Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2019, Qupperneq 11
Nautakjöt, lambakjöt, svínakjöt, grillkjöt,
lúxus hamborgarar, bacon og pylsur í brönsinn
Fossháls 27, 110 Reykjavík
Opnunartími 7.30-16.30
Sími 557 8866
pantanir@kjotsmidjan.is
Komdu við
eða sérpantaðu
taka efnið þeim tökum, líkt og hann gerði í
Skugga-Baldri og Mánasteini. „Ég hef gaman
af því sem höfundur að vinna knappt og koma
upplýsingum fyrir í styttri texta en opna um
leið vonandi fyrir einhverjar rásir í huga les-
andans sem spinnur í framhaldinu jafnvel við
eða leitar frekari upplýsinga. Raunar hafði ég
fyrst og fremst tvennt í huga þegar ég skrifaði
þessa bók. Í fyrsta lagi að ég ætlaði að skrifa
mína fyrstu raunsæisskáldsögu, það er ekki
fyrr en í lokin að opnast fyrir einhverja aðra
heima, og í öðru lagi að ég ætlaði ekki inn á svið
tilfinninganna. Um leið og maður gerir það þá
verður til ákveðið jarðsprengjusvæði. Hafi
maður samúð með persónunum verður alltaf
erfiðara að halda utan um verkið.“
Ekki heyrt frá aðstandendum
– Eins og við höfum komið inn á þá er nýnas-
ismi viðkvæmt mál. Hefurðu fengið einhver við-
brögð frá fólki sem tengist þeim sem stóðu að
Þjóðernissinnaflokknum á sínum tíma?
„Nei, ég hef ekki heyrt frá neinum sem telur
sig þekkja sína ættingja eða vini í bókinni. Þeg-
ar maður skrifar sögulega skáldsögu óttast
maður alltaf að til séu lykilupplýsingar úti í bæ
sem gætu gert bókina enn þá betri en í þessu
tilviki hefur ekkert komið fram, nema ein saga
um jafnvel enn þá betri tengingu íslenskra ný-
nasista við umheiminn. Á hinn bóginn hef ég
heyrt frá fólki sem komið hefur til mín upplýs-
ingum um eitthvað sem gerðist eftir að sögu
minni lýkur.“
Þess má geta að árið 1965 stóðu félagar úr
þessum samtökum að því að brenna kross fyrir
utan stúdentagarðana í Reykjavík en þar bjó á
þeim tíma ungur maður frá Suður-Afríku sem
fengið hafði hótanir og fleira. „Ungi maðurinn
sagði síðar frá þessu og voru viðbrögðin á þann
veg að hann væri að gera lítið úr gestrisni okk-
ar Íslendinga. Ekki hafi verið ástæða til að gera
mikið úr svona „strákapörum“, eins og það var
kallað. Sem er athyglisvert í ljósi þess að menn
sem eru komnir yfir tvítugt hljóta að teljast
sjálfráðir gjörða sinna. Mér er ljóst að í huga
sumra eru þetta sögur sem ekki má segja enda
hvílir skiljanlega á þeim skömm.“
Annars þarf illt umtal alls ekki að standa
öfgahreyfingum fyrir þrifum, nema síður sé.
Þannig fagnar Gunnar Kampen öllum fréttum
af hreyfingu sinni í fjölmiðlum og gildir þá einu
hvort hann er hafður að háði og spotti, svo lengi
sem það skilar fleiri liðsmönnum. Hann „mis-
notar“ meira að segja blaðamann í þessum til-
gangi. „Einmitt þess vegna er ekkert fengið
með því að láta eins og þetta fólk sé ekki þarna
og kalla það bara trúða og skrímsli. Við þurfum
að komast að manneskjunni til þess að geta átt
samtalið og mögulega beina fólki frekar að súr-
realismanum en nasismanum.“
Hann brosir.
Í bókinni berst Gunnari Kampen listi úr
óþekktri átt með yfirskriftinni „Óvinir Íslands
– 1. flokkur, júðar.“ Á tveimur vélrituðum blöð-
um voru í stafrófsröð nöfn gyðinga sem búsettir
voru á höfuðborgarsvæðinu, á Akureyri og öðr-
um þéttbýlisstöðum, heimilisföng, starf og ald-
ur. „Þetta er dæmigert fyrir hreyfingar af
þessu tagi; þær fara sakleysislega af stað en svo
er allt í einu orðinn til listi yfir óæskilegt fólk
sem menn geta beitt sér gegn. Þannig er gjarn-
an þróunin. Það er heldur ekki óalgengt að fólki
sé stýrt í þessum hreyfingum; einhver „lækar“
við gyðingabrandara á Facebook og smám
saman er hann kominn á slóðir sem hann ætlaði
sér aldrei inn á. Á bak við Facebook-hópinn er
svo ef til vill fólk sem er mjög gagnrýnið á slæm
áhrif auðhringa á umhverfið. Og hver stýrir
þessum auðhringum? Jú, gyðingar. Það er
mjög sláandi að nýnasistar hafi komið saman
undir fánum á Lækjartorgi í haust og að áróður
sé farinn að bíða okkar undir rúðuþurrkum.
Fyrir utan það sem er að gerast á samfélags-
miðlum og við fréttum aldrei af.“
Talið berst í lokin að næstu skrefum á rithöf-
undarferli Sjóns og hann kveðst vera með þrjú
verkefni í takinu, tvær skáldsögur og eina bók á
mörkum ritgerðar og ljóðlistar. Hvert þessara
verka lítur fyrst dagsins ljós er óráðið. „Ég er
að viða að mér efni sem tengjast viðkomandi
sögum og skrifa kaflabrot hér og þar til að
kanna hvernig þær vilja segja sig. Það kemur ef
til vill ekki á óvart að ég er að vinna með sögu-
legt efni og svo er ég að glíma við loftslagsvána.
Ég var gestur Loftslagsrannsóknarstofnunar-
innar í Potsdam fyrir tveimur árum og hafði
þar aðgang að sumum af helstu vísindamönnum
heims á því sviði. Hér á Íslandi eru hugmyndir
rómantíkeranna ríkjandi; það er að við eigum
að sjá fegurðina í náttúrunni en ekki óttast
hana. Ég er meðal annars að skoða hvernig
þessar hugmyndir fara saman.“
Svo mörg voru þau orð. Við Sjón klárum úr
bollunum og hverfum saman út í mildan vet-
urinn; verðum þó ekki lengi samferða, því fyrir
utan næstu byggingu rekur skáldið upp stór
augu. „Heyrðu, ég ætla að heilsa upp á konuna
mína. Sé óvænt að hún er þarna inni.“
„Ein af ástæðunum fyrir því að ég
sæki í sögulegt efni er sú að það
gefur mér næði til að hugleiða efnið
með yfirveguðum hætti – og von-
andi lesandanum líka,“ segir Sjón.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
’ Einmitt þess vegna er ekkert fengiðmeð því að láta eins og þetta fólk séekki þarna og kalla það bara trúða ogskrímsli. Við þurfum að komast að
manneskjunni til þess að geta átt sam-
talið og mögulega beina fólki frekar að
súrrealismanum en nasismanum.
24.11. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11
ÞÚ ÁTT SKILIÐ ÞAÐ BESTA
www.alver.is S: 896 4040 LauraStar á Íslandi
LauraStar Lift
Létt og meðfærilegt Straujar – gufar – hreinsar