Morgunblaðið - 05.11.2019, Síða 19
unni TF-Sif og tók meginábyrgð á
þjálfun okkar. Það þurfti að kenna
okkur að síga úr þyrlunni, hvort
heldur niður í skip, á fjall eða á
land og að kenna okkur umgengni
við fjarskiptatækin, þyrluna,
áhöfnina og allan öryggisbúnað.
Sigurður Steinar var afburða-
kennari, nákvæmur og agaður og
setti öryggi ofar öllu. Hann var
duglegur að koma með uppbyggj-
andi gagnrýni þegar við átti en
einnig að hrósa þegar svo bar und-
ir. Hann var mjög áfram um fag-
leg vinnubrögð í hvívetna sem gaf
okkur ungu læknunum öryggistil-
finningu. Þó við höfum bæði unnið
með afbragðsfólki er á engan hall-
að þó við segjum að enginn hafi
kennt okkur meira um fag-
mennsku en Sigurður Steinar og
það hefur nýst í okkar læknis-
störfum alla tíð.
Það var ekki bara lærdómsríkt
að vinna með Sigurði Steinari og
öðrum í áhöfn þyrlunnar, það var
líka skemmtilegt. Í þyrlusveitinni
ríkti, þrátt fyrir alvöruna sem
jafnan fylgdi starfinu, léttur og
góður andi og þar átti Sigurður
Steinar stóran hlut. Hann var
skemmtilegur og spaugsamur og
án efa margir sem minnast hans
fyrir smitandi hláturinn. Þó sam-
starfinu á þyrlunni lyki héldum
við sambandi og með okkur var
vinskapur alla tíð þótt vissulega
hefðum við viljað að samveru-
stundirnar hefðu orðið fleiri.
Sigurður Steinar lagði að baki
hálfrar aldar starfsferil sem af bar
og hann vann þjóðinni ómetanlegt
starf við leit, björgun og
landhelgisgæslu. Glæsilegur fer-
illinn vitnar um mikla mannkosti
hans; fagmennsku, einbeitni, yfir-
vegun, óeigingirni, þrautseigju,
hógværð og virðingu fyrir sam-
starfsfólki. Enda voru honum fal-
in trúnaðarstörf eins og að vera
skipherra á okkar fínasta varð-
skipi, Þór. Það var svo mikið
reiðarslag þegar Sigurður greind-
ist með mein það sem nú hefur
lagt hann að velli, einungis nokkr-
um vikum eftir að hann lauk störf-
um og sannast þar að í lífinu er
ekki alltaf gefið á sanngjarnan
hátt.
En nú er Sigurður Steinar
lagður af stað í sína hinstu för og
við erum þess fullviss að hann er
þegar farinn að láta að sér kveða á
æðri stöðum. Við minnumst Sig-
urðar Steinars með virðingu og
hlýju og vottum Sólveigu, sonum
og barnabörnum okkar innileg-
ustu samúð.
Ef áttu draum
sýndu dáð, rætist hann þá.
Sé tíðin naum,
skaltu taka fastar á.
Og ef átt þú heiðríkju hugans
Skaltu’ ei hræðast fylg þinni þrá.
Hugur af hug
tendrast dáðum og dug
því að hraustir menn
hlýða hreystikallinu enn.
(Jakob Jóhannesson Smári)
Lofuð sé minning þín, kæri
vinur, hvíl í friði.
Alma D. Möller
Torfi F. Jónasson.
Við Sigurður Steinar vorum
jafnaldrar og útskrifuðumst árið
1970 úr farmannadeild Stýri-
mannaskólans í Reykjavík. Þegar
hann hóf störf hjá Landhelgis-
gæslunni árið 1968 byrjaði hann
sem háseti á v/s Maríu Júlíu og
vorum við samskipa um tíma.
Hann hafði þá þegar mikla reynslu
í sjómennsku sem háseti á fiski-
bátum og ótrúlega mikla þekkingu
á öllum fiskiskipaflotanum, vissi
hverjir voru skipstjórar á öllum ís-
lenskum fiskiskipum og þekkti
alla báta og skip um leið og þau
komu í augsýn. Þessi þekking og
gáfa voru oft mikilvæg um borð í
varðskipi við fiskveiðieftirlit sem
og við leitar- og björgunarstörf.
Undirrót þess að hann ræktaði
þessa þekkingu var að mínu áliti
djúp virðing fyrir sjómönnum al-
mennt og var köllun hans sú að
gera allt sem í hans valdi stóð til að
tryggja öryggi sjófarenda.
Sigurður Steinar var einn
þeirra sem börðust ótrautt fyrir
getu Landhelgisgæslunnar til að
takast á við leitar- og björgunar-
verkefni og uppfylla skyldur rík-
isins til að veita fullnægjandi leit-
ar- og björgunarþjónustu. Stór
liður í þeirri baráttu var að fá full-
komna björgunarþyrlu. Auk þess
var hann einn frumkvöðla í áhöfn
þyrlunnar sem spilmaður og sig-
maður. Hann átti stóran hlut í að
fá lækna í áhöfn þyrlunnar, sem
átti eftir að bjarga mörgum
mannslífum. Ef til vill gera fáir sér
grein fyrir því hve margir sjófar-
endur létu lífið á þessum árum, en
með tilkomu fullkominnar þyrlu-
björgunarsveitar urðu algjör
straumhvörf í þágu sjófarenda,
landsmanna allra og erlendra
ferðamanna.
Til að efla þekkingu á varnar-
og öðrum öryggismálum hér
innanlands var ég, og svo síðar
Sigurður Steinar, sendur í skóla
bandaríska sjóhersins í Newport,
Rhode Island, til að nema þar her-
fræði og aðferðir, einkum í
tengslum við sjóhernað og til að
vera betur undirbúnir að ræða við
yfirmenn herstöðvarinnar á Kefla-
víkurflugvelli um þjóðarvarnir.
Þegar heim kom varð ég, og svo
Sigurður Steinar sem eftirmaður
minn, tengiliður milli herstöðvar-
innar og Flugmálastjórnar, Al-
mannavarna og björgunarsveita,
og í sumum tilvikum við varnar-
máladeild utanríkisráðuneytisins.
Sigurður Steinar var mikill sjó-
maður og drengur góður, hafði ríka
sjálfsvirðingu og bar mikla virð-
ingu fyrir öllu fólki. Hann varð
þeirrar lukku aðnjótandi að taka
við og stjórna nýjasta og glæsileg-
asta varðskipi okkar, v/s Þór, og
varð æðsti skipherra Landhelgis-
gæslu Íslands. Einnig var það gæfa
hans að verða vitni að eflingu
þyrluflota og flugvélar Landhelg-
isgæslunnar. Segja má að draumar
hans hafi ræst, enda hefur þjóðin
rækt skyldur sínar í þessum efnum
með ágætum og framtíð Landhelg-
isgæslu Íslands er björt.
Sigurður Steinar Ketilsson var
mikill fjölskyldumaður og ég geri
mér grein fyrir þeim fórnum sem
hann færði með því að vera oft að
heiman frá eiginkonu og börnum,
sem og þeim fórnum sem eigin-
kona hans og börn máttu þola. Ég
votta Sólveigu, börnum og barna-
börnum einlæga samúð mína.
Sigurður Steinar var minn besti
og tryggasti samstarfsmaður og
vinur og mun ég sakna hans mikið.
Hermann Sigurðsson.
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2019
Árið er 2012. Út
úr bíl á hlaðinu í
Dalsgarði stíga
fimm manneskjur.
Maðurinn er alvarlegur en glottir,
konan virkar eilítið ringluð, með
þykkt svart hár fyrir andlitinu.
Börnin þrjú eru kannski feimin.
Manneskjurnar skoða sig um eins
og þeir einir gera sem unna nátt-
úrunni og kyrrðinni utan alfara-
leiðar.
Konan verður garðyrkjunemi í
Dalsgarði og þar með hefst okkar
stutta en yndislega gefandi og
skemmtilega samferð. Matarboð,
hestaferð, veiðiferð, brúðkaup,
hlátur, tónlist, söngur, dans,
spjall, vinátta, gleði og sorg.
Garðyrkjuneminn verður einn
daginn fræðingur og gerist þá
starfsmaður í Dalsgarði. Það er
mikið að gera hjá foreldrum sem
vinna utan heimilis ásamt því að
ala upp börnin sín. Verkefnin sem
þarf að sinna eru mörg og fjöl-
skyldan gerir eins vel og hún get-
ur. Þetta er samheldin eining sem
nýtur lífsins eins vel og hún getur.
Ófáar eru ferðirnar í Skagafjörð-
inn því þar eru ræturnar og allt
góða fólkið sem stendur henni
næst. Hestarnir, hundarnir, kis-
urnar, náttúran, þorrablótin, vetr-
armótið á ísilagðri tjörninni ...
Þarna er gott að kjarna sig og
hlaða.
Sumir tímar eru þó erfiðari en
aðrir. Þetta er vel þekkt. Erfið-
leikar við að koma sér að verki,
vonleysi sem tekur yfir, kvíðinn og
óyndið herja á. Maðurinn alvar-
legi tekur þátt í umræðu um mál-
efnið af áhuga og virðingu. Hann
spyr spurninga, hlustar og reynir
að skilja en gengur það ekki vel.
Hefur ekki upplifað slíkan van-
mátt og myrkur. Hann er vanur
að bretta upp ermarnar, ganga í
verkin og gefst aldrei upp. Hann
undirbýr landsmót hestamanna,
heldur utan um stór fyrirtæki,
byggir upp hús og annast fjöl-
skylduna sem er honum allt, spilar
körfubolta, bakar skinkuhorn, fer
í hesthúsið á kvöldin til að hlúa að
Lárus Dagur
Pálsson
✝ Lárus DagurPálsson fædd-
ist 6. september
1973. Hann lést 19.
október 2019.
Útför hans fór
fram 2. nóvember
2019.
sínu yndi og vinda
ofan af sér.
Verkefnin eru
mörg og stór, allt í
einu er ekki hægt að
bretta ermarnar
hærra.
Við þökkum
stutta en ómetan-
lega samferð í lífinu.
Megi allar góðar
vættir styrkja þá
sem eftir lifa.
Ást og virðing,
Helena og Gísli.
Aleiga okkar allra er eingöngu
andartakið sem er að líða. Síðar
verða sumar stundir að fjársjóði í
gullkistu minninganna, sem lífga
síðan aftur upp á andartak líðandi
stundar, eða skapa sársaukafullan
söknuð eftir þeim sem minning-
arnar smíðaði.
Að kveðja kæran vin, Lárus
Dag Pálsson, er þyngra en tárum
taki. Það er einmitt vegna fallegra
liðinna stunda og stunda sem aldr-
ei verða, sem sársaukinn og sökn-
uðurinn verður svo nístandi kald-
ur. Á sama tíma finn ég fyrir
djúpu þakklæti fyrir manninn sem
Lalli hafði að geyma og dýrmætar
minningarnar með honum og
samverustundir með fjölskyldu
hans.
Fyrir tæpum þrjátíu árum kom
Lalli kom inn í tilveru mína þegar
hjörtu hans og Önnu Sifjar, minn-
ar kæru vinkonu, mættust. Á
þessum árum svaf vinahópurinn
ekki af sér hina skagfirsku björtu
sumarnótt. Við vorum öll bara
krakkar sem lifðu líkt og enginn
væri morgundagurinn, nema
kannski Lalli sem var ögn fyrir-
hyggjusamari en við hin. Fljótlega
kom í ljós að öllu sem hann tók sér
fyrir hendur fylgdi mikill metnað-
ur og ábyrgð. Hann skilaði ætíð af
sér framúrskarandi verki en
stærði sig þó aldrei af afrekum
sínum. Fíflagangurinn og glettnin
var alltaf skammt undan. Ég sé
svo ljóslifandi fyrir mér hvernig
glottið færist yfir andlit hans og
breytist svo í kitlandi hlátur.
Lalli var einstakur drengur og
traustur vinur. Hann átti auðvelt
með að hvetja samferðafólk sitt
áfram til dáða. Ég verð honum ei-
líflega þakklát fyrir þá miklu tiltrú
og hvatningu sem hann ávallt
sýndi mér.
Úr gullkistu minninganna
flæða ótal minningabrot; öll hesta-
mannamótin, búsetan á stúdenta-
görðunum á Skerjó, sumarbú-
staðaferðir, samverustundirnar í
Hólmaþinginu, jólin okkar saman
á Flórída og áfram mætti telja.
Einhverra hluta vegna koma end-
urtekið upp í hugann svipmyndir
af Lalla þar sem við erum að
ganga frá eftir kvöldmatinn í eld-
húsinu í Hólmaþinginu. Anna Sif
er farin með börnin í háttinn en á
milli okkar tveggja ganga óhefluð
skot og einhverjir brandarar; svo
er glott út í annað og hlegið dátt.
Síðan kemur Anna Sif upp og við
setjumst öll þrjú saman og förum
yfir málefni líðandi stundar. Að
lokum lætur Lalli sig hverfa til að
við Anna getum átt okkar stelpu-
stund.
Fallegustu augnablikin í minn-
ingakistunni eru þó samskipti
Lalla við Önnu Sif og börnin.
Hann elskaði þau af öllu hjarta.
Hann var ófeiminn við að sýna og
tjá Önnu Sif ást sína. Í fríum, sem
mig grunar að hafi oft verið hon-
um langþráð, dró hann sig gjarn-
an til hlés frá okkur fullorðna fólk-
inu til að eiga tíma í leik eða spjalli
með börnunum sínum. Þetta voru
fallegar stundir þar sem börnin
áttu föður sinn óskiptan.
Lífið tekur stundum óvæna
stefnu og enginn veit hvaða spil
hann hefur á hendi. Það var aðdá-
unarvert hvað Anna Sif og stór-
fjölskyldur þeirra beggja gerðu
allt hvað þau gátu til að styðja
Lalla í veikindum hans. Um leið
og ég votta þeim öllum mína
dýpstu samúð bið ég góðan Guð að
styrkja þau á tímum sorgar og
söknuðar og veita hugarró.
Arna Björg Bjarnadóttir.
Í dag kveð ég kæran vin.
Fréttir af andláti Lalla vinar míns
voru þungbærar og óskiljanlegar.
Lalli var manna léttastur og
skemmtilegastur og alltaf stutt í
húmorinn. Hann hafði einstakt lag
á að segja sögur og herma eftir
fólki. Þannig gæddi hann frásagn-
ir lífi og engum leiddist að vera í
kringum hann.
Fannst alltaf svo notalegt að
koma til Lalla og konu hans Önnu,
þau svo sannarlega höfðingjar
heim að sækja og sérstaklega
notalegt að vera í kringum. En
það var ekki bara vegna þess
hversu léttur og skemmtilegur
Lalli var, hann var með traustari,
heiðarlegri og góðhjartaðri mönn-
um sem ég hef komist í kynni við.
Einstaklega góður einstaklingur
sem var annt um þá sem í kring-
um hann voru, hvort sem það var
fjölskyldan, vinir eða samstarfs-
félagar. Lalli hafði nefnilega þann
eiginleika að sjá það góða í fólki.
Ég heyrði hann aldrei tala illa um
aðra. Þessir eiginleikar gerðu það
að verkum að það var sérstaklega
notalegt að vera í kringum Lalla
og þau hjónin. Það var aldrei asi á
hlutunum – þau hjón höfðu ein-
stakt lag á að láta manni líða vel
og koma fólki til að hlæja.
Það var einstakt að eiga Lalla
að, hann átti einkar gott með að
hlusta á aðra og gefa góð ráð. Ég
átti við hann gott spjall í vor, þar
sem við félagarnir opnuðum okk-
ur, fórum yfir farinn veg og þær
hindranir sem orðið höfðu á vegi
okkar. Fyrir þetta spjall er ég
þakklátur. Þegar Lalli tók að sér
verkefni leysti hann þau vel og af
mikilli samviskusemi, en stundum
gekk það svo langt að mér þótti
hann sjálfur verða útundan. Hann
meðtók þannig illa þær áhyggjur
sem ég hafði af honum, að hann
þyrfti að hægja á sér og hugsa
meira um sjálfan sig. Lalli var allt-
af fókuseraður á verkefnin og þau
áttu hug hans allan. Veikindin
læddust því aftan að honum, tóku
yfir á mjög skömmum tíma og
enduðu með að hafa betur. Lalli,
sem hugsaði svo vel um aðra,
veitti því ekki athygli að hann
sjálfur hefði þurft sömu umhyggju
og hann sýndi öðrum.
Það er sár missir að kveðja
Lalla enda einstakur og kær vin-
ur. Ég vildi óska að honum hefði
ekki fundist hann tilneyddur að
taka þá ákvörðun sem hann tók.
Þar höfðu veikindin betur, enda
Lalli orðinn gjörólíkur sjálfum
sér. Minningin um góðan mann
mun engu að síður lifa áfram. Á of
stuttri ævi snerti Lalli við mörg-
um – og í þeirri snertingu mun
hann áfram hafa áhrif. Þannig kýs
ég að minnast hans og þannig mun
hann lifa áfram.
Með þessum orðum kveð ég vin
minn fullur af þakklæti fyrir þann
tíma sem ég hef þekkt hann.
Lalli, ég sakna þín. Þinn vinur,
Hinrik (Hinni).
Fleiri minningargreinar
um Lárus Dag Pálsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
EMIL ÞÓR GUÐBJÖRNSSON,
skipasmiður og trillukarl,
Stykkishólmi,
verður jarðsungin frá Stykkishólmskirkju
laugardaginn 9. nóvember klukkan 15.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug.
Hrafnhildur Jónsdóttir
Bjarndís Emilsdóttir Magnús Ingi Bæringsson
Guðbjörn Emilsson Sabine Marlene Sennefelder
Dagur Emilsson Þóra Stefánsdóttir
Jón Sindri Emilsson Heiða María Elfarsdóttir
og barnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma
UNNUR STEFÁNSDÓTTIR
Ægisgötu 16,
Akureyri,
lést fimmtudaginn 24. október á
Sjúkrahúsinu á Akureyri.
Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn
5. nóvember klukkan 13.30.
Björn Snæbjörnsson Magga Kristín Björnsdóttir
Sigurbjörg Snæbjörnsdóttir
Stefán Sigurður Snæbjörns. Randi Aarseth
Kristinn Snæbjörnsson Kristín Sigurbjörg Jóhannsd.
barnabörn og barnabarnabörn
Móðir, amma, systir, mágkona og
tengdamóðir,
ÞÓRARNA V. JÓNASDÓTTIR
sérkennari og leiðsögumaður,
Skaftahlíð 7,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 20. október.
Hún verður jarðsungin frá Fossvogskirkju 5. nóvember
klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Alzheimersamtökin.
Jón Sigfússon Freyja Valsdóttir
Bjarni Sigfússon
Ragnhildur, Ólafur og Krístólína
Jenný, Anna og Halldóra
Vilbergur, Þórarna og Valur
Ástkær sonur okkar, bróðir og mágur,
HALLGRÍMUR ÞORMARSSON,
veitingastjóri á Hótel Búðum,
lést af slysförum 27. október.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni
fimmtudaginn 7. nóvember klukkan 13.
Þuríður Hallgrímsdóttir Finnbogi Kjartansson
Þormar Ingimarsson Þórunn Stefánsdóttir
Kjartan Henry Finnbogason Helga Björnsdóttir
Fjóla Finnbogadóttir Davíð Sigurbergsson
Ása Lind Finnbogadóttir
Thelma Þormarsdóttir Óskar Örn Hauksson
Rakel Þormarsdóttir Auðunn Blöndal
Bryndís Begga Þormarsdóttir
Einar Ólafsson Kahina Ólafsson
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar elskulegs
eiginmanns míns, föður, tengdaföður og
afa,
BJARNA JÓNSSONAR,
Lundi 5.
Ása Björgvinsdóttir
Björgvin Jón Bjarnason Guðlaug Sigurðardóttir
Árný Erla Bjarnadóttir Alfreð Árnason
og barnabörn