Morgunblaðið - 05.11.2019, Síða 22
22 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2019
Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is
Skútan
Sjá verð og verðdæmi
á heimasíðu okkar
www.veislulist.is
Fagnaðir
Næst þegar þið þurfið pinnamat, smurt brauð eða tertur
fyrir útskriftina eða annan mannfagnað, hafðu þá
samband og fáðu tilboð í sal okkar og veitingarnar þínar.
PINNAMATUR
Veislur eru
okkar list!
Bjóðum uppá fjölda tegundapinnamats og tapasrétta
Pinna- og tapasréttir
eru afgreiddir á
einnota fötum,
klárt fyrir veisluborðið.
60 ára Þorbjörg ólst
upp í Búðardal en býr í
Hafnarfirði. Hún er
með BS-gráðu í hjúkr-
unarfræði og vinnur á
speglunardeild á Land-
spítalanum.
Maki: Þórður Pálsson,
f. 1958, vélvirki hjá Hagvögnum.
Börn: Emilía, f. 1977, Marta, f. 1980,
Guðbrandur, f. 1987, d. 1990, Ólafur, f.
1991, og Hergils, f. 1993. Barnabörnin
eru orðin átta.
Foreldrar: Guðbrandur Þórðarson, f.
1933, d. 2019, bóndi í Jörva í Haukadal
og vann í Kaupfélagi Hvammsfjarðar, og
Marta Þorsteinsdóttir, f. 1937, húsmóðir,
búsett í Búðardal.
Þorbjörg
Guðbrandsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú hefur átt erfitt með að einbeita
þér í vinnunni að undanförnu og þarft að
beita þig meiri aga. Sýndu öðrum gæsku og
segðu það sem þú ert að hugsa.
20. apríl - 20. maí
Naut Láttu það ekki á þig fá þótt þér finnist
stundum smáatriðin gera þér erfitt um vik.
Dagurinn í dag er tilvalinn til þess að horf-
ast í augu við eitthvað sem þú telur
óskemmtilegt.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Skipuleggðu vinnu þína þannig að
þú og samstarfsmenn þínir eigið auðvelt
með að leysa fyrirliggjandi verkefni. Sýndu
að þú kunnir að meta framlag annarra.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Sjáðu til þess að þú fáir útrás fyrir
sköpunargleði þína. Þú hefur ekki sinnt
sjálfum/sjálfri þér nógu vel síðustu mánuði.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það þýðir ekkert annað en fylgjast
með nýjungum á sem flestum sviðum. Bara
að vita það að stuðningur þinn er fyrir
hendi, gæti verið nóg til þess að vinur finni
til öryggis.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það getur verið erfitt að hemja til-
finningarnar. Notaðu allan þinn frítíma til að
gera eitthvað skemmtilegt.
23. sept. - 22. okt.
Vog Ekki væri úr vegi að taka fjármálin til
gagngerrar endurskoðunar. Vertu ekki of
harður við sjálfa/n þig og mundu að enginn
er eða verður nokkurn tíma fullkominn.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Gríptu tækifæri sem gefast til
ferðalaga. Reyndu að láta skapsveiflur ann-
arra ekki stjórna þinni líðan.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Umhverfið hefur enn meiri áhrif
á sálarástand þitt en vanalega. Ekki láta
hófsemi þína verða til þess að þú hafnir
góðu tilboði.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þrátt fyrir að vera umvafinn fjöl-
skyldu og vinum finnurðu fyrir einmana-
leika og depurð. Þér líður best úti í nátt-
úrunni.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú þarft að beina athygli þinni
að málum sem snerta heimilið, fjölskylduna
og þína nánustu. Ekkert jafnast á við það að
elska og vera elskaður.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú átt erfitt með að segja nei og sit-
ur því uppi með verkefni sem þú ræður orð-
ið ekkert við. Sjálfboðaliðastörf heilla þig.
að útskrifa þær sem sérmenntaðar
sjúkrafóstrur 1968-73. „Námið var á
vegum Barnaspítala Hringsins í
samstarfi við prófessor Kristbjörn
Tryggvason.“ Sigríður var á ný for-
stöðukona list- og leikmeðferðar á
barnadeild Landakotsspítala 1982-
83 og kennari og listmeðferðarfræð-
ingur í Grunnskóla barnadeildar
Landakotsspítala og barnadeildar
Sjúkrahúss Reykjavíkur 1984-96.
Sigríður hefur haldið
listmeðferðarnámskeið og verið með
listasmiðjur fyrir börn, fatlaða,
fanga og fagfólk á heilbrigðis-,
kennslu- og félagsmálasviðum. Hún
hefur haldið fjölda fyrirlestra um
listmeðferð, innlendis sem erlendis.
Hún átti frumkvæði að fyrsta nor-
ræna þinginu um listmeðferð og
fékk Norræna húsið og Félag sér-
kennara á Íslandi til samstarfs, en
þingið var haldið í Norræna húsinu í
Reykjavík 1975. Hún hannaði einnig
og skipulagði alþjóðlegt þing um
börn og rafræna miðla og fékk Nor-
ræna húsið í samstarf. Ráðstefnan
var haldin í Norræna húsinu 1995.
Hún er meðhöfundur þriggja bóka
sem allar fjalla um börn á sjúkra-
húsum og var höfundarþátttaka Sig-
ríðar um listmeðferð. Hún hefur enn
fremur skrifað fjölda tímaritsgreina.
1955. „Ég notaði þá myndlist mark-
visst sem þerapíu fyrir börnin.
Næsta ár var ég síðan í starfsnámi á
barnadeild Rigshospitalet í Kaup-
mannahöfn og vann þar með leik- og
myndþerapíu.“
Sigríður kom síðan heim til Ís-
lands og varð höfundur og for-
stöðukona leikmeðferðar og list-
meðferðar á barnadeild Land-
spítalans og Barnaspítala Hringsins
1957-73, hún var forstöðumaður eins
árs framhaldsnáms, fyrir fóstrur, til
S
igríður Sveinbjörg Pálína
Björnsdóttir er fædd 5.
nóvember 1929 á Flögu í
Skaftártungu í Vestur-
Skaftafellssýslu. For-
eldrar hennar bjuggu þá að Ásum í
Skaftártungu, þar sem Björn faðir
hennar var prestur, en móðir hennar
var frá Flögu.
„Þegar ég var á þriðja ári fluttum
við að Brjánslæk á Barðaströnd þar
sem pabbi þjónaði kalli í tvö ár en þá
fluttum við að Höskuldstöðum á
Skagaströnd. Var pabbi prestur þar
til ársins 1940 en þá um vorið var Ís-
land hernumið af Bretum. Við flutt-
um til Reykjavíkur það haust en
pabbi hóf þá útgáfu á tímariti sínu
Jörð.
Þegar við komum til Reykjavíkur
var ég tæplega ellefu ára og fór ég í
Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi.
Það voru mikil viðbrigði fyrir sveita-
stelpuna að koma til Reykjavíkur og
ekki síst vegna hernámsins. Í ná-
grenni við heimili okkar voru þrír
herkampar og við hliðin stóðu ætíð
fullvopnaðir hermenn. Mér var sagt
þá að fleiri hermenn væru í Reykja-
vík en borgarar og maður sá her-
menn alls staðar. Vorið eftir var ég
send í sveit að Flögu, til afa og
ömmu, en síðar var ákveðið að ég
yrði þar áfram um veturinn. Ég lauk
því fullnaðarprófi frá barnaskól-
anum í Skaftártungu.“
Sigríður var í Verzlunarskóla Ís-
lands 1944-47, útskrifaðist sem
myndlistarkennari frá Myndlistar-
og Handíðaskólanum 1952, var í
námi við Central School of Art and
Crafts, London 1954-55 og lauk
diplómanámi í listmeðferð frá Gold-
smiths College, University of
London 1984.
Starfsferillinn
Sigríður vann sem myndlistar-
maður í starfsnámi á sjúkrahúsum á
Englandi til að læra að vinna með
sjúkum og fötluðum börnum árið
1952. „Ég byrjaði að þróa þá hug-
mynd að nota mætti myndlist sem
þerapíu fyrir börn á sjúkrahúsum.“
Hún var myndlistarkennari í
Kvennaskólanum í Reykjavík 1952-
53, var í starfsnámi á barnadeild
Maudsley-geðspítalans í London
Sigríður var varaformaður í Fé-
lagi íslenskra myndlistarkennara
1971-73, ritari FÍM (Félag íslenskra
myndlistarmanna) og ritari í Ís-
landsdeild norræna myndlistar-
bandalagsins 1976-80, forstöðu-
maður Sýningarsals FÍM, 1977-80,
fulltrúi FÍM í Nordfag (þá stéttar-
félag norrænna myndlistarmanna)
1978-81, forseti Íslandsdeildar The
International Association of Art,
UNESCO, 1978-88, félagi í „öld-
ungaráði“ The International College
of Pediatrics, 1975-88, og ritari
IAPTE 1988-90.
Sigríður hefur sömuleiðis átt öfl-
ugan listmálaraferil að baki og hald-
ið fjölda einkasýninga og samsýn-
inga, bæði innlendis og erlendis.
Hún tók síðast þátt í samsýningu
núna í sumar á vegum Akademíu
skynjunarinnar. „Sýningin var hald-
in víða á Snæfellsnesi, en þátttak-
endur á henni þurftu að vera tengd-
ur Snæfellsnesi. Ég málaði mikið á
Hellnum, var líklega 25 sinnum þar
hluta úr sumri, var heilluð af nátt-
úrunni og birtunni þar og börnin
mín eiga hús þar.“
Sigríður er enn að mála og von er
á bók um myndlist hennar fyrir jól.
„Ég byrjaði í abstrakt, fór síðan í
landslagsmálverg en er aftur komin
Sigríður Björnsdóttir, myndlistarmaður og listmeðferðarfræðingur – 90 ára
Ásamt barnabörnum Frá vinstri: Vera Roth, Sigríður, Þrándur Gíslason Roth og Þórunn Gísladóttir Roth í
útskriftarveislu árið 2017, en öll þessi þrjú barnabörn voru þá að útskrifast úr háskólanámi.
Notar alla krafta sína í myndlistina
Mæðgin Sigríður og Karl.
40 ára Berglind ólst
upp í Mosfellsbæ en
flutti á Sauðárkrók
fyrir tíu árum og er
núna að byggja í
Kringlumýri í Blöndu-
hlíð. Hún er með BA-
gráðu í fornleifafræði
og MA-gráðu í menningarfræði og er
safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga.
Maki: Guðmundur Stefán Sigurðarson, f.
1980, minjavörður Norðurlands vestra.
Börn: Jóna Karítas, f. 2007, Matthías, f.
2010, og Katrín, f. 2013.
Foreldrar: Þorsteinn Eyjólfsson, f. 1937,
rafvirki, og Jóna Þórðardóttir, f. 1950,
húsmóðir. Þau eru búsett í Playa Flam-
enca rétt fyrir sunnan Alicante á Spáni.
Berglind
Þorsteinsdóttir
Til hamingju með daginn
Grindavík Hekla Margrét
fæddist 3. febrúar 2019 kl.
17.58 á Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja. Hún vó 3.638 g
og var 51 cm löng. Foreldrar
hennar eru Sigríður Etna
Marinósdóttir og Ingólfur
Ágústsson.
Nýr borgari