Morgunblaðið - 05.11.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2019
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Eitt hundrað og sjötíu dagar eru nú
liðnir frá því að framkvæmdir hóf-
ust við endurbætur á Hverfisgötu
og hluta Ingólfsstrætis.
Verkið hefur tafist mikið og hefur
ónæði af framkvæmdunum og
skortur á upplýsingagjöf komið
kaupmönnum og öðrum hags-
munaaðilum á svæðinu illa.
Eins og sjá má á tímalínu atburð-
anna hér að ofan átti síðasta þætti
verksins að ljúka fyrir menningar-
nótt í sumar samkvæmt fyrstu áætl-
unum. Vinna hófst viku síðar en
upphaflega var stefnt að og því var
talað um verklok í lok ágústmán-
aðar. Um miðjan ágúst var end-
anlega orðið ljóst að þau áform
stæðust ekki og tilkynnti borgin þá
að verklok frestuðust fram í miðjan
september. Síðan þá hefur verklok-
um ítrekað verið frestað. Nú er
stefnt að því að þau verði um miðjan
nóvember, tæpum þremur mán-
uðum eftir að verkinu átti upp-
haflega að ljúka. Fari svo að fram-
kvæmdum ljúki 15. nóvember verða
liðnir nákvæmlega hundrað og átta-
tíu dagar frá því að hafist var handa
á svæðinu.
Vert er að geta þess að enn á eftir
að ráðast í endurbætur á neðsta
hluta Hverfisgötu, frá Ingólfsstræti
og niður á Lækjargötu.
„Nú er farið að hilla undir lokin,“
segir Ásmundur Helgason, veitinga-
maður í Gráa kettinum við Hverfis-
götu. Ásmundur hefur verið mjög
gagnrýninn á framkvæmdir við göt-
una og telur að borgaryfirvöld hafi
ekki haldið vel á spilunum. Hann
hefur ákveðið að leggja fram bóta-
kröfu á hendur Reykjavíkurborg
vegna þess tjóns sem veitingastaður
hans hefur orðið fyrir vegna fram-
kvæmdanna.
„Það er verið að vinna í þessu,
það tekur tíma að skrifa svona. Ég
get ekki sagt hve há krafan verður,
við erum að reikna,“ sagði Ásmund-
ur í gær. Hann segist aðspurður
hlakka til loka framkvæmdanna og
vonast til að þeim verði fagnað. „Ég
ætla rétt að vona að það verði hérna
götuhátíð.“
Miklar tafir á Hverfisgötu
Stefnt er að því að endurbótum á
Hverfisgötu ljúki um miðjan mánuðinn.
Standist þau áform hafa verklok
tafist um næstum því þrjá mánuði frá
upphaflegum áætlunum
2019 12. APRÍL Morgunblaðið greinir frá því að ráðist verði í næsta
áfanga endurbóta Hverfisgötu í sumar auk þess
sem Veitur muni endurnýja lagnir í Ingólfsstræti
milli Bankastrætis og Hverfisgötu. Heildarkostn-
aður er áætlaður 318 milljónir króna, þar af er
kostnaður Reykjavíkurborgar 170 milljónir.
„Gert er ráð fyrir því að jarðvinna og vinna við lagnir hefjist
13. maí næstkomandi. Frágangi á yfirborði í Ingólfsstræti
eigi að ljúka 1. júní. Þann 29. júní eigi yfirborðsfrágangi við
gatnamót Ingólfsstrætis og Hverfisgötu að ljúka. Yfirborðs-
frágangi á götukaflanum milli Smiðjustígs og Ingólfsstrætis
eigi að ljúka 3. ágúst. Þá verði aðeins eftir yfirborðsfrágang-
ur fyrir framan bílastæðahúsið Traðarkot. Verklok þar eru
áætluð 23. ágúst í sumar,“ sagði í frétt blaðsins.
18. MAÍ Tilkynnt
að framkvæmdir
hefjist á
Hverfisgötu
mánudaginn
20. maí.
15. ÁGÚST „Endurgerð Hverfis-
götu milli Ingólfsstrætis og
Smiðjustígs hefur tafist en gert
er ráð fyrir að hleypa bílaumferð
á götuna eftir miðjan september
í stað loka ágústmánaðar,“ segir í
tilkynningu á vef borgarinnar.
20. JÚNÍ Framkvæmdir komnar á fullt og Morgunblaðið greinir frá því
að kaupmenn hafi ekki farið varhluta af þeim. Dæmi eru um að birgjar
neiti að keyra vörur í verslun sökum erfiðs aðgengis. Vinna að hefjast
við gatnamót Hverfisgötu og Ingólfsstrætis og talað um að þau verði
lokuð til ágústloka hið minnsta. „Þetta er svo sem ekki nein stór-
framkvæmd miðað við það sem áður hefur gengið á á Hverfis
götunni,“ sagði Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri borgarinnar.
26. ÁGÚST Fréttir
berast af því að
lögmaður sé að
undirbúa hópmál-
sókn rekstraraðila
við Hverfisgötu.
13. SEPTEMBER Ámundi
V. Brynjólfsson, stjórnandi
framkvæmda og viðhalds hjá
Reykjavíkurborg, kveðst búast
við því að framkvæmdum
verði að mestu lokið um næstu
mánaðamót.
25. OKTÓBER Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg
kemur fram að steinlagt torg fyrir framan Þjóð-
leikhúsið verði tilbúið í lok fyrstu viku nóvember
og í framhaldinu verði opnað fyrir umferð um
Hverfisgötu. Vinnu við frágang gangstéttar og
hjólastígs að sunnanverðu meðfram Hverfis-
götu eigi að ljúka um miðjan nóvember.
22. OKTÓBER „Hvernig hægt er að klúðra þessu verki svona ofboðslega er
óskiljanlegt,“ skrifar Ásmundur Helgason á Gráa kettinum í facebookfærslu sem
vekur mikla athygli. Þar fer hann hörðum orðum um tafir á framkvæmdunum við
Hverfisgötu. Hann rifjar upp að upphaflega stóð til að endurbótum Hverfisgötu
myndi ljúka fyrir menningarnótt. Borgarstjóri hafi í ágúst sagt að verkinu lyki í
september og síðan hafi Ásmundur fengið upplýsingar frá borginni í september
þess efnis að framkvæmdum myndi ljúka í október. Ekkert af þessu hafi staðist.
4. NÓVEMBER Ásmundur Helgason á Gráa
kettinum upplýsir að hann muni krefjast bóta
fyrir þær búsifjar sem tafir við framkvæmdirn-
ar hafi valdið sér. Formaður borgarráðs segir
tafirnar óafsakanlegar. Stefnt að verklokum
15. nóvember, næstum þremur mánuðum eftir
upphaflega áætluð verklok.
„Hvernig má það
vera að verkkaupinn
hefur í raun enga
hugmynd um hversu
langan tíma tekur að
klára svona verk?“
spyr Ásmundur.
17. ÁGÚST Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri lýsir
áhyggjum af aðgengi að leikhúsinu en nýtt leikár er að
hefjast. „Það er skylda okkar að tryggja að sjúkra
og slökkvibílar hafi greiðan aðgang að húsinu þegar
sýningar hefjast. Ég veit ekki hvernig það á að vera
hægt við þessar aðstæður,“ sagði Ari sem kvaðst
hafa lesið um seinkanir á framkvæmdum í blöðunum.
15. ÁGÚST Greint frá mikilli óánægju með
framkvæmdirnar. Í síðustu viku hafi eigendum
fyrirtækja verið tilkynnt um seinkun, meðal annars
vegna þess hversu erfitt reyndist að fá menn í
vinnu um verslunarmannahelgina. „Það er aldrei
neinn að vinna þarna,“ sagði Ásmundur Helga-
son, eigandi Gráa kattarins, við RÚV.
Hálfs árs sorgarsögu lýkur senn
Loks hillir undir verklok við endur-
bætur Hverfisgötu Tafir á tafir ofan
og mikil óánægja með upplýsingagjöf
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Framkvæmdir Svona var umhorfs á Hverfisgötu um helgina. Nú hillir undir
lok framkvæmdanna og stefnt er að verklokum um miðjan mánuðinn.
DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is
GÆÐI OG ÞÆGINDI
SÍÐAN 1926
DUX 6006 - SVÆÐISMEÐFERÐ
Í örfáum einföldum skrefum geturðu sett upp rúmið þitt til að mæta þörfum þínum.
Selasetrið á Hvammstanga hlaut
fyrstu verðlaun Evrópusamtaka
fyrirtækja og þjónustuaðila í menn-
ingartengdri ferðaþjónustu
(ECTN) í síðustu viku. Samtökin
veita árlega viðurkenningar í
nokkrum flokkum og hlaut Sela-
setrið verðlaunin ásamt Batana-
umhverfisssafninu í Króatíu í flokki
óáþreifanlegrar arfleifðar.
Sigurður Líndal Þórisson, fram-
kvæmdastjóri Selasetursins, segir
að viðurkenning sem þessi skipti
miklu máli fyrir starfsemina og
starfsmenn séu stoltir af þessum ár-
angri. „Raunverulega snýst viður-
kenningin ekki síst um þá hugmynd
heimafólks að setja á stofn selaset-
ur. Starfsemin er rekin í þágu sam-
félagsins á svæðinu og í þágu vís-
indanna og við höfum ávinning
samfélagsins að leiðarljósi,“ segir
Sigurður.
Hann var í gær staddur á ferða-
kaupstefnu í London og sagði að
margir kæmu til hans, klöppuðu
honum á bakið og óskuðu til ham-
ingju með verðlaunin.
Gestum hefur fækkað í ár
Sigurður segir að aðsókn hafi
minnkað talsvert á þessu ári og
reiknar með að samdrátturinn
verði rúmlega 20% miðað við 2018.
Fjöldinn fari að líkindum úr um 41
þúsund gestum í fyrra í um 33 þús-
und á þessu ári. Helstu skýringar
séu fækkun ferðamanna til Íslands,
í öðru lagi finni jarðarsvæði fyrst
fyrir samdrætti og breyttu ferða-
mynstri og síðast en ekki síst hafi
veðurfar verið afleitt á Norðurlandi
vestra síðasta sumar. Selasetrið
hafi aldrei þurft að aflýsa jafn
mörgum skoðunarferðum á sjó og
síðasta sumar vegna þess hversu
oft var vont í sjóinn. aij@mbl.is
Selasetrið fær
evrópsk verðlaun
Skiptir miklu máli fyrir starfsemina
Selir Úr skoðunarferð á vegum
Selasetursins með Brimli HU 18.
Ljósmynd/Þorgeir Baldursson