Morgunblaðið - 26.11.2019, Side 19
voru í tveggja ára afmæli bróður
míns, en þá vorum við 11 mánaða.
Lágum undir veisluborðinu og
hirtum það sem féll af borði hinna
eldri og reyndari.
Síðan höfum við verið bestu
vinir og ekki bara það, leiðir okk-
ar lágu saman í smábarnaskóla,
barnaskóla, gagnfræðaskóla, tón-
listarskóla, menntaskóla, háskóla
og síðan í lífsins skóla allt fram á
þennan dag.
Það voru forréttindi að alast
upp á Siglufirði. Þetta voru þau
ár, sem síldarævintýrið var á
toppi frægðarinnar og væri allt
eins hægt að segja að skóli lífsins
hafi í alvöru byrjað þar. Á milli
okkar skólasystkinanna mynduð-
ust sterk bönd og vinátta, sem
hélt fram á hinsta dag hjá öllum.
Slík samheldni var reyndar ein-
kenni Siglfirðinga.
Eftir að okkar ágæta skóla-
systir, Sigríður Jóhannsdóttir,
féll frá fyrir allmörgum árum sá
Sveinn um að vera í forgöngu fyr-
ir „gagga-liðið“ eins og við köll-
uðum okkur og var það í góðum
höndum allt þar til veikindi hans
gerðu honum ókleift að halda því
áfram.
Áttum við marga ferðina sam-
an til Siglufjarðar og er mér sér-
staklega minnisstæð ferðin þegar
50 ár voru liðin frá því við útskrif-
uðumst frá Gagnfræðaskólanum.
Þetta var árið 2005. Þá var búið
að breyta skólakerfinu og gamli
góði Gagginn okkar ekki til leng-
ur. Var þá gripið á það ráð að
baka og kaupa brauð og kökur og
héldum við „dúndur“ kaffihlað-
borð á elliheimilinu. Þar var ein-
mitt allt fólkið, sem við þekktum
best.
Mér er minnisstætt og lýsir
fórnfýsi Sveins sem var einkenn-
andi fyrir hann á allri lífsleiðinni.
Þannig var að þegar við vorum
um fermingaraldur veiktist móðir
hans alvarlega og mátti liggja á
sjúkrahúsinu í nokkrar vikur.
Sveinn tók sig þá til og sá um allt
heimilishald fyrir föður sinn og
yngri bróður. Meðal annars
samdi hann við kennarana um að
fá að fara úr tíma í hádeginu til
þess að hafa til matinn fyrir þá.
Hann hafði þá þegar fengist
nokkuð við matargerð og í fram-
haldi af þessu var hann vel lið-
tækur á því sviði. Er hér þakkað
fyrir öll matarboðin á heimili
hans og Erlu þar sem handbragð
húsbóndans sveif yfir vötnum.
Sveinn var með eindæmum
frændrækinn. Frændgarðurinn
var honum mjög kær og hélt hann
m.a. mikið upp á föðurbróður
sinn, Sigurð Þórðarson á Lauga-
bóli við Ísafjarðardjúp.
Hann var nokkur sumur í sveit
hjá Sigurði og hafði margar góðar
minningar frá þeirri veru. Lauga-
ból var ein af stærstu og hlunn-
indamestu jörðum landsins. Það-
an var Halla Eyjólfsdóttir
skáldkona, sú merka kona, en hún
var amma Sveins.
Þá var það mikið afrek þegar
Sveinn, eftir mikla vinnu, hafði
uppi á forfeðrum sínum í móður-
ætt, sem höfðu flutt til Brasilíu.
Þeir voru frá Sunnudal í
Vopnafirði. Sveinn gekkst fyrir
því að bjóða þeim til Íslands og
sjálfur fór hann ásamt nokkrum
úr fjölskyldunni og heimsótti þá í
Brasilíu.
Til margra ára rak Sveinn
ferðaþjónustu fyrir fatlaða. Þar
var hann á réttum stað og fórn-
fýsi hans, sem áður var minnst á,
naut sín til fulls. Hann lét sér
mjög annt um skjólstæðinga sína
og var margt sem þar var gert til
fyrirmyndar.
Nú að leiðarlokum þakka ég
mínum góða vini fyrir samfylgd-
ina og bið honum guðs blessunar.
Erlu, dætrunum Dagbjörtu Höllu
og Önnu og öllum þeirra fjöl-
skyldum sendi ég innilegar sam-
úðarkveðjur.
Gunnar Ragnars.
Horfinn er sjónum hlýr og góður
drengur,
harma þig vinir hverfa bak við tjöldin.
Við væntum þess öll að þú lifðir miklu
lengur,
en ljúft er að deyja og bera hreinan
skjöldinn,
því allir þeir menn er af þér höfðu
kynni,
einróma hrósa festu og drenglund
þinni.
(NN)
Langri baráttu við erfiðan
sjúkdóm er lokið og vinur og fé-
lagi til nærri 65 ára er horfinn
sjónum. Enn er höggvið skarð í
ævilangan vinahóp okkar
bekkjarsystkinanna úr MA-59, en
hann er sá 24. af 67 sem fellur í
valinn.
Haustið 1955 settumst við ung-
lingarnir í 3. bekk MA. Í árgang-
inum voru þrjár bekkjardeildir,
mín bekkjadeild var strákabekk-
ur og þar voru fjórir harðduglegir
Siglfirðingar, þar á meðal Sveinn
Gústavsson. Allir bjuggum við
saman í heimavistinni og þar mót-
aðist hin sterka samkennd og
samheldni, sem haldist hefur alla
tíð síðan og einkennt MA-hópinn
okkar. Heimavistardvölin í fjóra
vetur hafði þroskandi og mennta-
ndi áhrif og samvistirnar við góða
og trausta félaga og voru ómet-
anlegar. Við studdum hvert ann-
að í blíðu og stríðu, samkennd og
einlæg traust vinátta varð strax
aðalsmerki þessa hóps.
Sveinn Gústavsson var einn
Siglfirðinganna í þessum eftir-
minnilega strákabekk. Saman út-
skrifuðumst við Sveinn svo í
blindri stórhríðinni 17. júní 1959.
Sökum illviðrisins var hefðbundin
hópmyndataka í leikfimihúsinu
gamla og leiðir MA-félaganna
skildi síðan um sinn. Traust vina-
böndin voru tengd áfram og hlýj-
an til skólans okkar og gömlu
MA-félaganna, hefur alla tíð verið
og er enn sterk í raun og í minn-
ingunni.
Sveinn átti ættir sínar í föður-
ætt að rekja til Vestfjarða, en í
móðurætt til Þingeyjarsýslna og
Austurlands, þar sem ættir okkar
komu saman. Hann var eftir-
minnilegur, vel gerður og glað-
sinna, gamansamur og jákvæður
að eðlisfari, félagslyndur, afskap-
lega ljúfur, góður og traustur vin-
ur og félagi.
Sveini Gústavssyni var tónlist-
in í blóð borin og hann var snill-
ingur á píanóinu. Þessara hæfi-
leika hans nutum við skólafélagar
hans á samkomum og skemmtun-
um á MA-árunum, 1955-1959 og
oft síðan.
Á Akureyri kynntist Sveinn
Erlu sinni og þetta glæsilega par
og við Sjöfn, vorum meðal þeirra í
hópnum okkar, sem bundu sín
tryggðabönd og settu upp hring-
ana 17. júní 1959.
Þau Sveinn og Erla létu sig
aldrei vanta á árlega samfundi
okkar MA-59 félaganna og maka
þeirra. Um áratuga skeið hafa
þeir félagar sem aðstæður höfðu
hverju sinni, hist vikulega yfir
vetrartímann á „kaffifundi“ sem
við svo nefnum. Sveinn kom æv-
inlega þar meðan heilsan leyfði,
jákvæður, hress og glaður. Ná-
vistin við hann var alltaf góð og
þægileg.
Þessi góði vinur og félagi
stríddi lengi við erfið veikindi.
Hann gerði sér strax fulla grein
fyrir því, að langt og erfitt stríð
væri framundan en hann barmaði
sér ekki og innri gleði og bros
geislaði frá honum þegar vinir
hans heimsóttu hann.
Þannig munum við alltaf þenn-
an kæra vin okkar.
Um leið og ég bið góðan Guð að
blessa minningu þessa horfna
vinar og félaga, vottum við gömlu
traustu félagarnir í MA-59 hópn-
um, Erlu Þórunni og fjölskyld-
unni allri, innilega samúð okkar á
sorgarstundu.
Skúli Jón Sigurðarson.
Látinn er einn besti vinur
okkar, Sveinn Gústavsson. Kynni
okkar strákanna hófust fyrir 64
árum í Menntaskólanum á Akur-
eyri og hefur vináttan verið
óslitin síðan. Reyndar höfðu
Sveinn og Gunnlaugur þekkst
enn lengur, báðir innfæddir Sigl-
firðingar. Síðan bættust eigin-
konur okkar smám saman í vina-
hópinn.
Sveinn átti alla tíð miklum vin-
sældum að fagna meðal skóla-
systkina enda skemmtilegur fé-
lagi, léttur í lund og einstaklega
greiðvikinn og hjálpsamur. Hann
þótti ómissandi þar sem söngur
og gleði kom við sögu því að hann
var snjall píanóleikari. Á mennta-
skólaárunum lék hann í hljóm-
sveit skólans við góðan orðstír.
Fyrir rúmum 30 árum tókum
við nokkrir skólafélagar og konur
okkar upp þann sið að halda ár-
lega þorrablót til skiptis á heim-
ilum okkar og hefur svo verið síð-
an. Ekki var í kot vísað þegar
blótin fóru fram á heimili þeirra
hjóna Sveins og Erlu. Þau voru
samhent í gestrisni og rausnar-
skap og oft var glatt á hjalla
þegar Sveinn settist við píanóið.
Við þetta bættust fleiri samkom-
ur og veislur, að ógleymdum
ferðalögum okkar til Spánar sem
Sveinn skipulagði af alkunnri list.
Eftirminnilegust var ferðin um
páska 1998 í tilefni af sextugsaf-
mæli Sveins þar sem okkur tókst
að koma honum skemmtilega á
óvart. En of langt mál væri að
telja upp allt sem við tókum okk-
ur fyrir hendur undir stjórn
Sveins í Spánarferðunum.
Við minnumst góðs drengs
með trega og þakklæti fyrir
ómetanleg kynni og sendum
Erlu, dætrum þeirra og öðrum
ástvinum innilegar samúðar-
kveðjur.
Guðmundur og Jónína,
Gunnlaugur og
Gunnlaug (Gulla),
Ingi Viðar og Katrín (Kata),
Jóhannes Óli og Hulda,
Páll og Álfheiður.
Sveinn var mikill og góður tón-
listarmaður. Við vorum skóla-
bræður í MA. Þar sem hann var
stjórnandi og aðal driffjöðrin í
hljómsveit skólans, en sú hljóm-
sveit lék miklu víðar í sínu ná-
grenni en í skólanum einum. M.a.
í dans- og skemmtistöðum Akur-
eyrarbæjar, í Freyvangi, í Húna-
veri, á Siglufirði og víðar. Á síð-
ustu tveimur árum Sveins í MA
og mínum fyrstu gafst mér kostur
á að slást í för með Sveini og fé-
lögum. Valinn ekki vegna mikilla
tónlistarhæfileika heldur vegna
þess að ég kunni að lesa nótur –
hafði lært það af Harrý Herluf-
sen, stjórnanda Lúðrasveitar Ísa-
fjarðar þar sem ég lék og lærði
frá 13 ára aldri. Það var einstök
upplifun að fá að vera með í þess-
um góða og trausta vinahópi, sem
Sveinn leiddi. Okkur gafst kostur
á að leika bæði í Alþýðuhúsinu á
Akureyri sem og á sjálfu Hótel
KEA eftir að Ingimar Eydal flutti
þaðan með hljómsveit sína suður
til Reykjavíkur. Einnig á afmæl-
isfagnaði húsmæðraskólans á
Laugalandi, en meðal skólasystra
þar þá voru tvær stúlkur, sem síð-
ar urðu hvor um sig eiginkona
mín og eiginkona Sveins.
Eftir að Sveinn lauk námi í MA
lauk að mestu minni músíkævi og
tapaði þjóðin þar ekki miklum
músíkhæfileikum. Sveinn hélt
hins vegar ótrauður áfram, lék
víða og hvarvetna við góðan orðs-
tír. Hann var mikill hæfileika-
maður auk músíkhæfileikanna og
kom víða við. Rak eigin atvinnu-
rekstur, stjórnaði umsvifamiklum
rekstri í Húsafelli, rak ferðaskrif-
stofu og sá um ferðaþjónustu fyr-
ir þroskaheft ungmenni þar sem
þau hjónin bæði lögðu sig sér-
staklega fram um að hjálpa þeim,
sem á hjálp þurftu að halda. Eftir
að samstarfi okkar lauk norður á
Akureyri slitnaði þráðurinn. Það
var ekki fyrr en mörgum árum
síðar, sem leiðir okkar lágu aftur
saman – og þá í útlöndum, víðs
vegar fjarri okkar fyrra sam-
neyti. Sveinn var þá farinn að
merkja fyrstu stig þeirra veik-
inda, sem hann hrjáðu undir lokin
en enn sami góði og göfuglyndi
drengskaparmaðurinn. Mér þótti
óskaplega gaman að finna þarna
aftur minn gamla félaga og gamla
hljómsveitarstjóra, sem eg nefndi
strax á þessum okkar fyrsta fundi
og nefndi ávallt síðan „minn
maestro“. Síðan þá hittumst við
aftur nokkrum sinnum uns hin
allra síðustu árin, enda heilsu
hans þá farin að hraka. Sam-
starfsárin okkar tvö í skólahljóm-
sveit MÁ eru mér ávallt efst í
minni allra minni æsku daga.
Ekki síst eftirminnileg nú, þegar
ég kveð hinstu kveðju minn góða
„maestro“.
Vottum við hjónin Erlu, kon-
unni hans Sveins, sem og afkom-
endum þeirra okkar einlægu
samúð.
Sighvatur Björgvinsson.
Minn góði vinur Sveinn Gúst-
avsson kvaddi þennan heim á sinn
rólega hátt föstudaginn 15. nóv-
ember. Reyndar hafði hann verið
lengi á förum því að það eru ein-
kenni Alzheimerssjúkdómsins.
En hann var ekki einn því að Erla
og fjölskyldan önnuðust hann af
nærfærni og kærleika öllum
stundum. Og ekki má gleyma
góðri umönnun starfsliðs Sóltúns.
Kynni okkar Sveins hófust
haustið 1956 er þeir Siglfirðingar
hann og Gunnar Ragnars hófu
nám í Menntaskólanum á Akur-
eyri. Bundumst við fljótlega
kunningja- og síðan vinaböndum,
sem aldrei hafa rofnað. Sveinn
var afbragðs píanóleikari enda
mjög músíkalskur. Því var það að
skólahljómsveit var stofnuð af
nokkrum skólabræðrum og
undirrituðum.
Þessi hljómsveit varð mjög
vinsæl og lék fyrir dansi á skóla-
böllum og víðar. Skólaárið 1968-
1969 skildi leiðir þar sem Siglfirð-
ingar voru einu ári lengur í
grunnskóla og luku því stúdents-
prófi einu ári eldri.
Það urðu því fagnaðafundir
þegar þeir vinirnir settust í við-
skiptadeild HÍ haustið 1969 en
þar var ég fyrir í fleti.
Sveinn gegndi margháttuðum
störfum að loknu námi í HÍ. Hið
síðasta var rekstur ferðaskrif-
stofu fyrir fatlaða einstaklinga. Á
hennar vegum ferðaðist hann til
sólarlanda með fólkið sitt og með
umhyggju sinni gaf hann því kost
á að njóta lífsins á annan hátt en
það átti að venjast. Var það vel
þegið og þakkað.
Sveinn og Erla voru frábærir
gestgjafar sem gott var heim að
sækja.
Minnist ég ótal notalegra sam-
verustunda þar sem Sveinn sett-
ist við píanóið og gestir sungu við
raust.
Við fráfall Sveins leita þessi
orð sterkt á hugann: Umhyggju-
semi, greiðvikni, samviskusemi,
heiðarleiki og skopskyn. Öllum
þessum eiginleikum var hann
ríkulega búinn. Þetta vita allir
sem þekktu hann og ekki síst við
sem nutum vináttu hans. Í síðustu
heimsókn minni til hans tók hann
á móti mér á sama hátt og áður.
Heilsaði mér glaður í bragði og
bauð mig velkominn. Þá hvarflaði
ekki að mér að baráttunni væri að
ljúka. Að þetta væri í síðasta sinn
sem ég sæi brosið hans.
Á kveðjustund er okkur Önnu
hugsað til fólksins hans, sem hon-
um var svo kært. Megi góður Guð
blessa þau og styrkja. Í brjósti
okkar sem eftir lifum ríkir sökn-
uður.
En þar inni býr einnig minn-
ingin um góðan fjölskylduföður
og sannan vin.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(Valdimar Briem)
Marinó Þorsteinsson.
Sveinn Gústavsson var Sigl-
firðingur. Siglfirðingar voru í
nokkrum sérflokki; þar var mið-
stöð síldarævintýrisins. Það var
eins og lífsneistinn væri þar
nokkru sterkari en í öðrum
byggðarlögum. Það var bjart og
hressilegt yfir mörgum Siglfirð-
ingnum. Ekki sízt yfir Sveinka
mínum Gúst.
Leiðir lágu saman í MA. Vetur-
inn 1958-1959 var Sveinki í 6.
bekk, á útskriftarárinu, og auk
þess í skólahljómsveitinni. Undir-
ritaður var hins vegar bara busi
af Króknum, auðvitað í allt öðrum
og neðri mannvirðingarflokki.
Ég vissi vel af Sveini, en hann
lítið af mér, en seinna gerðist það
að kvenpeningurinn tók völdin og
bætti þessa tengingu, sem varð
að ævilangri og ómetanlegri vin-
áttu.
Sveinki stóð auðvitað sem
verðandi stúdent og hljóm-
sveitarstóri sterkt gagnvart
miklu úrvali akureyskra blóma-
rósa, og valdi þar fyrsta flokk;
Erlu Ingólfsdóttur. Hún aftur og
Ella í Bogahúsinu, Elín þá Guð-
mundsdóttir, höfðu verið vinkon-
ur frá átta ára aldri.
Undirritaður náði því 8. janúar
1961 að tryggja sér þann mikla
kvenkost, nú Ellu Bílt, til fram-
búðar, þökk sé því að ball í Al-
þýðuhúsinu var framlengt þetta
kvöld.
Þar með var þessi vináttu-
hringur lokaður, og varir hann
enn. Auðvitað brast hann illa
þann 15. nóvember sl., þegar
Sveinki var kallaður snögglega,
en mjúklega, yfir móðuna miklu í
betri heim.
Alla vega á Sveinki góðan
heim, hlýjan og bjartan skilinn
umfram flesta, þökk sé hans góða
hjarta, velvild og hlýju til allra.
Manna og dýra. Allir okkar
hundar elskuðu Sveinka. Betra
hól fæst vart.
Sveinki hélt auðvitað áfram að
spila eftir MA, og dró þar hvergi
af sér. Voru margir kvöldverðir
eftirminnilegir, þar sem Sveinki
settist við píanóið, eftir mat en
ekki drykk, og hristi slenið af
veizlugestum með líflegri músík.
Mátti þá panta, og Sveinki spil-
að bara, svona eftir eyranu, og
voru feilnótur fáar. Stundumst
settist Ella við hljóðfærið með
honum. Var þá spilað fjórhent og
færðist aukið fjör í leikinn.
Þegar þar var komið sögu vildi
húsmóðirin, Erla, ekki láta sitt
eftir liggja, og hóf upp raust sína
og söng með. Komst þá undir-
ritaður ekki lengur hjá þátttöku í
söngvi og bættust fleiri við, ef til
staðar voru.
Stundum skelltu þá vinkonurn-
ar sér í dans, rokkuðu fram og til
baka um stofur, þannig að hár
stóð strítt út í loftið og stundum
flugu skór. Var undirrituðum þá
stundum nauðugum viljugum
kippt með.
1965 fórum við félagarnir til
borgarinnar sem aldrei sefur.
Bissness. Bjuggum á Sheraton.
Þar var píanó á barnum. Fór þá
Sveinka að klæja í fingurna. Þeg-
ar tækifæri gafst greip hann í
gripinn. Nú vantaði forsögvarann
góða, og varð undirritaður að
taka við. Tókum „All of Me“.
Vorum ekki klappaðir upp. Kan-
inn kann ekki gott að meta.
Þetta eru svona rétt mynda-
skot úr langri, djúpri og verð-
mætri vinaminningu.
Þegar fréttir bárust af láti okk-
ar kæra vinar, Sveinka, þann 15.
nóvember, sagði ég því við Ellu –
reyndar með tárin í augunum –
þetta er bæði mikil sorg og mikill
léttir.
Sveinki var búinn að lifa sínu
góða lífi, átti fátt gott eftir og
enga von um bata.
Óli Bílt.
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2019
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
MAGNÚS BJARNASON
Muggur í Garðshorni
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í
Vestmannaeyjum 21. nóvember.
Útförin fer fram frá Landakirkju föstudaginn 29. nóvember
klukkan 14.
Unnur Gígja Baldvinsdóttir
Margrét Lilja Magnúsdóttir Jóhann Pétursson
Bjarni Ólafur Magnússon
Jenný Huld, Magnús Ellert, Baldvin Búi,
Gígja Sunneva, Snjólaug Hildur
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGURLAUG SVANHILDUR
ZOPHONÍASDÓTTIR
Kópavogsbraut 1a,
sem lést 19. nóvember, verður jarðsungin
frá Digraneskirkju miðvikudaginn 4. desember klukkan 15.
Anna Gunnarsdóttir Ólafur Kvaran
Guðný Gunnarsdóttir Friðþjófur K. Eyjólfsson
Guðrún Gunnarsdóttir Valþór Hlöðversson
Emilía María Gunnarsdóttir Eyjólfur Guðmundsson
Hákon Gunnarsson
Björn Gunnarsson Elísabet Kvaran
barnabörn og barnabarnabörn
Kæru vinir.
Við þökkum kærleika, samhug og hlýju sem
umvafið hefur fjölskylduna frá andláti og
útför okkar ástkæra
LÁRUSAR DAGS PÁLSSONAR
Stuðningur ykkar er ómetanlegur.
Anna Sif Ingimarsdóttir
Páll Ísak Lárusson
Ingimar Albert Lárusson
Kolfinna Katla Lárusdóttir
Páll Dagbjartsson Helga Friðbjörnsdóttir
Svanhildur Pálsdóttir
Kolbrún Pálsdóttir
Helga María Pálsdóttir
Ingimar Ingimarsson Kolbrún Ingólfsdóttir