Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - feb. 2019, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - feb. 2019, Blaðsíða 2
2 | Eyjafréttir | Febrúar 2019 Þegar við fjölskyldan fluttum aftur heim til Eyja eftir sjö ár í borginni var ég búin að búa hérna í viku þegar ég áttaði mig á öllum tímanum sem ég hafði fengið tilbaka. Ég labbaði með barnið á leikskólann á fimm mínútum og gat einnig labbað til vinnu á öðrum fimm. Áður hafði ég setið í bíl í einn og hálfan tíma á dag til að koma öllum að heiman til og frá vinnu og þá átti ég eitt barn. Þetta er bara einn af kostunum. Þegar við fluttum þá fann ég strax fyrir mikilli neikvæðni meðal heimamanna gagnvart samgöngum og heilbrigðis- málum. Skiljanlega! En ég man að ég hugsaði eftir nokkrar vikur, hvað vorum við eigilega að spá? Hérna væri allt á niðurleið. Ég jafnaði mig reyndar fljótt á því, því kostirnir eru svo miklu fleiri og ekkert er fullkomið. Stundum þarf aðra til að benda manni á hvað maður á og hefur eins og hún Daney Götchi gerði þegar ég tók viðtal við hana fyrir þetta tölublað Eyjafrétta. Hún talar um stórkostlegan íslenskan vetur, sérstaklega hérna í Vest- mannaeyjum. Ég er nokkuð viss um að ég hafi aldrei heyrt neinn tala svona um veturinn. Hún hættir ekki að dásama ferska loftið hérna, kyrrðina og náttúruna. Sem mér finnst vera svo sjálfsagðir hlutir, en hún minnti mig á að svo er ekki, þó ég hafi reyndar kunnað að meta náttúruna talsvert betur eftir að ég flutti aftur heim. En það er samt ekki nóg að hafa stórbrotna náttúru, ferskt loft og einstakan stað á heimsvísu eins og Vestmanneyjar eru þó það komi okkur mjög langt og setji okkur fram fyrir marga. Inn- viðirnir skipta máli og sértaklega á þeim tímunum sem við lifum í dag. Í febrúar hef ég setið nokkur erindi um tækifæri og ógnanir sem snúa að Vestmannaeyjum. Annarsvegar á vegum Þekkingar- setursins og hins vegar málþing í tilefni af 100 ára afmæli Vest- mannaeyjabæjar. Það leyndi sér ekki að í öllum þessum erindum kom fram hversu mikil tækifæri eru hér og í raun mörg vannýtt tækifæri. Við eigum mikið inni í ferðaþjónustunni. Heimaey er staður sem við eigum að geta markaðsett fyrir ríkasta fólki þessa heims segja þeir. Við eigum fullt inni hvað varðar nýsköpun í tengslum við sjávarútveginn, höfum allt til alls, þessi stærsti sjávarútvegsbær landsins. Þarna er sóknarfæri til að sækja ungt, menntað barnafólk. En það er akkúrat markhópurinn sem við eigum að sækjast eftir að komi og búi hérna. Því þetta er paradís til að ala börn upp í og hérna er allt til alls. En það þurfa að vera réttar aðstæður til að þetta eigi sér stað og það er undir okkur öllum komið að skapa þær. En ég þarf ekkert að minna ykkur á hvert vandamálið er, sam- göngur! Sem voru einnig nefndar í öllum þessum erindum. Ef ósk okkar um Herjólf sem siglir mögulega 8-10 mánuði á ári til Landeyjahafnar rætist, þá þýðir það algjöra byltingu og flösku- hálsinn í andskotans öllu hérna losnar. Ef þetta verður að veruleika, þá er óvissa mín um bjarta framtíð í Vestmannaeyjum af borðinu, við getum hætt að röfla um sam- göngur og haldið áfram með okkar góða líf sem við lifum á Heimaey! Sara Sjöfn Grettisdóttir ritstjóri Eyjafrétta. Af hverju vil ég búa hérna? Efnisyfirlit [04] Þrjátíu lóðum úthlutað á síðustu tólf mánuðum [05] Aukið framboð íbúða er jákvætt fyrir bæjarfélagið [06] Ég vissi að mig langaði að kenna, því ég elska að kenna [08] Stunda þetta á meðan ég hef gaman af þessu og atvinnu [10] Millilandaflug til Eyja og óháð úttekt á Landeyjahöfn [12] Byrjuð að telja niður fyrir næstu þjóðhátíð [14] Ógleymanlegt og bestu stundir lífs míns [16] Lét fjarnám á sænsku ekki stoppa sig [18] Ekki í neinu spretthlaupi [20] Ógleymanlegar stundir á Anfield og Old Trafford [21] Matgæðingurinn: Ljúffengur satay kjúklingarétturog kaka sem slær í gegn í saumó [23] Margt er nú orðið með ólíkum hætti en var Útgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549. Ritstjórn og ábyrgð: Sara Sjöfn Grettisdóttir - sarasjofn@eyjafrettir.is Umbrot: Sæþór Vídó - sathor@eyjafrettir.is Ljósmyndir: Óskar Pétur Friðriksson og blaðamenn. Prentun: Stafræna Prentsmiðjan ehf. Aðsetur ritstjórnar: Ægisgata 2, Vestm.eyjum. Sími: 481 1300 Netfang: frettir@eyjafrettir.is. Auglýsingar: auglysingar@eyjafrettir.is Veffang: www.eyjafrettir.is Eyjafréttir er áskriftarblað. Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið. Eyjafréttir Næsta blað Eyjafrétta kEmur út 20. fEbrúar 2019 m i t t m á l Liðurinn „Mitt hjartans mál“ er tilraun til að efla samfélagsvitund með því fá unga sem aldna einstaklinga úr bæjarfélaginu til að segja það sem þeim liggur á hjarta.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.