Morgunblaðið - 05.11.2019, Síða 32
Kúnstpása, hádegistónleikar
Íslensku óperunnar, verður í dag,
þriðjudag, helguð tónskáldinu Reyn-
aldo Hahn, sem var fæddur í Vene-
súela en bjó og starfaði í Frakklandi
og var hvað þekktastur fyrir fögur
sönglög sín. Flytjendur eru Eyjólfur
Eyjólfsson tenór og Bjarni Frímann
Bjarnason á píanó. Tónleikarnir
hefjast kl. 12.15 í Norðurljósum
Hörpu. Aðgangur er ókeypis.
Kúnstpása í dag helg-
uð Reynaldo Hahn
ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 309. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Í stærstu deildunum í knattspyrn-
unni hjá körlunum í Evrópu er ýmis-
legt merkilegt að gerast. Minni lið
sem hafa ekki úr miklu fjármagni
að spila eru að berjast við ríku fé-
lögin í efstu sætunum. Þótt ekki sé
langt liðið á tímabilið er þetta von-
andi vísir að einhverju skemmti-
legu. Spennan hefur minnkað síð-
ustu árin í stórum deildum. »26
Ríku liðin eru ekki
stungin af ennþá
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Sagnfræðingurinn Dalrún J. Ey-
gerðardóttir vinnur að doktors-
ritgerð í Háskóla Íslands um sögu
ráðskvenna á íslenskum sveitaheim-
ilum á ofanverðri 20. öld. Hún
fjallaði um rannsóknina í erindi í
Borgarbókasafninu - Menningarhúsi
Spönginni á dögunum og ráðgerir að
heimsækja dvalarheimili aldraðra
víðs vegar um land í sama tilgangi á
næstu mánuðum.
Heimildir um störf ráðskvenna
frá umræddu tímabili eru fáar. Dal-
rún byggir rannsóknina að miklu
leyti á viðtölum við fyrrverandi ráðs-
konur til sveita. Hún hefur rætt við
45 slíkar og kvikmyndað viðtölin,
sem nýtast munu við gerð heim-
ildamyndar hennar um sama efni.
Hún vekur athygli á því að í skrán-
ingu sögunnar halli mikið á sögu
kvenna og munnleg saga bjargi því
sem bjargað verður. Dalrún stefnir
að því að skila ritgerðinni eftir um
eitt og hálft ár.
„Meginmarkmið rannsóknarinnar
er að rannsaka félagslega og menn-
ingarlega stöðu ráðskvenna sem
störfuðu á einkaheimilum í sveit á
Íslandi á síðari hluta 20. aldar,“
segir Dalrún. Hún segist skoða
hvers vegna konur hafi sótt í
ráðskonustarfið, sem algengast var
að væri til skemmri tíma. Á þessum
tímapunkti í rannsókninni hafi þeg-
ar komið fram að fjölmennasti hóp-
urinn hafi verið einhleypar konur,
sérstaklega einstæðar mæður, en
ýmsar aðrar ástæður hafi einnig leg-
ið að baki. Nefna megi að sumar
konur hafi gerst ráðskonur af
greiðasemi við skyldmenni eða vini.
Einnig verði að halda því til haga að
margar konur hafi hreinlega haft
áhuga á því að starfa í sveit.
Gengu í öll störf
„Flestar kvennanna sem sóttu í
starfið voru einstæðar mæður með
börn á sínu framfæri, konur sem
áttu ekki sömu möguleika á að fram-
fleyta sér og sínum í þéttbýli eins og
þær áttu sem ráðskonur í sveit,“
segir Dalrún. Margar þeirra hafi
verið á hrakhólum, erfitt hafi verið
að fá og halda húsnæði og ekki hafi
verið hlaupið að barnapössun. Ofan
á allt saman hafi sumar konurnar átt
á hættu að missa forræði yfir börn-
um sínum vegna erfiðra aðstæðna
sinna í þéttbýli. Ráðskonustarfið
hafi því leyst þær úr álögum.
„Þær fengu fæði og húsaskjól fyr-
ir sig og börnin og gjarnan einhver
laun, þó lág væru. Þessi saga varpar
því líka ljósi á sögu einstæðra
mæðra og einhleypra kvenna al-
mennt,“ segir hún. Bætir við að
vinnuveitendur hafi oft verið ein-
hleypir karlar. Ráðskonan hafi því í
raun verið staðgengill húsmóður og í
mörgum tilfellum endað sem slík.
Ráðskonur gengu í öll störf innan-
húss, allt frá matseld til þrifa, auk
þess sem þær sinntu gjarnan líka
útistörfum eins og mjöltum. „Starfið
er að mestu liðið undir lok,“ segir
Dalrún og vísar í einn viðmælanda
sinn, konu sem hafi oft verið ráðs-
kona. Þegar aldurinn færðist yfir
hana hafi hún ætlað að leita í starfið,
sem hún þekkti svo vel, en þá hafi
komið í ljós að umhverfið hafði
breyst mikið. „Krafist var mun meiri
útistarfa en áður og margir vinnu-
veitendur óskuðu fyrst og fremst
eftir ráðskonu með sambúð í huga.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Doktorsverkefni Dalrún J. Eygerðardóttir háskólanemi hefur rætt við 45 fyrrverandi ráðskonur um starfið.
Hulu svipt af ráðskonum
Dalrún rannsakar félagslega og menningarlega stöðu
ráðskvenna í sveit á Íslandi á síðari hluta 20. aldar
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900
Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061
Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900
alnabaer.is
Við erum sérhæfð í
gluggatjöldum
TWIN LIGHT RÚLLUGRDÍNA
PLÍ-SÓL GARDÍNUR
GLUGGATJÖLD
SCREEN RÚLLUGARDÍNUR
„Þegar ég var hérna síðast var það
veturinn eftir bankahrunið. Þá var
deildin ekki jafn sterk og hún er
núna. Það held ég að sé alveg
öruggt enda höfðu liðin ekki fjár-
magn til að ná í jafn góða leikmenn
og nú er gert. Deildin er því töluvert
sterkari í vetur og mér finnst mörg
lið vera rosalega góð. Ég hef tekið
eftir miklum framförum frá því ég
var hérna síðast. Ég held að
liðin æfi betur og skipulagið
í þjálfuninni er örugglega
betra. Þar hafa orðið
framfarir,“ segir körfu-
boltamaðurinn Jak-
ob Örn Sigurðar-
son sem kom til
liðs við KR á ný í
sumar eftir ára-
tug í Svíþjóð. »25
Deildin er töluvert
sterkari en fyrir áratug