Fréttablaðið - 18.02.2020, Qupperneq 10
FÓTBOLTI Frá því að KSÍ fór að
greina sérstaklega rekstrartekjur og
-gjöld Laugardalsvallar árið 2014 í
ársskýrslum sínum hefur 287 millj-
óna króna tap verið af rekstri vall-
arins. Tapið hefur aldrei verið jafn
mikið og á síðasta ári en í ársskýrslu
KSÍ sem birtist um helgina má sjá að
tapið af vellinum var 89,4 milljónir
króna. Gert er ráð fyrir í rekstrar-
áætlun KSÍ fyrir árið 2020 að tekjur
af vellinum verði 42,5 milljónir en
kostnaður verði alls 159 milljónir.
Þar af muni umspilið við Rúmena
kosta 64 milljónir króna. Það er því
gert ráð fyrir 116,5 milljóna tap-
rekstri á vellinum.
Í greinargerð með ársreikn-
ingnum kemur fram að rekstrar-
kostnaður vallarins hafi verið ríf-
lega 12 milljónum hærri en áætlað
var. Helstu ástæður eru kostnaður
vegna starfsloka sem hafi verið
meiri en áætlun gerði ráð fyrir,
rekstur mannvirkja var um átta
milljónum hærri vegna aukins við-
halds vallarins og mannvirkja og
þá var ræsting, hreinsun vallar og
umhverfis hans yfir áætlun.
Kostnaður við öryggisgæslu var
um tveimur milljónum yfir áætlun
vegna aukinna krafna og aðstæðna
á Laugardalsvelli sem gera öryggis-
gæslu erfiða. Að auki kölluðu sér-
stakar aðstæður á einstökum leikj-
um á aukinn viðbúnað.
Á liðnu vori var ljóst í hvað stefndi
með rekstur Laugardalsvallar.
Stjórn KSÍ samþykkti að senda bréf á
Reykjavíkurborg í júní vegna aukins
kostnaðar við rekstur vallarins og
fór fram á endurskoðun á samningi
vegna forsendubrests í samræmi við
ákvæði hans. Samningurinn gildir
út árið 2025. Þetta erindi er enn í
ferli og vinnslu hjá Reykjavíkurborg,
segir enn fremur í greinargerðinni.
Tekjurnar voru einnig 15 milljónum
minni. Munar þar mest um 11 millj-
ónir vegna leikja Fram, en Framarar
tóku þá ákvörðun um vorið að spila
ekki á vellinum. Þá er ekki gert ráð
fyrir tónleikahaldi og leigu hús-
næðis til skólahalds og munar þar
um 48 milljónir.
Í pistli Guðna Bergssonar, for-
manns KSÍ, í ársskýrslu sam-
bandsins segir hann að kostnaður
hafi aukist og reksturinn þyngst.
„Völlurinn er rekinn með miklu
tapi í dag og það mun breytast með
nýjum leikvangi. Reykjavíkurborg
gæti því lagt til nokkurn veginn það
fjármagn, uppsafnað, sem hún þarf
að greiða til vallarins á næstu ára-
tugum og byggt frekar nýjan völl
með aðkomu ríkisins.“
Nýr Laugardalsvöllur hefur lengi
verið á teikniborðinu en lítið hefur
gerst síðan þáverandi formaður
KSÍ, Geir Þorsteinsson, sagði að
Laugardalsvöllur væri orðinn
barn síns tíma fyrir ansi mörgum
árum. Núverandi formaður segir
í pistli sínum um fyrirhugaðar
framkvæmdir á Laugardalsvelli
að útboðsferli um frekari þarfa-
greiningu og áætlanagerð fyrir
endurbyggingu Laugardalsvallar
sé í gangi.
„Þetta ferli hefur tekið of langan
tíma að mínu viti en þetta er vissu-
lega stór ákvörðun og framkvæmd
ef af verður.
Ég er bjartsýnn á að jákvæð
ákvörðun í þessu máli muni liggja
fyrir síðar á þessu ári.“ Í skýrslu
KPMG sem kynnt var í borgarráði
Reykjavíkurborgar þann 10. apríl
2018 kemur fram að nýr völlur eigi
að rísa vorið 2021.
Í skýrslu mannvirkjanefndar
KSÍ segir að málefni nýs Laugar-
dalsvallar séu enn í undirbúningi á
vegum undirbúningsfélags sem KSÍ
er aðili að ásamt Reykjavíkurborg
og ríkisvaldinu.
„Á næstu vikum og mánuðum
mun vera að vænta frekari fregna
úr þeirri vinnu sem þar er í gangi.
Guðni Bergsson formaður KSÍ er
fulltrúi sambandsins í því undir-
búningsfélagi.“
benediktboas@frettabladid.is
Aldrei meira tap af
vellinum en í fyrra
Tap af rekstri Laugardalsvallar hefur aldrei verið jafn mikið á ári frá því KSÍ
fór að greina frá tekjum og gjöldum hans. Tapið hefur numið 287 milljónum
síðan 2013. Nýr völlur myndi snúa þróuninni við samkvæmt formanni KSÍ.
Ákvörðun um endurnýjun þjóðarleikvangs er ekki unnt að taka nema ítarlegar upplýsingar liggi fyrir um kostnað,
hönnun, umhverfi og skipulag. Stofnkostnaður kemur frá opinberum aðilum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Aðeins tveir kostir í boði
Í fundargerð KSÍ frá því í júní í
fyrra kemur fram að undirbún-
ingsfélag um framtíð Laugar-
dalsvallar hafi hist í fyrsta sinn.
Félagið var stofnað í kjölfar vinnu
starfshóps sem ríkið og Reykja-
víkurborg með KSÍ skipaði um
uppbyggingu Laugardalsvallar.
Starfshópurinn kynnti tvo
kosti þegar kemur að nýjum
Laugardalsvelli. Annars vegar
opinn knattspyrnuvöll sem rúm-
aði 17.500 manns í sæti í stúkum
umhverfis völlinn og hins vegar
fjölnotaleikvang með opnan-
legu þaki og 20.000 sætum. Sá
völlur myndi einnig gera aðstöðu
til viðburðahalds á Íslandi betri
og þar af leiðandi gefa færi á
auknum tekjum vegna annarra
viðburða sem ella gætu ekki farið
fram á Íslandi.
2013 66 m.kr
2014 33 m.kr.
2015 26 m.kr.
2016 14,8 m.kr.
2017 16,2 m.kr.
2018 41,7 m.kr.
2019 89,4 m.kr.
✿ Tap á Laugardalsvelli
FÓTBOLTI „Við erum aðeins búin að
þreifa fyrir okkur í þessu máli en
í sjálfu sér erum við bara að bíða.
Auðvitað gerum við allt til þess að
leikurinn fari fram hér á Laugar-
dalsvelli og erum að vinna eftir því
en við vitum líka að hlutirnir geta
breyst snögglega. Möguleikinn er
enn til staðar, að við þurfum að fara
með leikinn utan á síðustu stundu,
ef það kemur í ljós að veðrið fer að
versna og að það gengur hríð yfir
landið vikuna í kringum leikinn,“
segir Guðni Bergsson, formaður
KSÍ, aðspurður hvort UEFA sé búið
að setja niður lokadagsetningu um
að völlurinn verði leikhæfur fyrir
leik Íslands og Rúmeníu.
Knattspyrnusambandið gæti
því þurft að hafa hraðar hendur ef
veðrið fer illa með Laugardalsvöll
á næstu vikum. Að sögn Guðna er
búið að ræða mögulega leikstaði.
„Við höfum velt fyrir okkur bæði
Danmörku, Svíþjóð, jafnvel Þýska-
landi og Englandi, og gert ákveðna
forkönnun á því.“ Þrátt fyrir glím-
una við íslenska veðráttu er Guðni
bjartsýnn á að leikurinn fari fram
á Íslandi og er afar ánægður með
starfið sem vallarstarfsmenn hafa
unnið til þessa.
„Það er gríðarlegur undirbún-
ingur að baki og verið að vinna
gott verk til að gera hvað sem í boði
stendur til að leikurinn fari fram
hér á okkar heimavelli. Auðvitað er
ærinn tilkostnaður sem fylgir þessu
en fyrst og fremst er það gott vinnu-
framlag og mikil fagmennska sem
mun vonandi skila vellinum í gott
stand fyrir leikinn gegn Rúmenum.“
Guðni segir að kostnaðaráætlun-
in við að undirbúa völlinn geri ráð
fyrir að þessar framkvæmdir kosti
KSÍ 64 milljónir íslenskra króna.
„Þetta er því miður allt of dýrt.
Það er peningur sem við værum til
í að setja í eitthvað annað en þetta
er það sem til þarf til að takast á við
þessa vetrarleiki,“ segir Guðni og
heldur áfram:
„Við erum komin á þann stað að
við þurfum að fá nýjan völl ef við
ætlum að vera áfram samkeppnis-
hæf í fremstu röð. Þetta er fjár-
festing sem verður að fara í og það
er kominn tími á það, 63 árum eftir
að völlurinn var vígður.“ – kpt
Fjögur lönd koma til greina
Við höfum velt fyrir
okkur bæði Dan-
mörku, Svíþjóð, jafnvel
Þýskalandi og Englandi, og
gert ákveðna
forkönnun á
því.
Guðni Bergsson,
formaður KSÍ
1 8 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R10 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT