Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2019, Side 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2019, Side 14
VIÐTAL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.11. 2019 tímann. En svo náði ég að koma í gang ein- hverri rútínu og hélt áfram að þróa hugmyndir með Össuri; að finna út hvernig hægt væri að breyta lífi mínu með þeirri tækni sem þeir búa yfir. Þá fæddist þetta verkefni, að búa til sér- hannaðar hækjur, en málið er að hækjur hafa aldrei þróast neitt,“ segir Pétur sem vinnur nú sem verktaki hjá Össuri við þróun hækjanna. „Árið 2016 fékk ég nýjar hækjur sem eru bogadregnar og eru algjör snilld. Þær búa til stökkkraft. Þannig að öll orkan sem ég set í skrefið kemur til baka. Þetta líkist gervifót- unum sem Össur framleiðir; bara sett undir hækjur,“ segir Pétur og segist vera enn sá eini sem notar svona hækjur en þær eru ekki komnar á markað. Það þarf þolinmæði, kraft og seiglu til að ná tökum á hækjunum og segist Pétur vera búinn að detta þúsund sinnum. „Ég er oft í stólnum en ég vil geta notað hækjur líka. Hækjur eru betri þegar ég fer út í bæ að hitta fólk. Borgin er hönnuð fyrir stand- andi einstaklinga. Hvert einasta þrep er hindr- un. Á hækjum flýg ég yfir kantana. Ég get gengið upp á fjórðu hæð ef ég þarf.“ Í framtíðinni verða hækjurnar sem Pétur hjálpaði til við að þróa notaðar víða um heim. „Það má ekki taka myndir af þeim en við er- um að vinna í að koma þeim á markað. Svo er ég búinn að fara í gegnum margar gerðir af spelkum og þær verða sífellt betri. Þessar er miklu betri en þær fyrstu. Það er himinn og haf á milli. En þetta er samt skammarlega lé- legt; það vantar enn tölvutæknina í þetta.“ Microsoft stal mynd Svartnættið sem Pétur hafði búið við í mörg ár tók enda. „Það sem hjálpaði mér út úr svart- nættinu var að kynnast alheiminum. Ég kynntist djúpgeimsljósmyndun, en þá er mað- ur með stjörnukíki og myndavél sem er breytt fyrir ljósvíddirnar í geimnum. Þessu fylgir stæði sem er tölvustýrt og er stillt á pólstjörn- una. Þetta er á þrífæti og myndavélin hreyfist þá í takt við hreyfingu jarðar. Þá er hægt að taka myndir á löngum tíma af geimnum. Ég keypti þessar græjur eftir að Microsoft stal af okkur félögum ljósmynd,“ segir hann og gerir blaðamann forvitinn. „Þeir stálu norðurljósamynd og notuðu í in fór dvínandi. Ég sá fyrir mér að labba bara eins og Forrest Gump; labba þar til spelkurnar myndu hrynja af mér. Ég var auðvitað haldinn ranghugmyndum.“ Svaf í heilt ár Árin 2014 og 2015 náði Pétur botninum. Þá var allt fullreynt og ljóst var að hann yrði að sætta sig við að geta aldrei gengið framar. Ekkert kraftaverk var að fara að gerast. „Fyrstu árin eftir slysið var ég mjög upptek- inn af því að koma mér á lappir, en ég var líka að búa til bíómynd sem tók þrjú ár. Ég keyrði fimmtíu þúsund kílómetra um Ísland og við skut- um ógrynni af efni. Það tók mikinn fókus af slys- inu. Heimildarmyndin Heild kom svo út árið 2014,“ segir Pétur sem hafði byrjað í kvikmynda- gerð nokkrum árum áður en hann lenti í slysinu. Pétur flutti til Þýskalands árið 2014 til þess að fara í tilraun þar sem græða átti í hann raf- skaut. Vonin var að fá einhvern mátt til baka. „Mamma bjó í Þýskalandi og ég flutti til hennar. Ég hitti þarna vísindamann sem hafði fengið milljón evrur í styrk til að planta raf- skautum í nokkra einstaklinga. Ég fór út í þeirri von að þetta myndi virka því annars myndi ég bara drepa mig,“ segir Pétur. „Það gekk ekki en þetta virkar fyrir suma sem eru með skaðann ofar en ég. En ég þurfti að horfast í augu við veruleikann,“ segir Pétur. „Það að flytja til annars lands krefst orku. Þegar ég fór þarna út var ég nýbúinn að gera þessa mynd og koma mikið fram í fjölmiðlum. Þetta keyrði mig gersamlega út. Svo þurfti ég að byrja nýtt líf þarna. Á meðan var ég að átta mig á þeim veruleika að ég verði lamaður að eilífu. Ég hrundi bara gjörsamlega. Ég var sof- andi í heilt ár. Lá uppi í rúminu að kveljast í einangrun. Allt var svo erfitt. Þetta var að miklu leyti ár helvítis. Ég var farinn að skoða klíník í Sviss sem aðstoðar fólk við sjálfsvíg. Fólk sem er með sársaukafulla og ólæknandi sjúkdóma. Ég sá enga leið út úr þessu. En það er frábært að hafa lifað það af.“ Eini í heiminum Vorið 2015 flutti Pétur aftur heim til Íslands. Hann fékk sér íbúð og fór að búa einn. „Lífið var yfirgengilega sársaukafullt allan „Um leið og ég lenti áttaði ég mig á að þetta var mun brattara en ég bjóst við og ég náði ekki að lenda og grípa í tréð. Ég lenti og byrj- aði bara að rúlla. Ég rúllaði niður brekkuna svona 20-30 metra og húrraði svo fram af tólf metra háum kletti. Stjórnlaust fram af. Ég lenti á veginum. Það er fáránlegt að lifa þetta af. Ég var með meðvitund allan tímann nema þegar ég var í frjálsu falli; það er í móðu. Næsta sem ég veit er að ég ligg á veginum. Ég ætlaði bara að standa upp og halda áfram eins og ekkert hefði ískorist. Ég gerði mér ekki grein fyrir alvarleika málsins. Svo fann ég að líkaminn virkaði ekki; var aftengdur. Ég áttaði mig samt ekki á því hvað hafði gerst.“ Fraus næstum til dauða Kiddi vinur hans var nú kominn upp á klettinn og náði á ótrúlegan hátt að klifra niður. Hann hringdi strax á björgunarsveitir sem áttu erf- itt um vik því þarna var ekki hægt að lenda þyrlu. Þurftu björgunarsveitarmenn að þræða mjóa göngustíga upp fjallið og mættu fjórum klukkutímum síðar með sjúkrabíl. „Ég lá á ísilögðum vegi í fjóra klukkutíma. Ég var í gallabuxum og dúnúlpu. Ég fraus næstum til dauða. Líkamshitinn var kominn niður í 31 gráðu. Kiddi reyndi að halda á mér hita og við lágum þétt saman um tíma. Sjúkra- bíllinn fór með mig beint á sjúkrahús þar sem ég var skoðaður. Þá sáu læknar rústaða mænu. Á tölvusneiðmyndinni sést inn í endana á mænunni. Það er hræðileg mynd!“ segir Pétur og segist svo hafa legið undir hnífnum í átta klukkutíma. Honum var haldið sofandi næstu þrjá sólarhringa. „Það næsta sem ég man var að ég opnaði augun og var þá inni í kremlituðu herbergi. Svo labbaði fjölskyldan inn og ég hugsaði, „jæja, er þetta svona alvarlegt?“ Fjölskyldan grét og spjallaði við Pétur en fór svo út úr herberginu þegar læknirinn gekk inn. „Hann kynnti sig sem skurðlækninn sem hafði skorið mig, horfði í augun á mér og sagði: „Þú munt aldrei ganga framar.“ Hann sagði mér það bara beint út, að það væri ekki séns. Ég spurði hann hvort það væri 100% víst. Hann svaraði: „Já, 99,9%, nema það gerist eitt- hvert kraftaverk.“ Ég hugsaði strax: „Nei, nei, ég tek þessu ekki.“ Heilinn getur ekki tekið við þessum veruleika og stillir bara á afneitun.“ Vonin fór dvínandi Pétur lá í tvær vikur á spítala í Austurríki en var svo fluttur heim með Landhelgisgæslunni. Þaðan lá leiðin á Grensásdeildina og var hann þar í stífum æfingum í níu mánuði. „Afneitunin er gott verkfæri í byrjun ef þú yfirgefur hana seinna. Þetta virkar í raun; í staðinn fyrir að vilja bara deyja strax þá setti ég kraft í endurhæfinguna. Ég ákvað að gera allt til að komast aftur á fætur og gerði það í tvö ár,“ segir Pétur sem ákvað fljótt að reyna að ganga með spelkum og hækjum. „Ég vissi ekkert um þetta; ég ætlaði bara að labba. Það var ekkert annað sem komst að. Það var enginn sem kunni þetta og sjúkra- þjálfarar hér höfðu aldrei gert þetta áður, að vinna með þessa leið að lamaður maður notaði hækjur,“ segir Pétur og segist hafa fengið hækjur og spelkur hjá Össuri. „Ég var í afneitun í tvö ár og trúði því raun- verulega að ég myndi geta gengið á ný en von- P étur kemur inn á Kaffi Læk á tveimur undarlegum hækjum. Hann er með spelkur undir galla- buxunum og það heyrast í þeim brak og brestir þegar hann sveiflar til lífvana fótleggjunum. Hann tyllir hækjunum upp við búðarborðið, pantar sér kaffi og segir blaðamanni að spelkurnar séu aðeins bilaðar; það eigi ekki að heyrast svona mikil hljóð. Hann lætur það ekki á sig fá. Það er raunar með ólík- indum að Pétur geti notað hækjur yfirhöfuð en hann er lamaður fyrir neðan mitti og ætti að sitja í hjólastól allan daginn. Við setjumst út í rólegt horn og þjón- ustustúlkan færir okkur ilmandi kaffið. Við hefjum spjallið á deginum örlagaríka þegar Pétur lamaðist. Daginn sem hann segir lík- astan heimsendi. Eftir að hafa farið í gegnum marga djúpa dali í tæpan áratug er Pétur far- inn að sjá til himins. Jafnvel svo langt að hann er farinn að horfa alla leið út í geim. En leiðin hans liggur ekki bara djúpt út í geim, heldur líka djúpt inn á við. Fram af tólf metra háum kletti Sagt var frá því fréttum snemma árs 2011 að ungur maður, Pétur Kristján Guðmundsson, hefði runnið niður fjall í Austurríki, fallið fram af kletti, og lamast. Pétur var þá ungur og hraustur, 24 ára gamall maður með stóra drauma um að verða kvikmyndagerðarmaður. „Þetta var á nýársnótt klukkan tvö. Það var dagurinn sem heimurinn minn hrundi; heims- endir. En ég er enn hér, tæpum níu árum seinna en þetta hefur verið gríðarlega erfitt ferðalag. En mér finnst eins og ég sé núna fyrst að klífa fjall þjáningarinnar svo mikið að ég sé byrjaður að sjá yfir toppinn. Eftir næstum ára- tugar baráttu og þjáningar,“ segir Pétur. Hann rifjar upp slysið örlagaríka. „Við vorum í Innsbruck í Austurríki, ég og fyrrverandi unnusta mín. Við vorum rúmlega tvítug, frjálst, ástfangið par að væflast um heiminn og renna okkur á snjóbrettum saman. Þessa örlagaríku nótt fór ég í partí en hún þurfti að vinna. Ég hitti fólk í partíinu sem vildi fara upp á fjallstopp til að horfa yfir Innsbruck og sjá flugeldana á miðnætti,“ segir hann. „Ég og vinur minn, Kristinn Gunnar Atla- son, tókum strætó upp fjallið og þaðan var hægt að taka kláf lengra upp. Við horfðum á flugeldana og það var svaka stemning. Um tvöleytið kom svo sami strætó að sækja okkur en nú var hann yfirfullur; gjörsamlega pakk- aður. Og allir blindfullir. Ég sagði við Kidda vin minn að ég nennti ekki í þennan strætó; við ættum frekar að labba niður fjallið en hann vildi fara í strætóinn. Ég vildi óska þess að ég hefði hlustað á hann,“ segir Pétur og segir þá félaga hafa haldið af stað niður fjallið. „Þetta var auðvitað ekki sniðug hugmynd. En maður var ungur og vitlaus og hélt að mað- ur væri óbrjótanlegur,“ segir hann og hristir höfuðið en áréttar að hann hafi bara drukkið tvo, þrjá bjóra allt kvöldið. „Við gengum af stað yfir tún og girðingar og komum svo að skógi. Ég var aðeins á undan og sá ekki Kidda en heyrði í honum. Ég kom að barði sem var svona hálfur metri á hæð og ég sá ekki alveg nóg hvað tók svo við. Ég ákvað að hoppa yfir barðið, grípa í tré og skoða svo aðstæður. Mér fannst þetta ekki vera neitt. Svo hoppaði ég yfir barðið og það var síðasta skrefið í lífinu sem ég tek með líkama sem virkar,“ segir hann. Að klífa fjall þjáningarinnar Pétur Kristján Guðmundsson lenti í slysi árið 2011 og lamaðist fyrir neðan mitti. Það tók hann mörg ár að sætta sig við orðinn hlut. Hann segist nú vera búinn að klífa fjall þjáningar og sé farinn að sjá yfir tindinn. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.