Fréttablaðið - 20.02.2020, Qupperneq 5
HÖRKUTÓL SEM ENDIST
GLÆSILEGT ÚTLIT, NÝJAR ÚTFÆRSLUR
OG FJÖLMARGAR TÆKNINÝJUNGAR Í BOÐI.
EIGUM TIL CREW CAB BIG HORN, LARAMIE, SPORT OG LIMITED ÚTFÆRSLUR
TIL AFGREIÐSLU STRAX.
EINNIG MEGA CAB Í LARAMIE OG LIMITED ÚTFÆRSLUM .
BJÓÐUM UPP Á 35”, 37” OG 40” BREYTINGAR
RAM 3500 VERÐ FRÁ: 6.967.745 KR. ÁN VSK.
RAM 3500 VERÐ FRÁ: 8.640.000 KR. M/VSK.
ramisland.is
UMBOÐSAÐILI RAM TRUCKS Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR
S. 534 4433 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16
RAM 3500
MEGA CAB
1 Austur stræti ó hentugt og ó hag kvæmt hús næði, Austur
höfn betri kostur. Byggingarkostn-
aður nýrra höfuðstöðva bankans
er 11,8 milljarðar króna. Banka-
sýsla ríkisins segir mikilvægt að
draga úr fjárhagslegri áhættu.
2 Ís lenska kokka landsliðið hafnaði í þriðja sæti
á Ólympíu leikunum. Íslenska
kokkalandsliðið hefur aldrei náð
ofar en í níunda sæti.
3 Drottningin setur Harry og Meg han stólinn fyrir dyrnar.
Harry og Meghan mega ekki að
nota vörumerkið sitt eftir að þau
yfirgáfu konungsfjölskylduna.
Allar nýjustu fréttir og blað
dagsins eru fáanleg á
www.frettabladid.is
FJÖLMIÐLAR Fjölmiðlar hafa ekki
skotleyfi á saklaust fólk sem svara
þarf til saka, þrátt fyrir megin-
reglu um að dómþing skuli háð í
heyranda hljóði, að mati Afstöðu,
félags fanga.
„Sú hegðun að hundelta sak-
borninga á leið sinni í og úr þing-
höldum í dómhúsum landsins til
þess að ná af þeim ljósmyndum
og myndböndum er ekkert annað
en gróft brot á friðhelgi einkalífs,“
segir Guðmundur Ingi Þóroddsson,
formaður Afstöðu.
Þetta segir Guðmundur í umsögn
um frumvarp alþingismannsins
Þorsteins Sæmundssonar. Því er
ætlað að takmarka heimildir fjöl-
miðla til að taka upp myndir og
hljóð í dómhúsum.
Í umsögninni segir að mynd-
birtingarnar séu til þess fallnar
að stimpla viðkomandi seka um
aldur og ævi, þrátt fyrir að hafa
ekki hlotið dóm. Myndir valdi fjöl-
skyldum viðkomandi ekki síður
skaða. „Einelti í skólum, starfs-
missir, útskúfun úr vinahópum og
áfallastreituröskun eru bara örfá
brot þeirrar birtingarmyndar.“
Frumvarpinu fylgi engin áhrif
á getu fjölmiðla til að veita dóms-
kerfinu aðhald. Heimild til frétta-
f lutnings sé ekki takmörkuð.
Í umsögn Félags fréttamanna
segir hins vegar að takmörkun á
möguleikum til að mynda og ná
tali af sakborningum skerði ekki
einungis aðgang almennings að
upplýsingum heldur einnig mögu-
leika sakbornings á að njóta rétt-
látrar málsmeðferðar.
Fjölmiðlanefnd telur frumvarpið
fela í sér fyrirfram skerðingu á tján-
ingarfrelsi fjölmiðla en í umsögn
stofnunarinnar segir að mikilvægt
sé að fjölmiðlar geti áfram rækt þá
skyldu sína að miðla fréttum og
halda almenningi upplýstum um
störf dómstóla, með almannahags-
muni að leiðarljósi. – aá
Fjölmiðlar hafi ekki skotleyfi á saklaust fólk í dómsal
Einelti í skólum,
starfsmissir, útskúf-
un úr vinahópum og áfalla-
streituröskun eru bara örfá
brot þeirrar
birtingar-
myndar.
Guðmundur
Ingi Þóroddsson,
formaður
Afstöðu
Í Skagafirði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
ORKUMÁL RARIK hefur fengið leyfi
Kirkjuráðs Þjóðkirkjunnar til að
leggja háspennustreng yfir prests-
setursjörðina Glaumbæ í Skagafirði.
Í umfjöllun Kirkjuráðs segir að
ábúandinn á Glaumbæ hafi fengið
málið til umsagnar og samþykkt
málið fyrir sitt leyti. „Kirkjuráð
samþykkti beiðni RARIK, í ljósi
fyrirliggjandi gagna,“ segir í fund-
argerð Kirkjuráðs.
Um er að ræða hluta af svokall-
aðri Blöndulínu 3 sem leggja á frá
Blöndustöð til Akureyrar og ætlað
er að styrkja flutningskerfi raforku
á Norðurlandi. Sumir landeigendur
á fyrirhugaðri línuleið hafa and-
mælt lagningu línunnar um lönd
sín. – gar
Kirkjan leyfir
háspennulínu
SAMFÉLAG „Ég hef fengið ótrúlega
mikið af ábendingum og mikill
fjöldi nemenda hefur leitað til mín,“
segir Eyrún Baldursdóttir bekkjar-
fulltrúi í námsnefnd hjúkrunar-
fræðideildar Háskóla Íslands og
sviðsráðsforseti, en mikil óánægja
ríkir meðal nemenda sem stunda
verknám í hjúkrunarfræði, vegna
strangra krafna um viðveru.
„Við erum með 95 prósenta mæt-
ingarskyldu sem þýðir að í þriggja
vikna verknámstörn eru það sex
klukkustundir sem við getum verið
frá,“ segir Eyrún. Nemendur á þriðja
ári í hjúkrunarfræði eru í verknámi
í sextán vikur á þessari önn og segir
Eyrún lítið svigrúm, verði nemend-
ur veikir eða komist ekki til náms af
einhverjum ástæðum.
„Menningin er sú að ef eitthvað
kemur upp á þá átt þú að vinna það
upp, sem er auðvitað miserfitt fyrir
fólk eftir aðstæðum; hvort það eigi
börn og annað,“ segir Eyrún. Verði
barn nemanda veikt í tvo daga beri
nemandanum að vinna veikindin
upp með tveimur vöktum.
„Það má svo lítið út af bregða til
að fólk sé komið í mínus við námið.
Hlutir eins og að börn veikist eða
álíka hlutir sem eru óviðráðanlegir
geta sett allt á hliðina,“ segir Eyrún.
Kröfurnar bitni mest á þeim sem
eigi börn. Það hafi gerst að mæður
fái ekki svigrúm til að mæta í for-
eldraviðtöl barna sinna. „Til mín
hafa leitað yfir tuttugu stelpur og
margar þeirra eru búnar með öll sín
úrræði, svo margar eru þreyttar og
stressaðar,“ segir Eyrún.
Þá nefnir Eyrún mikla umræðu
um brottfall og kulnun í stétt hjúkr-
unarfræðinga. Fyrirkomulag náms-
ins sé ekki til að draga fleiri að eða
auka starfsánægju. Sem sviðsráðs-
forseti er Eyrún fulltrúi nemenda
í stjórn heilbrigðisvísindasviðs. Í
haust lagði hún þar til að mætingar-
skylda yrði lækkuð í 85 prósent.
„Sú tillaga var felld en ég ætla að
prufa að leggja fyrir tillögu um 90
prósent næst, því ég held að það
gæti strax orðið mikill munur.
Þá erum við allavega komin með
eina vakt á þriggja vikna tímabili.
Svo þyrfti jafnvel að koma klausa
um veikindi barna og að það yrðu
úrbætur fyrir þá nemendur sem
mest þyrftu á að halda. Endanlegt
markmið er þó einnig að verknám
verði metið til launa,“ segir Eyrún.
Herdís Sveinsdóttir, deildarfor-
seti hjúkrunarfræðideildarinnar,
segir reglur um verknám í deildinni
fylgja tilskipan Evrópusambands-
ins og að mikilvægt sé að halda
þeim reglum sem settar eru til að
halda gæðum námsins. Hjúkrunar-
fræðideild HÍ raðast í sæti 100 -150 á
lista um gæði náms í hjúkrunar- og
ljósmóðurfræðum á heimsvísu.
„Almennt séð er það reynsla mín
að þeir hjúkrunarfræðingar sem
koma að klínískri kennslu nem-
enda séu almennilegt fólk sem
reynir að koma til móts við nem-
endur og aðlagar námstíma þeirra,
ef eitthvað kemur upp á. Enda er
það stefna deildarinnar að koma
til móts við nemendur og reyna
að taka tillit til sjónarmiða þeirra
innan þeirra marka sem eðlilegt
getur talist,“ segir Herdís.
Hún segir mikilvægt að nemend-
ur hljóti þá þjálfun sem nauðsynleg
sé hjúkrunarfræðingum og uppfylli
þar með mætingarskyldu í verk-
nám. „Grundvallarforsenda sem
gengið er út frá er að nemandi fái
það klíníska nám sem honum ber
og það er alger lágmarkstími sem
hver nemandi er í klínísku námi
tengdu hverju sérsviði hjúkrunar,“
segir hún. birnadrofn@frettabladid.is
Hjúkrunarfræðinemar ósáttir
við stífar kröfur í verknáminu
Nemendur í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands segja kröfur um viðveru svo strangar að þeir megi vart
verða veikir og geti jafnvel ekki mætt í foreldraviðtöl barna sinna. Nemendur upplifi mikið stress og séu
þreyttir. Deildarforseti segir nemendur fá algeran lágmarkstíma í því klíníska námi sem þeim beri að fá.
Reglur um verknám í hjúkrunafræði fylgja ESBreglum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Til mín hafa leitað
yfir tuttugu stelpur
og margar þeirra eru búnar
með öll sín úrræði.
Eyrún
Baldursdóttir,
bekkjarfulltrúi
í námsnefnd
hjúkrunarfræði-
deildar HÍ.
2 0 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð