Morgunblaðið - 26.11.2019, Síða 25
ÍÞRÓTTIR 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2019
Ég ætlaði mér svo sem aldrei
að byrja í golfi en eiginkonan dró
mig út á völlinn fyrir einu og hálfu
ári og fljótlega á eftir fékk ég
fyrstu leiðbeiningar frá Bjössa
golfkennara hjá Keili.
Nú er ég hundfúll að hafa ekki
byrjað að munda kylfurnar miklu
fyrr en góðu heilli er aldrei of
seint að byrja í þessari skemmti-
legu íþrótt.
Þegar ég rita þessi orð er 58
ára afmælisdagurinn að kveldi
kominn og ég sé alveg fyrir mér
að geta slegið golfkúluna í nokkra
áratugi til viðbótar ef guð lofar.
Ég á margt ólært í golfinu og
er ekki neinni keppni við aðra um
forgjöf. Ég fer í golf fyrst og
fremst til að hafa gaman af og
það er fátt skemmtilegra en að
spila 18 holu hring með frúnni og
góðum vinum í góðu veðri.
Á þessu ári sem senn er á
enda höfum við hjónin verið dug-
leg að fara út um borg og bý og
spila golf og meira að segja voru
teknir hringir í sumarfríinu á
Tenerife.
Ég er ekki búinn að pakka golf-
settinu saman í geymsluna. Á fal-
legum degi sem var hér SV-lands
á sunnudaginn fórum við hjónin í
Þorlákshöfn og spiluðum þar við
fínar aðstæður. Halló! Það er að
koma desember.
Ætli ég sé kominn með golf-
bakteríuna? Og rúsínan í pylsu-
endanum, konan gaf mér pútt-
mottu í afmælisgjöf!
En nú að aðeins stærri bolta.
Ég er að bilast að horfa á leiki í
ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.
Þetta VAR-drasl er svo leiðinlegt
og sú töf sem verður á nánast
hverjum leik hefur gert það að
verkum að ég og miklu fleiri erum
að gefast upp á þessari leiðinda
„Varsjá“.
BAKVÖRÐUR
Guðmundur
Hilmarsson
gummih@mbl.is
Í AUSTURBERGI
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
ÍR og Haukar skildu jöfn, 30:30, í einum skemmti-
legasta leik tímabilsins til þessa í Olísdeild karla í
handbolta er liðin mættust í Austurbergi í 11. um-
ferðinni í gærkvöldi. Bæði lið spiluðu afar
skemmtilegan sóknarbolta og léku varnirnar
aukahlutverk stóran hluta leiks. Haukar voru yfir
lengst af, en ÍR-ingar aldrei langt undan. Brynj-
ólfur Snær Brynjólfsson kom Haukum í 30:29
þegar skammt var eftir en hinn síungi Sturla Ás-
geirsson jafnaði á vítalínunni í blálokin og tryggði
ÍR verðskuldað stig.
Haukar eru enn eina ósigraða lið deildarinnar,
en með smá heppni hefði ÍR getað tekið stigin tvö,
þar sem liðið fékk sannkallað dauðafæri til að
komast tveimur mörkum yfir þegar skammt var
eftir. ÍR-ingar sýndu að þeir geta hæglega bland-
að sér í baráttuna á toppnum.
Gengi ÍR ræðst mikið af því stuði sem Sigurður
Ingiberg Ólafsson, markmaður liðsins, er í hverju
sinni. Sigurður varði lítið í fyrri hálfleik og þá
voru Haukar með stjórn á leiknum. Hann datt í
gang í þeim seinni og átti stóran þátt í að ÍR næði
í gott stig gegn toppliðinu. Sigurður væri á meðal
bestu markmanna deildarinnar, ef hann væri
stöðugri. Kristján Orri Jóhannsson nýtti færin sín
vel í hægra horninu og Hafþór Már Vignisson hélt
áfram að heilla í Breiðholtinu, en hann hefur spil-
að afar vel síðan hann gekk í raðir ÍR frá Þór Ak-
ureyri.
ÍR átti í erfiðleikum með varnarleikinn framan
af og fékk Adam Haukur Baumruk að skjóta fyrir
utan af vild. Það kann ekki góðri lukku að stýra og
raðaði stórskyttan inn mörkunum. Adam var
kominn með sex mörk á fyrsta korterinu, en þá
tók Hafþór Már Vignisson upp á því að ýta honum
í loftinu með þeim afleiðingum að Adam lenti illa
og hægðist mikið á honum í kjölfarið. Virtist það
eina leiðin til að stoppa Adam, sem var í bana-
stuði.
Þegar Adam datt úr leik dreifðist markaskorun
Hauka vel. Brynjólfur Snær Brynjólfsson og Ein-
ar Pétur Pétursson gerðu vel í horninu og Vignir
Svavarsson og Heimir Óli Heimisson mynda besta
línumannapar landsins. Andri Sigmarsson Schev-
ing var svo ágætur í markinu, en hann var í byrj-
unarliði Hauka og er alls ekki síðri en Grétar Ari
Guðjónsson, jafnvel aðeins betri. Haukar eru ekki
ósigrandi og ÍR getur náð mjög langt. Það væri
gaman að sjá þessi lið mætast í úrslitakeppninni,
því leikurinn í gær var hin mesta skemmtun.
Afturelding í 2. sæti
Mosfellingar halda sínu striki en Afturelding er
í öðru sæti og saxaði lítillega á forskot Hauka með
sigri á botnliðinu HK 32:26 í Kórnum. Guðmundur
Árni Ólafsson skoraði 8 mörk fyrir Aftureldingu
gegn sínum gömlu félögum en Þorsteinn Gauti
Hjálmarsson kom næstur með 7 mörk. Pétur Árni
Hauksson og Jóhann Birgir Ingvarsson voru
markahæstir hjá HK með 6 mörk hvor en liðið er
enn án stiga.
Hvorugt liðið átti skilið
að tapa í Austurbergi
Haukar enn ósigraðir á toppnum Sturla ískaldur á vítalínunni
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Bylta Þrándur Gíslason, ÍR, og Tjörvi Þorgeirsson í undarlegri stöðu í Breiðholtinu í gær.
Alexander Medvedev og Kyllian
Guynet eru teknir við þjálfun
kvennaliðs Reykjavíkur í íshokkíi
sem er sameiginlegt lið Skauta-
félags Reykjavíkur annars vegar
og Fjölnis hins vegar.
Bandaríkjamaðurinn Peter Bron-
son stýrði liðinu síðan í sumar en lét
nýlega af störfum að eigin ósk.
Alþjóðlegt yfirbragð er yfir þjálf-
arateyminu en Medvedev er Rússi
og Guynet er Svisslendingur.
Medvedev stýrði einnig liði Reykja-
víkur 2017-2018 og er þjálfari
karlaliðs Fjölnis.
Þjálfaraskipti hjá
Reykjavík
Hættur Peter Bronson tók við liði
Reykjavíkur í sumar.
Hörður Björgvin Magnússon, lands-
liðsmaður í knattspyrnu, er í úr-
valsliði rússnesku úrvalsdeildar-
innar eftir 17. umferðina sem var
leikin um helgina.
Hörður, Arnór Sigurðsson og
samherjar í CSKA Moskva unnu
þar sigur á Krilia Sovetov, 1:0.
Er þetta í fjórða sinn á þessu
tímabili sem Hörður er í úrvals-
liðinu sem er valið af vefsíðu deild-
arinnar. Hann leikur ávallt sem
miðvörður með CSKA en hjá ís-
lenska landsliðinu hefur Hörður
verið í hlutverki vinstri bakvarðar.
Í úrvalsliðinu í
fjórða sinn
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Í Rússlandi Hörður Björgvin Magn-
ússon í leik með CSKA Moskvu.
Kórinn, Olísdeild karla, mánudag
25. nóvember 2019.
Gangur leiksins: 1:0, 2:2. 3:6, 6:6,
6:10, 10:12, 11:15, 13:17, 14:20,
17:20, 20:23, 23:29, 24:32, 26:32.
HK: Pétur Árni Hauksson 6, Jóhann
Birgir Ingvarsson 6, Garðar Svans-
son 4, Kristján Ottó Hjálmsson 3,
Kristófer Andri Daðason 2, Símon
Michael Guðjónsson 2, Kristófer
Dagur Sigurðsson 1, Pálmi Fannar
Sigurðsson, Þorgeir Bjarki Dav-
íðsson 1.
Varin skot: Davíð Svansson 14/1,
HK – AFTURELDING 26:32
Stefán Huldar Stefánsson 1.
Afturelding: Guðmundur Árni
Ólafsson 8, Þorsteinn Gauti Hjálm-
arsson 7, Einar Ingi Hrafnsson 4,
Birkir Benediktsson 4, Karolis Stro-
pus 3, Agnar Ingi Rúnarsson 2,
Tumi Steinn Rúnarsson 2, Björgvin
Franz Björgvinsson 1, Böðvar Páll
Ásgeirsson 1.
Varin skot: Björgvin Franz Björg-
vinsson 8/1, Arnór Stefánsson 4.
Dómarar: Árni Snær Magnússon og
Þorvar Bjarni Harðarson.
Áhorfendur: 271.
Austurberg, Olísdeild karla, mánu-
dag 25. nóvember 2019.
Gangur leiksins: 3:3, 5:6, 8:9,
10:12, 12:15, 16:18, 18:20, 21:21,
22:23, 24:25, 28:27, 30:30.
Mörk ÍR: Sturla Ásgeirsson 8/4,
Kristján Orri Jóhannsson 6, Haf-
þór Már Vignisson 5, Bergvin Þór
Gíslason 4, Björgvin Þór Hólm-
geirsson 4, Sveinn Andri Sveins-
son 3.
Varin skot: Sigurður Ingiberg
Ólafsson 15/1.
Utan vallar: 10 mínútur
ÍR– HAUKAR 30:30
Mörk Haukar: Adam Haukur
Baumruk 10, Brynjólfur Snær
Brynjólfsson 4, Einar Pétur Pét-
ursson 3, Tjörvi Þorgeirsson 3,
Vignir Svavarsson 3, Heimir Óli
Heimisson 3, Atli Már Báruson 2,
Ólafur Ægir Ólafsson 2.
Varin skot: Andri Sigmarsson
Scheving 17, Grétar Ari Guð-
jónsson 2.
Utan vallar: 8 mínútur
Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og
Jónas Elíasson
Áhorfendur: 350.
Nokkur umræða
er um það á meðal
NFL-spekinga
vestan hafs að
meistararnir í
New England
Patriots séu í
vandræðum með
sóknina hjá sér.
Nokkrir leik-
menn eru á
sjúkralistanum
og sóknin er ekki eins fjölbreytt og
þegar best lætur. Leikstjórnandinn
sigursæli, Tom Brady, þykir ekki
hafa blómstrað við þessar aðstæður
framan af tímabilinu.
Þar sem leikstjórnandinn og þjálf-
arinn Bill Belichick hafa orðið meist-
arar sex sinnum er eðlilegt að liðið sé
undir smásjá NFL-unnenda. New
England hefur auk þess orðið meist-
ari þrisvar á síðustu fimm árum.
Það sem er athyglisvert við þessa
umræðu er að New England hefur
unnið tíu af fyrstu ellefu leikjum sín-
um. Vandræðin eru því ekki meiri en
svo að liðið er með besta árangurinn
ásamt San Francisco 49ers sem hef-
ur byrjað betur en sérfræðingarnir
áttu von á. Vörnin hefur verið mjög
öflug hjá báðum þessum liðum. San
Francisco vann Green Bay Packers á
sunnudag 37:8 og New England
vann hið sögufræga lið Dallas
Cowboys 13:9.
Aðeins eitt
tap en þykja
ekki góðir
Tom
Brady