
jafnvel Óskar klappaði af ákefð
þegar mörkin voru skoruð. Síðari
hálfleikurinn var ekki alveg sama
veislan, eina markið sem skorað
var gerði Brighton. Það lá nokkuð
á okkur United mönnum undir
lok leiks, en sigurinn tryggður að
lokum. Verst var þó að öll mörk
voru skoruð á það mark sem var
lengra frá okkur, við sátum jú í
horninu akkúrat hinu megin. Mikil-
vægast af öllu voru þó stigin þrjú
og áframhaldandi sigurganga Óla
Gunnars.
Að leik loknum var öllum smalað
út af vellinum á mettíma að hætti
Bretans og gengum við í um hálf-
tíma eða svo þangað til við fengum
leigubíl sem skutlaði okkur til baka
á hótelið. Var þá vel heppnaður
leikdagur að baki og sigrinum
fagnað fram eftir kvöldi.
Ógleymanlegar stundir á
anfield og Old Trafford
fERðASAGA
Brynjólfur Ásgeir Brynjólfsson
og Ómar Garðarsson
Brynjólfur Ásgeir á Old Trafford.
Óskar Pétur með húfuna.
Ferðahópurinn að snæðingi.