Fréttablaðið - 20.02.2020, Page 27
Hekla var staðráðin í því að klæðast hvítu frá toppi til táar og fékk hún sínu framgengt, þrátt fyrir andmæli móður.
Hekla sér ekki eftir neinu og segir að þó að hún hafi tekið slæmar ákvarð-
anir hafi þær engu að síður verið hennar ákvarðanir. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR
Hjördís Erna
Þorgeirsdóttir
hjordiserna@frettabladid.is
Hekla segist hafa farið inn í fermingarferlið trúuð en að það hafi þó verið upp-
hafið að trúarlegum endinum. „Ég
fermdist að kristilegum sið, enda
var ég sannkristin stelpa þegar
ferlið hófst. Fermingarfræðslan
spilaði stórt hlutverk í því að vinda
ofan af barnatrúnni en þar upp-
lifði ég í fyrsta sinn efasemdir um
sannleiksgildi þess sem mér hafði
verið kennt um kristna trú og
hvernig hún varð til.“
Upplifði fyrst efasemdir
í fermingarfræðslu
Hún náði þó ekki að bregðast við í
tæka tíð. „Efasemdirnar uxu eins
og illgresi og undir lokin var ég
orðin alveg afhuga skipulögðum
trúarbrögðum en þá var orðið
of seint að hætta við. Þar að auki
var ég mjög æst í að vera tekin í
fullorðinna manna tölu og upplifa
heilan dag sem snerist bara um
mig.“
Hekla, sem vildi fyrst og fremst
vera klædd hvítu frá toppi til
táar, segir móður sín hafa reynt
að hafa áhrif á klæðaburð sinn.
„Mamma mín reyndi eins og hún
gat að stýra mér í átt að einhverju
sem myndi standast tímans tönn
en ég vildi ekki heyra það. Ég var
með mjög ákveðnar hugmyndir,
vildi vera í öllu hvítu og helst líta
út eins og Hollywood-stjarna á
brúðkaupsdaginn sinn. Ég endaði
með að finna mér hvítan kjól með
spagettíhlýrum í Cosmo og ein-
hvers konar hvítan netjakka. Þá
var ég líka í einhverjum ógeðs-
legustu háhæluðu hvítu sandölum
hönnunarsögunnar og með hvít
gerviblóm í hárinu.“
Svipaða sögu var að segja af
förðuninni. „Mamma reyndi líka
Áþreifanleg
minning um eitt
versta lúkkið
Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir, handritshöfundur,
sérfræðingur í samfélagsmiðlum og meðlimur uppi-
standshópsins Fyndnustu mínar, fermdist árið 2003.
að tala mig niður af því að bera á
mig gommu af Kanebo-brúnku-
kremi, setja eyeliner í vatnslínuna,
ofplokka á mér augabrúnirnar en
ég lét ekki segjast. Afraksturinn er
áþreifanleg minning um eitthvert
versta lúkk sem ég hef skartað á
ævinni.“
Ógeðslega fyndið eftir á
Þrátt fyrir raunirnar segist Hekla
engu vilja breyta. „Eiginlega ekki,
sko. Ég held mjög upp á þessar
myndir og minningar. Þarna tók ég
allar ákvarðanir um það hvernig
ég vildi líta út og þó að það hafi
verið slæmar ákvarðanir þá voru
þær samt mínar. Svo er þetta líka
bara ógeðslega fyndið eftir á.“
Hekla ráðleggur fermingarbörn-
um samtímans að vera óhrædd
við að fylgja eigin hjarta við val
á fatnaði. „Ekki vera að eltast við
klassíkina. Gríptu bara tíðarand-
ann og vertu nákvæmlega eins og
þú vilt vera. Það versta sem getur
gerst er að þú hlæir að þessu seinna
– og það er gaman að hlæja.“
Er það svo? „Já, svo sannarlega.
Ég mæli með því að öll sem geta
tekið undir þá fullyrðingu skelli
sér á sýninguna Bestu mínar eftir
uppistandshópinn Fyndnustu
mínar á Kexi, gamla Nýló, á laugar-
daginn.“
Það versta sem
getur gerst er að þú
hlæir að þessu seinna –
og það er gaman að
hlæja.
Holtasmára 1
201 Kópavogur
(Hjartaverndarhúsið)
Sími 571 5464
NETVERSLUN WWW.TISKUHUS.IS
ÚTSÖLULOK !
VERSLUNIN FLYTUR Á NETIÐ OG SAMEINAST BELLADONNA
Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook
Nanni jakkar
kr. 8.900.-
Str. S-XXL
FRÉTTIR, FÓLK &
MENNING á Hringbraut
og hringbraut.is
Fylgstu með!
FRÉTTIR, FÓLK &
MENNING á Hringbraut
og hringbraut.is
Fylgstu með!
8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 0 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R