Morgunblaðið - 05.11.2019, Síða 29

Morgunblaðið - 05.11.2019, Síða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2019 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager Sími 4 80 80 80 2019 Ford F-150 Lariat Sport Litur: Svartur, svartur að innan. FX4 offroad-pakki, Sport-pakki,Bakkmyndavél, Band & Olufsen hátalarakerfi, hiti í öllum sætum, hiti í stýri, fjarstart, o.fl. 3,5 L Ecoboost (V6), 10-gíra, 375 hestöfl, 470 lb-ft of torque VERÐ 12.670.000 m.vsk 2019 Ram Limited 3500 35” Litur: Granite Crystal. Nýr 6,7L Cummins Turbo Diesel, 400 hö, togar 1000 pund! Aisin sjálfskipting, upphitanleg og loftkæld sæti, hiti í stýri, sóllúga, nýr towing technology pakki. 35” dekk. VERÐ 11.395.000 m.vsk Sesselja Kristjánsdóttir mezzósópr- an og Antonía Hevesi píanóleikari koma fram á hádegistónleikum í Hafnarborg í dag, þriðjudag, kl. 12. Á efnisskránni eru aríur eftir Gluck, Massenet, Bizet og Saint- Saëns. Sesselja stundaði nám við Tón- listarskólann í Reykjavík, þar sem kennari hennar var Rut Magnús- son. Þaðan hélt hún í framhalds- nám til Berlínar við Hochschule für Musik Hanns Eisler og lauk þar diplómaprófi með hæstu einkunn. Sesselja hlaut Bayreuth-styrk þýsku Richard Wagner-samtak- anna sumarið 2000. Hún hefur ver- ið mjög virk í íslensku tónlistarlífi og sinnt flutningi óperu-, ljóða-, óratoríu- og kammertónlistar jöfn- um höndum. Antonía hefur frá upphafi verið listrænn stjórnandi hádegistónleika í Hafnarborg, þar sem hún hefur fengið marga af fremstu söngv- urum landsins til liðs við sig. Hádegistónleikar eru á dagskrá Hafnarborgar fyrsta þriðjudag hvers mánaðar yfir vetrartímann. Tónleikarnir hefjast kl. 12 og standa yfir í um hálfa klukkustund. Húsið verður opnað kl. 11.30 og er aðgangur að vanda ókeypis. Gluck og Bizet í hádeginu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Aríur Antonía Hevesi píanóleikari og Sess- elja Kristjánsdóttir mezzósópran koma fram í hádeginu. e-ð fjall nefnist myndlistarsýn- ing sem Leifur Ýmir Eyjólfsson hefur opnað í Gallerí Úthverfu / Outvert Art Space á Ísafirði. Leifur Ýmir fæddist á átt- unda áratug síð- ustu aldar og býr og starfar á Íslandi. „Hann út- skrifaðist frá Listaháskóla Íslands og hefur sýnt við ýmis tækifæri bæði hér heima og erlendis. Hann hefur fengið ýmsar viðurkenn- ingar fyrir störf sín. Í list sinni fæst hann aðallega við innsetn- ingar og annað,“ segir í tilkynn- ingu. Allar nánari upplýsingar má nálgast á Instagram/leifurymir. Sýningin í Úthverfu er innsetning sem er unnin að mestu á staðnum í samvinnu við Fánasmiðjuna og FabLab. Sýningin stendur til 8. desember. e-ð fjall í Úthverfu Leifur Ýmir Eyjólfsson Tangóseptettinn Le Grand Tango með bandoneonleikarann og tón- skáldið Olivier Manoury í farar- broddi stígur á svið í Salnum í kvöld, þriðjudag, kl. 19.30 og flytur fjölbreytta tangótónlist, allt frá danstónlist til kammerverka. Í til- kynningu frá Salnum kemur fram að tangótónleikarnir verði sjóðheit- ir og seiðandi. Auk Oliviers er Le Grand Tango skipað píanóleikaranum Eddu Er- lendsdóttur, fiðluleikurunum Auði Hafsteinsdóttur og Geirþrúði Ásu Guðjónsdóttur, víóluleikaranum Þórunni Ósk Marinósdóttur, selló- leikaranum Bryndísi Höllu Gylfa- dóttur og kontrabassaleikaranum Richard Korn. Á efnisskránni eru verk eftir Piazzolla og Pugliese. Sófaspjall fyrir tónleikana verð- ur við Olivier Manoury í umsjón Arndísar Bjarkar Ásgeirsdóttur í fordyri Salarins. Húsið verður opn- að kl. 18, sófaspjallið hefst kl. 18.30 og tónleikarnir sjálfir kl. 19.30. Seiðandi Le Grand Tango í Tíbrá Septett Bandoneonleikarinn Olivier Manoury ásamt félögum sínum í Le Grand Tango. Íslenski dansflokkurinn (Íd) frum- sýndi Pottþétt myrkur á World Culture’s listahátíðinni í Hong Kong um helgina. Samkvæmt upplýs- ingum frá Hlyni Páli Hlynssyni, framkvæmdastjóra Íd, leit um tíma út fyrir að það yrði að fella niður sýninguna af því að það sauð upp úr á milli mótmælenda og lögregl- unnar, sem beitti fyrir sig táragasi. „Þannig fylltist gatan fyrir framan leikhúsið af svartklæddum mótmæl- endum þegar listrænn stjórnandi Íd ætlaði út í kvöldmat um sexleytið, en sýningin átti að hefjast kl. 20 að staðartíma. Mannhafið var gríðar- legt og stöfluðu mótmælendur öllu lauslegu á göturnar til að stöðva um- ferð og hamla för lögreglunnar. En sem betur fer færðust átökin smám saman frá Sheung Wan Civic Centre leikhúsinu og yfir í önnur hverfi þeg- ar leið nær sýningartíma,“ segir Hlynur Páll í tilkynningu frá Íd. Þar bendir hann á að í upphafi Pottþétts myrkurs klæðist dansarar Íd svörtum alklæðnaði og dansi við svartklæddar brúður í mannsstærð. „Dansararnir og brúðurnar minna því merkilega mikið á svartklædda og grímuklædda mótmælendur Hong Kong, en verkið var búið til og valið til sýningar hér löngu áður en mótmælin hófust. Til að byrja með líða svartklæddar verurnar um svið- ið og minna á óreiðukennd nátt- úruöflin, en eftir því sem líður á sýn- inguna fara dansararnir að beita brúðurnar ofbeldi og tuska þær til, í bland við það að sýna þeim ástúð og blíðleg atlot. Þegar ofbeldið færist í aukana verða líkindin við atburði óeirðanna á götum úti óhjákvæmileg og öngþveitið á leiksviðinu kallast á við aðstæðurnar úti. Sýningin hreyfði mjög við áhorf- endum, sem ýmist grétu eða sátu agndofa yfir áhrifaríku verkinu og voru fagnaðarlætin í lokin innileg og kröftug. Hátíðarhaldarar héldu varla vatni yfir verkinu og viðtök- unum, en þau fullyrtu að ef mótmæl- in hefðu verið byrjuð þegar þau báru verkið undir menningarmálaráðu- neyti Hong Kong, sem er hliðhollt kínverskum yfirvöldum, þá hefði því aldrei verið hleypt á svið, þar sem hægt væri að tengja inntak verksins við ofbeldið á götum úti,“ segir Hlynur Páll. Svart Erna Ómarsdóttir, listdansstjóri Íd og annar tveggja höfunda verks- ins, í miðju mannhafinu í Hong Kong um tveimur tímum fyrir sýningu. Íd sýnir Pottþétt myrkur í Hong Kong  „Sýningin hreyfði við áhorfendum“ Lady Gaga hefur tekið að sér hlut- verk Patriziu Reggiani í næstu kvikmynd Ridley Scott sem fjallar um morðið á Maurizio Gucci, sonarsyni Guccio Gucci. Reggiani og Gucci giftu sig 1973 og eignuðust tvær dætur. Gucci yfirgaf Reggiani fyrir yngri konu 1985. Áratug síðar var Gucci myrtur af leigumorðingja sem skaut hann í höfuðið. Tveimur árum síðar var Reggiani handtekinn og dæmd í 29 ára fangelsi fyrir aðild sína að morðinu og sat inni til 2016. Dætur Reggiani og Gucci töldu að heilaæxli hefði haft neikvæð áhrif á hegðun móðurinnar. „Ef ég hitti Maurizio aftur myndi ég tjá honum ást mína, því hann hefur skipt mig mestu máli í lífinu,“ sagði Reggiani í viðtali við Observer 2016. Spurð hverju hún héldi að hann myndi svara sagði hún: „Ég held að hann endurgyldi ekki þær tilfinningar.“ Lady Gaga leikur Patriziu Reggiani Lady Gaga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.