Morgunblaðið - 26.11.2019, Qupperneq 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2019
smám saman fjölgaði starfsfólki
við kennslu, rannsóknir og rekst-
ur. Ég kom til starfa í HA fyrir
liðlega fimmtán árum og þar með
vorum við félagarnir aftur orðnir
samstarfsmenn. Þarna eins og áð-
ur á lífsleiðinni var samstarfið við
Óla Búa hnökralaust og satt að
segja var tæplega hægt að hugsa
sér betri samstarfsmann, og ég er
ekki einn um þá skoðun. Við fór-
um ófáa bíltúra þegar við lá að
ræða vandamál eða skipuleggja
rekstur háskólans.
Óli Búi bjó að langri reynslu í
rekstri skóla og var afar vel að sér
um sögu og þróun Háskólans á
Akureyri. Hann var bæði greind-
ur og úrræðagóður og bar fyrst
og síðast hag háskólans fyrir
brjósti. Ég naut og lærði af löngu
samstarfi og vináttu við Óla Búa
og fyrir það er ég afar þakklátur.
Ég færi Agnesi og fjölskyld-
unni allri mínar einlægustu sam-
úðarkveðjur.
Úlfar Hauksson.
Kveðja frá Háskólanum
á Akureyri
Ólafur Búi Gunnlaugsson kom
til starfa við Háskólann á Akur-
eyri í júní 1988 þegar fyrsta
skólaári háskólans var að ljúka.
Óli Búi, eins og við þekktum hann
frá fyrsta degi, hafði fjölþætta
þekkingu og var því kjörinn til
þess að koma nýrri stofnun á
laggirnar þar sem beita þurfti út-
sjónarsemi og lagni til þess að
styðja við uppbyggingu skólans.
Óli Búi starfaði með öllum fjórum
rektorum sem valist hafa til
starfa fyrir Háskólann á Akureyri
og hafði því einstaka yfirsýn um
sögu og þróun skólans sem hann
tók mikinn þátt í að móta.
Vinnan við að velja Háskólan-
um á Akureyri framtíðarstað-
setningu fór fram á árunum 1994
til 1996 og þar átti Óli Búi stóran
hlut að máli, bæði hvað varðaði
undirbúning en ekki síður þegar
niðurstöður samkeppni um upp-
byggingu á Sólborgarsvæðinu
lágu fyrir. Í því ferli, sem spann-
aði vel á annan áratug, kom Óli
Búi að öllum málum og leysti vel
af hendi. Þar komu hans helstu
kostir í ljós þar sem honum tókst
að finna lausnir á krefjandi verk-
efnum, þannig að unnt væri að
ljúka uppbyggingunni með sóma.
Þessar lausnir voru oftar en ekki
ræddar yfir kaffibolla og öllum
hliðum málsins velt upp áður en
komist var að niðurstöðu.
Óli Búi sat einnig lengi í stjórn
Félagsstofnunar stúdenta við HA
þar sem hann kom að uppbygg-
ingu stúdentagarða.
Með reynslu sinni af uppbygg-
ingu og rekstri skólans, ásamt
öðrum störfum í nefndum og ráð-
um, var augljóst að hann hefði yf-
ir hafsjó upplýsinga að ráða.
Hann tók því sæti í ritnefnd
vegna 25 ára afmælis skólans og
má í afmælisritinu m.a. finna
kafla eftir Óla Búa um húsnæð-
issögu skólans.
Annað verkefni sem Óli Búi
hafði sérstakar mætur á var upp-
bygging og viðhald Végeirssta-
ðajarðarinnar og þeirra eigna
sem þar eru. Hann lagði mikið á
sig til þess að skólinn gæti tekið
við þeirri myndargjöf og sá til
þess um margra ára skeið að
svæðinu væri sinnt og nauðsynleg
viðhaldsstörf innt af hendi. Þessi
gjöf mun reynast skólanum mik-
ilvægur þáttur í umhverfisstefnu
skólans þar sem í framtíðinni er
stefnt á að ná fullri kolefnisjöfnun
fyrir alla starfsemi skólans. Sá
tími og elja sem Óli Búi notaði í
verkefnið er því dýrmæt fjárfest-
ing fyrir framtíð Háskólans á Ak-
ureyri. Ég naut þess mjög að
vinna með honum að framtíðar-
hugmyndum fyrir Végeirsstaði
og er það von mín að þær hug-
myndir muni einn daginn, ekki of
langt í framtíðinni, verða að veru-
leika.
Langvarandi veikindi drógu úr
vinnuþreki og lauk Óli Búi störf-
um fyrir skólann árið 2018 að
loknu þrjátíu ára starfi. Það eru
fáir einstaklingar sem ég hef
kynnst sem hafa sýnt skólanum
eins mikla hollustu og alúð til þess
að hugmynd um háskóla norðan
heiða gæti orðið að veruleika.
Verður minning Óla Búa ætíð
tengd þessum fyrstu áratugum
uppbyggingar Háskólans á Akur-
eyri.
Fyrir hönd allra starfsmanna
Háskólans á Akureyri sendi ég
Agnesi eiginkonu hans, börnum
þeirra, barnabörnum, ættingjum
og vinum okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur á erfiðum tíma.
Eyjólfur Guðmundsson,
rektor Háskólans
á Akureyri.
Hinn 15. nóvember sl. fékk ég
þær sorgarfréttir að Ólafur Búi
Gunnlaugsson, samstarfsfélagi og
vinur til margra ára, væri látinn.
Það er mikill missir að Ólafi Búa.
Þegar ég hóf störf sem rektor Há-
skólans á Akureyri, haustið 1994,
var Óli Búi, eins og hann var oft-
ast kallaður, framkvæmdastjóri
háskólans. Það var þá sem endra-
nær gott að leita í smiðju hans um
góð ráð en hjá honum hafði stofn-
anaminni hins unga skóla skotið
rótum og hélst þar æ síðan.
Samverustundir með Óla Búa
og Agnesi, konu hans, voru einkar
ánægjulegar. Þau hjónin voru góð
heim að sækja og áttu þeirri gæfu
að fagna að eignast myndarlega
afkomendur sem mynda sam-
henta fjölskyldu. Óli Búi var
einkar minnugur, hafði góðan
húmor og sagði skemmtilegar
sögur frá uppátækjum sem hann
og vinir hans höfðu staðið fyrir á
yngri árum.
Óli Búi vann ötullega með mér
við að færa starfsemi háskólans á
einn stað á Sólborgarsvæðið og
stýrði hann flutningi aðalskrif-
stofu háskólans á þetta nýja há-
skólasvæði þegar haustið 1995. Í
kjölfarið hafði Óli Búi umsjón,
ásamt fleirum, með endurbygg-
ingu eldri húsa á Sólborg og þeim
vel heppnuðu nýbyggingum sem
risu þar.
Í störfum sínum var Óli Búi
framtakssamur, stundvís, skipu-
lagður og töluglöggur. Hans leið-
arljós í starfinu var fyrst og
fremst hollusta við háskólann
sem stofnun þannig að séð yrði til
þess að háskólinn fengi nægilegar
bjargir til að vaxa og dafna. Í fyrri
störfum sínum hafði Óli Búi unnið
sem slökkviliðsmaður og þar
skiptir máli að vera fyrstur á vett-
vang þegar eitthvað bjátar á og
að fyrirbyggja slysin. Óli Búi
flutti þessa eiginleika með sér í
störf sín fyrir háskólann. Hann
var oft fyrstur að bregðast við ef
eitthvað kom upp á og fljótur að
grípa til aðgerða þegar hann fann
að þurfti að koma í veg fyrir
mögulegan skaða.
Fyrstu árin á Sólborgarsvæð-
inu voru vegasamgöngur þangað
erfiðar; aðeins niðurgrafinn mal-
arvegur, oft illfær vegna snjóa á
vetrum. Á snjóþungum vetrum
mætti Óli Búi jafnan fyrstur á
skrifstofuna á Sólborg, ruddi bók-
staflega braut í snjóskaflana á
sínum fjórhóladrifna pallbíl fyrir
okkur hin sem vorum á ekki eins
öflugum faratækjum og sótti
stundum þá starfsmenn heim til
sín sem treystu sér ekki að fara
þess leið í þessari færð.
Þegar verið var að byggja
Borgir, rannsókna- og nýsköpun-
arhús háskólans, varð eldur laus í
byggingunni. Óli Búi var eins og
búast mátti við fyrstur á vettvang
og hljóp í fararbroddi slökkviliðs-
ins upp á fjórðu hæð, eldurinn var
snarlega slökktur og komið í veg
fyrir stórtjón.
Óli Búi var vinsæll og virtur af
sínu samstarfsfólki. Hann var
fróðleiksfús og vildi gjarnan velta
fyrir sér öllum hliðum mála áður
en ákvörðun var tekin. Hann lét
sér annt um hag annarra og tók
málstað þeirra sem stóðu höllum
fæti. Hann gaf sig allan fyrir vöxt
og viðgang háskólans til hagsbóta
fyrir þá sem eftir koma.
Ég er ævinlega þakklátur Óla
Búa fyrir vináttuna, samstarfið
og allar samverustundirnar sem
veittu mér svo mikið og ég mun
ætíð minnast. Kæra Agnes og
fjölskylda, mínar innilegustu
samúðarkveðjur á þessum sorg-
artíma.
Þorsteinn Gunnarsson.
Ólafur Búi kom til starfa við
Háskólann á Akureyri árið 1988,
ég kom fjórum árum síðar. Við
unnum saman í yfir áratug í yf-
irstjórn HA, hann sem fram-
kvæmdastjóri, ég sem forstöðu-
maður kennaradeildar eins og
starfið hét þá. Stuttu eftir að ég
hvarf úr yfirstjórninni hætti hann
sem framkvæmdastjóri og varð
yfirmaður fasteigna háskólans
þar til hann lét af störfum.
Óli Búi, eins og hann var jafnan
kallaður, skipti miklu máli í upp-
byggingu HA á fyrstu fimmtán
árum stofnunarinnar. Hann var
yfirmaður fjármála, gætinn og
íhaldssamur, talnaglöggur og
vinnusamur með afbrigðum.
Hann þekkti lengi vel alla starfs-
menn háskólans með nafni og
hvern krók og kima í húsum hans.
Óli Búi kom vel undirbúinn til há-
skólans, hafði kennt við Gagn-
fræðaskóla Akureyrar, lært við-
skiptafræði, komið að
undirbúningi Verkmenntaskól-
ans á Akureyri, kennt þar og svo
hafði hann verið í slökkviliðinu
eins og Haraldur heitinn Bessa-
son, fyrsti rektor háskólans,
minnti okkur reglulega á. Stund-
um mátti skilja á Haraldi að þetta
væri mikilvægasti hluti í starfs-
ævi Óla Búa áður en hann réðst til
háskólans enda þurfti hann
stundum að slökkva elda innan
HA, að vísu ekki með brunaslöng-
um heldur góðvild og heilbrigðri
skynsemi.
Nú er það svo með þá sem
halda utan um peninga í stofnun-
um að þeir eiga ekki alltaf sjö
dagana sæla og það getur stund-
um þurft að taka ákvarðanir sem
starfsfólk sættir sig illa við. Óli
Búi lét sitt ekki eftir liggja í þeim
efnum þótt hann sæktist ekki sér-
staklega eftir slíkum átökum. En
hann eyddi verulegum tíma í að
ræða við samstarfsfólk sitt og
skýra þörfina á erfiðum ákvörð-
unum þegar hann taldi þörf á því.
Við spiluðum saman golf í mjög
mörg sumur. Okkur þótti það
báðum afar skemmtilegt. Hann
hafði tekið upp á að stunda golf
þegar hann var fullorðinn en
gerði það með sama ákafa og
hann lagði í aðra mikilvæga hluti í
lífinu. Fyrsta daginn sem hann
lék golf dvaldi hann tólf tíma á
vellinum. Ég var ekki viðstaddur
þá en síðar byrjuðum við að spila
saman. Óli Búi var hár vexti og
líkamlega sterkur og honum tókst
að nýta þessa kosti í golfleiknum.
Hann naut leiksins og ekki síst
þegar kúlan fór í allt aðra átt en
henni var ætlað. Við hin berum
þann harm yfirleitt í hljóði en
hann tókst á við nýjan vanda af
gleði og ákafa eins og honum var
lagið. Við spiluðum oft saman
þrjú, Agnes, kona Óla Búa, ég og
Óli Búi. Hún skemmti sér ekki
síður en hann.
Óli Búi var mannkostamaður.
Hann var glaðsinna, duglegur,
glöggur á aðal- og aukaatriði.
Hann gekk að hverju verki til
þess að ljúka því. Síðustu árin
tókst hann á við vanheilsu af
ýmsu tagi og varð að hætta störf-
um og golfleik, ferðaðist um í
hjólastól en hann kom samt öðru
hvoru á golfvöllinn og ók um í
stólnum. Hann hefur örugglega
stundum verið hryggur yfir ör-
lögum sínum en lét aldrei á því
bera og var glaður og vildi ræða
um hvaðeina er lá honum á hjarta.
Að leiðarlokum þökkum við
hjónin fyrir samferðina og vinátt-
una og vottum Agnesi, börnum
þeirra og öðrum aðstandendum
dýpstu samúð.
Guðmundur Heiðar
Frímannsson.
Ólafur Búi, vinur okkar Gunna,
er fallinn frá eftir löng og erfið
veikindi. Ég kynntist Óla Búa
fyrst haustið 1976 er ég innritaði
mig á viðskiptabraut Gagnfræða-
skólans á Akureyri. Þessi náms-
braut var forveri viðskipta- og
hagfræðibrautar Verkmennta-
skólans á Akureyri sem þá var
ekki tekinn til starfa. Þarna var
Óli að kenna á þessum tíma og ég
man vel þegar hann geystist inn í
fyrsta tímann hress og glaður
eins og hann alltaf var. Hann var
einstaklega skemmtilegur kenn-
ari sem tókst að koma námsefn-
inu til skila á lifandi og fyndinn
hátt. Oft gleymdi hann sér við að
útskýra eitthvað með allskonar
dæmisögum og var þá gjarnan í
ákafanum sestur upp í glugga í
kennslustofunni með lappirnar
uppi á ofninum. Þannig sá hann
betur yfir hjörðina sína. Óli hafði
djúpa rödd sem heyrðist vel og
þegar ég hugsa til baka finnst
mér hann stöðugt hafa verið hlæj-
andi. Hann var mikill húmoristi
og átti mjög auðvelt með að sjá
skondnu hliðarnar á hlutunum.
Agnes kona hans var æskuvin-
kona mín úr sveitinni og þarna
vorum við tvær „úr Tungunum“
mættar á fremsta bekk í kennslu-
stofunni hjá Óla. Það átti eftir að
verða til þess að leiðir þeirra
Agnesar og Óla lágu fljótlega
saman og alla tíð síðan. Þeir voru
líka vinir Óli og Gunnar, maður-
inn minn, og mikill samgangur
var á milli heimilanna okkar þeg-
ar drengirnir okkar voru að vaxa
úr grasi. Stundum spiluðum við
saman Trivial Pursuit í Laugar-
götunni og er mér minnisstætt
hvað við hlógum og hlógum á
þessum spilakvöldum. Síðar átti
ég eftir að kynnast mínum góðu
vinkonum Höllu og Helgu systr-
um Óla og foreldrum þeirra líka,
þeim Signu og Gulla. Þessi fjöl-
skylda var einstaklega samhent
og samrýnd og ég stóð mig stund-
um að því að öfunda þau af því
hvað þau voru samrýnd. Þau
Signa og Gulli voru einstaklega
notaleg við okkur Gunna alla tíð.
Það er með ólíkindum að þau þrjú
hafa öll lagt í ferðina miklu á að-
eins 9 mánuðum, Gulli, Signa og
Óli Búi. Risastórt skarð hefur
verið höggvið í þessa dásamlegu
fjölskyldu á mjög skömmum tíma.
Elsku besta Agga mín og fjöl-
skylda, Halla, Helga og fjölskyld-
ur, við Gunni sendum ykkur inni-
legar samúðarkveðjur. Minningin
um gleðina, hláturinn og ómetan-
lega vináttu mun lifa í hjarta okk-
ar.
Svanhildur Daníelsdóttir
(Svana Dan).
✝ Elísabet Jóns-son fæddist í
Hafnarfirði 25. júlí
1933. Hún lést á
Hrafnistu Hafnar-
firði 15. nóvember
2019.
Foreldrar henn-
ar voru: Stefán
Hólm Jónsson, f. 1.
september 1910, d.
8. febrúar 1959, og
Þóra Lovísa Sigríð-
ur Guðmundsdóttir, f. 26. ágúst
1910, d. 18. ágúst 1987. Systkini
Elísabetar: Guðmundur Þór
Jónsson, f. 8. október 1935, d.
10. október 1992; Sigurður Jóns-
son, f. 1. júní 1939, d. 6. janúar
2013; Stefán Louis Stefánsson, f.
26. nóvember 1948; Eyþór Guð-
leifur Stefánsson, f. 11. júní
1950, d. 8. júlí 2013.
Eiginmaður Elísabetar var
Guðmundur Pálsson, f. á Fit
undir Eyjafjöllum, Rang. 21.
september 1925, lést á Hrafnistu
Hafnarfirði hinn 4. ágúst 2012.
Börn þeirra eru: 1) Lovísa, f. 10.
desember 1953. Fyrri maki Odd
Suhr, f. 20. nóvember 1943, lát-
inn. Fyrri maki Sigfús Krist-
mannsson, f. 11. október 1951.
Börn Lovísu og Sigfúsar eru:
Telma Rós, f. 11. ágúst 1974.
Maki Snorri Heimisson, f. 5.
september 1972.
Börn þeirra eru:
Gunnhildur Lovísa,
f. 10. mars 1999,
Daníel Birkir, f. 19.
mars 2003, og Sölvi
Jarl, f. 25. janúar
2009. Róbert Þór, f.
14. nóvember 1979.
Maki Nadja S. Hal-
vari, f. 16. sept-
ember 1986. Börn
þeirra eru: Ísak
Halvari, f. 9. janúar 2010, og Óli-
ver Halvari, f. 20. júlí 2011. 2)
Guðmundur Ragnar, f. 12. apríl
1957. Maki Hrafnhildur Ingi-
bergsdóttir, f. 3.október 1959.
Börn þeirra eru: Pálmar, f. 2.
febrúar 1977, og Dagný Björk, f.
2. júní 1986. 3) Stefán Páll, f. 16.
október 1959. Maki Sólrún
Ragnarsdóttir, f. 20. september
1953. Sonur þeirra er Guð-
mundur Sigmar, f. 6. nóvember
1992. Sonur Sólrúnar er Ragnar
Viktor Karlsson, f. 22. apríl
1970. 4) Berglind Ósk, f. 12.
mars 1968. Maki Oddur Þór
Þorkelsson, f. 16. desember
1968. Börn þeirra eru: Ingimar
Örn, f. 9. febrúar 1994, og Val-
týr Snær, f. 8. janúar 1999.
Jarðarförin fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 26.
nóvember 2019, klukkan 16.
Elísabet, tengdamóðir Odds,
sonar míns, hefur fengið hvíld
eftir erfið veikindi.
Elísabet var falleg kona og
myndarleg húsmóðir. Heimili
þeirra Guðmundar bar þess
merki að hugsað var vel um allt
af smekkvísi og alúð.
Þau reistu sér gott og fallegt
hús við Brekkuhvamm í Hafn-
arfirði. Þegar Linda og Oddur
fluttu í Fjörðinn var gott að eiga
þau að. Þau voru ætíð boðin og
búin að hjálpa. Drengirnir
þeirra áttu alltaf vísan stað hjá
þeim. Tengslin á milli þeirra
urðu sterk og góð.
Við Elísabet gátum alltaf tal-
að saman um garðyrkju og blóm
þegar við hittumst í fjölskyldu-
boðum. Við höfðum báðar gam-
an af að vinna í görðunum okk-
ar.
Barnabörnin buðu líka upp á
endalaus ánægjuleg umræðu-
efni. Hún bar hag þeirra mjög
fyrir brjósti og fylgdist vel með
þeim.
Veikindin tóku sinn toll og
heilsu hennar hrakaði fyrr en
búist var við. Fljótlega varð
ljóst að hverju stefndi. Nánustu
ættingjar hennar dvöldu hjá
henni uns yfir lauk. Linda sagði
mér, að það hafi verið henni
mikil huggun að geta talað ein-
læglega og af umhyggju, um líf-
ið og tilveruna, við móður sína
skömmu fyrir andlát hennar.
Ég minnist Elísabetar með
hlýhug og bið góðan Guð að
vernda hana og blessa.
Innilegar samúðarkveðjur til
allrar fjölskyldunnar frá mér og
Þorkeli.
Ása K. Oddsdóttir.
Elísabet Jónsson
Minningarvefur á mbl.is
Minningar
og andlát
Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr
að andlátum og útförum. Þar eru birtar
andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar
sem eru aðgengilegar öllum en auk þess
geta áskrifendur lesið minningargreinar
á vefnum.
þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát
ber að höndum og aðrar gagnlegar
við fráfall ástvina.
www.mbl.is/andlát
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann