Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2019, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2019, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.11. 2019 08.00 Strumparnir 08.25 Blíða og Blær 08.45 Dagur Diðrik 09.10 Stóri og Litli 09.20 Mæja býfluga 09.30 Dóra og vinir 09.55 Latibær 10.20 Lukku láki 10.45 Ævintýri Tinna 11.10 Ninja-skjaldbökurnar 11.35 Friends 12.00 Nágrannar 12.20 Nágrannar 12.40 Nágrannar 13.00 Nágrannar 13.20 Nágrannar 13.45 The Great Christmas Light Fight 14.30 Saudi Women’s Driving School 15.45 Seinfeld 16.10 Masterchef USA 16.55 60 Minutes 17.43 Víglínan 18.28 Veður 18.30 Fréttir Stöðvar 2 18.55 Sportpakkinn 19.10 Hvar er best að búa? 19.45 The Great British Bake Off 20.50 Grantchester 4 21.40 Prodigal Son 22.30 Shameless 23.25 Temple 00.10 StartUp ÚTVARP OG SJÓNVARP Sjónvarp Símans RÚV Rás 1 92,4  93,5 Omega N4 Stöð 2 Hringbraut 18.00 Að norðan 18.30 Jarðgöng (e) 19.00 Eitt og annað 19.30 Þegar (e) 20.00 Að austan 20.30 Eitt og annað 21.00 Amma Dísa 21.30 Nágrannar á Norð- urslóðum (e) endurt. allan sólarhr. 16.00 Trúarlíf 17.00 Times Square Church 18.00 Tónlist 18.30 Ísrael í dag 20.00 Mannamál (e) 20.30 Suðurnesja-magasín Víkurfrétta (e) 21.00 Undir yfirborðið (e) 21.30 Stóru málin (e endurt. allan sólarhr. 16.00 Malcolm in the Middle 16.20 Everybody Loves Ray- mond 16.45 The King of Queens 17.05 How I Met Your Mother 17.30 Happy Together (2018) 17.55 The Kids Are Alright 18.20 Solsidan 18.45 Með Loga 19.45 Jólastjarnan 2019 20.20 Four Weddings and a Funeral 21.10 Billions 22.10 The Handmaid’s Tale 23.05 Black Monday 23.35 Black Monday 06.55 Bæn og orð dagsins. 07.00 Fréttir. 07.03 Tríó. 08.00 Morgunfréttir. 08.05 Á tónsviðinu. 09.00 Fréttir. 09.03 Samtal. 10.00 Fréttir. 10.05 Veðurfregnir. 10.15 Bók vikunnar. 11.00 Guðsþjónusta í Árbæj- arkirkju. 12.00 Hádegisútvarp. 12.20 Hádegisfréttir. 12.40 Veðurfregnir. 13.00 Sögur af landi. 14.00 Víðsjá. 15.00 Skyndibitinn. 16.00 Síðdegisfréttir. 16.05 Úr tónlistarlífinu: Skál- holt I. 17.25 Orð af orði. 18.00 Kvöldfréttir. 18.10 Völuspá. 18.50 Veðurfregnir. 18.53 Dánarfregnir. 19.00 Óskastundin. 19.40 Orð um bækur. 20.35 Gestaboð. 21.30 Fólk og fræði. 22.00 Fréttir. 22.05 Veðurfregnir. 22.10 Á reki með KK. 23.10 Frjálsar hendur. 24.00 Fréttir. 00.05 Næturútvarp Rásar 1. 07.15 KrakkaRÚV 07.16 Begga og Fress 07.29 Lalli 07.36 Tulipop 07.39 Sara og Önd 07.46 Minnsti maður í heimi 07.47 Hæ Sámur 07.54 Söguhúsið 08.01 Letibjörn og læmingj- arnir 08.08 Stuðboltarnir 08.19 Alvin og íkornarnir 08.30 Ronja ræningjadóttir 08.55 Disneystundin 08.56 Tímon & Púmba 09.18 Sígildar teiknimyndir 09.25 Sögur úr Andabæ – Hver er Græjuöndin? 09.45 Krakkavikan 10.05 Njósnarar í náttúrunni 11.00 Silfrið 12.10 Lestarklefinn 13.05 Menningin – samantekt 13.35 John Grant og Sinfó 15.20 Líkamstjáning – Stefnu- mót 16.05 Ég kallaði hann Morgan 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 KrakkaRÚV 18.01 Stundin okkar 18.25 Manndómsár Mikkos – Fjórða þrautin – hjól- reiðar 19.00 Fréttir 19.30 Veður 19.40 Íþróttir á sunnudegi 20.00 Landinn 20.30 Fyrir alla muni 21.05 Dagarnir sem blómin blómstra 22.05 Elser 23.55 Agatha rannsakar málið – Göngugarpar 14 til 16 Tónlistinn Topp40 Eini opinberi vinsældalisti Íslands er sendur út á K100 alla sunnudaga. Siggi Gunnars telur niður 40 vinsælustu lög landsins. 16 til 19 Pétur Guðjóns Góð tónlist og spjall á sunnudags síðdegi. Pétur fylgir hlustendum heim úr fríinu á sunnudögum, nú eða skemmtir þeim sem eru svo heppnir að geta verið lengur í fríi. Á þessum degi árið 1991 kvaddi gullbarkinn Freddie Mercury þennan heim, aðeins 45 ára gamall. Hann fæddist á San- sibar 5. sept- ember 1946 og hlaut skírn- arnafnið Farrokh Bulsara. Merc- ury var söngvari hljómsveitarinnar Queen og hafði óvenju vítt raddsvið sem náði yfir nánast þrjár og hálfa áttund en venjulegur maður ræður við tæplega tvær. Hann samdi mörg af frægustu lögum Queen, meðal annars „Bohemian Rhapsody“ og „We are the Champions“. Banamein hans var alnæmi en degi áður en hann lést tilkynnti hann opinberlega að hann væri haldinn sjúkdómnum. Dánardagur Freddies Við leituðum dyrum og dyngj-um að fullkomnum leikara tilað fara með hlutverk Rog- ans, sem hefur mjög snúin karakter- einkenni, og eftir margra mánaða yf- irlegu þá völdum við James Dean,“ sagði Anton Ernst, annar leikstjóra kvikmyndarinnar Finding Jack, sem til stendur að gera vestur í Holly- wood, í samtali við The Hollywood Reporter á dögunum. Um er víst að ræða lítið hlutverk en þó mikilvægt fyrir framvindu myndarinnar. Valið sætir tíðindum enda hefur James Dean legið hreyfingarlaus í gröf sinni í 64 ár og engin áform haft, svo vitað sé, um að auka við fer- ilskrána sem telur aðalhlutverk í þremur kvikmyndum um miðjan sjötta áratuginn, East of Eden, Re- bel Without a Cause og Giant. Ekki grafinn upp Til að fyrirbyggja allan misskilning þá hyggjast Ernst og félagi hans, Tati Golykh, ekki grafa goðsögnina upp og tefla henni fram í núverandi ástandi. Þvert á móti þarf Dean ekk- ert að hafa fyrir listsköpuninni að þessu sinni en framlag hans til Find- ing Jack verður sótt í gamlar mynd- ir, kvikar og ókvikar, sem soðnar verða saman fyrir atbeina nýjustu tölvutækni, þannig að vart mun víst á milli sjá á tjaldinu hverjir verða tápmeiri, Dean eða meðleikarar hans í myndinni. Allt er þetta gert með samþykki fjölskyldu Deans. „Það er okkur mikill heiður að fjölskylda hans skuli styðja við bakið á okkur og við mun- um gera allt sem í okkar valdi stend- ur til að tryggja að ekki falli skuggi á arfleifð einnar skærustu kvikmynda- stjörnu sögunnar. Fjölskyldan lítur svo á að hér sé um fjórðu kvikmynd hans að ræða; kvikmynd sem honum auðnaðist ekki að gera. Við ætlum ekki að valda aðdáendum hans von- brigðum,“ bætti Ernst við í samtal- inu við The Hollywood Reporter. Gott og vel. Ugglaust verða ein- hverjir aðdáendur James Dean glað- ir að sjá hann „að nýju“ á hvíta tjald- inu en er samt ekki eitthvað bogið við þetta? Hvað um alla leikara á svipuðu reki í Hollywood sem sannarlega draga ennþá andann? Hvers eiga þeir að gjalda? Þið munið að menn lágu mánuðum saman yfir þessu áð- ur en þeir komust að niðurstöðu. Og enginn annar var þess umkominn að taka hlutverkið að sér. Gerist í Víetnamstríðinu Það er heldur ekki eins og myndin gerist á sjötta áratugnum, þar sem hið íkoníska yfirbragð Deans kæmi án efa að notum, hún á sér stað í Ví- etnamstríðinu. James Dean fór yfir móðuna miklu áratug áður en fyrsti bandaríski hermaðurinn drap niður fæti þar um slóðir. Þá þykir sumum helst til mikill markaðsfnykur af gjörningnum. Hver hefur svo sem heyrt um Anton Ernst og Tati Golykh? Eru þeir ekki bara að þessu til að freista þess að vekja athygli á kvikmynd sem ann- ars myndi sigla milli skers og báru? Sennilega er þó of snemmt að svara því af fullri vissu. Mögulega verður Finding Jack meistaraverk. Mögu- lega ekki. Brando í röðinni? Ýmsir hafa mótmælt leikaravalinu, þeirra á meðal leikarnir Chris Ev- ans, Elijah Wood, og Bette Midler, ekki síst á þeirri forsendu að nógu margir séu um hituna í Hollywood enda þótt framliðnar goðsagnir bæt- ist ekki í hópinn. Sérstaklega gæti það gert ungum og upprennandi listamönnum erfitt um vik. Hvernig ætli það yrði til dæmis fyrir Jóa eða Jóu á bolnum að mæta í prufu og fyrir í röðinni væru Humphrey Bog- art, Marilyn Monroe, Marlon Brando og Ingrid Bergman? Svo geta þetta auðvitað verið vond tíðindi fyrir eldri leikara sem enn eru á lífi. Leikstjórar gætu hæglega kosið að grípa til tölvutækninnar og nota yngri útgáfu af þeim. Þannig gætu menn mögulega haft vinnu af sjálfum sér. Þið skiljið! Lengi hefur legið fyrir að vél- menni komi til með að ryðja fólki úr vegi í hinum ýmsu starfsgreinum. Og sú þróun er raunar löngu hafin. En átti einhver von á því að þessi „vélmenni“ yrðu í rauðum leð- urjökkum með brilljantín í hárinu – og kæmu beinustu leið úr gröfinni? James Dean í Rebel Witho- ut a Cause. Hann var sprell- lifandi meðan sú mynd var tekin upp en látinn þegar hún var frumsýnd. Ljósmynd/Michael Ochs Archives LÖNGU LÁTINN LEIKARI AFTUR Á HVÍTA TJALDIÐ Alltaf jafn Deanamískur? Verslun Tunguhálsi 10 - Sími 415 4000 – www.kemi.is - kemi@kemi.is INTERFLON Matvælavottaðar efnavörur Nýjar umbúðir, sömu gæða efnin

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.