Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - feb. 2019, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - feb. 2019, Blaðsíða 16
16 | Eyjafréttir | Febrúar 2019 sigrún arna Gunnarsdóttir lét gamlan draum rætast á síðasta ári þegar hún skráði sig í fjarnám í innanhúshönnun á sænksu. núna er hún að vinna lokaverkefnið og er með mörg járn í eldinum „Ég hef alltaf haft áhuga á að fara í svona nám og hef mikið skoðað þetta út um allan heim því þetta er ekki kennt á Íslandi. Svo fann ég þennan skóla og sendi fyrirspurn um námið og þetta var það sem hentaði mér og mér fannst mjög áhugavert.“ Innanhúshönnunar- námið er kennt hjá Inredningsaka- demin í Stokkhólmi og er lotunám með vinnulotum einu sinni í mánuði úti í Stokkhólmi. „Námið er fjölþætt og einskorðast ekki bara við hönnun á heimilum eða íbúðum heldur einnig skrifstofuhúsnæði, veitingastöðum, verslunum, hót- elum svo eitthvað sé nefnt. Það er farið í teikningar á innveggjum, innréttingum, stíliseringu og fleira og förum við í öll atriði er snúa að hönnun . Það er farið ítarlega í lýsingu og hvernig lýsing er í rýminu. Einnig litasamsetningu og hvernig lýsing og litir falla saman í umhverfniu. Við lærum hvernig feng shui hefur áhrif á orkuna okkar í umhverfinu. Einnig lærum við ítarlega teiknivinnu bæði að teikna upp samkvæmt máli og hanna útfrá því og að nota forrit eins og sketch up til að gera 3D teikningar. Við lærðum stíleseringu fyrir fasteignaauglýsingar, en það er mikið um það í Svíþjóð að hönnuðir og stílistar séu í vinnu á fasteignasölum og í tengslum við það var farið í hvernig á að taka góðar ljósmyndir. Það er farið vel í gerð kostnaðaráætlanna og út- reikinga varðandi hvaða atriði eru inn í kostnaðáætlunum og kunna 100% að gera kostnaðaráætlun með verkefnum okkar. Eftir fyrstu tvær loturnar fær maður einnig Diplóma skírteini sem innan- hússstílisti sem er partur af þessu námi,“ sagði Sigrún Arna frábær kostur að geta menntað sig heima Aðspurð um fjarnámið sagði Sigrún Arna að það hefði virkað vel fyrir, „frábært að hafa þenna möguleika að geta lært þetta að mestu hér heima í gegn um fjarfundarbúnaðinn. En þetta var hellings vinna og mun meiri heimavinna á milli kennslulota en mig hafði grunað. Mikið að skila verkefnum og taka próf í fjar- fundarbúnaðinum. Oft hefði ég alveg viljað hafa einhverja hérna með mér til að bera ýmislegt undir eins og til dæmis varðandi skatt og fleira í Svíþjóð því við þurftum að læra mikið í tengslum við gerð kostnaðaráætlunar og allt miðaðist við Svíþjóð sem er mjög ólíkt því sem er hér.“ Sigrún Arna fór út í vinnulotur einu sinni í mánuði. „Ég fór út einu sinni í mánuði í vinnulotur og er ég búin að fara 5 sinnum út og fer næst í tengslum við kynninguna á lokaverkefninu mínu og vonandi verður það síðasta ferðin.“ Námið á sænsku Námið var allt á sænsku og sagði Sigrún Arna að auðvitað hefði verið smá kvíði fyrir því, „en ég bjó í Svíþjóð þegar ég var barn og eitthvað af sænskunni var þarna einhversstaðar þannig að hún var ekki framandi fyrir mér. Svo töluðu kennararnir ensku við mig ef þess þurfti, það voru allir bæði kennarnar og samnemendur mjög skilningsríkir og hjálplegir þar sem ég var sú eina í hópnum sem hafði ekki sænsku sem aðalmál. Námið uppfyllti allar mínar kröfur og gott betur því ég lærði alveg ótrúlega margt þarna sem ég hafði ekki órað fyrir að væri tekið fyrir í þessu námi og víkkaði því sjón- deildarhringinn hjá mér gífurlega varðandi margt í tengslum við hönnun.“ Opin fyrir stórum sem smáum verkefnum Framundan hjá Sigrún Örnu er að klára lokaverkefnið sem er í vinnslu. „Lokaverkefnið mitt er mjög spennandi en það er tvíþætt. Að hanna kaffihús og þar er fyrir- fram ákveðinn stíll eða þema sem ég þarf að fara eftir og hanna eftir ákveðinni grunnteikningu og fyrir fyrirfram ákveðið verð sem sagt ég er að vinna verk fyrir kúnna sem hefur ákveðið húsnæði og fjárhagsáætlun og eftir hans hugmyndum. Hins vegar er hinn hlutinn af lokaverkefninu mínu að hanna hótel á Spáni þá má ég ráða hönnuninni, þemanu og kostnaður er frjáls þannig þar fæ ég að láta mína sköpun og minn stíl koma fram. Þegar því er lokið er ég orðin löggild en ég hef í raun klárað námið sjálft og gekk það allt mjög vel og get ég því farið að vinna við þetta. Sigrún Arna er með ýmislegt á döfinni, „ég hef verið að teikna upp og koma með hugmyndir og ráð um eldhús í einbýlishúsi sem er í bygginu. Svo hef ég fengið fyrirspurn um að teikna upp hús sem er verið að fara að endurbæta. Einnig hef ég verið beðin um að stílesera og koma með hugmyndir fyrir fólk sem er að fara að flikka upp á sumarbústaðinn sinn fyrir sumarið . Svo er ég opin fyrir öllum verkefnum, stórum og smáum – þannig að ef einhverjum vantar ráðleggingar um litaval, teikna innréttingar, stíleseringu, skipulag , lýsingu bara hvað sem er sem snýr að innanhúshönnun þá má hafa samband. Hægt er að fylgjast með Sigrún Örnu á Instagram undir nafn- inu interior_sigrun SARA SjöfN GREttiSdóttiR sarasjofn@eyjafrett ir. is Sigrún Arna innanhúshönnuður: lét fjarnám á sænsku ekki stoppa sig :: Víkkaði sjóndeildarhringinn

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.