Morgunblaðið - 26.11.2019, Page 16

Morgunblaðið - 26.11.2019, Page 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2019 ✝ Ólafur BúiGunnlaugsson fæddist á Akur- eyri 5. september 1953. Hann lést á gjörgæsludeild Sjúkrahússins á Akureyri 15. nóv- ember 2019. Foreldrar hans voru Gunnlaugur Búi Sveinsson, f. 24. febrúar 1932, d. 23. janúar 2019, og Signa Hallberg Hallsdóttir, f. 4. ágúst 1933, dáin 2. nóvember 2019. Systur Ólafs Búa eru Halla, f. 30. október 1954, maki Haukur Harðarson, og Helga, f. 22. febrúar 1963, maki Stefán Birgisson. 1984, synir þeirra eru Zoph- onías Búi og Sólbjartur Búi. Ólafur Búi útskrifaðist frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1974 og hóf fljótlega eftir það störf hjá Slökkviliði Ak- ureyrar og á skíðasvæði Ak- ureyrar. Mestan tíma starfs- ferils síns nýtti hann í þágu menntamála á Akureyri. Fyrst sem kennari við Gagnfræða- skóla Akureyrar, en síðar kennari og áfangastjóri við Verkmenntaskólann. Lengst af starfaði hann hjá Háskólanum á Akureyri, fyrst sem fram- kvæmdastjóri og síðar sem forstöðumaður fasteigna. Ólafur Búi var virkur í skátastarfi á Akureyri á yngri árum. Hann sat í stjórn Golf- klúbbs Akureyrar um árabil. Ólafur Búi var meðlimur í Oddfellowreglunni á Akureyri. Útför Óla Búa fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 26. nóvember 2019, og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Ólafur Búi kvæntist Agnesi Jónsdóttur 26. ágúst 1978. For- eldrar hennar eru Jón Heiðar Krist- insson, f. 18. sept- ember 1928, d. 30. október 1987, og Sonja Emma Kristinsson, f. 4. september 1931. Synir Ólafs Búa og Agnesar eru: 1) Gunnlaugur Búi, f. 2. október 1979, maki Eydís Unnur Jóhannsdóttir, f. 12. ágúst 1980, börn þeirra eru Arna Sigríður, Karen Lilja og Elvar Búi. 2) Ólafur Búi, f. 16. júní 1984, maki Ingibjörg Zophoníasdóttir, f. 4. apríl Í desember 2006 veiktist Óli Búi bróðir minn fyrst alvarlega. Hann fékk hjartaáfall en náði sér fljótt og allir voru bjartsýnir en tæpu ári síðar greindist hann með krabbamein. Það leit ekki vel út og í nokkurn tíma var ólíklegt að hann hefði það af. Á sama tíma leit fyrsta afabarnið hans dagsins ljós og mynd af stúlkunni var strax hengd á vegg í sjúkrastofu Óla. Ég trúi því að það hafi gefið honum kraft til að lifa og hann hresstist á ný. Síðan hefur hann oft verið mjög veikur og ég hef ekki tölu á þeim skiptum sem elsku Agnes var honum við hlið í veikindum bæði heima, á sjúkra- húsum og í flugi á leið þangað. Það vandist aldrei að fara til mömmu og pabba til að bera þeim fréttir af því að nú hefði Óli verið fluttur suður eða kominn á sjúkrahús í útlöndum. Það reynd- ist þeim alltaf afar þungbært. Auðvitað höfðu þau áhyggjur og óttuðust mjög að missa hann. Ég hef beðið Guð á hverju kvöldi frá fyrstu veikindunum að Óli fengi að lifa mömmu og pabba og hann bænheyrði mig. Ekkert er verra en að missa barnið sitt. En Óli dó nánast um leið og mamma og inn- an við tíu mánuðum á eftir pabba og söknuðurinn er svo mikill. En margs er að minnast. Óli gaf mér t.d. fyrsta hjólið mitt; fal- legt rautt þríhjól sem ég var mjög ánægð með. Mér þótti virkilega gaman fyrstu jólin sem ég fékk að velja jólagjafirnar til fjölskyld- unnar alveg sjálf. Handa Óla keypti ég öskubakka; ljómandi fallegan, blásanseraðan, og hann bjó yfir þeirri tækni að það þurfti bara að ýta ofan á pinna á honum miðjum, þá fór lokið að snúast, þrýstist niður og askan hvarf ofan í bakkann. Ég var gríðarlega stolt af þessari gjöf. En þegar Óli opn- aði pakkann frá mér varð hann skrítinn á svipinn, stóð upp og fór þegjandi niður í herbergið sitt og sást ekki meira þetta aðfanga- dagskvöld. Hvernig átti ég, tæp- lega fimm ára krakkinn, að átta mig á því að Óli stóð í þeirri mein- ingu að enginn í fjölskyldunni vissi af þessum ósið hans. Hvað þá smábarnið á bænum. Ég var líka heppin að fá að kynnast Óla sem kennara. Hann var góður kennari og mér gekk vel að læra hjá honum. Honum tókst að gera námið áhugavert og skemmtilegt og koma öllu til skila á forsendum okkar nemendanna. Hann kenndi mér íslensku, bók- færslu og fleira. Mér gekk aldrei vel að læra ensku og dönsku en varð að velja annað fagið fyrir samræmdu prófin. Óli hélt það nú ekki vera vandamál og eyddi mörgum klukkustundum í að troða enskunni í mig. Ég komst í gegn, þökk sé þrautseigju Óla bróður. Þrátt fyrir veikindi Óla síðast- liðin ár tókst honum og fjölskyldu hans að njóta stundanna sem best. Þau voru dugleg að ferðast og fóru víða og Óli lét ekkert aftra sér í þeim efnum. Hann notaði þau hjálpartæki sem til þurfti svo sem göngugrind og ellinöðru og skammaðist sín ekkert fyrir. Auð- vitað þurfti hann að prófa sjúkra- húsin í mörgum þeirra landa sem þau ferðuðust um. Agnes eiginkona Óla Búa bróð- ur, synir þeirra og fjölskyldur eru mér afar kær. Guð styrki þau og blessi. Þín litla systir, Helga. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þótt svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Takk fyrir allt. Hvíl í friði. Þín tengdadóttir, Eydís. Það er þyngra en tárum taki að kveðja sinn besta vin. Við hitt- umst fyrst á gamla Moldarvellin- um á Akureyri. Hann níu eða tíu ára og ég árinu yngri. Hann bjó á ytri Brekkunni og var í Brekku- skólanum, en ég bjó á Eyrinni og var í Oddeyrarskólanum. Hann keppti með Þór en ég var í KA. Við áttumst oft við í fótbolta og könnuðumst vel hvor við annan en vináttan kom síðar. Á ung- lingsárunum vorum við báðir bensíntittir, hann hjá BP við Tryggvabraut og ég á Þórshamri hjá Esso. Við vorum ekki í sama liði fyrr en í Menntaskólanum á Akureyri, en við útskrifuðumst þaðan 17. júní 1974. Í maí 1975 fór ég með Óla Búa til Reykjavíkur til að kaupa bíl. Bíllinn vel útlítandi en dekkin slit- in. Til öryggis keyptum við lím, bætur og pumpu fyrir heimferð- ina. Lagt var af stað síðdegis og áætlað að koma til Akureyrar um kvöldið. Í Borgarfirði sprakk í fyrsta sinn í ferðinni. Eftir það keyrðum við hægar, en það dugði ekki til. Í Öxnadalnum sprakk (punkteraði) í sjötta og síðasta skiptið í þessari ferð, en þá var morgunsólin komin upp. Við kom- um til Akureyrar eftir fimmtán tíma ferð. Þessar klukkustundir var margt rætt og reyndi ferðin mjög á þolrif okkar beggja en ferðin innsiglaði lífstíðarvináttu. Á háskólaárunum skemmtum við okkur mikið og sáum allar kvik- myndir sem komu í bíó á höfuð- borgarsvæðinu. Akureyri togaði alltaf fast í Óla Búa. Hann fór að kenna við Gagn- fræðaskólann á Akureyri og í einni norðurferðinni kynnti Óli Búi mig fyrir Agnesi Jónsdóttur (Öggu). Um leið og ég sá Öggu var ég viss um að Óli Búi hafði hitt sinn lífsförunaut. Þau pöss- uðu svo vel saman og var ánægju- legt að fylgjast með þeim þroska ást sína og hefja búskap saman. Síðan fæddust synirnir Gulli Búi og Óli Búi. Þrátt fyrir barnauppeldi og húsbyggingar rofnuðu aldrei tengslin. Hin síðari ár hafa alltaf þrjár persónur verið heimsóttar í öllum Akureyrarferðum, mamma, tengdamamma og Óli Búi. Óli Búi og Agga spiluðu mikið golf meðan heilsa hans leyfði og kynntu golfið fyrir okkur Huldu. Síðasta golfhringinn spiluðum við saman á Akranesi fyrir nokkrum árum. Óli Búi minntist oft á þenn- an dag eftir að ljóst var að hring- irnir yrðu ekki fleiri. Við hittumst á Jaðarsvelli 2018 á Norðlinga- mótinu, þegar Óli Búi kom á raf- skutlunni og fylgdist með okkur spila nokkrar holur, okkur til mikillar ánægju. Óli Búi átti við heilsuleysi að stríða síðustu misserin en þrátt fyrir það var hann alltaf bjart- sýnn á bata og lét veikindin ekki aftra sér og Öggu frá því að ferðast og skipuleggja ferðalög. Óli Búi var réttsýnn, rökfastur, traustur, ábyrgur, heiðarlegur, minnugur húmoristi og góður vin- ur. Ég veit að þú ert hvíldinni feg- inn eftir erfið veikindi. Hvíl í friði, kæri vinur, og megi lífið fara mildum höndum um Öggu og fjöl- skylduna í sorginni. Haukur og Hulda. Leiðir okkar Óla Búa lágu snemma saman. Foreldrar okkar voru vinir og samgangur var milli heimilanna þó þau væru á sitt hvorum staðnum í bænum. Við Óli Búi kynntumst því á unga aldri. Liðlega tvítugir urðum við svo samstarfsmenn á Slökkvistöð Akureyrar, sem sumarstarfs- menn, og þar unnum við saman í nokkur ár. Fáeinum árum seinna var Óli Búi orðinn kennari við Gagnfræðaskólann á Akureyri og ég var þar stundakennari vetrar- langt. Í framhaldinu varð nokkurt hlé á samstarfi okkar því Óli Búi vann á næstu árum ötullega að stofnun Verkmenntaskólans á Akureyri og varð þar kennari. Margir, þar á meðal Óli Búi, voru á þessum árum miklir áhuga- og baráttumenn fyrir stofnun háskóla á Akureyri og svo fór að háskólakennsla hófst á Ak- ureyri haustið 1987. Stuttu síðar kom Óli Búi til starfa við þessa nýju menntastofnun sem skrif- stofustjóri. Fyrsta hálfan annan áratuginn eða svo var allur rekst- ur HA í hans höndum og tæpast ofmælt að hann hafi verið vakinn og sofinn yfir verkefninu. Upp úr síðustu aldamótum var rekstur ört stækkandi háskóla þó ekki lengur á færi eins manns og Ólafur Búi Gunnlaugsson✝ Ólafur Thorla-cius fæddist í Hákoti á Álftanesi 16. ágúst 1929. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suðurlands, Sel- fossi, 17. nóv- ember sl. Foreldrar hans voru Anna Thorla- cius, húsmóðir, f. 14. ágúst 1905, d. 14. maí 1981 frá Strýtu í Ham- arsfirði og Erlingur Thor- lacius, bifreiðarstjóri, f. 15. apríl 1906, d. 1. febrúar 1981 frá Búlandsnesi í Hamarsfirði. Eftirlifandi systkini Ólafs eru Ragnhildur Thorlacius, f. 21. maí 1936, og Egill Thorlacius, Runólfur Sigursveinsson, f. 3. maí 1958, ráðunautur hjá Ráð- gjafarmiðstöð landbúnaðarins á Selfossi. Börn þeirra eru Dagný f. 26. október 1974, Jó- hanna, f. 25. september 1991, og Guðrún, f. 2. september 1994. Langafabörnin eru tvö: Mikael, sonur Guðrúnar, og Salka, dóttir Jóhönnu. Ólafur var stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1950. Námi í lyfjafræði frá Há- skóla Íslands lauk hann árið 1958 og hóf störf að námi loknu hjá Apóteki Austur- bæjar. Síðustu árin vann Ólaf- ur hjá lyfjaframleiðslufyrir- tækinu Delta í Hafnarfirði. Ólafur og Guðrún áttu heimili í Reykjavík fram til ársins 1998 að þau fluttu austur á Selfoss. Ólafur verður kvaddur á Hótel Örk, 2. hæð, í dag, 26. nóvember 2019, klukkan 15. f. 16. nóvember 1942. Eftirlifandi kona Ólafs er Guðrúnu Jónsdóttur, f. í Vík í Mýrdal 16. júní 1931, doktor í fé- lagsráðgjöf. For- eldrar hennar voru Jónína Magnús- dóttir frá Giljum í Mýrdal, f. 23. jan- úar 1907, d. 30. desember 1997, og Jón Pálsson frá Litlu-Heiði í Mýrdal, f. 10. apríl 1904, d. 1. september 2000. Dóttir Ólafs og Guðrúnar er Ragnheiður Thorlacius, f. 3. ágúst 1954, héraðsdómari á Suðurlandi. Hennar maður er Ólafur Thorlacius lyfjafræð- ingur, eða Óli eins og hann var gjarnan kallaður í okkar vina- hópi, náði níræðisaldri og gott betur. Ég minnist Óla með mikilli virðingu. Hann gat virst hæglát- ur en glettnisvipurinn var sjaldan langt undan. Það er ekki ofsagt að hann var öðlingur og afar greiðvikinn. Hann var fróðleiks- maður, hafði einlægan áhuga á þjóðfélagsmálum, var glögg- skyggn og fylgdist vel með at- burðum innanlands og utan. Óli hafði gaman af því að rýna í hlut- ina, spyrja spurninga og rök- ræða. Þegar um smærri eða stærri nýjungar var að ræða átti hann til að þráspyrja og hætta ekki fyrr en hann skildi í þaula hvað var á ferð. Þetta gátu verið stórmál, enda var Óli róttækt þenkjandi, en ég minnist lítils skondins dæmis úr samræðum okkar. Óli segir: „Hvað eru þess- ar strikamerkingar og hvernig virka þær?“ Ég var þá ekki búin að setja mig inn í þessa hluti og varð því svaravant. Næst þegar við hittumst vissi Óli allt um þessa tækninýjung enda búinn að fylgja málinu eftir. Ég minnist líka góðlátlegrar stríðni Óla frá fyrri árum. Gat hann átt til að vera forvitinn og áhugasamur um líf vinanna og mátti maður þá sitja undir nokkurri eftirgrennsl- an. Óli var afburða hagur í hönd- um og var bílskúrinn mikið nýtt- ur meðan heilsan leyfði. Einnig má nefna ferðagleði þeirra hjóna en Ólafur var lipur og laginn bíl- stjóri. Þau hjónin Guðrún og Óli notuðu mikið tjaldvagn í útileg- urnar, þar var öllu afar hagan- lega fyrir komið. Nú til skamms tíma létu þau af tjaldvistinni og tóku að ferðast um á „rúgbrauði“ sem var innréttað sem ferðabíll. Þótti sumum vinum orðið nóg um nægjusemi þeirra hjóna en vildu slást í hópinn og tóku sér gistingu á hóteli í grenndinni því að ferðast skyldi! Ég minnist margra góðra stunda á fyrri árum með þeim merkishjónum, Óla og Guðrúnu, í Heiðargerðinu og Sólheimum í Reykjavík auk útivistar og mikils gamans og glens í sumarbústaðn- um í Mýrdalnum. Þakka ég inni- lega fyrir þá samveru. Á síðari árum var gaman að koma í heim- sókn á fallegt heimili þeirra á Sel- fossi, alltaf sömu hlýlegu móttök- urnar. Það var afar ánægjulegt að fá að vera með á níræðisafmæli Óla í ágúst síðastliðið sumar í fjöl- skyldu- og vinahópi. Þrátt fyrir að dregið væri af Óla tók hann þátt og var gaman að hitta fjöl- skylduna, unga sem gamla, og þá meðal annars systkini hans. Ég þakka fyrir áratuga hlýja vináttu, fróðlega, skarpa og skemmtilega samveru sem aldrei bar skugga á, svo og hjálpsemi í minn garð. Innilega samúð votta ég fjöl- skyldunni allri, Dagnýju, Ragn- heiði og Runólfi, barnabörnunum og systkinum Óla, þeim Ragn- hildi og Agli, og þá ekki síst þér, elsku Guðrún mín. Guðrún Kristinsdóttir. Ólafur Thorlacius ✝ Heinz TheodorJoachim Oster- horn fæddist 13. desember 1936 í Berlín og lést 18. nóvember 2019 í Kópavogi. Foreldrar hans voru Louis T.W. Osterhorn, f. 26. maí 1899, d. 21. nóvember 1980, og Olga M.C. Oster- horn, f. 31. október 1905, d. 12. júní 1969. Hann átti tvö yngri systkini, Gerhard Osterhorn, f. 31. október 1939, d. 26. ágúst 2011, og Silvia C. Osterhorn, f. 22. apríl 1944. Joachim kvæntist Þórdísi H. Jónsdóttur Osterhorn, f. 8. maí 1941 en hún lést 1. nóvember 2013. Þau áttu tvær dætur: 1) Svanhildur Björk Gilles, f. 2. janúar 1968, gift Björn Stefan Gilles, f. 17. september 1970, og eiga þau þrjú börn: Liv Marie Gilles, f. 18. júlí 2000, Thor- ben Fabian Gilles, f. 22. desember 2001, og Solvey Elin Gil- les, f. 7. mars 2006, og 2) Kristjana Os- terhorn, f. 28. maí 1970, gift Jan Stefan Meier-Osterhorn, f. 26. apríl 1978. Joachim var tannlæknir og rak tannlæknastofu í Berlín með vini sínum Olaf Trümper. Joachim og Þórdís bjuggu í Berl- ín til 1996, þá fluttu þau til Mal- lorca þar sem þau bjuggu til árs- ins 2005 en það ár fluttu þau til Íslands þar sem Joachim bjó fram á síðasta dag. Útförin fer fram frá Fossvogs- kapellu í dag, 26. nóvember 2019, klukkan 11. Fyrir þrem árum héldum við upp á áttræðisafmæli þitt með skyldfólki og vinum hér á Íslandi en einnig vinum sem lögðu á sig langt ferðalag frá Þýskalandi til að gleðjast með þér. Þú áttir mjög viðburðaríkt og gefandi líf. Í seinni heimsstyrjöldinni varst þú ungur drengur og eftirstríðs- árin voru ekki auðveld sem ung- lingur. Skólaganga var óregluleg og því laukst þú seint stúdents- prófi. Þú lærðir tannlækningar í Berlín og bjóst þá í lítilli íbúð í Hinterhof í Bezirk Kreuzberg, vannst fyrir þér með því að spila á trompet og leika. Eftir náms- árin lagðir þú af stað í þitt stærsta ævintýri sem fæstir í dag vita eitthvað um, nema að þar voru heitavatnshverir, álfar og tröll. Eftir að hafa borðað mikinn fisk og skemmt þér á Hótel Sögu, lært að fljúga og keyrt á VW-bjöllu um landið þá kynntist þú mömmu. Þú tókst hana með þér til Berlínar og þar eignuðust þið okkur tvær og átt- uð góðar stundir saman. Allir voru velkomnir inn á heimili ykk- ar og ógleymanlegar voru veisl- urnar sem haldnar voru þar. Ís- lenskir námsmenn í Berlín fengu alltaf hjálp frá ykkur og stuðn- ing. Sérstaklega minnumst við þess þegar við héldum upp á 17. júní á hverju ári. Sumarfríunum okkar eyddum við á Krisva, skip- inu okkar, og með vinum sigldir þú oft um Miðjarðarhafið. Þar fékkst þú köfunarskírteinið þitt. Á þessum tíma varðst þú afi og afabörnin þín heimsóttu þig á Mallorca og áttu þar yndislegar stundir. Björn og Jan kynntust þér yfir góðu viskíi og þótti afar vænt um þig og það var gott að finna að þeir voru alltaf velkomn- ir hjá þér. Árið 2005 fluttuð þið mamma til Íslands. Stuttu eftir það byrjaði sorglegur tími þegar mamma varð veik og yfirgaf okk- ur meira og meira með hverju ári þar til hún fann loks frið 2013. Við áttum mjög góð æskuár og þið gáfuð okkur yndislegt heim- ili. Við hugsum oft um öll þau ævintýri sem við upplifðum og minnumst allra dásamlegu stundanna með ykkur. Nú ert þú farinn úr þessari jarðvist og við munum ætíð sakna þín. Í þakk- læti geymum við ykkur í hjart- anu. Svanhildur og Kristjana. Joachim Osterhorn Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.