Morgunblaðið - 26.11.2019, Qupperneq 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2019
Sími 555 2992 og 698 7999
• Við hárlosi
• Mýkir liðina
• Betri næringar-
upptaka
Náttúruolía sem hundar elska
Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana
okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta.
Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á
þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir
en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við
mælum með Dog Nikita hundaolíu.
Páll Ingi Haraldsson
EldurÍs hundar
Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu
NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda
• Gott við exemi
• Betri og sterkari
fætur
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
„Vissulega eru þetta persónuleg ljóð, eins og
oft er háttur ljóða, en samt er þetta ekki
ævisaga mín eða nokkurs annars. Ég bjó til
þessa okfrumu og þetta er skáldað þó það sé
að hluta til byggt á eigin reynslu,“ segir
Brynja Hjálmsdóttir, sem sendi nýlega frá
sér ljóðabókina Okfruman, en okfruma er
fyrsta þrepið í tilurð einstakrar nýrrar líf-
veru þegar hún samanstendur af aðeins einni
frumu.
„Þessi bók fjallar um hvernig lífið kviknar
og hvernig það þurrkast út og hvernig það
er á einhvern hátt sami hluturinn. Þannig er
hringrás lífsins, kynslóðir koma og fara. Ég
reyni að setja þetta fram í gegnum minn-
ingabrot. Þessi bók er líka um það hvað
minningar eru skrýtið fyrirbæri, við munum
alls konar litla undarlega hluti en gleymum
svo kannski einhverju stóru og merkilegu.
Mannsævin samanstendur af öllum þessum
minningabrotum okkar.“
Áttaði sig á að Grámann lúrir í henni
Skuggaleg persóna kemur ítrekað fyrir í
ljóðabókinni, það er hinn klóki Grámann í
Garðshorni, úr íslensku þjóðsögunum.
„Grámann hefur setið í mér frá því að
pabbi las söguna fyrir mig þegar ég var lítil.
Ég áttaði mig allt í einu á að Grámann er
minning úr bernsku sem lúrir í mér og það
eru frekar undarleg og skelfandi augnablik
úr sögunni sem ég man sterkast, þó að hún
sé ósköp saklaus gamansaga í grunninn.
Þetta finnst mér svo merkilegt, hvernig mað-
ur ræður ekki sjálfur hvað situr eftir í minn-
inu og hvernig það birtist. Mér fannst þetta
gott tækifæri til að nota skáldskapinn til að
sýna fram á að stundum fara minningarnar
að bulla í manni. Ég er ekkert hrædd við
Grámann,“ segir Brynja og hlær og bætir við
að hún hefði samt alveg getað verið hrædd
við hann.
„Ljóðmælandinn í bókinni minni er sann-
arlega hræddur við hann, enda bryður Grá-
mann börn þar sem hann birtist í ljóðunum
og er nokkuð hryllilegur.“
Þurfti að sækja í harminn við skrifin
Þó að svartir hundar, blóð, dauði og
dimma komi fyrir í bókinni hennar Brynju
tekur hún fram að henni finnist lífið ekki
þungt og erfitt.
„Mér finnst þetta frekar fyndin bók og
skemmtileg á þann hátt að hún er svolítið
spennandi, en það er vissulega mikill harmur
í henni. Þegar ég skrifaði hana þurfti ég að
sækja í harminn, jafnvel meira en ég hélt að
ég myndi gera, því ég er frá degi til dags
frekar glaðlynd kona. En harmurinn býr í
okkur öllum, það verður ekkert flúið undan
dauðanum þótt hann sé sár, en það er ein-
hver undarleg sátt sem þarf að eiga sér stað.
Þessi ljóðabók er tilraun mín til að búa til
sögu í kringum þessi stóru og skrýtnu mál
mannlegrar tilveru, hvernig nýtt líf kviknar
og kemur í heiminn með jafnmiklu offorsi og
dauðinn, þegar lífi lýkur.“
Andlit og skepnur í okfrumunum
Nokkrar svarthvítar og kringlóttar myndir
prýða bókina og eru þær nokkuð óræðar, les-
andi getur jafnvel séð í þeim andlit eða
skepnu en sumar eru abstrakt. Þegar Brynja
er spurð að því hvort þetta séu okfrumur
segir hún að það megi vel vera.
„Þegar bókin var nálægt því að vera tilbú-
in fannst mér vanta í verkið myndir. Mér
fannst þurfa myndrænt element og ég ætlaði
að fá einhvern annan til að myndskreyta, en
svo fór ég að gera það sjálf og mér fannst
það virka vel. Ég set myndirnar inn á stöð-
um í bókinni þar sem eru ákveðin kaflaskil,
bý þannig til andrými á milli þátta. Þessar
myndir eru mitt á milli þess að vera hlut-
bundnar og óhlutbundnar og það má alveg
sjá ýmislegt út úr þeim.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Við ráðum ekki hvað situr eftir
Mannsævin samanstendur af minningabrotum okkar Gott tækifæri að nota skáldskapinn til að
sýna fram á að stundum fara minningarnar að bulla í manni „Ég er ekkert hrædd við Grámann“
Brynja Hún segir ljóðabókina vera tilraun til að búa til sögu í kringum hin skrýtnu mál mann-
legrar tilveru, hvernig nýtt líf kviknar og kemur í heiminn með jafnmiklu offorsi og dauðinn.
Kvartett gítar-
leikarans
Ásgeirs Ásgeirs-
sonar kemur
fram á næsta
djasskvöldi Kex
hostels í kvöld,
þriðjudag, kl.
20.30. Kvart-
ettinn skipa auk
Ásgeirs þeir
Snorri Sigurðar-
son á trompet, Andri Ólafsson á
kontrabassa og Scott McLemore á
trommur. Sveitin leikur djass- og
popptónlist úr ýmsum áttum. Að
vanda er aðgangur ókeypis. Kex
Hostel er á Skúlagötu 28.
Kvartett Ásgeirs á
Kex Hosteli í kvöld
Ásgeir
Ásgeirsson
Sýningar hófust í kvikmyndahúsum
um helgina á teiknimyndinni Fro-
zen II og naut hún meiri vinsælda
en nokkur önnur teiknimynd um
frumsýningarhelgi hér á landi til
þessa. Sló hún met teiknimyndar-
innar Incredibles 2 síðan í fyrra-
sumar. Alls sá 14.301 gestur Frozen
II og voru miðar seldir á hana fyrir
rúmlega 16 milljónir króna.
Til samanburðar þá sá 8.161
gestur fyrri myndina, Frozen I,
helgina þegar hún var frumsýnd
árið 2013 og voru miðar þá seldir
fyrir 7,7 milljónir króna. 68 prósent
af þeim sem sóttu kvikmyndahús
hér á landi um helgina sáu Frozen
II. Þess má geta að myndin er sýnd
víða um land, á ensku og einnig
með íslensku eða pólsku tali.
Samkvæmt frétt The New York
Times sló aðsóknin á Frozen II
einnig met í Bandaríkjunum um
helgina er hún var þá líka frum-
sýnd þar. Miðar voru þá seldir á
myndina fyrir um 127 milljónir
dala, nærri 16 milljarða króna.
Andlitsmálning Mikill áhugi var meðal
barna sem mættu á forsýningu Frozen II.
Frozen II vinsælasta teiknimyndin
Gagnrýnendur breskra fjölmiðla
ausa lofi hina margbrotnu marg-
miðlunarsýningu Bjarkar Guð-
mundsdóttur, Cornucopia, en hún
var sett upp í tónleikahöllinni O2 í
London í liðinni viku. Cornucopia
var fyrst sýnd í mánaðartíma í The
Shed í New York í vor, þá í Mexíkó-
borg, en þessar vikurnar eru
nokkrar sýningar í evrópskum stór-
borgum. Flautuseptettinn viibra,
hljómsveit og Hamrahlíðarkórinn
koma fram með Björk.
Gagnrýnandi The Guardian gaf
sýningunni fjórar stjörnur og sagði
sviðið svo glæsilegt að gestir hefðu
verið orðlausir – en þrátt fyrir um-
fangsmikla leik- og sviðmynd hefði
Björk þó verið miðpunktur athygl-
innar. Rýnir The Independent var
enn hrifnari, gaf fullt hús stjarna
og sagði sýninguna hafa verið þá
mest heillandi sem hann hefði
nokkru sinni upplifaði í jafn ólíf-
rænum sal. Rýnar NME, The Times
og Evening Standard gefa allir
fjórar stjörnur af fimm, og hrósa
allir glæsilegu sjónarspilinu og
frammistöðu listamannanna.
Glæsisýning Björk og meðlimir Hamrahlíðar-
kórsins á sviði O2-hallarinnar í London.
Cornucopiu Bjarkar hrósað í London
Gufustrókur stendur út úr munnum og nefjum
bærinn ilmar eins og sulta
fólkið kitlar í buxurnar
svífur hvert til annars á bleiku tyggjóskýi
á svona kvöldum
er mikið pissað
Hún er í brúnum leðurjakka
með ekta hár á höfðinu
emjar og grátbiður bergrisann úr vestri
að negla sig í norðurskautið
Án titils
LJÓÐ ÚR BÓKINNI OKFRUMAN