Fréttablaðið - 20.02.2020, Síða 21

Fréttablaðið - 20.02.2020, Síða 21
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103, Hákon Helgi Bjarnason og Auður Ósk Hálfdánardóttir eru t veir af þremur verslun­ arstjórum í Galleri 17. Þau segja að fermingartískan hafi aldrei verið fjölbreyttari, jafnt fyrir drengi sem stúlkur. „Flestir strákar velja mjög flottar samsetningar, til dæmis staka jakka við sparibuxur eða jafnvel gallabuxur. Svo eru hin klassísku jakkaföt alltaf vinsæl. Mjög margir strákar vilja striga­ skó við sparidressið því þá er hægt að nota áfram eftir ferminguna og hafa þeir því gott notagildi,“ segir Hákon og Auður bætir við að blúndu kjólar eða kjólar með blómamynstri séu það sem stelpurnar vilja núna. Órjúfanlegur partur af fermingarundirbúningi „Stelpurnar vilja líka blazerjakka eða skyrtur við galla­ eða dragtar­ buxur. Það er mjög mikilvægt að velja réttu skóna við en það er skemmtilegt hvernig þær velja fín­ lega kjóla og grófa skó. Skórnir frá dr. Martens eru eftirsóttir og einn­ ig fallegir og vandaðir strigaskór. Svo eru fínir ljósir hælaskór alltaf vinsælir og passa vel með blazer og gallabuxum en þannig er hægt að dressa sig upp,“ útskýrir Auður og rifjar upp hversu Galleri 17 sé órjúfanlegur partur af ferming­ unni og það í meira en þrjátíu ár. „Mér skilst á Svövu Johansen, eiganda verslunarinnar, að hún hafi byrjað að láta sérhanna ferm­ ingarföt árið 1985. Svava er algjör frumkvöðull í fermingar tískunni og mér finnst mjög gefandi þegar ég finn að krökkunum þykir það skemmtileg upplifun að koma í búðina og finna réttu fötin fyrir þennan stóra dag,“ segir Auður. Hákon segir að það sé mis­ jafnt hversu vel krakkarnir séu undirbúnir þegar þeir koma í verslunina. „Sum eru búin að liggja yfir Instagram­síðu Galleri 17 og vita nákvæmlega hvað þau vilja. Þau sem eru ekki eins ákveðin fá persónulega þjónustu hjá okkur starfsfólkinu og við leiðbeinum þeim í leitinni og sýnum þeim fatnað sem gæti hentað. Sumir eru að kaupa sín fyrstu jakkaföt og oft þarf að leiðbeina varðandi stærð og snið,“ segir hann. Skemmtilegir fylgihlutir Auður segir að starfsfólk Galleri 17 leggi mikla áherslu á að taka vel á móti fermingarbörnum og fjölskyldum þeirra. „Þetta er stór stund í lífi barnanna og við viljum aðstoða eins vel og við getum,“ segir hún. Þau eru bæði sammála um að tískan breytist ár frá ári. „Við erum alltaf í takt við það sem er að gerast í tískuheiminum og fjölbreytnin er mikil. Má þar nefna að kjólar með blómaprenti verða mjög vin­ sælir í vor og við sjáum þá núna í fermingartískunni,“ segir Auður. Hákon segir að blá jakkaföt séu sérstaklega vinsæl um þessar mundir og grá fylgja þar fast á eftir. Stelpurnar velji hins vegar ljósa liti, hvítt, beis og pastelliti. Í Galleri 17 er fjölbreytt úrval af hár­ skrauti sem er mikið í tísku núna. Starfsfólkið leiðbeinir stelpunum með að velja rétta skrautið við kjólinn. „Stelpurnar taka hárið upp til hálfs og eru með fallegar spennur eða spangir. Það er svo ótrúlega gaman að setja punktinn yfir i­ið og klæða flíkurnar upp með sparilegum fylgihlutum.“ Allar stærðir Það allra besta við fermingar­ fötin í Galleri 17 eru stærðirnar því þær henta öllum. Jakkafötin fást í stærðum 34­44 og skyrtur í númerunum 31­39. „Foreldrarnir Vinsælt er að sitja fyrir í fermingarmyndatöku Galleri 17. Nokkur hundruð ábendingar bárust við val á krökkum. Á þessum 35 árum hafa mjög mörg þekkt andlit í þjóðfélaginu setið fyrir á fermingarmyndatöku Galleri 17. Auður Hálfdánardóttir og Hákon Helgi Bjarnason eru verslunarstjórar í Galleri 17. Þau taka að sjálfsögðu vel á móti fermingarbörnum og fjöl- skyldum þeirra ásamt öðru starfsfólki verslunarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Kjólar með blómamynstri verða vinsælir í sumar og þeir eru þegar komnir í fermingarlínuna.Léttur og fallegur kjóll við grófa dr. Martens skó. Sportlegur fermingardrengur. Gallabuxur, gallajakki og derhúfa. Teinótt jakkaföt eru í hátísku, jafnt fyrir fullorðna sem fermingardrengi. Fylgihlutir skipta miklu máli og er fjölbreytt úrval í Galleri 17, hvort sem það er hárskraut eða belti. Framhald af forsíðu ➛ geta líka klætt sig upp því allar fullorðinsstærðir eru í boði. Vörumerkin eru fjölbreytt en við bjóðum yfir 30 vinsæl tískumerki. Kjólar eru fáanlegir í XXS og upp úr. Tískumerkið Moss Reykjavík, sem fæst í Galleri 17, býður sömu­ leiðis upp á sérstaka fermingarlínu sem samanstendur af 2­3 flíkum og stærðirnar geta því verið alla­ vega. „Við finnum alltaf eitthvað flott sem hentar,“ segir Hákon. „Svo er einfalt að þrengja, víkka eða stytta skálmar,“ bætir hann við. Krakkar sem þora Vinsæl vörumerki hjá foreldrum fermingarbarna eru Matinique jakkaföt, Libertine­Libertine skyrtur og Samsøe & Samsøe kjólar. „Margir nýta sér NTC vildarklúbbinn og fá þá afslátt þegar fjölskyldan klæðir sig upp. Það getur borgað sig að vera í klúbbnum,“ segir Hákon og upplýsir að þau fái oft póst frá foreldrum sem eru of boðslega ánægðir með þjónustuna við ferm­ ingarbarnið. „Við leggjum mikla áherslu á að fermingarbarnið fari ánægt frá okkur og það er ótrúlega skemmtilegt þegar þau finna réttu fötin,“ segir hann. Bæði Auður og Hákon segja að úrvalið hafi aldrei verið jafn fjölbreytt og núna og krakkarnir þora miklu frekar að taka áhættu en áður þekktist. „Þau eru mörg með mjög ákveðinn og persónulegan stíl,“ segir Auður. Galleri 17 er í Kringlunni og Smára- lind. Einnig er hægt að skoða vörur í netversluninni ntc.is 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 0 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.