Morgunblaðið - 26.11.2019, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.11.2019, Blaðsíða 32
Íslenska óperan sýnir samruna- verkið Örlaga- þræði í Kaldalóni Hörpu í kvöld kl. 20. Í verkinu renna söngur og dans saman í túlkun á ljóðum Maríu Stuart, við tónlist Roberts Schumann, og Mathilde Wesen- donck, við tónlist Richards Wagner. Umfjöllunarefni kvennanna eru ólík og lifðu þær á ólíkum tímum en þær eiga sameiginlegt að vera fullar af ástríðu og þrótti. Örlaganornirnar spunnu þeim ólík örlög, en hvorug náði að lifa í frelsi. Ljóðin túlka Auður Gunnarsdóttir sópran og Lára Stefánsdóttir dansari. Á flygil leikur Snorri Sigfús Birgisson. Örlagaþræðir í söng og dansi í Kaldalóni ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 330. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Ásdís Hjálmsdóttir Annerud hefur verið fremsti spjótkastari Íslands í hálfan annan áratug og hún horfir nú með tilhlökkun til síðasta keppnisársins á ferlinum. „Mér finnst kjörið að enda ferlinn á svona stóru ári og snúa mér að ein- hverju öðru,“ segir Ásdís sem stefnir á Ólympíuleikana og Evr- ópumeistaramótið í kjölfarið. »24 Kjörið að enda ferilinn á svona stóru ári ÍÞRÓTTIR MENNING „Ég gat ekki beðið um betri byrj- un en þetta,“ segir knattspyrnu- maðurinn Árni Vilhjálmsson sem er kominn aftur til Úkraínu frá Póllandi og skoraði um helgina í fyrsta leiknum með nýju félagi, Kolos Kovalivka. Hann er ánægður með að erfiðir tímar í Pól- landi séu að baki. „Mér líð- ur mjög vel hérna og það má segja að brosið fari ekki af mér, ég er svo hamingju- samur með að vera kominn hing- að,“ segir Árni. »26 Gat ekki beðið um betri byrjun en þetta Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Ekki er á vísan að róa þegar rjúpan er annars vegar. „Ekkert hefur gengið, það er engin veiði og það er mesta skömmin,“ segir Helgi Ólafs- son á Raufarhöfn. Hann er með reyndari rjúpnaveiðimönnum lands- ins, hefur farið á rjúpu undanfarin 77 haust, fyrst þegar hann var 13 ára, en fer ekki meira í ár. „Ég verð í sjö- tugsafmæli hjá syni mínum fyrir sunnan um næstu helgi,“ útskýrir hann og leggur áherslu á að hann sé ekki athafnamikill veiðimaður. „Ég fer bara af og til,“ áréttar hann. Varpárgangar rjúpunnar hafa ver- ið misjafnir og stofnsveifla því al- geng. Það er þó ekki einhlít skýring á dræmri veiði í grennd við Rauf- arhöfn í líðandi mánuði. „Við vitum ekki enn hvernig á þessu stendur en málið er umræðuefni á svæðinu,“ segir Helgi. „Staðan er eins alls stað- ar hérna, alveg inn á Þeistareyki og hingað og þangað. Það er bara lítið um rjúpu.“ Helgi er rafvirkjameistari og var umboðsmaður Morgunblaðsins á Raufarhöfn í um þrjá áratugi. Þrátt fyrir að vera orðinn 90 ára er hann enn á vinnumarkaði. „Ég gríp í verk- efni, þegar færi gefst, til þess að halda mér lifandi,“ segir hann, en um þessar mundir vinnur hann hjá Smára Frey Hilmarssyni við end- urbyggingu á söltunarbakkanum. „Hann er mikill fagmaður,“ segir Helgi um Smára. Hjartaáfall Helgi segir að veiðin hafi alltaf sveiflast upp og niður og ekki sé hægt að ganga að rjúpunni þar sem hún hafi verið áður. „Ég byrjaði að veiða á ásunum ofan við Raufarhöfn en það er alveg búið að vera. Nú er það bara fjallgarðurinn og heiðin.“ Þegar best lét veiddi Helgi 67 rjúpur. „Það er langt síðan,“ segir hann. Undanfarin ár hefur hann far- ið á rjúpu með Júlíusi, syni sínum, og það kom sér vel fyrir þremur árum. „Þá fékk ég hjartaáfall og Júlíus fann mig, fór með mig heim og ég var kominn í þræðingu á Landspít- alanum klukkan tvö um nóttina.“ Örugglega eru ekki margir níræð- ir á veiðum en Helgi gerir lítið úr aldrinum. „Þetta er enginn aldur,“ segir hann en Helgi er formaður Fé- lags eldri borgara á Raufarhöfn og stendur fyrir fjölbreyttu félagslífi á þriðjudögum. „Við föndrum, spilum og svo er almennur kjaftagangur,“ segir hann og bætir við að hann hugsi ekki sérstaklega um að halda sér í formi. „Aðalatriðið er að fara aldrei eftir því sem sérfræðingar segja að maður eigi að éta heldur éta það sem að kjafti kemur.“ Bætir við að fæðubótarefnið Benekta sé allra meina bót. „Ég tek tvo belgi á dag en hætti að fá mér lýsi eftir að gall- blaðran var tekin fyrir tæplega ári. Þá var ég varaður við því að borða mikla fitu en ég fæ mér nú feitt kjöt.“ Veiðimaður Helgi Ólafsson á Raufarhöfn man tímana tvenna, er í fullu fjöri níræður og hefur veitt rjúpu í 77 ár. Hlustar ekki á fræð- inga heldur étur allt  Lítið um rjúpu, segir níræður Helgi Ólafsson á Raufarhöfn ÁSKR I FTARLE IKUR MORGUNBLAÐS INS Heppinn áskrifandi hlýtur að gjöf Hästens HERLEWING® handgert rúm úr náttúrulegum efnum að verðmæti 3.225.900 kr. Fátt jafnast á við að opna Morgunblaðið eftir góðan nætursvefn. Fyrir einn af áskrifendum Moggans nær þessi ljúfa morgunstund nýjum hæðum eftir að við drögum í áskriftar- leiknum okkar föstudaginn 20. desember. ÞAÐ BORGAR SIG AÐ LESA MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið og Hästens eru stolt af því að vinna saman að því að gefa einum heppnum áskrifanda Morgunblaðsins Herlewing-rúm frá Hästens. Verslun Hästens á Íslandi er til húsa í Faxafeni 5, á sama stað og Betra bak. KAUPTU ÁSKRIFT Í SÍMA 569 11 00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.