Morgunblaðið - 26.11.2019, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 26.11.2019, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2019 Klettagörðum 11 | 104 Reykjavík | Sími 568 2130 | verslun@et.is | Opið mánud.-föstud. kl. 8.00-18.00 Mikið úrval af KÖSTURUM OG AUKALJÓSUM fyrir allar gerðir bíla Gunnar Rögnvaldsson rekurmeð opinberum dæmum hve hratt Þjóðverjar missi trú á því sem þeir töldu sig mega ganga að sem vísu. Trúin á stöðugleika hrynur og efasemdir vaxa hratt um að stjórnmálakerfið byggist á göfugum for- sendum og að þær séu enn í öndvegi rík- isstjórna:    Sem sagt;dramatískt fall í trúnni á hina pólitísku hugmynd sem heitir Sam- bandsríkið Þýskaland, og á stjórn- arfar þess. Hollt er að muna að Þýskaland er sambandsríki. Bæj- aralandi væri sennilega nokkuð sama þó að það væri hluti af Aust- urríki. Það eina sem hins vegar virðist sameina Þjóðverja núna er ákall um „sterkan þjóðarleiðtoga“. Þið vitið sennilega öll hvað það getur þýtt.    Hvað er það sem er að hrynja íÞýskalandi. Og hvernig mun það lýsa sér? Þetta eru stórar spurningar því þegar pólitískur stöðugleiki gufar upp í Þýskalandi þá þýðir það að stærsta pólitíska einingin í veraldarhafinu í Evrópu, er komin úr jafnvægi.    Og eins og margir vita er Þýska-land ekki neitt venjulegt ríki. Þar geta hlutirnir gerst ótrúlega hratt. Hvað er að gerast þarna? Allir sem hugsa vita hins vegar að Evrópusambandið er nú þegar fallið sem hugmynd.    Enginn fer því lengur eftirreglum þess eða eftir sjálfri hugmyndinni um það. Það kostar ekkert. Nema náttúrlega kjánar hér heima. Þeir fara eftir öllu og skjálfa.“ Gunnar Rögnvaldsson Blá ljós blikka STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs (NO2) var hár í Reykjavík í gær og verður það að öllum líkindum áfram næstu daga. Klukkan eitt eftir hádegi var klukkutímagildi köfnunarefnisdíox- íðs við Grensásveg 141,5 míkró- grömm á rúmmetra en sólarhrings- heilsuverndarmörk eru 75 míkró- grömm á rúmmetra. Kristín Lóa Ólafsdóttir, heilbrigð- isfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir að miðað við veð- urspá gæti ástandið varað fram á föstudag. Það er verst við Grensás- veg. „Mikil bílaumferð er ástæðan fyrir þessu. Ef það eru aðallega raf- magnsbílar á ferðinni þá kemur þetta efni ekki vegna þess að þetta efni verður einungis til við bruna jarðefnaeldsneytis. Eins og staðan er í dag eru of margir bílar í umferð miðað við veðuraðstæður,“ segir Kristín. Heilbrigðiseftirlitið hvetur al- menning því til þess að draga úr notkun einkabílsins við þessar að- stæður. Þeir sem eru viðkvæmir fyr- ir í öndunarfærum og börn ættu að forðast útivist í lengri tíma og tak- marka áreynslu í nágrenni stórra umferðargatna. Köfnunarefnisdíoxíð veldur ertingu í lungum og öndunar- vegi. ragnhildur@mbl.is Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs hár  Ástandið gæti teygt sig fram á næstu daga  Mikil bílaumferð er ástæðan Morgunblaðið/Hari Umferð Kristín segir ástandið helst koma upp á þessum tíma ársins. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Sala á jólabjór er svipuð nú og á sama tíma í fyrra. Sala hófst mið- vikudaginn 14. nóvember í Vínbúð- unum og fyrstu níu dagana seldust alls 178.724 lítrar af jólabjór. Það er 0,47% minni sala heldur en í fyrra þegar 179.573 lítrar seldust. Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR ber jólabjórinn frá Tuborg af í vinsældum hér á landi. Alls seldist 86.761 lítri af honum fyrstu níu dag- ana í sölu. Nemur það tæpum 49% af heildarsölu jólabjórs á þessu tíma- bili. Næstvinsælasti jólabjórinn er Víking jólabjór en af honum seldust ríflega 17 þúsund lítrar, tæplega 10% af heildarsölunni. Í þriðja sæti er Jólagull, Thule jólabjór er í því fjórða og Jóla Kaldi er fimmti vin- sælasti jólabjórinn það sem af er. Bláber og mandarínur í bragði Eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu hefur úrval jólabjórs aldrei verið meira. Alls voru veitt leyfi til sölu á 78 tegundum þetta ár- ið. Áðurnefndir fimm bjórar eru allir fremur hefðbundnir jólabjórar en einnig má finna mjög forvitnilega bjóra að þessu sinni sem njóta vin- sælda. Óli Rúnar Jónsson hjá Borg brugghúsi segir að Skyrjarmur, blá- berjasúrbjór, hafi selst afar vel í upphafi tímabilsins. Hann spáir því að Bjúgnakrækir nr. 71 sem kemur í verslanir í vikunni muni sömuleiðis njóta vinsælda. Hilmar Geirsson, kollegi hans hjá Víking, segir að sala á Hvít jól sem er mandarínu white ale, hafi farið langt fram úr áætl- unum. Þá segir hann að Víking jóla lite, sem er fyrsti jóla lite-bjórinn, hafi notið vinsælda. Hann er brugg- aður með eplum og kanil og vekur greinilega forvitni margra. „Það er nokkuð ljóst að þau sem velja færri kolvetni, færri kaloríur eða glúten- frítt hafa beðið spennt eftir jólabjór sem höfðar til þeirra,“ segir Hilmar. Morgunblaðið/Ómar Jólabjór Það virðist vera öruggast að eiga nóg til af Tuborg í Ríkinu. Annar hver seldur jólabjór er frá Tuborg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.