Morgunblaðið - 05.11.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.11.2019, Blaðsíða 24
ur liðsins er þjóðarleikvangur Ka- sakstans, þar sem Ísland lék einmitt undir þaki í undankeppni EM í marsmánuði árið 2015. Enn óvissa með þátttöku í landsleikjunum Sjálfur fylgdist Rúnar með leik Tobol og Astana af varamanna- bekknum en hann hefur ekki spilað síðan hann meiddist í landsleiknum gegn Frökkum á Laugardalsvell- inum 11. október. „Ég tognaði aftan í læri og er ekki búinn að ná mér alveg. Ég æfði með liðinu fyrir leikinn en sat svo bara á bekknum í borgaralegum klæðum og vissi ekki að ég hefði verið á leik- skýrslunni fyrr en ég sá það í fjöl- miðlum eftir leikinn!“ sagði Rúnar og hann veit ekki enn hvort hann verði klár í slaginn með landsliðinu gegn Tyrkjum og Moldóvum 14. og 17. nóvember. „Nei, ég spila örugglega ekki þeg- ar við tökum á móti AZ Alkmaar í Evrópudeildinni á fimmtudaginn en mögulega verð ég með í lokaumferð deildarinnar á sunnudaginn. Það skýrist betur þá hvort ég geti tekið þátt í landsleikjunum. Nú tek ég bara einn dag í einu og það verður ekki ákveðið fyrr en á síðustu stundu,“ sagði Rúnar. Tveir leikir á viku Hann kom til Astana frá Grass- hoppers í Sviss í byrjun júlí og hefur frá þeim tíma spilað 11 leiki í deild- inni í Kasakstan og 10 Evrópuleiki, auk landsleikjanna í september og október. „Ég missti mikið úr síðasta vetur í Sviss en var búinn að vera alveg heill hérna hjá Astana þar til þetta gerðist í landsleiknum. Það var verulega svekkjandi en líklega hefur allt þetta leikjaálag komið í bakið á mér. Við höfum spilað tvo leiki í viku undanfarna mánuði,“ sagði Rúnar. Klár gegn Manchester United Hann gerir hins vegar algjörlega ráð fyrir að vera kominn í gott stand þegar Astana tekur á móti Man- chester United í Evrópudeildinni 28. nóvember. Rúnar og félagar töpuðu fyrri leiknum naumlega á Old Traf- ford í september, 1:0. „Já, þá verð ég örugglega orðinn heill. Það er gríðarleg spenna í Kas- akstan fyrir þessum leik og þetta er stærsti fótboltaleikur í sögu félags- ins. Við vorum svekktir að tapa á Old Trafford eftir að hafa haldið jöfnu svona lengi í leiknum og ætl- um okkur að gera betur.“ Astana hefur ekki fengið stig eftir þrjá leiki í riðlakeppni Evrópudeild- arinnar. Rúnar skoraði eina mark liðsins í deildinni til þessa, með glæsilegu langskoti í 1:2-ósigri gegn Partizan Belgrad á heimavelli. Það var hans fimmta mark í tíu Evrópu- leikjum með Astana en hann skoraði fjögur mörk í undankeppninni í sumar og haust. Að auki hefur Rún- ar skorað tvívegis fyrir Astana í deildinni heima fyrir. Fórnuðum leiknum í Hollandi „Tapið gegn Partizan var sérstak- lega svekkjandi því til að komast lengra í þessari keppni þarf að vinna heimaleikina. En við fórnuðum næsta leik í Evrópudeildinni, útileik gegn AZ Alkmaar, þar sem margir leikmenn voru hvíldir og við vorum tveir frá vegna meiðsla. Staðan okk- ar í deildinni heima fyrir var orðin þannig að við vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna síðustu fimm leikina til að missa ekki af meistaratitlinum. Við töpuðum 6:0 í Hollandi en þetta borgaði sig þegar upp var staðið og nú er meistaratit- illinn í höfn.“ Rúnar er aðeins annar Íslending- urinn sem spilar með liði í Kasak- stan en Hannes Þ. Sigurðsson lék með Atyrau árið 2012. Hann kveðst mjög ánægður með lífið þarna aust- ur á sléttum Asíu en aðeins um tíu prósent af þessu stóra landi eru í Evrópu og það teygir sig langt aust- ureftir meginlandi Asíu. Leikmenn vilja ekki fara „Hér er mjög þægilegt að vera og hvað fótboltann varðar sér félagið um allt, það hefur staðið við alla hluti, hugsar afar vel um leikmenn- ina og hér er ekkert vesen á neinu. Ég er með yngri mönnum í liðinu þótt ég sé orðinn 29 ára gamall því kjarninn í liðinu hefur verið nánast óbreyttur í fimm ár. Leikmenn sem koma hingað vilja helst ekki fara aftur,“ sagði Rúnar, en hann er einn af sautján landsliðsmönnum í hópi Astana. Níu þeirra leika með lands- liði Kasakastans en hinir hafa leikið með liðum Serbíu, Svartfjallalands, Hvíta-Rússlands, Rúmeníu, Króatíu, Kongós og Curacao, auk Íslands. Þeirra þekktastur er varnarmaður- inn Antonio Rukavina, sem á 60 landsleiki að baki fyrir Serbíu og kom til Astana frá Villarreal á Spáni fyrir tveimur árum. Astana (sem reyndar fékk nafnið Nur-Sultan fyrr á þessu ári) er inni í miðju landi og er í þriðja sæti yfir þær höfuðborgir heims sem eru lengst frá sjó og er jafnframt sú kaldasta í heimi, miðað við með- alhita árs. Rúnar er samt mjög sátt- ur við lífið þar ásamt Anítu sam- býliskonu sinni og dótturinni Kristínu sem er rétt að verða eins árs. Maturinn æðislegur en missir af mesta kuldanum „Það hefur líka verið vonum fram- ar að búa hérna og okkur fjölskyld- unni líður vel í borginni. Ég kveið dálítið fyrir matnum en það var óþarfi – hann er æðislegur! Reynslan fyrstu 4-5 mánuðina er því góð. Reyndar er búið að vara okkur mikið við vetrinum, það er 15-20 stiga frost hérna í janúar og febrúar, en ég missi meira og minna af því. Eftir leikinn við Manchester United förum við eitthvað í hitann til að búa okkur undir leikinn við Partizan 12. desember en svo tekur við mánaðar- frí. Á undirbúningstímabilinu verð- um við síðan í Dubai og Tyrklandi, mætum ekki aftur til Kasakstan fyrr en í mars svo maður missir víst meira og minna af öllum kuldunum. En ég þekki þetta alveg, ég var hjá Sundsvall í Norður-Svíþjóð og þar var oft 25 stiga frost á veturna,“ sagði Rúnar Már Sigurjónsson. Ég hef séð meiri læti en þetta  Rúnar Már Sigurjónsson meistari í Kasakstan  Ánægður með lífið og fótboltann í köldustu höfuðborg heims Morgunblaðið/Eggert Astana Rúnar Már Sigurjónsson hefur skorað sjö mörk í 21 leik frá því hann kom til Astana og er orðinn kasakskur meistari með liðinu. KASAKSTAN Víðir Sigurðsson vs@mbl.is „Þetta var rólegasti meistarafögn- uður sem ég hef orðið vitni að,“ sagði Rúnar Már Sigurjónsson landsliðsmaður í knattspyrnu við Morgunblaðið í gær en á sunnudag- inn varð hann meistari í Kasakstan með liði sínu, Astana, þegar það sigraði Tobol á útivelli, 1:0, í næst- síðustu umferðinni þar í landi. „Við bjuggumst alls ekki við því að verða meistarar í þessum leik en svo tapaði aðalkeppinauturinn, Kai- rat, afar óvænt, 5:0, á sama tíma. Við vissum þegar leið á leikinn að þeir væru að tapa en þetta var samt eng- inn æsingur. Liðið var að tryggja sér meistaratitilinn sjötta árið í röð, þetta var kannski stemning í 2-3 mínútur á vellinum í leikslok og svo var það búið. Ég hef séð önnur og meiri læti þegar lið á Íslandi og í Svíþjóð vinna meistaratitla!“ sagði Rúnar en leikurinn fór fram í knatt- spyrnuhöll í borginni Kostanay í norðurhluta Kasakstans og með sigrinum náði Astana fjögurra stiga forskoti á Kairat fyrir lokaumferð- ina. „Hérna er komið talsvert frost, 6-8 gráður, og fyrstu og síðustu leik- ir tímabilsins eru alltaf spilaðir inn- anhúss. Það er einmitt nýbúið að draga þakið yfir völlinn okkar í Astana,“ sagði Rúnar en heimavöll- 24 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2019 GRÆNA TUNNAN auðveldar flokkunina 577 5757 | www.igf.is | igf@igf.is S: 577 5757 NÁTTÚRAN ER TAKMÖRKUÐ AUÐLIND HUGSUM ÁÐUR EN VIÐ HENDUM Í hana má setja allan pappír, pappa, plastumbúðir og minni málmhluti – Muna að skola Pantaðu græna tunnu í síma 577 5757 eða á igf.is  Körfuknattleikskappinn Terrance Motley er genginn til liðs við úrvals- deildarlið Þórs á Akureyri. Motley er ætlað að fylla skarðið sem Jamal Palmer mun skilja eftir sig en hann hefur ekki þótt standa undir vænt- ingum það sem af er tímabili og hefur því verið sendur heim. Motley er þriðji Bandaríkjamaðurinn sem skrifar undir samning við Þórsara á undanförnum mánuðum en fyrir tímablið sömdu Akureyringar við Zeek Woodley sem var sendur heim áður en hann náði að spila leik fyrir félagið. Motley þekkir ágætlega til á Íslandi en hann lék með FSu tímabilið 2016-17 í 1. deildinni þar sem hann skoraði 31 stig að meðaltali og tók 13 fráköst að meðaltali í 24 leikjum. Þórsarar eru nýliðar í Dom- inos-deildinni en liðið hefur tapað fyrstu fimm leikjum sínum í deildinni.  Knattspyrnudómarinn Michael Oli- vermun dæma stórleik Liverpool og Manchester City í ensku úrvalsdeild- inni á sunnudaginn kemur en þetta var tilkynnt í gær. Paul Tierney verður VAR-dómari í leiknum sem fer fram á Anfield í Liverpool. Liverpool er í efsta sæti deildarinnar með 31 stig eftir fyrstu ellefu umferð- irnar en City er í öðru sæt- inu með 25 stig. Liverpool getur því náð níu stiga for- skoti með sigri um helgina. Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.