Morgunblaðið - 26.11.2019, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2019
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is
skotbómulyftara
AG línan frá Manitou býður meðal
annars upp á nýtt ökumannshús
með góðu aðgengi og útsýni.
HANNAÐUR TIL AÐ
VINNA VERKIN
NÝ KYNSLÓÐ
• DSB stjórntakkar
• JSM stýripinni í fjaðrandi armi
• Stýrð stjórnun og hraði á
öllum glussahreyfingum
• Virk dempun á bómu
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur
að ósk Umhverfisstofnunar frestað
því að senda bréf til sumarhúsaeig-
enda og bænda við Þingvallavatn til
að minna á að frestur til að koma upp
meira en tveggja þrepa hreinsun
skólps rennur út um áramót. Tilgang-
ur bréfsins er einnig að afla upplýs-
inga um stöðu frárennslismála hjá
eigendum húsa við vatnið.
Á grundvelli laga um verndun
vatnasviðs Þingvallavatns var sett
reglugerð á árinu 2006 um að hreins-
un skólps frá öllum húsum skyldi vera
meiri en tveggja þrepa. Á árinu 2009
var reglugerðinni breytt og frestur
gefinn til 1. janúar 2020.
Tilgangur stífra reglna um hreins-
un er að reyna að vernda Þingvalla-
vatn. Vatnið hefur verið að breytast á
undanförnum áratugum. Flóra þör-
unga í svifi hefur aukist og dregur úr
tærleika vatnsins. Rannsóknir hafa
sýnt að breytingarnar megi rekja til
aukins magns niturs í vatninu. Það
berst í vatnið frá starfsemi á svæðinu
en þó aðallega með vindum frá um-
ferð og iðnaðarstarfsemi í Evrópu.
Um 600 sumarhús eru við Þing-
vallavatn auk nokkurra lögbýla,
ferðaþjónustu og starfsemi þjóð-
garðsins.
Gátlisti ekki tilbúinn
Heilbrigðiseftirlitið kynnti fyrr í
mánuðinum heilbrigðisnefnd Suður-
lands áform sín um að minna húseig-
endur við Þingvallavatn á að frestur
til að uppfylla kröfur gildandi reglu-
gerðar um fráveitur sé að renna út.
Einnig að afla upplýsinga um stöðu
mála. Þetta var ákveðið í samráði við
Bláskógabyggð og Grímsnes- og
Grafningshrepp.
Sigrún Guðmundsdóttir, fram-
kvæmdastjóri heilbrigðiseftirlitsins,
segir að útsendingu bréfanna hafi
verið frestað að ósk Umhverfisstofn-
unar. Leysa þurfi úr ákveðnum laga-
legum atriðum áður. Þá liggi ekki fyr-
ir gátlisti sem Umhverfisstofnun
vinni að.
Sigrún segir að reglugerðin sé
ströng. Ekkert megi fara út í vatnið.
Hún segir að Þingvallanefnd hafi
staðið sig ágætlega við að koma upp
almenningssalernum á Hakinu og
þaðan sé allur úrgangur fluttur í
burtu. Í undirbúningi sé að koma upp
fleiri slíkum salernum í þjóðgarðin-
um. Þá telur hún að við byggingu
nýrra húsa hafi kröfum reglugerðar-
innar almennt verið fylgt. Hún segist
hins vegar ekki vita hvaða úrbætur
eigendur eldri sumarbústaða og lög-
býla hafi gert.
Horfa til Mývatns um lausnir
Sigrún segir að kröfur um meira en
tveggja þrepa hreinsun þýði að engin
efni megi fara út úr rotþró. Þurfi að
koma upp síubúnaði sem sé ekki ein-
falt mál. Telur hún að horfa mætti til
Mývatns þar sem sambærilegar kröf-
ur eru gerðar. Þar sé reynt að draga
úr skólpi og allur úrgangur notaður í
landgræðslu á heiðum uppi.
Frestur til úrbóta er að renna út
Kröfur um aukna hreinsun skólps frá sumarbústöðum og lögbýlum við Þingvallavatn eiga að taka
gildi um áramót Framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits telur athugandi að nota úrgang til uppgræðslu
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Þingvallavatn Mengun berst í vatnið eftir ýmsum leiðum.
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Ekki er útlit fyrir að kjarasamn-
ingar ríkis og BSRB, Bandalags
starfsmanna ríkis og bæjar, verði
undirritaðir fyrir mánaðamót að
sögn formanns BSRB og formanns
samninganefndar ríkisins.
BSRB og Sameyki, sem er
stærsta aðildarfélag BSRB, standa
nú í kjaraviðræðum við ríkið og seg-
ir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formað-
ur BSRB, að viðræður gangi hægt.
„Við erum að funda reglulega og
þetta þokast hægt en þokast þó. Við
erum að ganga frá ýmsum smærri
málum þessa dagana og svo munum
við fara í að ræða stærri málin.“
Jöfnun launa til umræðu
Eitt af flóknustu málunum er
stytting á vinnuviku vaktavinnu-
fólks. Sverrir Jónsson, formaður
samninganefndar ríkisins, segir að
viðræður um þá styttingu hefjist í
næstu viku.
„Það er líklega það sem mun taka
lengstan tíma og er flóknasta út-
færslan af þeim málum sem við eig-
um eftir,“ segir Sonja. Nokkur önn-
ur stór mál eru á borðinu. „Jöfnun
launa, launaþróunartrygging og svo
eru umræður á borðinu um bann við
mismunun á grundvelli aldurs,“
segir Sonja.
Sverrir er bjartsýnn á framhald-
ið.
„Við eigum í mjög virku samtali
þessa dagana. Við áttum fund í
morgun [gærmorgun] á vettvangi
BSRB og við eigum fund með Sam-
eyki í vikunni og þar miðar málum
fram.“
Þó er ólíklegt að samningur verði
undirritaður í vikunni.
„Það er ekki útlit fyrir það að við
náum að ljúka samningum fyrir
mánaðamót en við erum vongóð um
að ljúka þessu á næstu vikum. Við
ætlum alla vega að gera ærlega til-
raun til þess,“ segir Sverrir.
„Þokast hægt
en þokast þó“
Stytting fyrir vaktavinnufólk flókin
Sonja Ýr
Þorbergsdóttir
Sverrir
Jónsson
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Meðalstarfsævi 15 ára einstaklings
innan Evrópusambandsins (ESB)
var árið 2018 áætluð 36,2 ár. Er það
0,3 árum lengur en árið 2017 og 3,3
árum lengur en árið 2000. Þá má bú-
ast við því að vinnuævi karla verði
nokkuð lengri en kvenna, eða 38,6 á
móti 33,7 árum. Þetta er meðal þess
sem fram kemur í nýjum tölum Hag-
stofu Evrópusambandsins (Euro-
stat) sem nálgast má á heimasíðu
stofnunarinnar.
Í úttekt Eurostat er Ísland á toppi
listans, með áætlaða starfsævi 46,3
ár. Næst á eftir koma Evrópusam-
bandsríkin Svíþjóð (41,9 ár), Holland
(40,5 ár) og Danmörk (39,9 ár). Sviss
er einnig í hópi þeirra ríkja sem eru
yfir 40 ára múrnum samkvæmt út-
tekt Eurostat. Þau ríki sem reka
lestina eru Ítalía (31,8 ár), Króatía
(32,4 ár) og Grikkland (32,9 ár).
Kröfur um styttri vinnuviku
Drífa Snædal, forseti Alþýðu-
sambands Íslands, segir tölur Eu-
rostat gefa einhverja mynd af stöð-
unni. Erfitt sé þó að draga fram
mjög skýra mynd þar sem tölur um
atvinnuleysi og ólíkar mælingar geti
skekkt heildarmyndina að einhverju
marki.
„Reikniaðferðir á milli landa eru
ekki alveg samræmdar, en það er
auðvitað vel vitað að Íslendingar
vinna talsvert lengur og meira en
flestar aðrar þjóðir,“ segir hún í
samtali við Morgunblaðið og bætir
við að fámennar þjóðir þurfi gjarnan
að hafa sig allar við.
„En það eru uppi vísbendingar
þess efnis að þetta sé eitthvað að
breytast í okkar menningu með
auknum kröfum og fremur hávær-
um röddum um styttingu vinnuvik-
unnar,“ segir Drífa enn fremur.
Íslendingum spáð
lengstu starfsævinni
Spáð í spilin fyrir 15 ára einstakling í ríkjum Evrópu
31,8 ár
41,9 ár
Starfsævi fólks á Íslandi og innan ESB
Meðalvinnuævi sem gera má ráð fyrir að 15 ára
einstaklingur eigi fyrir höndum
Árið 2018 mátti búast við að meðalvinnuævi 15 ára einstaklings
innan Evrópusambandsins yrði 36,2 ár. Er það 0,3 árum lengur en
árið 2017 og 3,3 árum lengur en árið 2000.
Gera má ráð fyrir að karlar vinni í 38,6 ár og konur í 33,7 ár.
39,9 ár
32,4 ár
40,5 ár
32,9 ár
46,3 ár
Þar sem
lengst er
unnið
Þar sem styst
er unnið
Svíþjóð ÍslandHollandDanmörkGrikklandKróatíaÍtalía
H
ei
m
ild
: E
ut
os
ta
t
Morgunblaðið/Ernir
Fiskvinnsla Íslendingar hafa lengi verið þekktir fyrir langan vinnudag en
nú er aftur á móti uppi hávær krafa um styttingu vinnuvikunnar.