Fréttablaðið - 20.02.2020, Page 43

Fréttablaðið - 20.02.2020, Page 43
Aldís Pálsdóttir hefur meðal annars unnið fyrir Nike, Bio Effect og Lancôme auk þess að hafa stjórnað ljós- myndadeild tímaritaútgáf- unnar Birtíngs. Þriggja kvenna sýn Ljósmyndararnir Aldís, Laufey og Heiða deildu reynslu sinni og sýn á reynsluheim og ólíkar aðferðir kvenna í atvinnuljósmyndun. Hvers konar sögur fanga konur í ljós-myndun? Þrír ólíkir atvinnuljósmynd-arar, allt konur, vel að merkja, svöruðu þessari spurningu á myndrænni samkomu hjá Origo í Borgartúni á þriðjudagskvöld. Þær Aldís Páls- dóttir, Heiða Helgadóttir og Laufey Ósk Magnúsdóttir sögðu frá því hvernig þær nálgast og fanga við- fangsefni sín, en þær eru þekktar fyrir að vinna með ólík myndefni. Alþjóðlegar tölur sýna að konur eru miklu færri en karlmenn í stétt atvinnuljósmyndara og margt bend- ir til þess að þær fangi viðfangsefni sín með öðrum hætti en karlmenn. Þær hafi til dæmis miklu ríkari til- hneigingu til að nota myndavélar sínar, linsur og sjónarhorn til þess að segja sögur og miðla tilfinningum. Aldís hefur meðal annars unnið fyrir Nike, Bio Effect og Lancôme auk þess að hafa stjórnað ljósmynda- deild tímaritaútgáfunnar Birtíngs. Heiða er margverðlaun aður, sjálf- stætt starfandi ljósmyndari og fréttaljósmyndari sem hefur ekki síður vakið athygli með listrænum ljósmyndum sínum en þeim frétta- tengdu. Laufey Ósk Magnúsdóttir rekur sína eigin stofu þar sem hún er oftar en ekki með fókusinn á tengslum og kærleikanum í fjölskyldum, auk þess sem hún sérhæfir sig í fermingarljós- myndun. steingerdur@frettabladid.is Áhugasamir gestir hlustuðu af athygli á atvinnukonurnar þrjár. Dröfn Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri Origo. Allra augu voru aldrei þessu vant á ljósmyndurunum. Heiða Helgadóttir hefur meðal annars starfað á Fréttablaðinu, Stundinni og Birtíngi. 2 0 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R30 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.