Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2019, Qupperneq 6
VETTVANGUR
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.11. 2019
Það leikur enginn vafi á því að það rík-ir mikið frelsi á Íslandi. Sama hvern-ig það er mælt, þá má alltaf sjá Ís-
land í einu af efstu sætunum. Sem er
náttúrlega frábært enda er frelsið ynd-
islegt. Það er reyndar þannig að við erum
svo góðu vön að ég held að við gerum okkur
ekki grein fyrir því hve mikilvægt það er.
En svo kemur að því að fólki finnst að
það verði að vera system á galskapnum,
eins og amma hefði sagt. Stundum eru sett-
ar reglur sem hefta einhverja og þá venju-
lega með þeim formerkjum að verið sé að
tryggja réttindi eða öryggi annarra.
Stundum er líka eins og fólk byrji á því
að teikna upp í huganum: Hvað ef allt færi
á versta veg? Hvað ef einhver misnotar
þetta eða kann ekki að fara með? Verðum
við ekki alltaf að hafa vit fyrir öllum? Verð-
um við ekki alltaf að fylgja allra ströngustu
reglum sem við eigum? Og mögulega búa til
nýjar?
Þannig leggst landlæknir algjörlega á
móti frumvarpi nokkurra þingmanna um
breytingar á lyfjalögum. Væri það sam-
þykkt yrði hægt að kaupa sum verkjalyf í
stórmörkuðum. Svokölluð lausasölulyf. Með
því er fyrst og fremst átt við vægari verkja-
lyf á borð við Panodil og Paratabs, ofnæm-
islyf og magalyf. Allt lyf sem fást án lyfseð-
ils í apóteki.
Það er meira að segja þannig að Lyfja-
stofnun hefur lokaorðið um það hvaða lyf
megi selja. Þannig að það er ekki eins og
menn geti bara mætt með sendibíl í búðir
og byrjað að selja hvað sem er.
Ég verð að segja að ég skil ekki alveg
pælinguna. Þessi lyf er hægt að kaupa í
apóteki án lyfseðils. Þeim fylgja nokkuð ít-
arlegar leiðbeiningar með jafnvel fjarlæg-
ustu möguleikum á aukaverkunum og mörg
þeirra eru þannig að þú getur keypt eins
mikið og þú vilt í apóteki. Í þeim tilvikum
þar sem þau eru skömmtuð er ekkert sem
kemur í veg fyrir að þú röltir yfir í næsta
apótek til að kaupa meira.
Ef flugvélar kæmu fram á sjónarsviðið í
dag, myndum við leyfa þær? Myndum við
ekki fyrst og fremst hugsa að þetta séu nú
óttalega hættuleg tæki þar sem fólk er lok-
að í litlu rými og getur enga björg sér veitt
ef eitthvað fer úrskeiðis. Og fyrir utan það:
Hver skilur hvernig þessi ferlíki haldast í
loftinu? Ekki ég.
En við höfum þessi lyf og höfum haft þau
býsna lengi. Þau hafa gengið í gegnum
langt ferli og verið samþykkt og eru al-
mennt talin hjálpa fólki sem þarf á þeim að
halda. En það er ekki hægt að selja þau í
búðum. Sömu
búðum og ég
get gengið
inn í og
keypt mér
orkudrykki í
kassavís og
nógu mörg
karton af síg-
arettum til
að reykja
mig grænan.
En ég get
ekki keypt mér Panodil og Nezeril í búð.
Ekki ef landlæknir fær að ráða. Ekki á Ís-
landi en nánast hvar sem er annarstaðar í
heiminum. Meira að segja í Svíþjóð er hægt
að kaupa lausasölulyf í venjulegum búðum.
Svíþjóð! Er ekki til einhver regla í heil-
brigðri skynsemi sem segir okkur að ef Sví-
ar leyfi eitthvað, þá geti það ekki verið
hættulegt?
En starfandi landlæknir er á öðru máli.
Hér þurfi fyrst og fremst að „auka aga og
virðingu fyrir lyfjum“ því að Íslendingar
noti svo mikið af tauga- og geðlyfjum. Sem
eru lyfseðilsskyld og yrðu einmitt ekki seld
í verslunum!
Ég ber greinilega meiri virðingu fyrir
frelsi. Og aftur: Þetta má í Svíþjóð.
’Ef flugvélar kæmu fram ásjónarsviðið í dag, myndumvið leyfa þær? Myndum við ekkifyrst og fremst hugsa að þetta séu
nú óttalega hættuleg tæki þar
sem fólk er lokað í litlu rými og
getur enga björg sér veitt ef eitt-
hvað fer úrskeiðis.
Á meðan ég man
Logi Bergmann
logi@mbl.is
Frelsi til sársauka
Elsku Andrea mín.
Þú ert alheimstalan
níu, sem segir mér að
þú sért þannig per-
sóna að það er alveg
sama hvað þú tekur þér fyrir
hendur og hvert þú ferð í heim-
inum; þú getur aðlagað þig að
bókstaflega öllu.
Þú ert kameljón í æðsta veldi og
í bland við einlægni þína og hvat-
vísi langar fólk
að vingast við
þig og geta kall-
að þig vinkonu
sína.
Orka þín er
mjög opin og
stundum hefur
þér fundist eins
og einhver í
kringum þig væri jafnvel að borða
hana. Og það er alveg rétt, því
með einlægni þinni gefurðu oft
meira af þér en þú getur. Þess
vegna býr líka í þér einstakur
hellisbúi sem nærist mest og best
inni á heimilinu og í náttúrunni.
Þannig nærðu jafnvægi.
Þú hefur í gegnum tíðina ýtt
verkefnum úr vör án þess að
hugsa, því yfirleitt gefur fólk sér
of mikinn tíma til að hugsa og
framkvæmir þar af leiðandi ekki
neitt. Ef þú skoðar vel í kringum
þig þá er svo margt sem þú hefur
komið til leiðar sem hefur komið
öðrum til hjálpar og þar sem þú
ert á snarskemmtilegu árstölunni
átta tókstu náttúrlega að þér
merkilega stöðu þar sem tilgang-
urinn er að sameina fólk og gera
það sterkara.
Það er miklu meira í pípunum á
þessu ári svo þú átt erfitt með að
velja og hafna. Skoðaðu vel hvað
þú nennir ekki að gera og ef þú
færð skrítna tilfinningu við til-
hugsunina um verkefnið sem þér
er boðið skaltu fara eftir innsæi
þínu því í þér býr svolítil spákona.
Allir eru með eitthvert næmi
gagnvart orkunni í kringum sig en
sumir hafa þróað það betur en
aðrir og þú ert þar á meðal. Þar
af leiðandi
skaltu hlusta
vel. Skrifaðu
alltaf niður
svörin sem þú
færð til þín
nema þú sért
með hendur á
stýri. Þau birt-
ast þér nefni-
lega eins og ljósbrot sem geta
gleymst í stressi augnabliksins.
Árstalan átta táknar yfirleitt
breytingu á vinnu, heimili og lífs-
högum. Þetta er sérstaklega góð
tala fyrir þá sem eru fljótir að
hugsa og þú ert ekki að tvínóna
við hlutina ef þú ætlar þér eitt-
hvað.
Í þessu skemmtilega ferðalagi
sem fram undan er á árinu muntu
loksins sjá hvað þig virkilega lang-
ar til að gera og hvernig þú ætlar
að gera það. Þú átt eftir að raða í
kringum þig nýju fólki sem gefur
þér nýja sýn og hjálpar þér áfram
að vera þessi friðarboðberi sem
þér er ætlað að vera. Þú átt eftir
að vinna vinnu sem tengist rétt-
lætisbaráttu, sameina fólk og láta
svo margt fallegt af þér leiða.
Stjörnumerki Andreu er Vatnsberi.
Ljósmynd/Cat Gundry-Beck
ANDREA RÓBERTS
FRAMKVÆMDASTJÓRI FKA
3.2. 1975
Skemmtileg för
framundan
’ Þú ert kameljón íæðsta veldi og í blandvið einlægni þína oghvatvísi langar fólk að
vingast við þig og geta
kallað þig vinkonu sína.
www.gilbert.is
VELDU ÚR MEÐ SÁL
Frisland Classic