Morgunblaðið - 05.11.2019, Page 26
FÓTBOLTI
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Eftir heldur leiðinlega þróun síðustu
árin í mörgum karladeildunum í
knattspyrnunni í Evrópu gæti verið
að rofa til sé mið tekið af stöðunni nú.
Í mörgum stærstu deildunum er orð-
ið nokkuð algengt að lítil sem engin
spenna ríki um hvaða lið verður
meistari. Elítulið eins og Juventus,
Bayern München og PSG sem dæmi
hafa gjarnan svo gott sem tryggt sér
sigur á Ítalíu, í Þýskalandi og Frakk-
landi þegar margir mánuðir eru eftir
af keppninni. Á Spáni eru það iðulega
Barcelona eða Real Madrid og á allra
síðustu árum er spurning um hvort
Manchester City gefi nægilega mikið
eftir til að annað lið geti nýtt tækifær-
ið og orðið meistari.
Fyrir hinn almenna áhugamann er
þessi þróun ekki skemmtileg og ljóst
að smám saman mun draga úr vin-
sældum íþróttarinnar við slíkar að-
stæður. Nú eru hins vegar skemmti-
leg teikn á lofti nokkuð víða í álfunni.
Nema kannski fyrir eldheita stuðn-
ingsmenn umræddra liða.
Angers í 2. sæti
Um síðustu helgi þurftu mörg af
ríkustu liðunum að sætta sig við tap.
Sú hrina úrslita hófst á föstudags-
kvöldið þegar toppliðið í Frakklandi,
Paris Saint-Germain, tapaði fyrir
botnliðinu Dijon 2:1. Þrátt fyrir að
PSG kæmist yfir 1:0. Spennan er hins
vegar heldur lítil í toppbaráttunni því
Parísarliðið er með sjö stiga forskot.
Framganga Angers vekur þó athygli
en liðið er í 2. sæti. Liðið er frá sam-
nefndri borg í vesturhluta Frakk-
lands þar sem álíka margir búa og í
Reykjavík. Leikvangur liðsins tekur
tæplega 18 þúsund manns. Liðið hef-
ur aldrei unnið stóru keppnirnar í
Frakklandi og kom síðast upp í efstu
deild árið 2015. Knattspyrnustjórinn
Stéphane Moulin er að gera eitthvað
rétt en hann hefur stýrt liðinu síðan
2011.
Gladbach á toppnum
Á laugardag bættust fleiri óvænt
úrslit við. Ef við horfum til Þýska-
lands þá gerðust þau stórtíðindi að
Bayern München tapaði 5:1 fyrir
Eintracht Frankfurt. Jerome Boa-
teng fékk rauða spjaldið strax á 9.
mínútu sem skýrir þetta frávik hjá
Bæjurum en úrslitin eru þau verstu
sem liðið hefur þurft að þola í áratug.
Var það meira en forráðamenn Bay-
ern þoldu og knattspyrnustjórinn
Niko Kovac var rekinn. Bayern hefur
orðið meistari sjö ár í röð og mun
sjálfsagt finna leiðir til að vinna einn-
ig 2020. Fyrir ári byrjaði liðið til
dæmis illa og Borussia Dortmund
nældi í gott forskot en það dugði samt
ekki til. Sem stendur er Bayern í 4.
sæti og er liðið fjórum stigum á eftir
toppliðinu Borussia Mönchenglad-
bach. Bayern er raunar með jafn
mörg stig og RB Leipzig, Freiburg
og Schalke sem nældi í útisigur gegn
Augsburg þótt Alfreð Finnbogason
kæmi Augsburg í 2:1. Eru þessi lið í
3.-6. sæti með 18 stig.
Gladbach hefur fimm sinnum orðið
meistari en blómaskeið liðsins var á
áttunda áratugnum. Liðið varð síðast
meistari á því herrans ári 1977. Fór
það þá einnig í úrslit í Evrópukeppni
meistaraliða en tapaði fyrir Liver-
pool. Gladbach kom við hér á Íslandi í
september árið 1973 og fór þá illa
með Eyjamenn. Gladbach vann leik-
ina tvo gegn ÍBV í Evrópukeppni bik-
arhafa 16:1 samanlagt. Var það Þjóð-
verjunum til happs að Ásgeir Sigur-
vinsson var þá nýfarinn frá ÍBV til
Standard Liege.
Á meðal þekktustu leikmanna í
sögu Gladbach eru menn sem gert
hafa garðinn frægan sem stjórar eins
og Jupp Heynckes og Berti Vogts.
Gladbach varð í 5. sæti á síðasta tíma-
bili og því bjuggust sjálfsagt margir
við því að liðið yrði gott en ekki svo að
það yrði í efsta sæti í nóvember.
Mörg þýsku félögin eru býsna stór
þótt þau séu ekki eins mikið á milli
tannanna á fólki hér norður í hafi og
ensku félögin. Heimavöllur Gladbach
tekur til að mynda 54 þúsund manns
en liðið verður þó ekki flokkað með
ríku liðunum sem keppa ár eftir ár í
Meistaradeildinni.
Óvenjuleg staða á Spáni
Eins og sakir standa á Spáni er
toppbaráttan mun áhugaverðari en
alla jafna. Barcelona tapaði 3:1 fyrir
Levante á laugardag og Real Madrid
gerði markalaust jafntefli á heima-
velli gegn Real Betis. Eru þau með 22
stig ásamt Real Sociedad, sem áður-
nefndur Alfreð lék með fyrir nokkr-
um árum. Þar er ekki öll sagan sögð.
Atletico Madrid og Sevilla eru með 21
stig, Granada með 20 þrátt fyrir að
hafa tapað tveimur leikjum í röð og
Getafe með 19.
Ekki eru það ný tíðindi að Atletico
og Sevilla geti átt góð tímabil og strítt
ríku liðunum. Sociedad er heldur ekki
lítið félag. Er með leikvang sem tekur
40 þúsund manns og hefur tvívegis
orðið meistari. Klórar fólk sér frekar
í höfðinu yfir stigasöfnun Granada og
Getafe. Granada er í Andalúsíu og því
yfirleitt í skugga Sevilla á knatt-
spyrnuvellinum en leikvangur liðsins
tekur 23 þúsund. Ekki eru nema tvö
og hálft ár liðin frá því Sverrir Ingi
Ingason var hjá liðinu en hann yfirgaf
Granada og fór til Rússlands þegar
liðið féll úr La Liga vorið 2017.
Getafe er í útjaðri Madrídar og því
einungis litli bróðir Madrídarliðanna.
Heimavöllur liðsins tekur 17 þúsund.
Getur Conte skákað Juve?
Á Ítalíu er Juventus í efsta sæti og
fátt sem kemur á óvart varðandi þá
staðhæfingu. Hins vegar var Inter á
toppnum fyrir skömmu og er aðeins
stigi á eftir. Þar hefur Antonio Conte
tekið til hendinni en hann lék nánast
allan sinn feril með Juventus. Fara
þarf aftur til ársins 2011 til að finna
aðra niðurstöðu en að Juventus hafi
orðið Ítalíumeistari. Þá var það AC
Milan sem vann. Liðin úr höfuðborg-
inni AS Roma og Lazio eru sjö og átta
stigum á eftir Juventus.
Frammistaða Atalanta hefur verið
hressandi en liðið er með jafn mörg
stig og Lazio. Tapaði liðið reyndar
um helgina en það var aðeins annað
tapið í fyrstu ellefu leikjunum. Í lok
október tók Atalanta sig til og rót-
burstaði Udinese, sem Emil Hall-
freðsson spilaði með lengi, 7:1 og
komst þá í 3. sæti deildarinnar. Atal-
anta er staðsett í Bergamo og er
nyrst á Ítalíu. Kílómetrafjarlægðin til
Sviss er um það bil svipuð og þegar
farið er inn í Súðavík frá Bolungarvík.
Leikvangur Atalanta tekur 21 þús-
und og því miklu minna upp úr því að
hafa en hjá stórliðunum.
Besti árangur í sögu liðsins er
bikarmeistaratitill 1963 og 3. sæti í
deildinni síðasta vor. Áðurnefndur
Conte stýrði liðinu um tíma fyrir tæp-
um áratug. Það helsta sem ég man
eftir Atalanta er að í gamla daga
tefldi liðið fram óvenju síðhærðum
mönnum eins og Claudio Caniggia og
Glenn Strömberg, sem báðir virtust
biðja um Péturs Péturssonar-
klippingu hjá rakaranum í Bergamo.
Leicester sló met
Í ensku úrvalsdeildinni tapaði
Manchester United fyrir Bourne-
mouth en slíkt er hætt að vera frétta-
matur. Liverpool er í efsta sæti með
31 stig og hefur ekki tapað leik.
Meistarar síðustu tveggja ára í Man-
chester City eru með 25 stig. Útlit er
fyrir að þessi lið berjist um titilinn
eins og síðasta vor. Bæði voru þau þó
í hálfgerðu basli um síðustu helgi.
Voru bæði undir gegn minni spá-
mönnum þegar langt var liðið á leik-
ina en unnu bæði 2:1 þegar upp var
staðið. Liverpool hefur ekki unnið
deildina síðan 1990, áður en Davíð
Oddsson varð forsætisráðherra. Hver
veit nema þeirri bið ljúki í maí.
Leicester City er í toppbaráttunni
með 23 stig eins og Chelsea. Liðið
burstaði Southampton á dögunum 9:0
og undirstrikaði þar styrk sinn með
stærsta útisigri í sögu efstu deildar á
Englandi. Líkurnar á því að Leicest-
er geti orðið meistari þegar Liverpool
og City eru í góðum gír eru litlar. Sig-
ur Leicester í deildinni 2016 leyfir þó
ekki fullyrðingar um að liðið geti ekki
unnið. Leicester er ágætlega statt
þótt félagið sé ekki ríkt í samanburði
við þau ríkustu. Leikvangurinn tekur
32 þúsund manns en innan félagsins
eru menn enn að sleikja sárin eftir
sviplegt fráfall eigandans, Vichais
Srivaddhanaprabha, fyrir ári.
Chelsea hefur unnið fimm leiki í
röð nú þegar félaginu hefur verið
meinað að kaupa leikmenn fyrir brot
á reglum eins og Víðir Sigurðsson
benti á í Bakvarðapistli í síðustu viku.
Boðflennur í veislum
elítunnar í Evrópu
Hvað eru Gladbach, Angers, Real Sociedad og Atalanta að vilja upp á dekk?
AFP
Niðurlútur Markavélin Robert Lewandowski í tapleiknum gegn Frankfurt.
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2019
Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is
Ekki bara jeppar
2012
-2017
Kerruöxlar og íhlutir
ALLT TIL
KERRUSMÍÐA
Danmörk
Silkeborg – Bröndby............................... 0:1
Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn
fyrir Bröndby.
Staðan:
Midtjylland 15 12 2 1 21:6 38
København 15 11 1 3 29:15 34
Brøndby 15 9 1 5 31:21 28
OB 15 8 2 5 23:14 26
AGF 15 7 2 6 22:16 23
Randers 15 7 2 6 25:20 23
AaB 15 7 1 7 22:17 22
Nordsjælland 15 6 2 7 25:25 20
Lyngby 15 6 1 8 17:26 19
SønderjyskE 15 4 6 5 17:22 18
Horsens 15 4 3 8 12:25 15
Hobro 15 2 7 6 15:21 13
Esbjerg 15 2 4 9 12:25 10
Silkeborg 15 1 4 10 20:38 7
Rússland
Krilija Sovetov – Rubin Kazan............... 0:0
Viðar Örn Kjartansson lék allan leikinn
fyrir Rubin Kazan.
England
B-deild:
Stoke – WBA ............................................ 0:2
Staða efstu liða:
WBA 15 8 6 1 28:17 30
Preston 15 8 4 3 28:16 28
Leeds 15 8 4 3 19:8 28
Swansea 15 8 4 3 20:14 28
Nottingham F. 14 7 4 3 19:13 25
KNATTSPYRNA
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin:
Stykkishólmur: Snæfell – KR ............. 19.15
HANDKNATTLEIKUR
1. deild kvenna, Grill 66-deildin:
Vestm.eyjar: ÍBV U – Víkingur .......... 19.30
KNATTSPYRNA
Vináttulandsleikur U19 kvenna:
Fífan: Ísland – Svíþjóð.............................. 19
ÍSHOKKÍ
Íslandsmót karla, Hertz-deildin:
Egilshöll: Fjölnir – SR......................... 19.45
Í KVÖLD!
Geysisbikar karla
Bikarkeppni KKÍ, 1. umferð:
Selfoss – Tindastóll .............................. 68:83
Haukar – Þór Þ..................................... 67:71
NBA-deildin
Indiana – Chicago............................... 108:95
Miami – Houston .............................. 129:100
New York – Sacramento.................... 92:113
San Antonio – LA Lakers.................. 96:103
Cleveland – Dallas............................ 111:131
LA Clippers – Utah............................ 105:94
KÖRFUBOLTI