Fréttablaðið - 18.02.2020, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 18.02.2020, Blaðsíða 24
 Í VERKINU ER ÉG AÐ TÚLKA ÞESSAR HUGMYNDIR UM ANNAN RAUNVERU- LEIKA OG BLANDA SAMAN VIÐ SÖGURNAR UM URT- URNAR SEM KOMA Á LAND. AF ÖLLUM CHEESY CRUST PIZZUM ALLA ÞRIÐJUDAGA Leikhópurinn Handbendi Brúðuleikhús sýnir verk-ið Sæhjarta í Tjarnarbíói á morgun, miðvikudag-inn 19. febrúar, og loka-sýning verður 27. febrúar. Þarna er um að ræða blöndu brúðu- leiks og hefðbundins leikhúss. Handbendi Brúðuleikhús er brúðuleikhús með höfuðstöðvar á Hvammstanga þar sem leikhúsið setur upp frumsamdar sýningar sem ferðast um allan heim. Leikhúsið er leitt af Gretu Clough, fyrrverandi listamanni hússins hjá hinu heims- fræga Little Angel Theatre í London. Greta hefur unnið til verðlauna fyrir gæði og frumleika í brúðulistum, og sem leikskáld. Hún er fædd í Ver- mont-fylki í Bandaríkjunum, lærði og bjó í Lundúnum um fjórtán ára skeið og hefur búið á Hvammstanga í næstum fimm ár. Annar raunveruleiki Hún skrifaði handrit sýningarinnar og er leikari í henni. Eiginmaður hennar Sigurður Líndal Þórisson er leikstjóri. Í sýningunni vinnur leikhópurinn með gamlar sagnir um urtur sem komu á land og fóru úr selshamnum til að búa og elska meðal manna. Brúðuleikhús fyrir fullorðna Greta Clough er ein á sviði með brúðum í Sæhjarta. Brúðuleikhús sem fjallar um urtur sem fóru úr selshamnum til að búa meðal manna. Sýning ekki ætluð börnum. Greta Clough býr á Hvammstanga og hefur unnið til verðlauna fyrir gæði og frumleika í brúðulistum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Greta með brúðunum að segja sögu um áföll og van- rækslu. Greta er spurð um efni sýningar- innar og segir: „Bróðir minn er geð- klofi og ég hef alltaf verð forvitin um það hvernig það sé að vera mann- eskja sem býr í öðrum raunveru- leika en aðrir. Sjálf er ég manneskja sem gekk inn í annan menningar- heim og því fylgir tilfinningin um að vera á vissan hátt einhver annar. Í verkinu er ég að túlka þessar hug- myndir um annan raunveruleika og blanda saman við sögurnar um urturnar sem koma á land. Þjóð- sögur hafa alltaf heillað mig og ég ólst upp við þær í Bandaríkjunum. Þjóðsögur og brúðuleikhús smell- passa saman.“ Hún er ein á sviðinu með brúð- unum. „Þær eru tæki fyrir sagna- manninn. Sagan er ekki þægileg, hún fjallar um áföll og vanrækslu. Sýningin er ekki ætluð börnum, sjálf vildi ég ekki að dóttir mín sæi hana.“ Krefjandi íslenska Sýningin á morgun er á ensku en lokasýningin 27. febrúar verður á íslensku. „Ég skrifaði handritið upp- haflega á ensku og þýðandinn minn skilaði frábæru verki. Íslenskan á verkinu er einstaklega falleg, ljóð- rænan sprettur af síðunum. Textinn er f lókinn fyrir manneskju sem talar ekki reiprennandi íslensku. Ég er búin að æfa mig mikið og það er mjög krefjandi fyrir mig að flytja sýningu á íslensku.“ Hún mun ferðast með sýninguna víða um Evrópu, þar á meðal verður farið til Póllands, Úkraínu, Króatíu og mjög líklega Englands. Í fimm ár hefur hún síðan ferðast um með brúðusýningu fyrir ungbörn, 0-18 mánaða. „Þetta er sýning um litla stjörnu og börnin fá að snerta hluti og sýna mikil viðbrögð.“ Á síðasta ári sýndi hún 170 sýn- ingar víða um Evrópu. „Fólk er hrifið af brúðuleikhúsi, ekki bara börn heldur líka fullorðnir. Brúðu- leikhús getur verið svo margs konar og þess vegna hefur það lifað allt af.“ Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is 1 8 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R16 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.