Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - feb. 2019, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - feb. 2019, Blaðsíða 6
6 | Eyjafréttir | Febrúar 2019 Jórunn einarsdóttir kennari og fyrrverandi bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum er nú búsett ásamt fjölskyldu sinni í Kaup- mannahöfn. Upphaflega flutti hún til að fara í mastersnám sem hún gerði og eftir útskriftina fór boltinn að rúlla hjá henni og núna í febrúar leit fyrirtækið Katla dags- ins ljós. aðal markmiðið með fyrirtækinu Kötlu er að bjóða upp á íslensku- kennslu fyrir íslensk börn búsett erlendis, blaða- maður heyrði í Jórunni á dögunum til að forvitnast meira um málið. mögulegt að þróa þessa þjónustu áfram Jórunn sagði að hugmyndin væri fyrst og fremst að bjóða upp á íslenskukennslu fyrir íslensk börn búsett erlendis. „Það hafa ekki öll íslensk börn sem búsett eru erlendis jafnan aðgang að íslensku- kennslu og mig langaði því að bjóða upp á þann möguleika. Í augnablikinu er ég að einblína á íslenskukennslu fyrir börn sem hafa ekki aðgang að slíkri kennslu nú þegar. Hins vegar er mér alveg ljóst að það er mögulegt að þróa þessa þjónustu áfram. Ég sé t.d. fyrir mér að geta einnig boðið upp á aðstoð í dönsku, bæði fyrir börn og fullorðna og svo íslensku fyrir fullorðna. Mér eru að berast allskonar fyrirspurnir t.a.m. frá for- eldrum tvítyngdra barna, búsettum á Íslandi sem eru að leita að aðstoð við að efla íslenskukunnáttu barna sinna. Þannig að það er töluvert af fólki þarna úti sem vill efla færni barna sinna í íslensku, hvort sem heldur er að móðurmáli eða sem þeirra annað tungumál. að fara í framhaldsnám breytti hugarfari mínu Hvaðan kom hugmyndin og hvað varð til þess að þú ákvaðst að framkvæma hana? „Ég er auð- vitað búin að vera kenna ansi lengi en það hefur alltaf blundað í mér að vera sjálfstætt starfandi en ég einhvern veginn ekki séð fyrir mér hvernig eða við hvað. Það var svo ekki fyrr en ég útskrifaðist úr CBS að ég fór að hugsa þetta sem raunhæfan möguleika, að ég fékk kjarkinn, sem skiptir öllu þegar þú ert að velja þér nýjan starfs- vettvang. Að fara í framhaldsnám breytti hugarfari mínu og losaði mig svolítið úr ákveðnum kassa sem ég held ég hafi verið í. Ég var reyndar ansi áttavillt þegar ég út- skrifaðist og átti erfitt með að finna rétta farveginn í atvinnumálum enda markaðurinn hérna stór og tengslanetið lítið. Og svo vissi ég heldur ekkert almennilega hvað ég vildi gera, og kannski sem betur fer. Ég vissi samt að mig langaði að kenna - því ég elska að kenna, en mig langaði að hafa meira sjálfræði yfir tíma mínum og þeim verkefnum sem ég væri að sinna. Ég hafði heyrt af KöruConnect sem er íslensk vefþjónusta sem sérhæfir sig í að veita meðferðar-aðilum og skjólstæðingum þeirra þjónustu í gegnum mynd- fundi og eftir greinargóða kynningu á þeirra starfsemi, sem margir skólar á lands- byggðinni eru að nýta sér, fór boltinn að rúlla hjá mér.” ég finn fyrir miklum áhuga á þessu framtaki Aðspurð sagði Jórunn að það væru í raun og veru engin takmörk fyrir því hverjir geta nýtt sér þjónustu Kötlu. „Ég ætla hins vegar að einbeita mér að því núna að sinna íslenskum börnum búsettum erlendis. Ég finn fyrir miklum áhuga á þessu framtaki og það er alveg greinilegt að Íslendingar vilja viðhalda íslenskukunnáttu barna sinna og styrkja þannig tengslin við uppruna þeirra,“ sagði Jórunn að endingu. Ég vissi að mig langaði að kenna, því ég elska að kenna :: Ákvað að stökkva í djúpu laugina eftir framhaldsnám SARA SjöfN GREttiSdóttiR sarasjofn@eyjafrett ir. is ” Ég ætla hins vegar að einbeita mér að því núna að sinna íslenskum börnum búsettum erlendis. Ég finn fyrir miklum áhuga á þessu framtaki og það er alveg greinilegt að Íslendingar vilja viðhalda íslenskukunnáttu barna sinna og styrkja þannig tengslin við uppruna þeirra

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.