Morgunblaðið - 05.11.2019, Síða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2019
Sérhæfum okkur í sölu og leigu á atvinnuhúsnæði
Pantaðu verðmat eða skoðun – 534 1020 // sala@jofur.is
TIL LEIGU
Fiskislóð 18 – 101 Reykjavík
Stærð: 443 m2
Gerð: Verslunar- og þjónustu-
húsnæði
Bergsveinn
S: 863 5868
Sigurður J.
S: 534 1026
Helgi Már
S: 897 7086
Magnús
S: 861 0511
Ólafur
S: 824 6703
Ármúla 7, Reykjavík - www.jofur.is
Sími 534 1020
Til leigu 443 m² mjög gott verslunar og
þjónustuhúsnæði í Fiskislóð 18, 101
Reykjavík, með góðum bílastæðum.
Húsnæðið skiptist í verslunarrými, lagerrými
með tveimur innkeyrsluhurðum, skrifstofur,
kaffistofu og salerni.
Húsnæðið er vel staðsett á Granda og
hentar undir verslun og/eða heildsölu.
Húsnæði er laust.
Frekari upplýsingar um eignina veitir
Bergsveinn Ólafsson löggiltur fasteignasali
í síma 863 5868, bergsveinn@jofur.is
Einnig er hægt að nálgast upplýsingar á
heimasíðu jofur.is
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Meginhluti landbúnaðarstyrkja Evr-
ópusambandsins í Ungverjalandi,
Tékklandi og fleiri löndum í Mið- og
Austur-Evrópu rennur til tiltölulega
fárra auðmanna eða manna sem
tengjast stjórnvöldum í löndunum, að
því er fram kemur í grein þriggja
blaðamanna The New York Times
sem rannsökuðu spillinguna í
tengslum við styrkina.
Evrópusambandið eyðir nær 60
milljörðum evra, jafnvirði 8.200 millj-
arða króna, á ári í landbúnaðarstyrki
og þeir eru um 40% af útgjöldum
sambandsins. Rannsóknir hafa leitt í
ljós að um 80% af fénu fara til um 20%
af styrkþegunum.
Ríkisjarðir seldar vinum
Markmiðið með styrkjunum er að
styðja bændur til að stuðla að mat-
vælaöryggi í álfunni og halda sveita-
héruðum í byggð en The New York
Times segir að styrkirnir hafi leitt til
nokkurs konar lénsskipulags þar sem
smábændur séu skuldbundnir fá-
mennum hópi „baróna“ sem tengist
ráðamönnunum.
Styrkirnir miðast að mestu leyti
við stærð búanna, þannig að því
stærri sem þau eru þeim mun hærri
verða styrkirnir. Þegar Ungverja-
land, Tékkland og fleiri fyrrverandi
kommúnistaríki í Mið- og Austur-
Evrópu fengu aðild að Evrópusam-
bandinu voru margar bújarðanna enn
í eigu ríkisins og eftir miklu var að
slægjast þegar þær voru seldar.
Ráðamenn í löndunum notfærðu sér
þetta og sáu til þess að skyldmenni og
pólitískir bandamenn þeirra gætu
keypt stóran hluta af ríkisjörðunum
og fengju þannig áskrift að styrkjum
frá Evrópusambandinu, að sögn The
New York Times. Blaðið nefnir sem
dæmi fyrirtæki í eigu Andrejs Babiš,
forsætisráðherra Tékklands, sem
fékk að minnsta kosti sem svarar 5,2
milljörðum króna í landbúnaðar-
styrki á síðasta ári.
Rannsókn blaðsins leiddi m.a. í ljós
að ríkisstjórn Viktors Orbáns, for-
sætisráðherra Ungverjalands, seldi
skyldmennum og nánum samstarfs-
mönnum hans í stjórnarflokknum
Fidesz stórar ríkisjarðir sem hafa
fengið miklar fjárhæðir frá ESB. Á
meðal þeirra er æskuvinur forsætis-
ráðherrans, Lõrinc Mészáros, sem
varð einn af auðugustu mönnum
Ungverjalands. Á síðasta ári fengu
fyrirtæki í eigu hans og annars
áhrifamikils kaupsýslumanns í Búda-
pest, Sándors Csányis, jafnvirði 3,5
milljarða króna í styrki frá ESB.
Litlar líkur á umbótum
Rannsókn Vísindaakademíu Búlg-
aríu leiddi í ljós að 75% af meginteg-
und landbúnaðarstyrkja ESB í land-
inu runnu til um 100 búa eða
fyrirtækja. Yfirvöld í landinu hafa
hafið rannsókn sem bendir til þess að
óeðlileg tengsl hafi verið milli emb-
ættismanna ríkisins og fyrirtækja
sem fengu styrkina.
Saksóknari í Slóvakíu hefur viður-
kennt að í landinu starfi „land-
búnaðarmafía“ sem sagt er að hafi
beitt smábændur ofbeldi til að knýja
þá til að selja jarðir. Grunur leikur á
að mafían hafi myrt blaðamann sem
rannsakaði tengsl hennar við valda-
mikla stjórnmálamenn.
The New York Times segir að
embættismenn ESB og ráðamenn í
öðrum Evrópulöndum hafi oft þynnt
út tillögur um umbætur til að stemma
stigu við spillingu í tengslum við land-
búnaðarstyrkina eða jafnvel hafnað
þeim alveg. Blaðið telur litlar líkur á
að reynt verði að takast á við spill-
inguna þegar lög ESB um landbún-
aðarstyrkina verða tekin til endur-
skoðunar síðar í vetur. Þeir séu á
meðal þess sem haldi Evrópusam-
bandinu saman og ráðamennirnir í
aðildarlöndunum eigi allir það sam-
eiginlegt að reiða sig á að land þeirra
haldi áfram að njóta góðs af styrkj-
unum og vilja að ESB-löndin fái að
ráða því sjálf hvernig fénu er varið.
Þess vegna leggi embættismennirnir
í Brussel áherslu á að auka vald
aðildarríkjanna til að ákveða hvernig
styrkjunum er varið, í stað þess að
reyna að uppræta spillinguna eða
herða eftirlitið með ráðstöfun fjárins.
Bandamenn stjórnvalda fá stór-
an hluta landbúnaðarstyrkjanna
Tiltölulega fámennur hópur fær styrki ESB í löndum í Mið- og Austur-Evrópu
Spilltir? Andrej Babiš, forsætisráðherra Tékklands (t.v.), og Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands.
AFP
Sir Lindsay Hoyle var kjörinn for-
seti neðri deildar breska þingsins í
stað Johns Bercows sem ákvað að
draga sig í hlé eftir að hafa gegnt
embættinu í tíu ár.
Hoyle er 62 ára og hefur verið
þingmaður Verkamannaflokksins í
22 ár. Hann hefur verið varaforseti
þingdeildarinnar frá árinu 2010 og
eins og Bercow hefur hann gengið
vasklega fram þegar hann hefur
þurft að þagga niður í þingmönnum
sem eru með framíköll. Hann hefur
lofað að kalla leiðtoga þingflokkanna
á sinn fund til að ræða hvernig draga
megi úr heiftinni sem hefur einkennt
bresk stjórnmál síðustu misseri.
Hoyle hefur notið virðingar meðal
þingmanna Verkamannaflokksins og
Íhaldsflokksins, að sögn fréttavefjar
The Telegraph. Af sjö frambjóð-
endum í forsetakjörinu var hann sá
eini sem upplýsti ekki hvort hann
greiddi atkvæði með eða á móti út-
göngu Bretlands úr Evrópusam-
bandinu í þjóðaratkvæðinu 2016.
AFP
Nýr þingforseti Sir Lindsay Hoyle í
neðri deild breska þingsins í gær.
Hoyle í stól
Bercows
Þingforseti kjörinn