Morgunblaðið - 05.11.2019, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.11.2019, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2019 SMÁRALIND – KRINGLAN Flokkunartunnur Verð 39.900,- Fleiri litir HANDBOLTI Olísdeild karla Selfoss – Stjarnan................................. 31:30 Staðan: Haukar 8 6 2 0 207:193 14 Afturelding 8 6 0 2 212:200 12 Selfoss 8 5 1 2 244:242 11 FH 8 5 1 2 221:212 11 ÍR 8 5 0 3 235:217 10 ÍBV 8 4 1 3 216:206 9 Valur 8 3 1 4 197:186 7 KA 8 3 1 4 225:224 7 Fram 8 3 0 5 197:197 6 Fjölnir 8 2 1 5 205:230 5 Stjarnan 8 1 2 5 200:219 4 HK 8 0 0 8 193:226 0 Danmörk Bjerringbro/Silkeborg – GOG .......... 32:29  Þráinn Orri Jónsson komst ekki á blað hjá Bjerringbro/Silkeborg.  Arnar Freyr Arnarsson skoraði 1 mark fyrir GOG en Óðinn Þór Ríkharðsson skor- aði ekki. Viktor Gísli Hallgrímsson varði 7 skot í marki liðsins.  Staðan: Aalborg 15, Ribe-Esbjerg 13, Holstebro 12, Bjerringbro/Silkeborg 11, SönderjyskE 11, Skjern 11, Fredericia 9, Skanderborg 9, GOG 8, Århus 8, Mors-Thy 8, Kolding 5, Lemvig 4, Nordsjælland 2. Knattspyrnukon- an Cloé Lacasse var á skotskón- um um helgina þegar lið hennar Benfica vann 10:0-sigur gegn Cadima í portú- gölsku 1. deild- inni. Cloé gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í leiknum en hún hefur nú skorað tíu mörk í sex deildarleikjum með Ben- fica, sem situr á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir fyrstu sex umferðirnar. Cloé gekk til liðs við Benfica frá ÍBV síðasta sumar en hún skoraði ellefu mörk í tólf leikj- um með ÍBV í úrvalsdeildinni áður en hún hélt til Portúgals. Hún hefur því skorað 21 deildarmark á árinu 2019 í einungis 18 leikjum. Cloé er fædd í Kanada en hún fékk íslensk- an ríkisborgarararétt í júní á þessu ári og er því gjaldgeng í íslenska landsliðið. bjarnih@mbl.is Hefur raðað inn mörkum á árinu 2019 Cloé Lacasse Marko Bakovic fór mikinn fyrir Þór Þorlákshöfn sem vann fjögurra stiga endurkomusigur gegn Hauk- um í bikarkeppni karla í körfuknatt- leik, Geysisbikarnum, á Ásvöllum í Hafnarfirði í fyrstu umferð keppn- innar í gær. Leiknum lauk með 71:67-sigri Þórsara en Bakovic var með tvöfalda tvennu í leiknum og skoraði 20 stig og tók fjórtán frá- köst. Haukar leiddu með tólf stigum í hálfleik, 45:33, en Þórsarar skoruðu 23 stig í þriðja leikhluta gegn 10 stigum Hauka. Þórsarar héldu svo út í fjórða leikhluta og tryggðu sér sæti í annarri umferð bikar- keppninnar á kostnað Hafnar- fjarðarliðsins. Kári Jónsson var stigahæstur Hauka með 17 og Flenard Whitfield skoraði 16 stig. Þá tryggði úrvalsdeildarlið Tinda- stóls sér sæti í annarri umferðinni eftir 83:68-sigur gegn 1. deildarliði Selfoss í Vallaskóla á Selfossi. Jaka Brodnik var stigahæstur í liði Tinda- stóls með 25 stig en Kristijan Vlado- vic skoraði 20 stig fyrir Selfyssinga. bjarnih@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Atkvæðamikill Marko Bakovic skorar framhjá Emil Barja á Ásvöllum. Slógu Hauka úr leik í Hafnarfirðinum Atli Ævar Ingólfsson tryggði Sel- fossi eins marks sigur gegn Stjörn- unni í háspennuleik í úrvalsdeild karla í handknattleik, Olísdeildinni, í Hleðsluhöllinni á Selfossi í áttundu umferð deildarinnar í gær. Leiknum lauk með 31:30-sigri Selfyssinga, sem leiddu með einu marki í hálfleik, 14:13. Selfyssingar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og voru með frum- kvæðið allan tímann. Þeir náðu mest þriggja marka forskoti, 8:5, en Garðbæingar unnu sig vel inn í leik- inn og tókst að jafna í 13:13 áður en Atli Ævar skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks. Selfyssingar voru áfram með frumkvæðið í upphafi seinni hálfleiks en liðin skiptust á að leiða þegar líða fór á leikinn. Stjarnan leiddi með einu marki, 28:27, þegar fimm mínútur voru til leiksloka en Selfyssingar reyndust sterkari á lokakaflanum og fögnuðu kærkomn- um sigri. Atli Ævar Ingólfsson og Haukur Þrastarson fóru mikinn í liði Selfoss og skoruðu átta mörk hvor. Þá varði Einar Baldvin Baldvinsson 13 skot í marki Selfyssinga. Hjá Stjörnunni var Leó Snær Pétursson marka- hæstur með tíu mörk og Tandri Már Konráðsson skoraði 6. Sveinbjörn Pétursson varði 8 skot í marki Garðbæinga. Selfoss fer með sigrinum upp í þriðja sæti deildarinnar í 11 stig, eins og FH. Stjarnan er áfram í ell- efta og næstneðsta sæti með 3 stig eftir átta leiki. bjarnih@mbl.is Atli Ævar hetja Selfyssinga Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Öflugur Atli Ævar Ingólfsson tryggði Selfyssingum sigur.  Íslandsmeistararnir í þriðja sætið Jóhannes Karl Sigursteinsson mun þjálfa kvennalið KR í knattspyrnu næstu tvö árin en þetta kom fram á heima- síðu félagsins í gær. Jóhannes Karl tók við liði KR hinn 17. júlí í sumar eftir að Bojana Besic sagði starfi sínu lausu í byrjun júlí. KR var í neðsta sæti úrvalsdeildarinnar, Pepsi Max- deildarinnar, með fjögur stig eftir fyrstu sjö umferð- irnar þegar Bojana hætti með liðið. Ragna Lóa Stef- ánsdóttir stýrði liðinu í tveimur leikjum eftir brotthvarf Bojönu, gegn Stjörnunni og HK/Víkingi, áður en Jó- hannes tók við liðinu en Ragna Lóa verður aðstoð- arþjálfari Jóhannesar. Undir stjón þeirra hafnaði KR í sjöunda sæti deildarinnar með 19 stig og þá fór liðið alla leið í úrslit bik- arkeppninnar þar sem KR tapaði fyrir Selfossi í framlengdum leik á Laug- ardalsvelli. Þá verður Gísli Þór Einarsson markmannsþjálfari liðsins. Aníta Lísa Svansdóttir mun þá koma inn í þjálfarateymið en hún var aðstoð- arþjálfari Helenu Ólafsdóttur hjá ÍA í 1. deildinni síðasta sumar. bjarnih@mbl.is Penninn á lofti í Vesturbænum Jóhannes Karl Sigursteinsson Vilhjálmur Alvar Þórarinsson mun dæma leik F91 Dudelange og Sevilla í Evrópudeildinni í knattspyrnu 7. nóvember næstkomandi en leikurinn fer fram á Josy Barthel-vellinum í Lúxemborg. Þeir Gylfi Már Sigurð- arson og Birkir Sigurðarson verða aðstoðardómarar og þá verður Ívar Orri Kristjánsson fjórði dómari. Sevilla er með fullt hús stiga í efsta sæti A-riðils með níu stig en ekkert lið hefur fagnað sigri oftar í keppninni en Sevilla, alls fimm sinn- um. bjarnih@mbl.is Íslendingar dæma í Evrópu Morgunblaðið/Eggert Dómari Vilhjálmur Alvar verður með flautuna í Evrópudeildinni. Íslenska karlalandsliðið í bandí leikur í fyrsta skipti á heimavelli um næstu helgi. Landslið Bandaríkjanna er væntanlegt í heimsókn og mætast þjóðirnar tvívegis, á laugardagskvöldið klukkan 19 og á sunnudaginn klukkan 15, og fara báðir leikirnir fram í Digranesi í Kópavogi. Íslenska landsliðið er í 29. sæti á heimslist- anum í íþróttinni og nokkrir leikmannanna spila með sterkum liðum á Norðurlöndum. Þeirra þekktastur er Andreas Stefánsson sem var valinn nýliði ársins í sænsku úrvalsdeildinni fyrir tveimur árum en hún er talin sterkasta deild heims í íþróttinni. Andreas varð næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar á fyrsta tíma- bilinu með liði sínu, Pixbo. Mótherjarnir frá Bandaríkjunum eru í 15. sæti heimslistans og hafa þegar tryggt sér sæti á næsta heimsmeist- aramóti sem fer fram í Finnlandi í árslok 2020. Íslenska liðið býr sig hins vegar undir að mæta Danmörku, Eistlandi og Bretlandi í undan- keppni HM í janúar. vs@mbl.is Fyrstu heimaleikir í Digranesi Andreas Stefánsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.