Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2019, Qupperneq 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2019, Qupperneq 29
um áform þegar kennarinn hans tjáði honum að hann „spyrði of margs og væri ekki nægilega trúað- ur“. Eftir það reyndi hann fyrir sér sem trommari en helgaði síðan líf sitt ljósmyndun. Og sá aldrei eftir því. „Fullkomnunaráráttan í mér fékk mig alltaf til að velta fyrir mér hvort ég hefði ekki getað náð betri mynd,“ sagði hann í Observer-viðtalinu. „En núna þegar ég horfi á myndirnar sem ég tók af öllum þessum goð- sögnum – eins og Mandela, Sir Win- ston Churchill og Sinatra – streyma minningarnar fram og ég hugsa með mér: Jújú, mér tókst prýðilega upp.“ O’Neill var þrígiftur; fyrst gekk hann að eiga leikkonuna Veru Day og eignaðist með henni tvö börn; þá kvæntist hann leikkonunni Faye Dunaway og átti með henni eitt barn og loks var hann giftur Laraine Ash- ton, sem starfaði sem framkvæmda- stjóri í módelbransanum. O’Neill kynntist Dunaway þegar hann tók fræga mynd af henni á sundlaugarbakkanum morguninn eftir að hún vann Óskarinn fyrir leik sinn í Network eftir Sidney Lumet árið 1977. Hermt er að O’Neill hafi iðrast þess að hafa farið í eina sæng með módeli sínu og að hann hafi hat- að „sirkusinn“ í kringum hjónaband þeirra sem stóð frá 1983 til 1987. Hver er mórallinn í þeirri sögu? Jú, giftust ekki viðfangsefni þínu! Raquel Welch og Terry O’Neill við mynd sem hann tók af leikkonunni á sjöunda áratugnum. Sir Winston Churchill, Nelson Man- dela og Elísabetu Englandsdrottn- ingu en sú síðastnefnda mun hafa verið sú eina sem gerði hann tauga- óstyrkan á ferlinum. „Ég lærði nokkra kappreiðabrandara til að brjóta ísinn og til allrar hamingju skellti hún upp úr,“ tjáði hann The Observer árið 2018. Ætlaði að verða prestur O’Neill fæddist árið 1938 og óx úr grasi í Lundúnum. Upphaflega ætl- aði hann að verða prestur en breytti AFP Rithöfundurinn Jackie Collins með myndir Terrys O’Neills sem tengjast henni á sýningunni í Beverly Hills árið 2013. Fjöldi fólks gladdist þar með O’Neill. 24.11. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 BÓKSALA 13.-19. NÓVEMBER Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Tregasteinn Arnaldur Indriðason 2 Um tímann og vatnið Andri Snær Magnason 3 Þögn Yrsa Sigurðardóttir 4 Tilfinningabyltingin Auður Jónsdóttir 5 Sölvasaga unglings Arnar Már Arngrímsson 6 Hnífur Jo Nesbø 7 Þinn eigin tölvuleikur Ævar Þór Benediktsson 8 Vængjaþytur vonarinnar Margrét Dagmar Ericsdóttir 9 Orri óstöðvandi – hefnd glæponanna Bjarni Fritzson 10 Leikskólalögin okkar 1 Þinn eigin tölvuleikur Ævar Þór Benediktsson 2 Orri óstöðvandi – hefnd glæponanna Bjarni Fritzson 3 Leikskólalögin okkar Ýmsir höfundar 4 Kjarval – málarinn sem fór sínar eigin leiðir Margrét Tryggvadóttir 5 Vigdís – bókin um fyrsta konuforsetann Rán Flygenring 6 Draumaþjófurinn Gunnar Helgason 7 Ævintýri Munda lunda Ásrún Magnúsdóttir 8 Gamlárskvöld með Láru Birgitta Haukdal 9 Leyndarmál Lindu Rachel Renne Russell 10 Hvuttasveinar Ásrún Magnúsdóttir Allar bækur Barnabækur Einhvern tíma ætla ég að koma því þannig fyrir að ég geti verið í fríi í desember og látið draum- inn rætast um að koma mér vel fyrir á bókasafninu og skoða bækur og fara svo heim með nokkrar og gera mér kakó og ristað brauð með osti, koma mér fyrir við eldhúsborðið og lesa, færa mig svo inn í stofu og lesa meira o.s.frv. Jólabókaflóðið er kraftmikið þetta árið og sérlega gaman að sjá hvað er mikið af bókum fyrir ungmenni núna. Ég hef svo sem sagt það áður að það er mest gróskan í þeim bók- menntum sem eiga rætur í vís- inda- eða framtíðar- og furðu- sögum. Ég er búin að lesa bók Ármanns Jakobs- sonar um Bölvun múmíunnar sem er fín og ég las í einum rykk og Nornina eftir Hildi Knúts, sem er jafnvel enn betri. Af fullorðins- bókum vil ég nefna Bréf til mömmu eftir Mikael Torfason. Ég verð að segja að hvað sem manni finnst um að gera líf sitt upp á þennan hátt sem hann hefur valið, þá er bókin bara of vel skrifuð til að mæla ekki með henni. Ástin er oftast það besta í heimi, hún getur líka verið erf- ið og krefjandi þegar of mikið er af henni en þegar hana vantar … Lesandinn finnur svo vel hversu óvarið og auðsært barnið er. Til hamingju með að þú skulir sjálf- ur bera gæfu til að sýna þessu barni ást þína, Mikael, það hlýt- ur að vera mikilvægast. Ég er aðeins búin að glugga í ljóðabækur og lítið þó en hún Harpa Rún, sem er með mér í Bókabæjunum austanfjalls og ég held með annan fótinn í allri menningar- starfsemi á Suðurlandi, hún var að gefa út ljóðabók og fékk auðvitað fyrstu verðlaun strax! Bókin hennar heitir Edda sem er svo viðeig- andi fyrir Hörpu sem stendur styrkum fótum í fortíð og nútíð, bæ og borg, bóndi og skáld. Jarðtengd og full af sköpunarkrafti birtast ljóðin hennar hér og hólið er verð- skuldað. Ég ætla að ljúka pistlinum á að nefna bókina Hringir í skógi eftir Dalene Matthee sem er orðin mín „Karþagó“-setning þegar ég er spurð um bækur. Á jákvæðum nótum þó en ekki neikvæðum því þessa bók ættu allir að lesa, hún er bara eitt- hvað svo dásamleg! HEIÐRÚN DÓRA ER AÐ LESA Langar í frí í desember Heiðrún Dóra Eyvindardóttir er forstöðu- maður Bóka- safns Árborgar. Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambíó.is Frozen II sýnd frá kl. 11.20 til 22.00

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.