Morgunblaðið - 05.11.2019, Síða 14

Morgunblaðið - 05.11.2019, Síða 14
BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Landsnet er að skoða mögu-leika á því að færa Kröflu-línu 1 í jörðu en hún erloftlína og liggur þvert yfir Eyjafjörð skammt sunnan Akur- eyrarflugvallar. Til greina kemur að setja strax seinna strengjasett Hóla- sandslínu 3 sem fyrirhugað er að leggja í jarðstreng á svipuðum slóð- um og nota það fyrir Kröflulínu 1. Núverandi byggðalína, Kröflu- lína 1, fer yfir Eyjafjörð og þverar Akureyrarflugvöll 1.450 metrum sunnan við brautarenda. Línan færð- ist nær flugvellinum þegar brautin var lengd. Línan hefur áhrif á flug- öryggi á vellinum, bæði vegna tak- markana á aðflugi úr suðri og hugs- anlegra áhrifa á aðflugstæki. Lagning nýrrar háspennulínu til að styrkja byggðalínuna hefur lengi verið í undirbúningi. Yfirvöld flug- mála og hagsmunaaðilar í flugi mót- mæltu fyrstu áformum sem voru að leggja línuna á möstrum þótt það yrði mun lengra frá flugvellinum en byggðalínan. Stefna stjórnvalda heimilar Landsneti að taka tillit til flugs við undirbúning framkvæmda og er gert ráð fyrir að línan verði í jarðstreng í þeirri vinnu sem nú stendur yfir við undirbúning fram- kvæmda. Í umhverfismati Landsnets vegna nýrrar háspennulínu á milli Akureyrar og Hólasands er gert ráð fyrir því að gamla Laxárlínan verði fjarlægð, sem mótvægisaðgerð vegna nýju línunnar. Þar er einnig fjallað um þann möguleika að leggja Kröflu- línu 1 í jörðu en engin fyrirheit gefin um það. Línan er innan öryggis- svæðis flugvallarins samkvæmt er- lendum stöðlum, til dæmis sænskum. Áhættan metin Isavia lét gera áhættumat vegna nálægðar Kröflulínu við Akureyrar- flugvöll og var skýrsla um það undir- rituð 25. júní í sumar. Skýrslan var send Landsneti. Frá árinu 1978 hafa orðið fimm slys í landinu, þar af þrjú banaslys, og fimm alvarleg atvik sem tengjast rafmagnslínum. Í áhættumatinu kemur fram að staurar línunnar eru um 18 metra háir. Línan liggur á ein- um stað uppi á klöpp sem gerir hana að ráðandi hindrun í tilteknu aðflugi og kemur, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, í veg fyrir að bestu lágmörkum verði náð í aðflugi úr suðri sem verið er að hanna. Vegna hennar hækka aðflugslágmörk um 30-40 fet. Þessi hindrun og ráðstaf- anir vegna hennar hafa ekki áhrif á öryggi flugs en geta við vissar veður- aðstæður skert þjónustu flugvall- arins. Hinn þáttur áhættunnar af Kröflulínu er hugsanleg hætta á að háspennulínan trufli flugleiðsögu- búnað. Samgöngustofa vakti athygli á því þegar kerfisáætlun Landsnets var kynnt á árinu 2012 að loftlínur í grennd við flugvelli gætu haft áhrif á flugleiðsögutæki vegna segulsviðs, speglunar, rafsviðs og fleiri atriða. Þessi áhrif hverfi að mestu ef lín- urnar fari í jörðu. Í áhættumatsskýrslunni kemur fram að ekki hafi orðið vart við neinar truflanir á rekstri tækjanna á Akur- eyrarflugvelli sem rekja megi til lín- unnar eða annarra háspennumann- virkja. Speglunaráhrif séu engin af timburstaurunum og framleiðendur aðflugsbúnaðar telji að háspennulín- ur hafi ekki áhrif á rekstur þeirra. Niðurstaða áhættumatsins er að Isavia leggur til að línan verði sett í jörð eða dag- og næturmerkingar settar á viðeigandi hluta línu og staura, til þess að draga úr áhættu á því að slys verði. Ljóst er að með betri merkingum verður línan sýni- legri en takmarkanir á aðflugs- lágmörkum breytast ekki við þær. Skoða möguleika á að færa línuna í jörðu G ru nn ko rt /L of tm yn di r e hf . Fyrirhuguð Hólasands- lína 3 (jarðstrengur) Laxárlína 1 (loftlína) Kröfl ulína 1 (loftlína) Rafl ínur þvert á Akureyrarfl ugvöll Akureyrarfl ugvöllur La xá rlí na 1 Krö fl u lín a 1 A K U R E Y R I Öryggissvæði samkvæmt sænskum staðli 14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Fjörutíu árvoru í gærliðin frá því að rúmlega fimmtíu bandarískir sendi- ráðsmenn voru teknir í gíslingu í Íran og var þeim áfanga fagnað með hefð- bundnum hátíðahöldum í Teher- an og fleiri stórborgum landsins. Múgur og margmenni safnaðist saman í höfuðborginni og hróp- aði slagorð þar sem kallað var eftir dauða yfir Bandaríkjunum og Ísrael, auk þess sem kveikt var í þjóðfánum þessara ríkja. Ekki er einsdæmi að gíslatök- unnar sé minnst í Íran, enda hafa stjórnvöld þar nýtt tækifærið á hverju einasta ári til þess að ýfa upp hatur á Vesturlöndum og Bandaríkjunum sérstaklega. Þó að írönsk stjórnvöld bæru mögu- lega ekki ábyrgð á upphaflegu gíslatökunni á sínum tíma varð snemma ljóst að aðgerðir þeirra róttæku stúdenta sem hertóku bandaríska sendiráðið fyrir fjörutíu árum nutu mikillar vel- vildar og stuðnings meðal æðstu ráðamanna. Gíslatakan varð því á sínum tíma til þess að treysta klerka- stjórnina enn frekar í sessi, auk þess sem hún ýtti verulega undir þann fjandskap sem ríkt hefur á milli Írans og Bandaríkjanna undanfarna fjóra áratugi. Hafa ber í huga að árásir á sendiráð ríkja sem ekki eiga í stríði við gistiríkið eru jafnan taldar meðal einhverra verstu synda sem hægt er að fremja í alþjóða- samskiptum, auk þess sem fram- koma Írana sýndi bæði gíslunum og Jimmy Carter, þá- verandi forseta Bandaríkjanna, lítilsvirðingu. Nú, fjörutíu árum síðar, eru samskipti Bandaríkjanna og Ír- ans enn við frostmark. Er það ekki síst vegna ásælni Írans- stjórnar í kjarnorkuvopn, sem reynt var að koma böndum á með kjarnorkusamkomulaginu árið 2015. Það samkomulag var ekki líklegt til árangurs og hafa Ír- anar brotið ítrekað gegn því og Bandaríkin sagt sig frá því. Og ekki verður sagt að fram- ferði klerkastjórnarinnar hafi skánað á þeim fjörutíu árum sem liðin eru. Þeir gríðarmiklu fjár- munir sem kjarnorkusam- komulagið leysti úr læðingi voru ekki nýttir í þágu íransks al- mennings, heldur runnu þeir að stórum hluta til vígahópa og ann- arra ríkja þar sem Íransstjórn sóttist eftir að auka ítök sín. Endurteknar árásir á olíu- flutningaskip og framleiðslustaði við Persaflóa, auk hertöku ír- anska byltingarvarðarins á bresku olíuflutningaskipi fyrr á árinu, benda ekki til þess að neinn samnings- eða sáttavilji sé hjá stjórnvöldum í Teheran. Sá fögnuður sem þau sýna á afmæli hins skammarlega atburðar stað- festir enn fremur að Íran klerka- stjórnarinnar er við sama hey- garðshornið og fyrir fjórum áratugum og verður að umgang- ast það eins og þann ógnvald sem ríkið sannarlega er. Klerkastjórnin fagnar fjörutíu árum frá gíslatökunni} Við sama heygarðshornið Míkhaíl Gorbat-sjoff, fyrrver- andi leiðtogi Sovét- ríkjanna, varaði við því á dögunum í samtali við breska ríkisútvarpið BBC að deilur Vest- urveldanna og Rússlands settu heimsbyggðina í stórfellda hættu, þar sem enn stafaði mikil hætta af kjarnorkuvopnum. Mælti Gorbatsjoff með því að ríki heimsins kæmu sér saman um að banna slík vopn. Þessi hugmynd er svo sem ekki ný af nálinni. Sagan segir að á Höfðafundinum fræga hafi Gorb- atsjoff og Ronald Reagan þáver- andi Bandaríkjaforseti farið nærri því að samþykkja slíkt bann, en viðræður þeirra leystust að lokum upp án niðurstöðu. Fundurinn lagði þó grunninn að samkomulagi risaveldanna um bann við meðaldrægum eld- flaugum, en bæði Bandaríkin og Rússland ákváðu fyrr á árinu að rifta því. Ljóst er að kjarnorkuvopn hafa haft gríðarleg áhrif á al- þjóðamál. Það má til dæmis halda því fram með ágætum rökum, að tilkoma kjarnorkuvopna hafi á sinn hátt stuðlað að því að glíma risa- veldanna um örlög Evrópu á seinni hluta 20. aldar varð ekki að skæðri heimsstyrjöld. Það var hins vegar ekki sjálfgefið að friðurinn héld- ist í kalda stríðinu og mátti stundum litlu muna að afleiðing- arnar yrðu óafturkræfar. Hættan á slíkum ragnarökum er enn til staðar og hefur að ein- hverju leyti aukist á ný á síðustu árum. Ákall Gorbatsjoffs um að ríki heims sameinist um að banna öll kjarnorkuvopn er því góðra gjalda vert svo langt sem það nær. Vert er þó að hafa í huga, að slíkt bann verður ekki til af sjálfu sér, þar sem ekkert stórveldanna vill verða fyrst til þess að gefa keppinautum sínum höggstað á sér og minni ríki eru ekki öll lík- leg til að vera samningsfús. Óvissan um framhald INF- samkomulagsins, sem og deilur við ýmis útlagaríki sem hafa reynt og jafnvel tekist að verða sér úti um slík gjöreyðingarvopn, benda því eindregið til þess að kjarnorkuvopn séu komin til þess að vera um langa framtíð. Ákall Gorbatsjoffs er áhugavert en óraunhæft} Damóklesarsverðið S miðurinn – saumakonan – gistihúsa- eigandinn – forritarinn – múrarinn og listamaðurinn. Kraftmikið og fjölbreytt atvinnu- líf er grunnurinn að góðri og öflugri almannaþjónustu, sem við reiðum okkur á allt lífið. Það vill alltof oft gleymast að langflest þess- ara fyrirtækja eru agnarlítil og rekin af harð- duglegu fólki sem rekst áfram af áhuga á starf- inu, hugsar fyrst og fremst um að skapa sjálfu sér og öðrum atvinnu en heldur í leiðinni uppi nærþjónustu um allt land. Við sjáum þetta fólk allt í kringum okkur. Oft lætur það eigin laun sitja á hakanum til að ná að borga starfsmönnum sínum, veðsetur jafnvel persónulegar eigur til að halda rekstr- inum gangandi og er með kvíða um mörg mán- aðamót. Mörg geta ekki leyft sér að taka eðlilegt sumarfrí, nema endrum og sinnum. Við höfum ekki lagt nóga rækt við að búa þessum fyrir- tækjum góð skilyrði. Megináherslur stjórnmálanna hafa snúist of mikið um stórfyrirtækin, stórkarlalega uppbygg- ingu og rekstrarumhverfi þeirra. Samt skila ör- og smá- fyrirtæki stórum hluta vergrar landsframleiðslu. Í ýmsum Evrópuríkjum er unnið út frá þumalputtaregl- unni „think small first“, það er að segja „hugsum smátt, fyrst“. Við alla mótun og ákvarðanir sem snúa að atvinnu- lífinu, ekki síst lög og reglugerðir, eru þarfir lítilla fyrir- tækja hafðar að leiðarljósi. Þetta er hugsun sem við ætt- um að tileinka okkur í ríkara mæli hér á Íslandi líka. Einhæft atvinnulíf felur í sér of stóra áhættu, ekki síst fyrir lítið land en það er auk þess síður til þess fallið að mæta þeim vænt- ingum sem ungt fólk gerir til lífsins í dag. Það mun bera uppi lífskjör okkar næstu áratugina og við verðum að búa svo um hnútana að það telji eftirsóknarvert að starfa hér, í samtíma þar sem það getur valið nánast allan heiminn til búsetu. Við þurfum því að skjóta sterkari stoðum undir fjölbreytt atvinnulíf. Annars vegar verðum við að bæta skilyrði þessara örfyrirtækja, sem ætla sér ekkert endilega að stækka en eru þó hjarta allra bæja og gera þá byggilega. Hins vegar þurfum við að auka veg nýsköpunarfyrirtækjanna, sem byggja oft á hugviti, eru oft metnaðarfull og vilja stækka. Þau hafa reynst hinum hefð- bundnari atvinnugreinum ómetanleg í sókn þeirra til meiri verðmætasköpunar en geta líka með nýrri tækni horft á allan heiminn sem markað sinn. Þessi fyrir- tæki þurfa að verða stærri þáttur í atvinnulífi okkar til framtíðar. Þess vegna hef ég, ásamt þingmönnum Samfylking- arinnar, lagt fram tillögu til þingsályktunar um aðgerðir í þágu smærri fyrirtækja. Þar ber helst að nefna aukna lækkun tryggingagjalds, sérstaklega á lítil fyrirtæki, ein- faldara og skýrara regluverk og sérstakan stuðning við fyrirtæki sem byggja á hugviti. Við eigum að hugsa smátt – fyrst. logie@althingi.is Logi Einarsson Pistill Hugsum smátt – fyrst Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Landsnet er að skoða alvarlega þann valkost að leggja Kröflu- línu 1 í jörðu, ekki síst í ljósi nýs áhættumats Isavia. Samkvæmt upplýsingum frá Sverri Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóra tækni- og þróunarsviðs, koma nokkrir kostir til greina. Það eru valkostirnir sem nefndir eru í niðurstöðum áhættumatsins og einnig að fara með jarðstreng- inn lengra frá vellinum. „Einn áhugaverður möguleiki væri einnig að setja strax seinna strengjasettið sem er fjallað um í matinu á Hóla- sandslínu 3 en nota það fyrir Kröflulínu 1 til að byrja með,“ segir Sverrir í skriflegu svari. Kosturinn við það er að þar er aðalskipulagsvinnu og mati á umhverfisáhrifum lokið og sam- legðaráhrif nást fram. Á móti komi aukinn kostnaður við framkvæmdina sem þó sé að mestu flýting kostnaðar. Sverrir segir að vinnan standi yfir og endanleg niðurstaða liggi ekki fyrir. Jarðstreng verði flýtt NOKKRIR VALKOSTIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.