Morgunblaðið - 05.11.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2019
Sími 555 2992 og 698 7999
Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra
Gott fyrir:
• Maga- og þarmastarfsemi
• Hjarta og æðar
• Ónæmiskerfið
• Kolesterol
• Liðina
Læknar mæla með selaolíunni
Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð
Óblönduð
– meiri virkni Selaolía
Égheyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en
konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika
í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð
að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar
breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið
niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað
áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var
með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir
að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og
húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað
Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni
bætta líðan og heilsu.
Guðfinna Sigurgeirsdóttir.
„Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga
á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður.“
þess fyrstu níu mánuði ársins. At-
hygli vekur að aðflutningur og brott-
flutningur jukust mikið milli annars
og þriðja fjórðungs. Á það ber að líta
að á þriðja fjórðungi hefst skólaárið
sem kann að hafa sitt að segja.
Um 14.500 íbúar á 21 mánuði
Þessi mikli aðflutningur á þátt í
mikilli íbúafjölgun á Íslandi. Lands-
menn voru um 348.500 í byrjun árs
2018 en eru nú tæplega 363 þúsund.
Það er fjölgun um 14.500 íbúa sem er
hér um bil á við íbúafjölda Mosfells-
bæjar og hálfan íbúafjölda
Seltjarnarness að auki.
Árið 2010 var samdráttarár í hag-
kerfinu en síðan var hagvöxtur fram
á þetta ár. Frá ársbyrjun 2011 hefur
landsmönnum fjölgað um 44.400,
íbúafjöldinn farið úr 318.500 í
362.900 manns. Til samanburðar
fjölgaði landsmönnum um 30 þúsund
frá 1. janúar 2004 til 1. janúar 2009
en þau ár var fjármálaútrásin í al-
gleymingi. Ferðaútrásinni hefur
hins vegar fylgt enn meiri aðflutn-
ingur. Fjöldi nýrra starfa í ferða-
þjónustu og byggingariðnaði hefur
kallað á innflutt vinnuafl.
Leita til norrænu landanna
Fyrstu níu mánuði ársins fluttu
1.300 íslenskir ríkisborgarar til
landsins frá Danmörku, Noregi og
Svíþjóð. Hins vegar fluttu rúmlega
1.400 héðan til þessara landa.
Tölur Hagstofunnar eru námund-
aðar að tug. Aðflutningur íslenskra
ríkisborgara frá Danmörku, Noregi
og Svíþjóð er sundurliðaður eftir
löndum en brottflutningur þangað
ekki. Samkvæmt ársfjórðungs-
skýrslum Hagstofunnar fluttu 620 til
Danmerkur, 370 til Svíþjóðar og um
300 til Noregs fyrstu níu mánuði árs-
ins. Virðist árið 2019 ætla að verða
17. árið af 20 á öldinni þar sem fleiri
íslenskir ríkisborgarar flytja frá
landinu en til þess.
Áfram er straumur til landsins
Rúmlega 3.000 erlendir ríkisborgarar fluttu til landsins á þriðja ársfjórðungi en 1.300 fluttu í burtu
Með því hafa 4.200 fleiri erlendir ríkisborgarar flutt til landsins en frá því í ár og 48 þúsund á öldinni
Búferlafl utningar frá Íslandi 2000 til 2019*
Aðfl uttir umfram brottfl utta
Íslenskir Erlendir
2000 62 1.652
2001 -472 1.440
2002 -1.020 745
2003 -613 480
2004 -438 968
2005 118 3.742
2006 -280 5.535
2007 -167 5.299
2008 -477 1.621
2009 -2.466 -2.369
2010 -1.703 -431
2011 -1.311 -93
2012 -936 617
2013 -36 1.634
2014 -760 1.873
2015 -1.265 2.716
2016 -146 4.215
2017 352 7.888
2018 -65 6.621
2019* -240 4.180
+6
+5
+4
+3
+2
+1
0
-1
-2
-3
-4
.000
’00 ’01 ’02 ’03 ’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18 ’19*
Samtals Íslenskir Erlendir
2000-2019* -11.863 48.333
2005-2008 -806 16.197
2009-2011 -5.480 -2.893
2012-2019* -3.096 29.744
2015-2019* -1.364 25.620
Íslenskir ríkisborgarar
Erlendir ríkisborgarar
8.240
*Til og með 30. sept. 2019 (fyrstu 9 mánuðir ársins)
Fyrstu 9 mán.
2019
Heimild: Hagstofa Íslands
362.860
Íbúafjöldi á Íslandi frá árinu 2000
Fjöldi íbúa í byrjun árs, nema 2019 í lok september
Íbúum á Íslandi hefur fjölgað um
30% síðan í ársbyrjun 2000
375
350
325
300
275
250
225
319.368
279.049
’00 ’01 ’02 ’03 ’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18 ’19
Heimild: Hagstofa Íslands
Íslenskir ríkisborgarar: Aðfl uttir Brottfl uttir
Erlendir ríkisborgarar: Aðfl uttir Brottfl uttir
Aðfl uttir umfram brottfl utta á árinu 2019
Fjöldi aðfl uttra og brottfl uttra
eftir ríkisfangi og ársfjórðungum
1. ársfj. 2. ársfj. 3. ársfj.
Innlendir Erlendir
Aðfl . Brottfl . Aðfl . Brottfl .
1. ársfj. 470 600 2.330 940
2. ársfj. 490 400 2.070 1.050
3. ársfj. 950 1.150 3.050 1.280
Alls 1.910 2.150 7.450 3.270
Aðfl uttir umfram brottfl utta:
-240 4.180
Heimild: Hagstofa Íslands
Búferlaflutningar til og frá Norðurlöndunum
Fjöldi aðfluttra og brottfluttra eftir ársfjórðungum
Aðfluttir Brottfluttir
Svíþjóð Danmörk Noregur Alls
1. ársfj. 80 170 70 320 310
2. ársfj. 80 140 90 310 220
3. ársfj. 210 310 140 670 880
Alls 370 620 300 1.300 1.410
Aðfluttir umfram brottflutta: -110 Heimild: Hagstofa Íslands
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Rúmlega 3.000 erlendir ríkisborgar-
ar fluttu til landsins á þriðja árs-
fjórðungi. Með því hafa um 7.500 er-
lendir ríkisborgarar flutt til landsins
á árinu, eða rúmlega einn á hverri
klukkustund alla þessa mánuði.
Þetta er meðal þess sem má lesa
úr nýjum mannfjöldatölum Hagstof-
unnar fyrir fyrstu níu mánuði ársins.
Leiða þær í ljós að sögulegur að-
flutningur fólks til landsins hefur
haldið áfram, þrátt fyrir bakslag í
ferðaþjónustu og niðursveiflu.
Um 4.200 fleiri erlendir ríkisborg-
arar fluttu til landsins en frá því
fyrstu níu mánuði ársins. Með sama
áframhaldi verður árið 2019 í fimmta
sæti í þessu efni. Aðfluttir erlendir
ríkisborgarar umfram brottflutta
hafa aðeins verið fleiri þensluárin
2006, 2007, 2017 og 2018.
Virtist ætla að snúa við
Flugfélagið WOW air hætti starf-
semi 28. mars sl., eða í lok fyrsta árs-
fjórðungs. Aðflutningur erlendra
ríkisborgara dróst svo saman á
öðrum fjórðungi sem benti til við-
snúnings í þessu efni. Aðflutningur-
inn jókst hins vegar um 50% á þriðja
fjórðungi, fór úr 2.070 í 3.050 erlenda
ríkisborgara. Virðist niðursveiflan
því ekki ætla að hafa merkjanleg
áhrif á áhuga erlendra ríkisborgara
á að flytja til landsins.
Meira jafnvægi er í búferlaflutn-
ingum íslenskra ríkisborgara.
Þannig fluttu um 240 fleiri íslensk-
ir ríkisborgarar frá landinu en til
Jón Bjarki Bentsson, aðalhag-
fræðingur Íslandsbanka, segir
samtöl við atvinnurekendur í
byggingariðnaði, ferðaþjónustu
og matvælaframleiðslu ekki
benda eindregið til að eftirspurn
eftir erlendu starfsfólki sé að
minnka.
Heilt yfir sé ekki sjálfgefið að
erlendum ríkisborgurum fækki á
vinnumarkaði þrátt fyrir niður-
sveifluna. Hvorki sé rætt um
færri ráðningar né uppsagnir á
innflutta vinnuaflinu fremur en
öðrum. Rætt sé um að erlendir
starfsmenn standi sig oft betur í
vinnu og séu hagfelldari vinnu-
kraftur fyrir
margra hluta
sakir en sumir
Íslendingar í
lægstu þrepum
vinnumarkaðar-
ins. Niður-
sveiflan muni
því væntanlega
ekki draga jafn
mikið úr aðflutn-
ingi erlendra ríkisborgara og rætt
var um.
Áframhaldandi aðflutningur
erlendra ríkisborgara geti aukið
samkeppni um störf á innlendum
vinnumarkaði.
Kjósa frekar erlent vinnuafl
ÍSLENSKIR ATVINNUREKENDUR
Jón Bjarki
Bentsson