Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2019, Page 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2019, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.11. 2019 Þ egar setið er við skriftir í marga klukkutíma í lotu er óhjákvæmlegt að brjóta þá tilveruna upp. Standa upp úr stólnum áður en axlir og hryggur krefjast þess. Teygja úr sér. Þau skilaboð nemur kötturinn betur en aðrir nálægir menn. Ganga svo með honum rösklega nokkra hringi um húsið eða um íbúðina sé veðrið betra þar, án þess að reka sig á eða ónáða saklausa. Hella upp á kaffi í anda Jónasar stýrimanns, en hafa tölu á bollunum. Stundum getur þurft að bregða einhverju alls óskyldu á skerminn hjá sér. Fróðleik, helst gagns- lausum, um eitthvað allt annað en verið er að fabúlera um í það skiptið. Skella sér jafnvel í hraðskákarforrit í 2 mínútur og gæta þess að styrkleikinn sé þér hag- felldari en endranær. Þá mætir þú síður svekktur aft- ur á tölvuborðið. Góð fréttateiknimynd slær annað út Í einni slíkri uppbrotslotu föstudagsins var skeiðað yf- ir fréttir dagsins í Times. Þá sagði teiknimynd á for- síðunni, sem stundum eru ranglega kallaðar skop- myndir, ljósustu söguna. Í ræðustólnum var Jeremy Corbyn í ham að messa yfir kjósendum, veifandi rauðri stefnuskránni um auknar lántökur, þjóðnýtingu fyrirtækja og um nýjar lagaheimildir svo að starfsmenn í fyrirtækjum gætu hætt að vinna að hentugleikum til að lýsa yfir samúð með einhverju sem þá væri bóla tískunnar, þótt sú kæmi því fyrirtæki ekkert við. En það mætti hins veg- ar blæða í þágu málstaðar sem góða fólkið hefði á sinni könnu. Myndin af þessum síðbúna byltingarleiðtoga var ekki „flatterandi“ fyrir hann, en „skopmyndir“ gera ekki út á það. Boris hefur heldur betur fengið að kenna á því. Þessi var þó fremur pen og strauk fórn- arlömbum betur en vant er. Corbyn var auðvitað með lenínstjörnu í húfunni enda hefur enginn sagt honum að kúgunarríki komm- únismans hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta. Gler- augun voru vissulega hornskökk, en allir „fréttateikn- arar“ nota þetta tvennt til að engum dyljist hver sé mættur. Hópur starir upp til kommissars Corbyns og trúir því að hann muni létta byrðar og aumingjadæmi alls lýðsins. Og einn örvæntingarfullur blásnauður ör- eigasonur hrópar í angist sinni: „Hvað ætlar þú að gera fyrir atvinnulausa?“ Þar mátti þá þekkja Andrés prins, er blessaður stendur nú utangátta hallanna, eins og nafni hann ís- lenskur gerir einnig um þessar mundir hér. Lífsfréttamyndir teiknara hafa lengi hjálpað upp á 106 ára gamalt Morgunblað, þótt þær séu yngri en blaðið. Stundum hafa pólitískir vitleysingar (afsakið orða- lag) hlaupið froðufellandi af réttlætiskennd, en hún er í bland við pólitík með leiðigjörnustu fyrirbærum, og fullyrt og fordæmt ógeðslegt hugarfar ritstjóra blaðs- ins sem brotið hafi öll lögmál mannlegs siðferðis með birtingu þessarar myndar eða hinnar sem réttlæt- iskenndinni þóknaðist ekki. Og stundum er þar innan um og saman við fólk sem veit betur og ætti að þekkja hvernig þau blöð hegða sér sem sjálf þykjast fremri en önnur í þessum heimi. Síðastliðin 10 ár og örugglega næstu áratugina þar á undan hafa ritstjórar eða þeirra næstu menn aldrei „pantað mynd“ af neinu tagi eða neinu tilefni. Þeirra er að ráða menn með næmt auga og hand- bragð í bland við sinn eigin húmor en ekki ritstjór- anna. Á þessum 10 árum hefur það komið tvisvar eða þrisvar fyrir að fyrrnefndir hafi bent á að mynd mætti huganlega misskilja í viðkvæmu andrúmslofti eða spurt hvort rétt væri að hugleiða framsetningu af öðr- um ástæðum. Í þeim örfáu tilvikum hefur komið fyrir að mynd hafi verið lagfærð eða önnur verið send. Þrátt fyrir að athugasemdir af þessu tagi séu svo fá- gætar er ekki einu sinni víst að þær hafi, eftir á að hyggja, endilega verið réttmætar. Ritskoðun í beinni Af breskum og bandarískum blöðum sést að þar gefa menn sér miklu rýmra svigrúm og ganga lengra í að gefa sitthvað í skyn, en gert er hér. Þó er í Bandaríkjunum ríkjandi ótrúlegur tepru- skapur í ljósvakamiðlum um annað sem erfitt er fyrir Evrópumenn að skilja. Þannig háttar þar að ýmsir þættir, sem eru sendir út í beinni útsendingu, eru það ekki endilega. Þeir eru með innbyggða seinkun svo hægt sé í tæka tíð að láta „bíbb“-hljóð heyrast í stað orða sem póli- tískur rétttrúnaður eins og hann stendur það augna- blikið bannar opinbera brúkun á. Fyrir kemur að viðmælendur eru svo vaskir í vaðli sínum að „bíbbin“ eru fleiri en orðin sem sleppa út. En vandinn er sá, að þegar ritskoðunarbíbbið kemur þá heyra vanir áheyrendur af samhenginu eins og þar sé sagt „shit“, „negro“ eða eitthvað annað af mörgum bannorðum. Það er því ekki nóg með að bíbbið sé hvimleitt heldur er það sennilega gagnslaust. Þegar sýknudómurinn yfir O.J. Simpson birtist loks þá var sagt í öllum ljósvakamiðlum að Clinton forseti hefði misst út úr sér orðið „bíbb“ þegar hann heyrði úrskurðinn. Enginn spurði um hvað forsetinn hefði sagt orðrétt. Hann sagði jú „bíbb“ svo það gat ekki skýrara verið. Einhver annar hefði kannski sagt viljandi eða óvilj- andi sama bíbb og Clinton, en bætt við í æsingnum „negradöfullinn sýknaður“ eða öðrum álíka óhroða. Í „beinni“ útsendingu hefði það hljómað þannig: Bíbb, bíbb, bíbb sýknaður. Og allir hefðu vitað hvað bíbb- romsan þýddi og hún því í rauninni vita gagnslaus. Og ekki verður betur séð en að sífellt sé að bætast í orða- fjöldann sem útleggst sem bíbb. Enda er þetta ekki gert í kvikmyndum. Þar tala penir menn eins og persónur Eastwoods og Wayne og allt niður í viðurstyggilegustu skúrka, án þess að bíbbvörnum verði við komið. Ef fjölmiðlaritskoðunin væri brúkuð á bíó heyrðist iðulega ekkert nema bíbb, með samtengingum á stangli. En væri þannig ritskoðuð mynd sýnd með skrif- legum íslenskum texta hér á landi yrði allt bíbbið áfram þýtt á gullaldaríslensku. (Nema orðið múlatti yrði bíbbað til að særa ekki bíbb og stjúpu hans). Klappað fyrir klassíkinni Við heyrum oft talað um klassískar kvikmyndir. Og okkur þykir stundum undarlegt hvað margar mynd- ir eru sagðar klassískar. En þar er við okkur að sak- ast en ekki myndirnar. Í rauninni eru það aðeins sárafáar kvikmyndir sem eru klassískar í augum fjöldans. Það gegnir allt öðru máli um þá sem eru vel að sér í hinum mikla heimi kvikmyndanna. Slíkir menn hafa því mikið forskot á okkur. Þeir sjá ekki aðeins kvikmynd. Þeir eru meðvitaðir um það hvern- ig einstakar myndir falla inn í ramma og sögu kvik- myndanna. Einstakar myndir réðu því hver þróunin varð næstu árin og jafnvel um alllangt skeið. Kannski gætir einhverra áhrifa enn þótt við þessir venjulegu áhorfendur höfum ekki grænan grun. Þeir geta rakið tæknibrögð, sjónarhorn, bakgrunn, af- stöðu persónu í mynd, litbrigði, hreyfingar og þar fram eftir götunni. Við venjulegir áhorfendur erum Í hreinskilni sagt þá virkar þessi bíbb eins og hann sé fullkomlega bíbb, þessi bíbb, bíbb. ’ En í vikunni lýsti Pútín því yfir að hann teldi að Evrópusambandið myndi ekki lifa af næsta áratug. Hann bætti því svo við að hrun þess hefði hafist fyrir nokkru og ekki væri ólíklegt að það myndi taka um það bil áratug að lognast algjörlega út af. Reykjavíkurbréf22.11.19

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.